Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐ1Ð Fostudagur 3. maí 1957 Svar H. C. Hansens til Búlganins: „Atburðirnir í Ungverjalandi skerfu óhjákvœmilega vonir Dana um aukið samstarf austurs og vesturs Kæri forsætisráðherra. t>ær vikur, sem liðið hafa síðan ég móttók bréf yðar dagsett 28. marz, hef ég og samstarfsmenn mínir í dönsku ríkisstjórninni hugleitt vandamálin, sem þér vík- ið að í bréfinu, og einnig rætt þau við utanríkismálanefnd þingsins. í svari við orðsendingu yðar, óska ég að segja i upphafi, að danska ríkisstjórnin, og vafalaust öll danska þjóðin, er sammála grundvallarsjónarmiðum þeim, er þér látið í ljós í bréfi yðar. Hér er fyrst og fremst átt við óskina um verndun friðarins í öllum heimi. Engin þjóð gæti elskað friðinn meira en danska þjóðin. Við höfum, eins og þér minnizt á í bréfi yðar, orðið nokkrum sinn- um fyrir árásum á liðinni öld. Þær höfðu í för með sér hörm- ungar og mikinn skaða fyrir land okkar. Vitundin um eyðingarmátt nútímastyrjaldar, hlýtur að efla með okkur þrá til friðar. Við í Danmörk álítum verndun friðar og frelsis hið háleitasta takmark, sem stjórnvitringar og stjórn- málamenn okkar kynslóðar verði að stefna að. Við erum einnig sammála því í yfirlýsmgu yðar, að núverandi ástand krefjist þess af öllum ríkjum að allt verði gert til að vernda friðinn. Þaö leggur forystumönnunum mikla ábyrgð á herðar. Þessi ábyrgð getur verið j ákaflega þung á smáríki sem Danmörk, sem hefur mjög tak- mörkuð áhrif á vettvangi alþjóða stjórnmála. En hve miklu þyngri hlýtur ábyrgðin ekki að vera á herðum forystumanna stórveldis eins og Sovétríkjanna, þar sem örlög milljóna manna eru háð af- stöðu þeirra. Við föllumst einnig í aðalatrið- um á þá hugmynd, að öryggi Evrópu sé bezt borgið með sam- vinnu allra þeirra ríkja, sem hlut eiga að máli. En öryggi Evrópu er ekki aðeins bezt tryggt með sameiginlegum aðgerðum, held- ur einnig öryggi alls heimsins. Þetta öryggi er bezt tryggt með því, að allir aðilar leggi fram sinn skerf í samræmi við getu hvers lands og stöðu þess í heim- inum. Þér segið einnig réttilega, að ef hugmyndin um afvopnun kæmi til framkvæmda, mundi það hafa í för með sér grundvallarbreyt- ingu til batnaðar og losa þjóðirn- ar við ógnir kjarnorkustríðs. Danska þjóðin, sem er, eins og allir vita, er í sérstakri hættu, ef til stríðs kemur, telur það lífs- skilyrði, að jákvæður arangur náist í afvopnunarmálunum, sem eru samofin öryggismálunum. Og á svipaðan hátt hefir vígbúnaður í för með sér stríðshættu, þegar ta lengdar lætur. Þessar grund- vallarskoðanir eru, herra forsæt- isráðherra, vafalaust hárréttar. Þér minnizt á yfirlýsingu mína þess efnis, að nauðsynlegt sé að gera gangskör að því að draga úr kalda stríðinu og minnka spenn- una í alþj óðamálum, svo og á hið mikla takmark mannkynsins —- gagnkvæman skilning þjóða í milli. Ég stend við þessar yfir- lýsingar mínar og er glaður yfir því að geta strikað undir þær við þetta tækifæri. Takmarkið hlýtur að vera friður, minnkandi mis- klíð og gagnkvæmur skilningur milli frjálsra og jafnrétthárra þjóða. En því miður hafa Austrið og Vestrið ekki enn komizt að sam- komulagi um leiðir til að draga úr spennunni og auka skilning- inn. Hér hefjast erfiðleikarnir — einnig í samskiptum þjóða okk- ar. Ástæðan er einfaldlega sú, að danska stjórnin hefir allt aðrar skoðanir á NATO, eðli þess og markmiði, en Sovétstjórnin. En Atlantshafsbandalagið hefir ein- mitt orðið orsök þess, að þér haf- ið skrifað mér. Sovétstjórnin er þeirrar skoðunar, að bandalaginu sé stefnt gegn Ráðstjórnarríkjun- um og hafi það að stefnumiði að ráðast