Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐ1Ð Fostudagur 3. mal 1957 • A i i ustan Edens eftir John Steinbeck 24 « fólks. Og hverjir heldurðu að hafa verið skrúðgöngustjórar?“ „Hvaða máli skiptir það?“ „Ef það kæmi nú í ljós við end- urskoðun bókanna, að faðii okkar hefði verið þjófur, þá myndi hitt óhjákvæmilega komast upp líka, að hann tók aldrei þátt í bardög- unum við Gettysburg eða neinum öðrum. Þá yrði guði og mönnum það ljóst, að hann var lygari, að allt hans líf var lygi, þjófnaður og fals“. Adam sat hreyfingarlaus. — Augnatillit hans var rólegt, en í- hugult. „Ég hélt að þér hefði þótt vænt um hann“, sagði hann stilli- lega. „Mér þótti það. Mér þykir það. Þess vegna tek ég þetta svo nærri mér. Allt líf hans var blekking og fals — lygi frá upphafi til enda. Og gröfin hans. — Kannske grafa þeir hann upp og fleygja honum eins og hundshræi". Rödd- in titraði af ákafri geðshræringu. „Þótti þér alls ekkert vænt um hann?“ hrópaði hann. „Ég gerði mér ekki fulla grein fyrir því fyrr en nú. Það eru sum mál, sem maður gengur út frá sem gefnum, án þess að hugleiða þau nokkuð nánar. Nei, mér þótti ekki vænt um hann“. „Og þér er sama þótt nafn hans verði svívirt og fyrirlitið og lík- ami hans grafinn upp og? _____ Ó, □---------------------□ Þýðing Sverrir Haraldsson □---------------------□ guð minn almáttugur, ég þoli ekki að hugsa um þetta". Adam varð seinn til svars. — „Það kemur ekki mér við“. „Nei“, sagði Charles beizklega. „Fyrst þér þótti ekki vænt um hann. Þú værir líklega fús til að svívirða nafn hans og minningu, eins og allir aðrir“. Adam vissi að bróðir hans var ekki hættulegur lengur. öfund og afbrýði grófu nú ekki lengur um sig í brjósti hans. Hinar ofur- þungu áhyggjur út af föðumum lágu nú þjakandi á honum, en að- eins faðirinn megnaði að létta af honum þeirri byrði. „Hvemig heldurðu að það verði að ganga um götur þorpsins, þegar allir hafa heyrt sannleikann?" spurði Charles. „Þú getur ekki lit- iö framan í nokkurn mann, eftir það“. „Ég sagði þér það áðan, að mér kæmi þetta ekkert við. Það snert- ir mig ekki nokkurn skapaðan hlut, af þeirri einföldu ástæðu, að ég trúi því ekki“. „Hverju trúirðu ekki?“ „Ég trúi því ekki, að hann hafi stolið peningunum. Ég trúi því, að í stríðinu hafi hann einmitt verið þar sem hann sagðist hafa verið og gert það, sem hann sagðist hafa gert“. „En sönnunargögnin — dagbók in hans —?“ „Þú hefur alls enga sönnun fyrir því að hann hafi stolið peningunum. Þú ímyndar þér það bara, af því að þú veizt ekki hvar hann fékk þá“. Charles reyndi að malda í mó- inn, en Adam lét sem hann heyrði það ekki: — „Nú skal ég segja þér nokkuð. Sannanirnar fyrir því, að guð sé ekki til, eru mjög sterkar. En í hugum margra manna eru þær þó ekki eins sterk ar og hugboð þeirra um tilveru guðs“. „En þú sagðir að þér hefði ekki þótt vænt um pabba. Hvern ig geturðu þá borið traust til hans?“ „Kannske er það einmitt þess vegna, sem ég ber traust til hans“, sagði Adam hægt og íhug- andi. — „Ef ég hefði elskað hann, þá myndi ég kannske hafa orðið öfundsjúkur og afbrýðisamur. Þú varst það. Kannske — kannske gerir ástin mann tortrygginn og efandi? Er ekki ástfanginn mað- ur alltaf óviss um konuna, sem hann elskar, vegna þess að hann er ekki öruggur um sjálfan sig. Ég sé þetta allt svo vel núna. Ég skil það nú fyllilega, hversu vænt þér þótti um hann og hvaða áhrif það hafði á þig. Ég elskaði hann ekki. Kannske unni hann mér. Hann reyndi mig, og særði mig og refsaði mér og að síðustu fórnaði hann mér í þágu hersins, kannske til þess að bæta fyrir eitthvað. En hann elskaði þig ekki og þess vegna bar hann traust til þín“. Charles starði á hann: — „Ég skil þetta ekki“, sagði hann. „Ég er að reyna að skilja", sagði Adam. — „Þetta eru mér nýjar hugsanir. Mér líður vel, betur en nokkru sinni fyr. Ég hefi losnað við eitthvað, sem þjakaði mig. Kannske verða til- finningar mínar einhvern tíma eins og þínar, en núna eru þær það ekki“. „Ég skil þetta ekki“, endurtók Charles. „Skilurðu ekki það sem ég var að segja? Ég trúi því ekki að faðir okkar hafi verið þjófur. Ég held að hann hafi ekki verið lygari“. Charles andvarpaði þungan: — „Þú ætlar þá að taka við peningunum?", spurði hann. „Auðvitað". „Og jafnvel þótt hann kunni að hafa stolið þeim?