Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.1957, Blaðsíða 19
Föstudagur 3. max 1957 19 — Svor H. C. Hnnsens >• Framh. af bls. 12 fremur til þess, að danska þjóðin hafi lifandi áhuga á þvtí, að hrundið verði i framkvæmd hug- myndinni um afvopnun og raun- hæft eftirlit með vígvélum ein- stakra þjóða. Danska stjórnin hefur birt yfirlýsingar um þessi efni nokkrum sinnum. Síðast átti hún aðild að sameiginlegri yfir- lýsingu, sem gefin var út á fundi utanríkisráðherra Norður- landanna, sem haldinn var í Helsinki 10. apríl. í þeirri yfir- lýsingu var bent á, að þar sem ekki virtist mega vænta algildr- ar lausnar, þá væri að líkindum auðveldara að ná raunhæf- um árangri, ef fyrst væri lögð megináherzla á ákveðnar hliðar vandamálsins, t.d. með því að taka til sérstakrar at- hugunar tæknileg efni á sviði venjulegra vopna. í þessu sam- bandi lagði fundurinn áherzlu á mikilvægi tillögunnar um fyrir- fréun skráningu og viðvörun um kjarnorkuvopnatilraunir, sem Noregur og fleiri þjóðir lögðu fyrir S. í>., sem fyrsta skref í átt- ina til samkomulags um að hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. ★ í sambandi við tilvísun yðar til þeirra tillagna um afvopnun, sem Sovétríkin hafa komið fram með eða stutt, bjóðið þér dönsku stjórninni að taka þátt í leitinni að leiðum til að tryggja öryggi Evrópu. Sem svar við því, get ég sagt, að Danir hafa ætíð haft rík- an áhuga á þessari spurningu, sem er okkur öllum svo mikil- væg, en okkar skoðun er, að það sé fyrst og fremst hlutverk stór- veldanna að eiga frumkvæði í þessu máli. Þér leggið til, að Danir finni traustari leið til að tryggja öryggi sitt en þá að vera meðlimur Atlantshafsbandalags- ins. í þessu sambandi leggið þér þá beinu spurningu fyrir mig, hvort ég og stjórnin, sem ég veiti forstöðu, álítum ekki, að það mundi verða gagnlegra Dan- mörku og öðrum þeim þjóðum, sem áhuga hafa á tryggingu frið- arins í Evrópu, að leita lausnar á spurningunni um öryggi Dan- merkur með því t.d. að fá alþjóð legar tryggingar fyrir sjálfstæði hennar og því að ekki yrði ráðizt á hana, þangað til gengið verður frá öflugu kerfi sameiginlegs ör- yggis í Evrópu, sem tryggi öllum aðilum friðsamlega þróxm. Svarið við spurningu yðar felst í ofanskráðum hugleiðingum mín- um um stefnu Atlantshafsbanda- lagsins. Það gefur auga leið, að | Danir mundu ekki hafa valið að I leysa öryggisvandamál sín með því að ganga i Atlantshafsbanda- lagið nema því aðeins að við höfð um komizt að raun um það eftir alvarlega íhugun, að þessi lausn væri hin bezta fyrir Danmörku eins og sakir stóðu. Og við kom- M.s. Lagarfoss Fer frá Reykjavík þriðjudaginn 7. maí til Vestur- og Norðurlands. VIÐKOMUSTAÐIR: Isafjörður, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík. Vörumóttaka mánudag. á laugardag og H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Vinna Hreingerningar fljótt og vel af hendi leyst. Símar: 80442 osr 7892 Kaup - Sala Kaupum flöskur Sækjum. Sími 6118. Sækjrun einnig til Hafnarfjarðar. Flöskumiðstöðin Skúlagötu 82. umst að þessari niðurstöðu vegna þess að sjónarmið okkar varð- andi Atlantshafsbandalagið voru þau, sem ég hef skýrt frá hér að ofan. Á yfirborðinu er eitthvað sef- andi við hugmyndina um alþjóð- lega tryggingu á sjálfstæði lítill- ar þjóðar. En við nánari umhugs- un koma upp ýmsar mótvægar hugsanir, sem byggðar eru á sögulegri reynslu, og við þær verður að bæta öllum þeim á- þreifanlegu staðreyndum, sem stríða gegn raunhæfu gildi hug- myndarinnar að því er snertir Danm. Landfræðileg staða Dan- merkur sem „vörður sundanna“ milli Norðursjávar og Eystrasalts merkir í sjálfu