á þau. Ég hef tekið eftir því, að rússneskir ráðamenn, blöð og útvarp í Ráðstjórnarríkjun- um hafa undanfarið notað hvert tækifæri sem gefizt hefir til að skella árásarstimpli á Atlants- hafsbandalagið. Svipað mat á bandalaginu kom einnig fram i bréfi yðar til mín dags. 28. marz. þar sem þér bendið á hernaðar undirbúning í ákveðnum löndum og fullyrðið, að nokkur hluti þess ara hernaðaráætlana beinist að því að koma upp herstöðvum, sem hægt er að nota eins og nokk urs konar stökkpall til árása. Ef við tökum þetta fyrst til at- hugunar, kemur í ljós, að þér varið Danmörku við þeirri -á- hættu, sem það mundi hafa í för með sér að leyfa árásaröflum af- not af dönsku landi, þar sem þau gætu undirbúið árásir sínar. Þér útskýrið fyrir mér, hvernig Ráð- stjórnin mundi bregðast við og svara árásaraðilanum með höggi, sem nægir til gereyðingar. Þér bendið á hörmungar kjarnorku- styrjaldar og segið, að slík styrj- bld jafngilti sjálfsmorði fyrir Dani, ef þeir leyfðu erlendar her- stöðvar í landi sínu. Danska stjórnin hefir athugað bréf yðar gaumgæfilega og rann- sakað, hvort við höfum gefið Ráð stjórninni tilefni til slíkra aðvar- ana. Niðurstaða þessara athugana er. — og Þetta hlýtur að verða höfuðatriðið í svari mínu við bréfi yðar — sú, að aðvörun Sovétstjórnarinnar er algjörlega tilefnislaus, þegar athugaðar eru hinar raunverulegu aðstæður við stofnun NATOS, störf þess og markmið og aðild Danmerkur að bandalaginu. Herra forsætisráðherra, svo að ég sé einlægur og segi afdráttar- laust til skýringar á niðurstöðum hugleiðinga okkar, það sem mér býr í brjósti, þá er álit Ráðstjórn- arinnar á Atlantshafsbandalag- inu algjörlega á misskilningi byggt. Aðvörun yðar er því byggð a haldlitlum og óverjandi forsendum. Atlantshafsbandalag- íð er og verður varnarbandalag. Til þess var stofnað vegna þess, að vestrænar þjóðir álitu það nauðsynlegt og það mun halda áfram að starfa af sömu ástæðum Margir atburðir leiddu til stofn- unar þess og viðhalds og aðildar- ríkin líta svo á, að það verndi þau gegn mögulegri árás. Undir- búningur okkar miðast eingöngu að því, að við séum færir um að verja okkur, ef nauðsyn krefur. Við höfnum þeirri hugmynd, að Danmörk sé stökkpallur fyrir ár- as a Sovétríkin, enda á hún enga stoð í raunveruleikanum. V amartilgangur Atlantshafs- bandalagsins er skýrður í sátt- mála þess og stjórnmálamenn margra og ólíkra flokka í aðild- arríkjunum hafa við ýmis tæki- færi lagt áherzlu á hann. í orðsendingu, dags. 4. maí 1949, til rússneska sendiherrans í Kaupmannahöfn skýrði danska stjómin skoðanir sínar á inni- haldi og markmiði Atlantshafs- sáttmálans. í orðsendingu þess- ari var sagt, að fyrsta boðorðið í utanríkisstefnu Dana væri að varðveita frið í heiminum og verja frelsi og sjálfstæði lands- ins. Því var ennfremur lýst yfir, að danska stjómin mundi ekki styðja neina þá stefnu, sem mið- aði að því að hefja árás á hend- ur öðru ríki, og þá auðvitað ekki heldur gegn Sovétrikjunum, sem Danir hafa átt friðsamleg og vin- gjarnleg viðskipti við um langan aldur. Ég sé mér til mikillar Fram vann Víking 15:0 Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ fór fram þriðji leikur Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu og mætt- ust Fram og Víkingur. Fram vann þennan fyrsta leik sinn á sumrinu með 15 mörkum gegn engu — svo byrjunin er ekki af lakara taginu. Þessi úrslit komu flestum á óvart, ekki sízt vegna þess að Víkingar unnu Valsmenn, íslands meistarana, tæpri viku áður. En illt er að bera saman tvo knatt- spyrnuleiki og ætla úrslit þess þriðja eftir útkomunni. Fram- liðið náði þegar