Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 9
JÞriðjudagur 7. maí 1957 MORGVNBl AÐIÐ 9 Ný skrifsfofa Flugfélags íslands í K-höfn EINS og frá hefir verið skýrt í Hún er á mjög góðum stað í fréttum opnaði Flugfélag íslands, borginni, á Vesterbrogade 6c en eða Icelandair eins og félagið það er beint á móti aðaljárn- heitir nú erlendis, nýja skrifstofu brautarstöðinni. í Kaupmanahöfn fyrir nokkru. Gestum var boðið að vera við- Sunnor Buchmnnn Minniogaroið Birgir Þórhallsson. staddir opnunina og voru þeirra á meðal sendiráðherra íslands í Darimörku, próf. Siguiður Nor- dal, fulltrúar annarra flugfélaga, sem skrifstofur reka í Kaup- mannahöfn, flugmálastjórinn, danski og margt annarra gesta. Birgir Þórhallsson, sem um fjögurra ára skeið hefir stjórnað skrifstofu Flugfélags íslands í Kaupmanahöfn, flutti ræðu við þetta tækifæri og skýrði frá ýmsu í starfsemi félagsins. Próf. Sig- urður Nordal, sendiráðherra, flutti Flugfélaginu árnaðaróskir. Hin nýjaskrifstofa er á tveim hæðum, Afgreiðslusalur og miða- sala á götuhæð en bókhald á hæðinni fyrir ofan. Öllu er mjög haganlega og smekklega fyrir komið. Auk Birgis Þórhallssonar, vinna þar þau Áslaug Steindórs- dóttir, Stefán Jónsson, Steinunn Jónsdóttir og Helge Olsen. Sundíél. Ægir 30 úru SUNDFÉLAGIÐ ÆGIR var stofn að hinn 1. maí 1927. Fyrsti for- maður félagsins var Eirikur Magnússon, en hann var formað- ur samfleytt í 15 ár. Þórður Guð- mundsson var formaður frá 1941 —1951, síðan Ari Guðmundsson 1951—1952 og Jón Ingimarsson frá 1952. — Núverandi stjórn skipa auk hans: Ólafur -Johnson, vara- formaður, Theodór Guðmunds- son, gjaldkeri, Ari Guðmundsson, ritari, Guðjón Sigurbjörnsson, vararitari og Elías Guðmundsson og Gunnar Júlíusson, meðstjórn- endur. — Guðjón er jafnframt formaður sunddeildarinnar og Elías formaður sundknattleiks- deildarinnar. Jón Pálsson, sundkennari, var aðalkennari félagsins fyrstu 15 árin, en síðan hafa verið aðal- kennarar Jón D. Jónsson í níu ár og Ari Guðmundsson síðustu sex érin. í tilefni af 30 ára afmælinu Fram vann Þrótt 2:1 A SUNNUDAGINN léku Fram cg Þróttur í Reykjavíkurmót.inu og sigraði Fram með 2:1. Leikur þessi einkenndist nokk- uð af slæmu veðri, en pó brá fyrir hjá báðum liðum góðum leikköflum og vilja til samleiks. Þróttur veitti Fram-mönnum miklu meiri mótstöðu en búizt hafði verið við, og góðir leikkafl- ar Þróttar í fyrri hálfleik og skel- egg vörn í síðari hálfleik, gefur fyrirheit um ört vaxandi styrk liðsins. Fram-menn voru vel að sigri komnir, en einhverja festu og öryggi vantar enn í þetta unga ©g kvika lið. gefur félagið út afmælisrit, hið fimmta í röðinni. Þar er rakin saga félagsins síðustu fimm árin, greinar eru um æfingar og æfinga kerfi, grein um sundið fyrir stofnun Ægis, sagt frá deildum félagsins o. m. fl. Þá er í ritinu fjöldi mynda frá félagslífinu og starfi síðustu ára. Haldið var upp á afmælið með hófi í Tjarnarkaffi, laugar- daginn 4. maí s.l. — í hófinu var m. a. afhjúpaður félags- fáni, sá fyrsti, sem félagið eign. ast. Fáninn er saumaður af frú Unni Ólafsdóttur og er mikið listaverk, einn glæsilegasti fáni, sem