Morgunblaðið - 01.05.1957, Page 11

Morgunblaðið - 01.05.1957, Page 11
Miðvikudagur 1. maí 1957 MORGUNBLAÐIÐ 11 skal að og hrinda í framkvæmd. Á þann hátt verður 1. maí dag- ur, er við" komum saman til að fagna unnum sigrum og skipu- leggja nýja sókn fyrir auknum og bættum lífsskilyrðum. Þannig verður dagurinn tákn þess, er koma skal. í dag vil ég árna verkalýðs- hreyfingunni allra heilla í nútíð og framtíð. Þessari heillaósk minni fylgir sú von mín, að við sameinumst til þátttöku í há- tíðarhöldum dagsins um þá höf- uðkröfu, að jafnrétti skuli ætíð ríkja í samskiptum manna, frelsi og friður. Með þetta í huga hitt- umst við heil til sóknar og sig- urs. Sigurður Guðmann Sigurðsson múrarij Kiöfur verkulýðsins og stefna núverondi ríkisstjórnur Hinn alþjóðlegi baráttudagur verkalýðsins 1. maí, túlkar kröf- ur hinna vinnandi- stétta og mark- ar spor þeirra til sóknar og sig- urs. En hann hvetur líka verka- lýðinn til umhugsunar um kjör sín, og hvers hann má vænta, um hag sinn í framtíðinni. Síðan verkalýðurinn í Reykja- vík bar fram sínar fyrstu kröfur, eru nú liðin 34 ár. Á þeim tíma hafa Orðið miklar breytingar í íslenzku þjóðlifi, ekki sízt á sviði atvinnu- og mannréttinda. Hin- um fyrstu kröfum hefur því flest- Sigurður Guðm. Sigurðsson um, fyrir löngu, verið fullnægt og aðrar komið í þeirra stað, því barátta verkalýðsins er engum takmörkum háð, þar sem lýðræði og frelsi ríkir. Þess vegna mun og íslenzkur verkalýður enn í dag, setja fram sínar kröfur og mótmæla ýmsum aðgerðum rík- isvaldsins. ÞEIR LOFUÐU MIKLU Það ár, sem nú er liðið, síðan verkalýðurinn fór sína síðustu hópgöngu, hefur orðið örlagaríkt í íslenzku þjóðlífi. Eftir alþingis- kosningarnar 24. júní fengu kommúnistar, sem nú ráða heild- arsamtökum verkalýðsins, að- stöðu til þess að verða mestu ráð- andi í ríkisstjórninni, enda að at- kvæðamagni stærsti stjórnar- flokkurinn. Þess hefði því mátt vænta, að mörgum þýðingarmestu kröfum verkalýðsins frá síðasta ári væri þegar fullnægt og að hann gæti nú, — eftir 10 mánaða stjórnar- störf og senn 200 daga þinghald, undir forystu stjórnar „hinna vinnandi stétta“ — fagnað betri lífskjörum og þyrfti eigi að ör- vænta um hag sinn. Engin íslenzk ríkisstjórn hafði líka lofað jafnmiklu og mun stænsti stjórnarflokkurinn eiga þar bróður-hlutann. Með þeim loforðum fékk verkalýðurinn fyr irheit um það, að mörgum hags- munamálum hans yrði fullnægt, cnda þótt staðreyndirnar sýni annað. VERKALÝÐURINN KRAFÐIST RAUNHÆFRA AÐGERÐA Í EFNAHAGSMÁLUNUM Það er að vonum, að verka- lýðurinn hugleiði kjör sín á líðandi stundu, því þau hljóta fyrst og fremst að móta kröfur hans í dag. En hann gerir sér þá einnig grein fyrir því, hvernig likisstjórnin hefur orðið við fyrri kröfum hans, ekki sízt i þeim málum, sem hann varðar mestu, svo sem efnahagsmálun- um. Þar hefur verkalýðurinn áð- ur krafizt raunhæfra úrbóta, því honum var fyrir löngu orðið ljóst, að það ástand, sem í þeim málum hefur skapazt, með vax- andi verðbólgu og síhækkandi styrkjum til útflutningsfram- leiðslunnar hlaut að stefna til fjárhagslegs öngþveitis og gera að engu gjaldþol landsmanna. ÁHRIFUM GENGISLAGANNA SPILLT Síðustu 15 árin hafa efnahags- málin oft verið rsedd á Alþingi og margar ríkisstjórnir leitað ráða til úrbóta. Af þeim tillögum, sem þar hafa komið fram voru gengislögin frá 1950 einna þýðingarmest. Enda þótt með þeim lögum væri ekki nægilega fullnægt þörf báta- útvegsins, var stigið raunhæft spor til