Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 1
20 síður 44. árgangur 100. tbl. — Þriðjudagur 7. maí 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins Enn tapa kommúnistar í Frakklandi og á Ítalíu París og Genúa, 6. maí. Frá Reuter: KOMMÚNISTAR hafa beðið mikið afhroð í kosningum meðal starfsmanna í hinum geysistóru Renault-bílaverksmiðjum fyrir utan París, samkvæmt upplýsingum „L’Aurore", sem er hægri-sinnað blað. Kristilegi flokkurinn, jafnaðarmenn og óháðir höfðu sameiginlegan lista og fékk hann 16.297 atkvæði eða 57,7% af atkvæðamagninu, en „Confederation General du travail“ sem er í höndum kommúnista hlaut 11.912 atkvæði, eða 42,3% af öllum greiddum atkvæðum. Þessi samtök höfðu 63% af atkvæða- magninu við kosningarnar í fyrra. Víðast hvar í heiminum er haldið upp á 1. maí sem hátíðis- og baráttudag verkamanna, en í Sovét- ríkjunum er hann jafnframt friðardagur, enda er það undirstrikað ár hvert með geysimiklum sýn- ingum á drápsvéium og fallbyssufóðri. Myndin sýnir stórskotalið úr herbúðunum í Moskvu aka yfir Rauða torgið 1. maí sl., liklega í minningu um baráttu Rauða hersins fyrir kjörum ungverskr- ar alþýðu. Eins og vitað er, hefur persónudýrkun verið útrýmt í Rússlandi. Nú sést félagi Stalin hvergi, en í stað hans eru komnir hinir öldnu forfeður hans, Karl Marx og Valdimir Lenin. Viðstödd þessa verkalýðshátíð var nefnd Sovétvina héðan frá Islandi. Getur hún væntanlega gefið nánari lýsmgu á þessari glæstu „hátíð verkama nnsins". Stjórnarkreppa á Ítalíu Rómaborg, 6. maí. Frá Reuter: ITALSKA STJÓRNIN, sem setið hefur við völd undanfarna 22 mánuði, sagði af sér í kvöld eftir 6 mínútna ráðuneytisfund. Ákvörðunin var tekin eftir að ráðherrar jafnaðarmhnna lýstu því yfir, að þeir sætu ekki áfram í stjórninni, sem er samsteypustjórn miðflokkanna. Forsætisráðherrann Antonio Segni lagði lausnarbeiðni sína og stjórnar sinnar fyrir forsetann strax eftir fundinn. FJÓRÐA KREPPAN Þessi stjórnarkreppa á ítaliu er hin fjórða á fjórum árum og kemur á fremur óheppilegum tíma, þar sem von er á René Coty Frakklands-forseta í opinbera heimsókn á fimmtudaginn, en slík heimsókn af hálfu forseta Frakka hefur ekki verið gerð til Ítalíu síðan árið 1904. Coty mun dveljast 3 daga í Rómaborg sem gestur ítölsku stjórnarinnar, en síðan mun hann heimsækja páfa og dveljast hjá honum um sinn. E. T. V. MJNNIHLUTASTJÓRN Giovanni Gronchi, forseti Ítalíu, bað Segni og stjórn hans að fara með völd meðan á heim- sókn Frakklands-forseta stæði og þangað til náðst hefðu samningar um nýja stjórn. Búizt er við að O'Neili fékk Puliizer-verðiaunin New York, 6. maí. PULITZER-VERÐLAUNIN fyrir leikritun árið 1957 voru veitt hinu kunna bandaríska leik- skáldi Eugene O’Neill fyrir leik- rit hans „Long Day’s Journey Into Night“. Það er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt O’Neill, en í fyrsta skipti að höf- undi látnum. Gronchi muni síðar fela Segni að reyna nýja stjórnarmyndun, og eigi miðflokkarnir þar hlut að máli, en þeir hafa farið með völd undanfarin 9 ár. Takist honum ekki að mynda stjórn, er talið að Kristilegir demókratar, sem er stærsti flokkurinn, muni mynda minnihluta-stjórn sem sitji þang- að til kosningar fara fram á næsta ári. STJÓRNIN KLOFNAÐI Stjórnarkreppan varð með þeim hætti, að aðstoðarforsætis- ráðherrann, og leiðtogi hins litla Sósíaldemókrataflokks, Giuseppe Biusmin hækkar í tign Moskvu, 6. maí. RÚSSNESKA stjórnin útnefndi á laugardaginn Josef Kusmin, sem yfirmann „Gosplan“, stofnun ar þeirrar, sem hefur með hönd- um efnahagsáætlanir er taka yfir lengri tíma. Kusmin var líka gerð ur fyrsti aðstoðarforsætisráð- herra. Hann tekur við af Nikolaj Bajbakov, sem hefur haft þetta embætti síðan í maí 1955. ★ Pólskt blað hefur skýrt frá óeirðum í borginni Jaroslav í Póllandi. Brutust þær út þegar lögreglan ætlaði að handtaka drukkinn hermann og urðu svo magnaðar, að beita varð táragasi til að dreifa mannfjöldanum. ★ Eden fyrrv. forsætisráð- herra Breta er kominn til Ott- awa í Kanada sér til heilsubót- ar. Verður hann þar gestur land- stjórans. Saragat, tilkynnti í gær, að hann hefði ákveðið að taka ekki lengur þátt í þríflokkastjórninni, sem hefði aðeins