Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 17
Fðstudagur 3- maf 1957 MORGVNBLAÐIÐ 17 Járntjaldslanda-vöru- sýning hér í júlímánuði Tékkar og A-Þjóðverjar sýna í skólaporti Austurbœjarskólans STÓRKAUPMENNIRNIR Haukur Björnsson og ísleifur Högna- son, forstjórar Kaupstefnunnar, skýrðu blaðamönnum frá því í gær, að langt væri nú komið undirbúningi að umfangsmikilli vörusýningu hér í Reykjavík í júlí-byrjun í sumar, á vörum frá Tékkóslóvakíu og A.-Þýzkalandi. Einnig verður Rúmenía þar með upplýsingadeild. Kaupstefnan hefur fengið skóla portið í Austurbæjarskólanum til þess að koma þar upp stórum og miklum sýningarskála, með því að byggja alveg yfir skólaportið, líkt og gert var hér fyrir tveim árum er Kaupstefnan efndi til vörusýningar í Miðbæjarskóla- portinu. TÉKKAR ÁNÆGÐIR Sýning Tékka verður allmiklu stærri en sýning Austur-Þjóð- verja. Munu koma hingað til lands og starfa við uppsetningu sýning- arinnar milli 50 og 70 manns frá löndum þessum. Er þetta í annað sinn sem hér er haldin tékknesk Vörusýning, því Tékkar voru með Stóra sýningardeild þá er vöru- sýningin var haldin í Miðbæjar- skólanum. Upplýsti Haukur Björnsson, stórkaupmaður, að Tékkar hefðu verið mjög ánægðir með útkomuna á þeirri sýningu, en hún gaf í gjaldeyristekjur um S milljónir, að því er Haukur upp- lýsti. Hann sagði einnig að Tékk- ar myndu nú sýna meira almennt vöruúrval, af alls konar fatnaðar- og vefnaðarvörum, skófátnað, ým iss konar smávörum, búsáhöldum og fleira og fleira. Einnig yrðu Abalfundur Veggfóðrarans NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur Félags veggfóðrara í Reykja- vík. Voru þá í því bæði meist- arar og sveinar og hefir sú skip- an verið á um 12 ára skeið. Gerði formaður ítarlega grein fyrir störfum félagsins á starfs- árinu og skýrði frá hag þess. Fyrir fundinum lá tillaga er áður hafði verið samþykkt um að meistarar í iðninni stofnuðu með sér sérstakt meistarafélag, þar sem flest hliðstæð félög hafa nú þegar skifzt á sveina- og meistarafélög og telja sér það hagstæðara og eðlilegra fyrir félagsstarfsemina. Var þegar að loknum fundi Veggfóðrara sett- ur nýr fundur þar sem einungis voru mættir meistarar í iðninni, og stofnað meistarafélag skv. áðurgreindri tillögu. Var lagt fram frumvarp að lög- um fyrir hið nýja félag og það samþykkt sem lög fyrir Félag veggfóðrarameistara í Reykja- vík. í stjórn hins nýja félags voru þessir menn kjörnir: Sæmxmdur Kr. Jónsson, formaður, Ólafur Stefánsson, ritari og Friðrik Sig- urðsson, meðstjórnandi. Endurskoðendur: Guðmundur Ólafsson, varaformt, Einar Þor- varðarson, gjaldkeri, Halldór Ó. Stefánsson. deildir fyrir ýmiss konar vélar til iðnaðar og bíladeild frá Skoda- verksmiðjunum. Þá koma nokkrar ungar tékkneskar tízkudömur og verða daglega tízkusýningar. Það er verzlunarráð austur- þvzka alþýðulýðveldisins, sexn stendur fyrir þýzku deildinni, en hún verður ekki nærri því eins umfangsmikil og deild Tékka. Munu Þjóðverjarnir sýna alls konar smávörur, t.d. svonefndar optiskar vörur, ljósmyndavélar, sjónauka, mælitæki og annað þess háttar. Einnig ætla þeir