þess, að tryggja efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar, án þess, að skerða um of kjör laun- þega. Hefur sú kjaraskerðing líka orðið miklu meiri með þeirri verðþenslu og niðurgreiðslum, sem síðar varð, eftir að áhrif gengislaganna voru gerð að engu, af þeim forystumönnum innan verkalýðssamtakanna, sem eru aðalstuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar. Vorið 1951 var hafinn áróður fyrir hækkandi vísitölu, síðan hefur verðþenslan haldið áfram, en þó orðið mest eftir verkfallið, sem hófst 18. marz 1955. Flestum mun nú orðið Ijóst, að með því verkfalli hafi ekki orð- ið raunhæfar kjarabætur fyrir verkalýðinn, nema síður sé, enda til þess stofnað í öðium til- gangi, sem sé þeim, að bæta að- stöðu kommúnista á skákborði stjórnmálanna og þar með, að greiða veg þeirri helstefnu, sem þeir reka, að undirlagi alþjóða- kommúnismans. RÍKISSTJÓRNIN LOFAR RAUNHÆFUM AÐGERÐUM Meðal hinna mörgu loforða ríkisstjórnarinnar voru raunhæf- ar aðgerðir í efnahagsmálunum og til þess að tryggja það, að hlutur verkalýðsins yrði með þeim ekki um of skertur, var forseta Alþýðusambandsins falið þýðingarmilcið hlutverk. Hinn 28. ágúst var þjóðinni til- kynnt, að nú skyldu efnahags- málin örugglega ieyst, með nýj- um leiðum og verðþenslan þar með stöðvuð. En til þess þyrfti stjórnin fyrst að fá 4 mánaða vinnufrið og dýra aðstoð færustu erlendra hagfræðinga. Á meðan skyldi vísitalan stöðvuð með bráðabirgðalögum og a.m.k. 6 vísitölustig tekin af launþegum og var þar með eitt þýðingar- mesta ákvæðið i kjarasamningum verkalýðsfélaganna gert að engu án þeirra samþykkis. Enda þótt mörgum launþegum hafi þótt anda köldu frá forseta Alþýðusambandsins og sumir þeirra hafi átt erfitt með að skilja það samkomulag við verkalýðs- félögin, sem forsætisráðherra til- kynnti í sinni dularfullu útvarps ræðu, munu þó flestir hafa viljað við una, ef hér væri brotið í blað til raunhæfra aðgerða í efnahags- málunum og verðþenslan loks stöðvuð. i STABREYNDIRNAR TALA Engin verkföll, alger vinnu. friður og að sjálfsögðu engar kauphækkanir átti að verða kjöl- festa stjórnarinnar og fyrsta spor ið til raunhæfra aðgerða í efna- hagsmálunum. Á þeim 8 mánuðum, sem síðan eru liðnir hafa, að minnsta kosti 7 stéttir fengið kauphækkanir, sem nema frá 7—30%, og boðuð og framkvæmd verkföll eru orð- in 5. Flestar eru kauphækkanirn- ar gerðar fyrir bein áhrif ríkis. stjórnarinnar og 30% hækkunin víst einsdæmi í veraldarsögunni, þar sem ríkisstjórnin staðfestir, að einni hæstlaunuðu stétt þjóð- arinnar sé greiddur stór hluti launa sinna í erlendum gjald- eyri, þótt búsett sé í landinu sjálfu, eða er stjórnin að greiða fyrir fjárflótta úr landi? En hver var svo hin marglof- aða nýja raunhæfa lausn í efna- hagsmálunum? Nýr 16% gjaldeyrisskattur á nær allan innflutning, sem er raunveruleg gengislækkun, og 8—80% útflutningssjóðsgjald á innfluttar vörur. Sérskattur á flestar vátryggingar, farseðla og ferðagjaldeyri, auk 10% viðauka- skatts á nefnda skatta. Hinir nýju skattar eru áætlaðir yfir 250 millj. á ári, eða 7.815 krónur á hverja 5 manna fjölskyldu. Þannig varð þá hin marglofaða raunhæfa lausn ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálunum. Slík stefna samrýmist ekki kröfum verkalýðsins. Sverrir M. Gíslason formaður Sveinafélags prentmyndasmiða 8 stnnda vinna ætti að nægja AF MÁLEFNUM verkalýðsins eru launakjörin oftast efst á baugi. Ef 2 menn hittast úr ólík- um launþegastéttum er oftast