sér, að það fyrir- komulag, sem þér mælið með, getur naumazt kallazt raunhæft. í bréfi yðar komið þér líka fram með spurninguna um sundin, og í því sambandi vildi ég segja, að okkur er ljós ábyrgðin, sem á okkur hvílir vegna landfræðilegr ar stöðu okkar. Og ég held, að engin hafi ástæðu til að ásaka okkur fyrir mistök eða van- rækslu að því er snertir fram- kvæmd þeirra ábyrgðarstarfa, sem eðlilega falla Dönum í skaut á þessu sviði. Því miður hafið þér á réttu að standa, þegar þér segið að ástandið í alþjóðamálum hafi versnað síðan haustið 1956. Eng- inn harmar þetta meira en danska þjóðin og danska stjórnin. At- burðirnir, sem áttu sér stað við austanvert Miðjarðarhaf og í Ungverjalandi í október og nóv- ember ollu mikilli geðshræringu í heiminum. Dönsk sjónarmið varðandi þessa atburði komu greinilega fram þegar þeir voru ræddir á Allsherjarþingi SÞ, svo óþarft er að fjölyrða um það mál hér. Uppreisn almennings í Ung- verjalandi og það sem í kjölfar hennar fylgdi vakti svo sterkar tilfinningar hér í þessu landi vegna þess að danska þjóðin hef- ur svo ákveðnar hugmyndir um grundvallaratriði sj álfsákvörðun- arréttar þjóðanna. Afstaða Sovét- ríkjanna til atburðanna í Ung- okkar verjalandi olli miklum vonbrigð- um í hugum Dana — einkum þegar höfð var í huga þróunin í samskiptum austurs og vesturs, sem virtist eiga sér stað árið á undan. Atburðirnir í Ungverjalandi skertu óhjákvæmilega vonir dönsku þjóðarinnar um aukna samvinnu austurs og vesturs. En jafnvel á tímum sem eru eins erfiðir og yfirstandandi tímabil munum við ekki missa sjónar á þeim tilgangi alþjóðlegrar sam- vinnu að draga úr viðsjám á al- þjóðavettvangi og færa þjóðimar nær hverja annarri, einnig þjóð yðar og þjóð mína. Eins og þér og stjórn yðar, álítum við Danir samband Sovétríkjanna og Dan- merkur mjög mikilvægt. Ég er sammála yður um, að fundurinn sem haldinn var að frumkvæði yðar á síðasta ári milli stjórnar- leiðtoga Sovétríkjanna og Dan- — RáHherrafufidurinn Félagslíf Handknattleiksdeild K.R. Heldur almennan félagsfund föstudaginn 4. maí kl. 8,30 í fé- lagsheimilinu. Umræðuefni: Sum- arstarfið og fl. — Fjölmennið. Stjórnin. Ferðafélag fslands fer tvær skemmtiferðir n.k. sunnu dag út að Reykjanesvita. Ekið um Grindavík út að Reykjanesvita, gengið um nesið, vitinn og hvera- svæðið skoðað. Á heimleið ekið um Hafnir. Hin ferðin er Gönguferð á Esju. Ekið að Mógilsá gengið þaðan á fjallið. Lagt af stað f báðar ferðirnar kl. 9 á sunnu- dagsmorguninn frá Austurvelli. Farmiðar seldir við bílana. Sunnudagsskóla Guðfræðideildar lýkur n.k. sunnudag kl. 10,30 f.h. jneð gameiginlegri helgistundu 1 arnanna og aðstendenda þeirra, •em eru serstaklega boðnir vel- komnir þennan dag. Frh. af bls. 2. a. í ræðu sinni, að bréf Bulg- anins til Dana hefði ekki hrætt dönsku þjóðina, frekar hið gagnstæða. Nú skildist mönn- um betur að kjarnorkuvopnin væru nauðsynleg til varnar — a. m. k. eins og sakir stæðu. ¥ ¥ ¥ Þá tók Lange, utanríkisráð- herra Norðmanna einnig tií máls, og sagði hann, að bréf Bulganins til Norðmanna hefði ekki haft þau áhrif á norsku þjóðina, sem Bulganin hefði gert sér vonir um. Norðmenn hefðu ekki bugazt við ógnir Russa. Þeir hefðu skilið betur en nokkru sinni fyrr, hve Atlantshafsbandalagið er hin- um frjálsu þjóðum Evrópu mikils virði. ★ ★ ★ Ismay lávarðxir lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, en Paul Henri Spaak tekur við. Er þetta síðasti ráðherrafundurinn, sem Ismay situr og í kveðjuræðu merkur vakti nýjar vonir um aukin og víðtækari samskipti þjóða okkar, og að opinskáar og óformlegar samræður okkar auð- velduðu án alls efa aukin