tökum á leikn- um við Víkinga og leikurinn var líkastur sýningu. Enda eru úrslitin nýtt vallarmet. Jafntefli var eftir 11 mín 0:0 en á næstu 6 mín. skorar Fram 4 mörk. Svo er hlé í 17 mín. og þá kemur önnur lota; Fram skorar 5 mörk á 10 mín. í upphafi síðari hálf- leiks skorar Fram 2 mörk, 2 um miðjan hálfleik og 2 rétt fyrir leikslok. Mörkin skoruðu Dag- bjartur 7, Skúli 4, Guðmundur Óskarsson 2, Karl og Björgvin 1 hvor. Liðsmenn Fram eru mjög fljót- ir til. Þeir búa yfir talsverðri leikni. Þessir kostir buguðu Vik- inga gersamlega og það var eins og þeir sæust ekki á vellinum. Mótstaðan varð engin gegn Fram eftir að 11 mín. voru liðnar af leik. Þetta gefur ekki réttan mælikvaða á styrk Fram, en sannarlega verður gaman að fylgjast með því í sumar. H. C. Hansen ánægju, að þér skírskótið í bréfi yðar til yfirlýsingar, sem samin var í október 1952 af þáverandi stjórn, þar sem því er lýst yfir, að Danir muni aldrei láta af hendi landsvæði til árásar á ann- að ríki. Það er nauðsynlegt að leggja áherzlu á það í þessu svari, að núverandi stjórn tekur undir þau sjónarmið, sem fram koma í orðsendingunni frá 1952. Dönsk stjórn tekur við völdum að undangengnum frjálsum kosn- ingum. Engin dönsk stjórn kæm- ist klakklaust í gegnum slíkar kosningar, ef hún hagaði stefnu sinni ekki í samræmi við orð- sendinguna. Engin hernaðaráætl- un, sem gerð hefir verið.í Dan- mörku síðan við gengum í NATO, og engin áætlun, sem gerð verð- ur, á skylt við undirbúning und- ir árás. Þetta er í samræmi við skoðun allrar dösku þjóðarinnar. í bréfi yðar minnizt þér á stöðu Grænlands. í því sambandi er mikilvægt fyrir mig að leggja áherzlu á, að ég vísa algjörlega á bug þeirri staðhæfingu yðar, að eyjan sé raunverulega ekki undir stjórn Dana. Varnir Grænlands hafa verið undirbúnar í fullu samræmi við yfirlýst samkomu- lag Dana og Bandaríkjamanna. ★ Eins og þér leggið réttilega áherzlu á í bréfi yðar, hefur hver þjóð eðlílegan og ófrávíkjanleg- an rétt til sjálfsvarnar. Þessi kenning mun hljóta almennan stuðning. Á meðan tortryggni ríkir þjóða á milli og löndin lifa í ótta við árás, verður hvert land að hafa rétt til að undirbúa varn- ir sínar og skipuleggja þær með þeim hætti sem það telur hent- ugast. Það skal hreinskilnislega viðurkennt, að við sem byggjum þetta land hefðum heldur kosið það, að friðurinn í heiminum hefði verið tryggður með Sam- einuðu þjóðunum einum. Það hefði verið langbezta lausnin, en því miður hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki verið vandanum vaxnar fram að þessu. Þetta er orsök þess, að Danmörk kaus leið Atlantshafsbandalagsins — til að tryggja frið hennar og öryggi. Sú staðreynd að litlar þjóðir eins og Danir eru meðilmir Atlantshafsbandalagsins ætti í sjálfu sér að sanna það, að banda- lag okkar er ekki til árása, held- ur varna; hún ætti að bægja frá mönnum öllum grun um hið gagnstæða. Ég vona, að það sem ég hef nefnt hér, geri yður og rússnesku þjóðinni kleift að treysta þeim fullvissunum, sem svo oft hafa verið bornar fram á Vesturlöndum, að Atlantshafs- bandalagið sé í eðli sínu ekkert annað en varnarbandalag. Brennandi ósk okkar um frið og vilji okkar til að lifa í sátt við aðrar þjóðir, hvort sem er í austri eða vestri, benda enn- Framh á- bls. 19 Lokasiaða ollro flokka í handknaitleiksmótinu HANDKNATTLEIKSMÓTINU er nýlokið, eins og skýrt hefur verið frá. En hvernig staðan var innbyrðis milli félaganna hefur ekki komið skýrt fram og hér fara því á eftir töflur um úrslit í hverjum flokki. Meistaraflokkur karla Valur 3 0 1 2 29:53 1 FH 8 8 0 0 185:129 16 B-riðill KR 8 7 0 1 180:123 14 ÍR 3 2 0 1 43:40 4 ÍR 8 5 0 3 182:142 10 Fram 3 2 0 1 38:47 4 Ármann 8 5 0 3 174:176 10 FH 3 1 0 2 42:40 2 Fram 8 4 0 4 177:159 8 Þróttur 3 1 0 2 42:40 2 Valur 8 2 15 161:165 5 ÍR og Ármann mættust i úr. Afturelding 8 2 15 174:193 5 slitaleik og unnu þá Ármenning. Þróttur 8 10 7 125:220 2 ar íslandsmeistaratitilinn. 