um ræðuefnið, hvað er kaupið? hver er vinnutíminn? er mikil eftir- vinna? Þessar spurningar þekkir launþeginn orðið vel. Athugum nú síðustu orðin: er mikil eftir- vinna? Ef maður ræður sig í vinnu, er ávallt spurt: Er eftirvinna? Eru kjör launþegans það léleg, að hann geti ekki lifað af 8 stunda vinnu? Er það lífsnauðsyn fyrir verka- manninn að hafa eftirvinnu? Þessu verður því miður að svara, að ef ekki væri eftirvinna hjá sumum stéttum, gerði fjölskyldu- maður ekki betur en að lifa. Þetta þarf að bæta og það sem fyrst. Kjör launþegans þurfa að vera þannig að um eftirvinnu eigi ekki að vera að ræða. Af 8 stunda vinnu á launþeginn að getað lifað mannsæmandi lífi og þar að auki lagt til hliðar til elliáranna, því ekki mun svo um hnútana búið að verkamenn fái lífeyri, þegar Sverrir Gíslason þeir verða óvinnufærir. Krafan er því: lífssæmandi kjör fyrir 8 stunda vinnu og 5 daga vinnu- viku, frí sunnudag og laugardag. Um síðara atriðið munu ekki allir sammála. Það heyrist oft meðal launþega: látum vinnu- tímann vera óbreyttan, reynum heldur að fá fleiri krónur. Rök- semdir þær, sem þeir menn bera fyrir sig, sem þessu vilja halda fram, en það eru aðallega eldri menn, eru þessar: Hvað eig- um við að gera með öll þessi frí? Við hvílum okkur á sunnudögum og það er nóg, hvað eigum við að gera með laugardagana? Okk- ur myndi bara leiðast að liggja heima í 2 daga. Og annað vanda- málið er hvernig æskan myndi nota þessi frí, myndi ekki skapast meiri óregla meðal æskunnar? Svona hugleiðingar hafa komið fram. Það er eins og hin eldri kynslóð vantreysti æskulýðnum og álíti að dægradvöl, sem æskan aðhyllist sé aðeins að finna við glasaglamur og sígarettureyk. En þarna er einmitt tækifæri æskunnar til að kynnast listum, íþróttum og öðrum góðum mál- efnum. Oft er rætt um bil það, sem er á milli iðnfaglærða mannsins og hins ófaglærða, hvað kjör hins fyrrnefnda séu betri. Vissulega er ég á sama máli og þeir, sem halda því fram að bilið sé nokkuð mikið og ætti verkamaðurinn að fá einhverja leiðréttingu á þessu. Og er ekki tækifærið einmitt nú að fá einhverja leiðréttingu á þessu og öðrum misbrestum, þar sem sú ríkisstjórn, sem nú sit- ur að völdum telur sig þangað komna einmitt fyrir tilstyrk hinna lægst launuðu? Væri nokk- uð úr vegi að þeir krefðu þá um annað en kaupbindingu og hækk- andi vöruverð? Eða voru það lof- orðin, sem þeir gáfu að á þjóðina yrðu lagðir milljónaskattar og að launþeginn þyrfti þar að bera þyngstu byrðarnar? Vissulega voru loforðin fegri, það mun launþegum enn í fersku minni. Þetta kjörtímabil skyldi verða blómaskeið þeirra. Kaupmáttur- inn skyldi hækka, og verkamað- urinn skyldi fá bættan aðbúnað. Svo mörg voru þau fögru orð. En hver er reyndin? Þessu geta allir launþegar svarað á einn veg. Kaupmáttur okkar hefur rýrnað svo um munar, og er það nokk- urn veginn víst að fjölskyldu- maður með 3—4 börn á fram- færi þarf nú 150—200 kr. meira á viku en fyrir valdatöku nú- verandi ríkisstjórnar og mun ekki ofsagt. Hvað lengi geta forustumenn verkalýðsfélaganna, sem munu vera fylgjandi núverandi rikis- stjórn, haldið þeirri sjálfsögðu kröfu niðri, að ríkisstjórnin verði látin segja af sér?. Friðleifur I. Friðriksson formaður Þróttar Uodon yfirróðom kommúnista í DAG á hátíðisdegi verkalýðs- samtakanna, er ástæða til að allir launþegar á íslandi, gefi sér tíma til að athuga hver séu stærstu hagsmunamál hinna vinnandi stétta um þessar mundir. Að sjálfsögðu ber þá