“ „Hann stal þeim ekki. Hann getur ekki hafa stolið þeim“. „Ég skil þetta ekki“, sagði Charles. „Ekki það? Jæja, kannske er þetta leyndardómurinn sjálfur skýringin á öllu saman. Manstu — ég hefi aldrei nefnt þetta. — Manstu eftir því, þegar þú barðir mig til óbóta, skömmu áð- ur en ég fór í herinn?“ „Já“. „Manstu hvað á eftir skeði? Þú komst aftur með öxi og ætl- aðir að drepa mig“. verða skrifsfofur vorar í Pósthússfrœti nr. 2 lokaðnr a föstudag frá hádegi og allan laugardag — Opnum aftur á mauuuuy kl. 9 í Ingólfsstrœti 5 Svarað verður í síma 1700 báða dagana MARKÚS Eftir Ed Dodd What mab< DOESH'T knon IS THAT ONE QUILL POINT HAS BIZOKEN OPP ANO BUEIED ITSELF IN HIS LES» I'O BETTEGE ©ET THESE POEKV QUiLLS OUT OP AAV LES right now BEFORE THEy CIVE me TROUSLS... BOV THAT'S painpul .. BUT IT'S A SOOO THINS I COULD GET THEM OUTj 1) — Eg verð að kippa brodd- ynnm út áður en ég bólgna upp. | 2) — Þetta var sárt, en það I var gott að ég náði þeim út. 3) Markús veit bara ekki, aðleinn broddurinn hefur 'M'otnað I inni í vöðvanum. „Ég man það mjög óljóst. Ég hlýt að hafa verið alveg band- vitlaus". „Ég vissi það ekki þá, en nú veit ég það, að þú varst að berj- ast fyrir ást þinni“. „Ást?“ „Já“, sagði Adam. — „Við munum verja peningunum rétt og skynsamlega. Kannske höld- um við áfram að búa hér. Kann- ske flytjum við okkur búferl- um — kannske til Californíu. Og að sjálfsögðu verðum við að reisa föður okkar minnisvarða — stór- an og íburðarmikinn minnis- varða“. „Ég gæti aldrei farið héðan, alfarinn", sagði Charles. „Við bíðum nú og sjáum hvað setur. Það liggur ekkert á því að taka endanlega ákvörðun. Við höfum nægan tíma“. 8. KAFLI I. Það kemur fyrir, að mennsk- ir foreldrar fæða ófreskjur í heiminn. Sumar þeirra sér mað- ur, vanskapaðar og hryllilegar með afar stór höfuð eða örsmáa líkama, handleggjalausar og fót- vana, eða með þrjá arma. Sumar hafa rófur eða munna á ólíkleg- ustu stöðum. Þessi afkvæmi eru svona sköpuð af einhverjum hörmulegum tilviljunum, en ekki sökum yfirsjóna eins eða neins, eins og álitið var fyrr á tímum. Einu sinni var það skoðun manna, að þessi ógæfusömu börn væru hinar sýnilegu refsingar fyrir leyndar syndir. En úr því að til eru líkamlegir vanskapningar, hví skyldu þá ekki líka fæðast börn, sem eru andlega eða sálarlega vansköp- uð? Andlit og líkami geta verið lýtalaus, en ef breytt fruma eða vanskapað egg geta framleitt líkamlega óburði, hví skyldi sál- in þá ekki líka geta vanskapazt af sömu orsökum? Vanskapningar eru meiri eða minni frávik frá hinu venjulega og viðurkennda. Eins og barn getur fæðzt handarvana þannig getur það einnig fæðzt án hjarta- lags eða samvizku. Maður sem verður fyrir því slysi að missa handléggina, á mjög erfitt með að venjast tapinu, en hinn sera handarvana er fæddur, þjáist ein- ungis vegna þess, að fólki finnst hann skrítinn og annarlegur. Sá, sem aldrei hef ur haft neina arma, getur ekki saknað þeirra. Stund- um, þegar við erum lítil, gerura við okkur í hugarlund, hvernig það myndi vera að hafa vængi, en það er engin ástæða til þess að halda, að það sé nokkuð líkt til- SHtltvarpiö Föstudagur 3. xnaí. Fastir liðir eins og venjulega. — 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. — 19.00 Þingfréttir. — 19.30 Létt lög (plötur). — 20.30 Radd- ir að vestan: Finnbogi Guðmunds son ræðir við Vestur-íslendinga. — 20.55 Tónleikar (plötur). — 21.10 Dagskrá Rímnafélagsins: a) Ávarp (Pétur Ottesen alþm. formaður félagsins). b) Erindi: Pontusrímur (Grímur Helgason kand. mag.). c) Upplestur (Jakob Benediktsson kand. mag.). Enn- fremur rímnalög. — 22.10 Garð- yrkjuþáttur: Jóhann Jónsson for- stjóri talar um kartöflusölu o. fl. — 22.25 „Harmonikan". — Um- sjónarmaður þáttarins: Karl Jónatansson. — 23.10 Dagskrálok. Laugardagur 4. maí. Fastir liðir eins og venjulega. — 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn dís Sigurjónsdóttir). — 19.00 Tóm stundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.30 Einsöngur: Amelita Gálli-Cursi syngur (plöt ur). — 20.30 Tónleikar (plötur), — 20.40 Leikrit: „Beatrice og Juana“ eftir Giinther Eich, í þýð- ingu Jóns Magnússonar. — Leik- stjóri: Valur Gíslason. — 22.10 Danslög (plötur). — 24.00 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.