verið mynduð sem bráðabirgðastjórn fyrir tveimur árum, en hefði setið áfram þótt hún hefði bara eins atkvæðis meirihluta á pappírn- um. Talið er að sósíaldemókratar hafi hug á samstarfi við vinstri- sósíalistann Nenni, sem forðum klauf flokkinn og hóf samstarf við kommúnista, en hefur nú snú- ið við blaðinu. „L‘Aurore“ birtir við og við fréttir úr búðum kommúnista, sem ekki eru birtar í málgögn- um þeirra sjálfra, t.d. „Human- ité“, en lesendur þess hafa verið harla fáfróðir um hina eiginlegu þróun í verkalýðsmálum síðustu mánuðina. VERSTI ÓSIGUR HINGAÐ TIL „L’Aurore" minnir lesendur sína á það, að „Humanité“ reyndi nýlega að rekja þessa þróun og komst þá að þeirri huggunarríku niðurstöðu, að kommúnistar hefðu aðeins tapað 2% í nýaf stöðnum kosningum. En jafnvel ekki framkvæmdastjóri komm únistaflokksins, „sá þaulreyndi sjónhverfingamaður“, getur um- breytt ósigri, eins og þeim sem varð í Renault-verksmiðjunum, í sigur“. Ósigurinn í þessum verk- smiðjum er enn mciri en fyrri ósigrar í verksmiðjum Peugeot og Citroen. VERKALÝÐLEIÐTOGAR SEGJA AF SÉR Tveir starfsmenn verkalýðs- samtakanna í Genúa, sem eru í höndum kommúnista, hafa sagt lausum störfum sínum í mótmælaskyni við pólitíska starfsemi samtakanna, sam- kvæmt fregnum f „Giornale Dital“, sem er dagblað í Genúa. ÞARFIR FLOKKSINS GANGA FYRIR Starfsmennirnir, sem heita Giovanni Baratta og Giovanni Oggiano, segja í afsagnarbréfi sínu m.a: „Hin. mörgu atvinnu- vandamál, sem verkalýðssamtök- in þurfa að leysa, verða alltaf að lúta í lægra haldi fyrir pólitísk- um þörfum flokksins, sem þau þjóna“. Lenin tekur við af Stalin Moskvu, 6. maí. HIN alþjóðlegu friðarverðlaun Rússa, sem hingað til hafa verið kennd við Stalín, skipta nú um heiti og verða nefnd Lenin-verð- launin. Æðsta ráð Sovétríkjanna tilkynnti nafnbreytinguna á laug- ardag. Stalín stofnaði til friðar- verðlaunanna 24. marz 1951, til að vega upp á móti Nóbelsverð- laununum. Róstur við komu Voro- tll Indónesíu Schárf var kos inn Vínarborg 6. maí. f FORSETAKOSNINGUNUM, er fram fóru í Austurríki á sunnu- daginn, var dr. Adolf Schárf vara kanslari kjörinn ríkisforseti með 100.000 atkvæða meirihluta. Dr. Schárf er jafnaðarmaður og var fyrst og fremst kosinn af vinstri mönnum. Fulltrúi hægri flokk- anna var prófessor Wolfgang Dtenk. Alls greiddu atkvæði 4H milljón manna. Þetta voru þriðju forsetakosningarnar siðan árið 1945. Prófessor Denk er frægur krabbameins-sérfræðingur og hef ur ekki tekið þátt í stjórnmálum fyrr en hann var útnefndur for- setaefni hægri flokkanna. Dr. Schárf er hins vegar reyndur stjórnmálamaður og var um eitt skeið formaður Jafnaðarmanna- flokksins. Síðasti forseti Austurrikis, Koerner, var líka jafnaðar- maður, en hann lézt í janúar sl. Hann var kosinn árið 1951 með 200.000 atkvæða meiri- hluta. Forseti Austurrikis hef ur mjög takmörkuð völd, en kosning hans þykir gefa til kynna, á hvora sveifina lands Iýður snýst, en vinstri menn hai'a verið að týna fylgi síð- an í fyrra, þegar síðustu þing- kosningar fóru fram. Dr. Adolf Schárf. Djakarta, 6. maí. Frá Reuter. VOROSJILOV marskálkur, for- seti Sovétríkjanna, kom í dag til Djakarta höfuðborgar Indónesíu í 2 vikna opinbera heimsókn. Kom hann frá Kína, en þar hef- ur hann verið í opinberri heim- sókn að undanförnu. Á flugvell- inum tók Sukarno forseti og aðr- ir embættismenn á móti Vorosji- lov, og var honum ekið til for- setahallarinnar. MYNDIR HANS RIFNAR Skömmu síðar brutust út mikl- ar óeirðir fyrir utan höllina. Um það bil 1000 and-kommúnistar hófu að rífa niður myndir af hinum tigna gesti. Lögreglan skarst í leikinn og reyndi að stöðva þetta framferði; voru m. a. sprengdar táragas-sprengjur til að hafa hemil á mannfjöld- anum. En það hafði öfuga verk- an. Mannfjöldinn réðist að lög- reglunni með ópum og grjótkasti, og varð að kveðja til hersveitir til að bæla niður óeirðirnar. Þegar Vorosjilov kom á flugvöllinn í Djakarta sagði hann, að heimsvaldasinnar rækju stefnu, sem yki hina alþjóðlegu misklíð. Minntist hann í því sambandi einkum á kjarnorkusprengingar Vest- urveldanna, en gleymdi slík- um sprengingum í Sovétríkj- unum. y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.