fyrst að minna á að verkalýðssamtökin eiga eðli sínu samkvæmt að vera ópólitísk hagsmunasamtök laun- þeganna, hvar í stétt sem þeir standa, og hvað sem stjómmála- skoðunum einstaklinganna, hvers um sig líður. Einfaldlega vegna þess að hagsmunir fólksins í hverju stéttarfélagi fyrir sig, eru þeir sömu, hvar í flokki sem það stendur. En þó að þetta eigi að vera svona, og væri sjálfsagt öllum fyrir beztu að það gæti verið það, þá er þó langt frá að svo sé. Arm- ar pólitísku flokkanna hafa fyrir löngu teygt sig inn í stéttasam- tökin, og það svo að nú má heita að varla sé til svo lítilfjörlegt mál, að pólitísk afstaða manna hafi ekki meiri eða minni áhrif á gang þess. Og nú í seinni tíð verðum við að horfa upp á það, æ ofan í æ, að hagsmunir verka- lýðsins eru látnir víkja fyrir pólitískum hagsmunum eins eða fleiri flokka. Þetta er í dag eitt versta meinið í verkalýðssamtök- unum, og því eitt af stærstu hags- munamálum þeirra að uppræta það sem fyrst. Þó allir stjórnmálaflokkarnir eigi meiri eða minni hlut í þess- ari óheillaþróun, þá eiga þó kommúnistar langmesta sök á hvernig þessum málum er nú komið. Þegar þeir eiga ekki að- ild að ríkisstjóm, halda þeir uppi innan verkalýðssamtakanna linnulausum áróðri gegn viðkom- andi stjómarflokkum hverju sinni, og snúast gegn öllum ráð- stöfunum, sem miða að því að halda jafnvægi í atvinnu- og efnahagsmálum, — alveg án til- lits til þess hvort það er já- eða neikvætt fyrir launþegana hverju sinni. Öll þeirra barátta í verkalýðs- hreyfingunni miðast við það eitt að skapa flokki þeirra valdaað- stöðu í þjóðfélaginu, og til þess hika þeir ekki við að beita verka- lýðsfélögunum til pólitískra verk- falla ef með þarf að þeirra áliti, og er þar skemmst að minnast verkfallanna, sem þeir stofnuðu til í marz 1955 og stóðu í 6 vikur. Með því tókst kommúnistum að brjóta niður það jafnvægi í efna- hagsmálunum, sem ríkt hafði í 2% ár, í tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar, og hleypa af stað að Friðleifur I. Friðriksson nýju, öldu verðbólgu og dýrtíðar, sem þeir svo notuðu sér til árása á ríkisstjórnina. Með þessum og þvílíkum vinnu- brögðum tókst kommúnistum svo að brjótast til valda í allsherjar- samtökum verkalýðsins, Alþýðu- sambandi íslands, að vísu með mjög naumum meirihluta og illa fengnum, en sem nægði þeim þó til að beita þessu höfuðvígi ís- lenzkra launþega fyrir sig í síð- ustu alþingiskosningum, með þeim afleiðingum, að kommúnist- um var sköpuð aðstaða til að komast í ríkisstjórn og ráða mestu um störf og stefnu núver- andi ríkisstjórnar. Og nú hefði mátt ætla eftir fyrri ræðum og ritum kommún- ista, um verkalýðsmál, að með valdatöku þeirra í ríkisstjórn- inni, risi upp sannkölluð gullöld, og velmegun á öllum sviðum fyr- ir launþegana í landinu. Sízt af öllu hefði verkalýður- inn viljað trúa því að óreyndu, að það yrði eitt af fyrstu verkum kommanna í ríkisstjórn að binda kaupgjaldsvísitöluna með lögum, og hafa af launþegunum 6 vísi- tölustig, og þar með allan árang- ur verkamanna af 6 vikna verk- falli 1955. Einar Olgeirsson sagði á Al- þingi 1947, að með vísitölubind- ingu væri verið að „stela stórum hluta af launum allra launþega í Iandinu.“ . . .og um sama leyti gerði Dagsbrún, sem kommúnist- ar réðu og ráða enn, ályktun um að vísitölubinding væri „ósvifin kauplækkunarárás“. — — En munurinn er einfaldlega sá, að þá áttu kommúnistar ekki sæti i rík- Frh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.