1. flokkur karla Keppni fór fram milli B-liða 1 FH 3 3 0 0 47:26 6 þessum sama aldursflokki. - - 1 KR 3 2 0 1 47:32 4 þeirri keppni tóku þátt KR, Fram, Ármann 3 10 2 31:48 2 Þróttur, FH og ÍR. FH-drengirnir Þróttur 3 0 0 3 33:42 0 unnu alla sina leiki, skoruðu 65 2. flokkur karla mörk gegn 41 og unnu bikar sem A-riðill um var keppt. Fram 3 3 0 0 40:26 6 Meistaraflokkur kvenna Valur 3 2 0 1 36:32 4 Þróttur 4 3 1 0 49:26 T KR 3 10 2 27:33 2 Fram 4 3 1 0 38:23 7 FH 3 10 2 26:38 2 Ármann 4 2 0 2 37:31 4 B-riðill KR 4 1 0 3 46:42 2 ÍR 2 2 0 1 45:16 4 FH 4 0 0 4 19:67 ð Víkingur 2 10 1 26:29 2 1. flokkur kvenna Ármann 2 0 0 2 15:41 0 Þar kepptu aðeins tvö lið, bæði Fram og ÍR mættust í úrslitum frá Þrótti. A-liðið vann með 4 og Fram vann með einu marki í mörkum gegn 3. frægasta úrslitaleik sem fram 2. flokkur kvenna hefur farið í þessum flokki. Þróttur 5 2 3 0 30:16 7 3, flokkur karla FH 5 3 1 1 33:18 7 A-riðill Ármann A 5 3 11 31:20 7 Ármann 3 3 0 0 46:31 6 KR 5 3 1 1 24:20 T KR 3 2 0 0 54:37 4 yalur 5 0 14 18:38 1 Víkingur 3 0 12 34:42 1 Ármann B 5 0 14 13:37 1 Real IMadrid aftur ■ úrslitum um E-bikarinn ISÍÐASTLIÐINNI viku fór fram í Manchester knattspyrnukapp- leikur milli hins fræga enska liðs Manch. United og Real Madrid. Það var seinni leikurinn af tveimur, sem skera átti úr um hvort félaganna ætti að mæta Fiorentina í úrslitaleik í keppn- inni um Evrópubikarinn í knattspyrnu. Sá úrslitaleikur fer fram í Madrid 15. maí. Keppnin milli Manch. United og Real Madrid stóð þannig er leikurinn í síðustu umferð hóf- ust, að Real Madrid hafði unnið á heimavelli með 3:1. Nú mætt- ust liðin á heimavelli Manch. United, og til að komast í úr- slitin varð enska liðið, sem sigr- að hefur í deildakeppninni ensku og er líklegast til að hreppa sig- ur í ensku bikarkeppninni, að vinna leikinu með 3 marka mun. Real Madrid náði mjög góðum leik í fyrri hálfleik og náð 2:0 forskoti. En Englendingarnir létu ekki bugast og börðust til síðustu min. Leiknum lauk með 2:2, og Real Madrid, sem vann Evrópu- bikarinn í fyrra, fer í úrslita- leikinn. Þessi stóri leikur milli þeirra tveggja liða sem bezt eru talin í heiminum, olli engum von- brigða. Bæði lið léku á köflum mjög vel, og Spánverjarnir slök- uðu dálítið á í síðari hálfleik er þeir höfðu náð 2:0, þá var það fyllilega réttlátt að þeir fari í úrslitaleikinn. Þó Manchester- menn berðust hatrammlega þá var meiri glans yfir leik Real Madrid og báðar hinar skæru stjórnur Spáanverjanna í fram- línu, Kopa og Di Stefano, sýndu að þeir eru leikmenn á heims- mælikvarða. Forskot Spánverja í fyrri hálf- leik var verðskuldað. Kopa gerði fyrsta markið um miðjan hálf- leik. Lék sér að ensku vörninni og skoraði örugglega. 7 mín. síð- ar skoraði Hector Rial glæsilegt mark. Manch.-menn börðust af ákafa en langsendingar varnar þeirra til framherja komust ekki alltaf til skila. í síðari hálfleik voru rafmagns- ljósin kveikt og greinilegt var að það háði Spánverjunum, sem voru í vörn mestan hluta hálf- leiksins. United, sem einnig fékk goluna í bakið, jókst ásmegin. Taylor skoraði á 15 mín. og síð- an hófst nær látlaus atlaga að spánska markinu og 4 mín. fyrir leikslok skoraði Charlton v. innh. og bjargaði heiðri Manchester.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.