kynni okkar. Þér nefnið í bréfi yðar, að stjórnir okkar standi and- spænis miklum verkefnum að þvi er snertir frekari þróun og bætur á vinatengslum landa okkar. — Danska stjórnin er sömu skoð- unar. Árangurinn af viðleitni á þessu sviði veltur að verulegu leyti á þróun stjórn- málasamskipta austurs og vest- urs í heild. Danska stjórnin von- ar, að þessi þróirn verði þann veg, að þjóðir okkar finni hjá sér hvöt til að styðja viðleitnina. í bréfi yðar bendið þér á ýmis atriði í samskiptum Danmerkur og Sovétríkjanna á síðasta ári, og þér nefnið réttilega fyrst verzl- unarsamninginn sem gerður var. Við tökum það fram af okkar hálfu með ánægju, að grundvöll- xir nánari samskipta báðxrm þjóð- um til heilla var lagður með hon- um. Ég læt í ljós þá von, að tæki- færin, sem þannig sköpuðust, verði hagnýtt í anda gagnkvæms skilnings. Óskir yðar um hamingjuríkt og friðsamlegt líí og velmegun dönsku þjóðinni til handa endur- gjöldum við í einlægni gagnvart rússnesku þjóðinnL H.C. Hansen. Beztu þakkir til allra nær og fjær, sem glöddu mig 4 80 ára afmæli mínu. Jónína Sigurðardóttir. \ sinni sagði hann m.a., að höfuð- verkefni bandalagsins væri að vernda friðinn í Evrópu og hefta útbreiðslu kommúnismans. Þetta hefði tekizt. „Síðan sáttmálinn var undirritaður hefur ekki skiki evrópsks lands fallið undir hið kommúníska heimsveldi* — sagði hann. Þá kvað hann stjórnmálalega j samvinnu bandalagsríkjanna fara vaxandi, og væri sá árangur, sem þegar hefði náðst, góðs viti. í þriðja lagi, sagði Ismay, að landvarnir bandalagsríkjanna hefðu verið efldar og samræmd- ar. Enda þótt þær væru enn ekki orðnar jafnsterkar og æskilegt væri, þá bæri að gæta þess, að allur her bandalagsins mxmdi, ef ráðizt yrði á eitt bandalags- ríkjanna, berjast undir einni sameiginlegri stjórn — og það yki mikið á styrk hans. Og það er einmitt samvinna þjóðanna, sem treyst hefxir verið — sagði Ismay. Hún er það mikilvægasta. Þess vegna höldum við áfram eins og við byrjuðum. Öllum þeim góðu vinum, sem með margvíslegu móti sýndu okkur og drengnum okkar, Guðjóni Rúnari, vinarhug sinn, samúð og hjálpfýsi í veikindum hans síðastliðinn vetur, sendum við innilegar þakkir og biðjum þeim og þeirra allrar blessunar í nútíð og framtíð. Sérstaklega þökkum við hér- aðslækninum í Laugarási alla hjálpsemi, yfirlækni og systir Emertiu og öðru starfsfólki sjúkrahússins að Landakoti frá- bæra alúð og umhyggju, sem aldrei mun gleymast. Guð blessi ykkur öll. Erna og Guðjón Gunnarsson, Tjörn. S.G.T ^ Felagsvist í G. T. húsinu í kvöld klukkan 9. Afhent verðlaun fyrir síðustu keppni. Dansinn hefst klukkan 10,30. Aðgöngumiðar frá kl. 8. — Sími 3355. Íslenzk-ameríska félagið: Kvöldfagnaður fslenzk-ameríska félagið efnir til kvöldfagnaðar í Þjóð- leikhúskjallaranum í kvöld kl. 8,30 e. h. Til skemmtunar verður m. a.: Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson. Dans. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzl. Sigf. Eymunds- sonar. Nefndin. Málfundafélagið Óðinn heldur skemmun í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 4. maí kl. 8 e. h. stundvísl., fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Skemmtiatriði: " Revían, Gullöldin okkar DANS til kl. 2. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu félagsins í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld frá kl. 8—10 og eftir hádegi á laugardag, frá kl. 2—5, ef eitthvað verður eftir. Skemmtinefndin. Litli drengurinn okkar SKÚLI sem andaðist 28. f.m. verður jarðsunginn frá Dómki'rkjunni í dag klukkan 13,30. Ingibjörg Skúladóttir, Karl Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.