að sýna sjúkrahúss-skurðstofu með öllum útbúnaði. Að lokum skýrðu þeir Isleifur Högnason og Haukur Björnsson frá því að sýningin myndi verða opnuð með viðhöfn og myndu þar flytja ræður borgarstjórinn og viðskiptamálaráðh., og auk þess form. Verzlunarráðsins, Gunnar Guðjónsson, sem er formaður sér- stakrar sýningamefndar, á- samt erlendum fulltrúum. Hugmyndasamkeppni um skipulag á Hellisgerði í Hafnarfirði. Málfundafélagið Magni hefir ákveðið að bjóða til hug- myndasamkeppni um skipulag á skrúðgarðinum Hellis- gerði (nýja hlutanum) og er öllum íslendingum heimil þátttaka í samkeppninni. Uppdráttur af svæðinu og keppnisskilmálar eru af- hentir af Sigurgeiri Guðmundssyni, Sunnuvegi 4, Hafn- arfirði, gegn 100 krónu skilatryggingu og ber að 'skila honum uppdráttum fyrir kl. 13, 28. júní 1957. Þrenn verðlaun verða veitt: 3000.00, 2000,00 og 1000,00 krónur. Dómnefnd skipa þeir: Hörður Bjarnason, húsam. ríkisins. Hafliði Jónsson, garðyrkjufræðingur, . Valgarð Thoroddsen, rafveitustjóri. Stjórn Magna. AUCLÝSING um aðalfundi í dcildum KRON 1957: Aðalfundur í deildum Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis verða haldnir sem hér segir: 1. deild (Skólavörðustigur) miðvikudaginn 8. maí. 2. — (Grettisgata) föstudaginn 10. maí 3. — (Vesturgata) fimmtudaginn 9. maí 4. — (Skerjafjörður) laugardaginn 11. maí 5. — (Vegamót) sunnudaginn 12. maí. Fundarstaður Mýrarhúsaskóli. 6. — (Fálkagata) þriðjudaginn 14. maí 7. — (Nesvegur) mánudaginn 13. maí 8. — (Barmahlíð) fimmtudaginn 16. maí 9. — (Bræðraborgarstígur) föstudaginn 24. maí 10. — (Hverfisgata) mánudaginn 20. maí 11. — (Langholtsvegur 136) föstudaginn 17. maí 12. — (Kópavogur) miðvikudaginn 22. mai. Fundar- staður: Barnaskóli Kópavogs 13. — (Hrísateigur) miðvikudaginn 15. maí 14. — (Langholtsvegur 24) þriðjudaginn 21. maí 15. — (Smáíbúðahverfi o. fl.) fimmtudaginn 23. maí 15. — (Smáíbúahveríi o. fl.) fimmtudaginn 23. maí Fundirnir hefjast allir kl. 8,30 síðdegis. Dagskrá sam- kvæmt 16. gr. félagslaganna. Tilkynning um bótagreiðslur lífeyrisdeildar almanna- trygginganna árið 1957. Bótatímabil lífeyristrygginganna er frá 1. jan. sl. til ársloka. Lífeyrisupphæðir á fyrra árshelmingi eru á- kveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða til skerðingar bótarétti, verður skerðing lífeyris árið 1957 miðuð við tekjur ársins 1956, þegar skattframtöl liggja fyrir. Sækja þarf á ný um bætur skv. heimildarákvæðum almannatryggingalaganna fyrir 25. maí nk., í Reykja- vík til aðalskrifstofu Tryggingastofnunar ríkisins, en úti um land til umboðsmanna stofnunarinnar. Til heimildarbóta teljast hækkanir á elli- og örorkulíf- eyri, hækkanir á lífeyri til munaðarlausra barna, örorku- styrkur, ekkjulífeyrir, makabætur og bætur til ekkla vegna barna. Þeir, sem nú njóta hækkunar elli- og örorkulífeyris, þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar fyrr en um næstu áramót, þar sem hækkunin er þegar úrskurðuð til þess tíma. Ákvæði almannatryggingalaganna um lífeyrishækk- anir breyttust frá ársbyrjun 1957. Hin nýju ákvæði felast í 23. gr. laganna og eru sem hér segir: ,,Greiða má uppbót á elli- og örorkulífeyri, ef lífeyris- þegi á ekki lögskyldan, aflögufæran framfæranda á lífi, sbr. 6. gr. laga nr. 80/1947, og sýnt þykir ,að hann geti ekki komizt af án hækkunar. Uppbót þessa skal aðeins greiða þeim, sem: a. þurfa sérstakrar umönnunar sökum sjúkleika eða ellilasleika. b. dvelja á elliheimili, sjúkrahúsi eða öðru slíku hresa- ingar- eða dvalarheimili. c. eru einstæðingar. Uppbótin skal miðast við ástæður lífeyrisþegans, en þó aldrei vera hærri en lífeyrisupphæð skv. 13. gr. Uppbót og lífeyri samkvæmt b-lið skal hvorutveggja miða við lífeyri 1. verðlagssvæðis. Uppbót þessi greiðist að % af hlutaðeigandi sveitar- sjóði og að % af Tryggingastofnun ríkisins, og skal stofnuninni heimilt að verja upphæð, sem nemur allt að 7% af heildarupphæð elli- og örorkulífeyris síðast- liðins árs, í þessu skyni. Tryggingastofnunin ákveður uppbót samkvæmt grein þessari eftir ástæðum lífeyrisþegans, að fengnum tillög- um hlutaðeigandi sveitarstjórnar. Hlutur Tryggingastofnunarinnar greiðist því aðeins, að hlutur sveitarsjóðs sé jafnframt greiddur.“ Áríðandi er að örorkustyrkþegar sæki fyrir tilsettan tíma, þar sem ella er óvíst að hægt sé að taka umsókn- irnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknunum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til lífeyristrygginga, skulu sanna með kvittunum innheimtumanns eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil geta varðað skerðingu eða missi bótaréttar. Norðurlandaþegnar, sem búsettir eru hér á landi, eiga samkvæmt samningi um félagslegt öryggi bótarétt til jafns við íslendinga, ef dvalartími þeirra og önnur skil- yrði, sem samningarnir tilgreina, eru uppfyllt. íslendingar, sem búsettir eru í einhverju Norðurland- anna, eiga gagnkvæman rétt til greiðslu bóta í dvalar- landinu. Grikkir geta fengið aðstoð AÞENA, 29. upríl. — Rlchards, •eni ferjSazt hefur um lundin fyrir bolni Miðjarðarhafsins og skýrt „Eisenhoweráætlunina14 svonefndu er nú á leið til Evrópu. Hann hafði viðkomu í Grikklandi og lét ■vo um mælt í Aþenu í dag, að Grikkir gætu, ef þá fýsti, leitað ■ðsloður Bandaríkjanna á grund- yeiii Eisenhower-áætlunarinnar. Tillögur deildarstjórna um kjör fulltrúa á aðalfundi fé- lagsins liggja frammi í skrifstofu félagsins fimm virkum dögum fyrir aðalfund hverrar deildar. Tillögum félagsmanna um fulltrúaval ber að skila til formanns deildarstjórnar, eða skrifstofu félagsins, eigi síðar en einum virkum degi fyrir aðalfund viðkomandi deildar. Þar sem ekki er sérstaklega greindur fundarstaður, verða fundirnir haldnir í skrifstofu félagsins að Skóla- vörðustíg 12. Deildarstjórnir KRON. Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta getur fymzt. Er því nauðsynlegt að þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta og óska eftir að fá þær greiddar, dragi eigi að leggja fram umsókn sína. Munið að greiða iðgjöld til lífeyristrygginga á tilsett- um tíma, svo að þér haldið jafnan fullum bótaréttindum. Reykjavík, 24. apríl 1957. Tryggingastofnun ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.