hér hefir sézt og verður lista konunni án efa til verðugs sóma. ' Undanfarin ár hefir félagið unnið að því að fá til afnota félags og íþróttasvæði hér í bænum, þar sem hægt væri að reisa félags- heimili og undirbúa sundlaugar- byggingu. Gísli Halldórsson, arki tekt, hefir teiknað svæðið og gerð mannvirkja þar, miðað við lóð, sem félagið hefir vilyrði fyrir og augastað á. Endanleg lóðarúthlut- un er enn ekki fengin en félagið vonar að það fái lóðina á þessu vori, svo hægt sé að nota sumarið til þess að skipuleggja starfið þar. Félagið hefir að undanförnu safnað nokkru fé í byggingarsjóð, og skuldlausar eignir pess hafa tvöfaldazt að krónutölu s. 1. fimm ár. m tu Svíþjóðar NÚ hefur verið ákveðið, hvenær frjálsíþróttamenn úr ÍR fara í keppnisför sína til Svíþjóðar í sumar ÍR-ingarnir fara í boði Bromma Idrottsforening og leggja af stað héðan 17. júlí n.k. Fyrsta keppni flokksins verður að öllum líkindum 19. júlí, en þá er stórmót á Stokkhólmsstadion með þátttöku margra beztu í- þróttamanna Evrópu og e. t. v. Bandaríkjanna. Síðan verður keppt á a. m. k. 5—6 mótum víðs vegar í Svíþjóð. Hehn verður komið í byrjun ágúst og á leið- inni verður e. t. v. keppt á al- þjóðlegu móti á Bisletleikvang- inum í Ósló. í SVEFNROFUNUM leggst eitt- hvert farg á vakandi vitund manns og með vökunni kemur vissan um að þar var ekki illur draumur, að maður er búinn að missa gamlan og góðan vin sinn. En lífið er eins og strið, sem heldur áfram þótt mennirnir falli og maður klæðist og byrjar starf dagsins eins og áður, en maður er ekki samur eftir, því þótt heim urinn sé stór og mennirnir marg- ir, þá er heimur hvers og eins lítill og fámennur. ★ Gunnar Bachmann var fæddur i Ólafsvík 29. ágúst 1901 og and- aðist aðfaranótt sunnudagsins 28. apríl og hafði því fimm um fimm tugt, þegar hann lézt eftir viku- legu á spítala. Hann var sonur Benedikts Bachmann barnakenn- ara og símstjóra í Ólafsvík og konu hans Kristínar Hermanns- dóttur, en hún lézt fáum dögum eftir fæðingu drengsins og var hann þá tekinn til fósturs af frú Guðrún Richter, sem þá átti heima í Ólafsvík, en fluttist síð- ar til Stykkishólms og ólst Gunn- ar þar upp til 17 ára aldurs, en fór þá með fósturmóður sinni til Reykjavíkur og áttu þau hér heima síðan. Hann átti engin alsystkini en hálfbróður, Viggó Bachmann, starfsmann hjá hf. Skeljungur. Uppeldissystur átti hann einnig, Ingibjörgu Helgadóttur, sem er gift kona í Svíþjóð og býr í G'autaborg. Árið 1930 giftist Gunnar Hrefnu dóttur Karls Lárussonar kaup- manns Lúðvíkssonar, og eignuð- ust þau 4 börn, Guðjón, sem er giftur amerískri konu Ann Opal- ak og er að ljúka giæsilegum hag fræðimanns-ferli í Bandaríkjun- um, Guðrúnu Kristínu, sem er gift Björgvini Hermannssyni kaupmanni, Hrafn, 14 ára og Benedikt Karl, 12 ára, sem báðir eru í föðurhúsum. Gunnar tók símritarapróf 1919 og gekk þá í þjónustu Landssím- ans og starfaði þar síðan til ársins 1942, en varð þá að hætta sím- ritarí starfinu um lengri tíma, vegna meiðsla í hendi sem hann I hlaut í bílslysi, og tók eigi aftur til starfa hjá Símanum. Harm tók mikinn og virkan þátt í félagsskap símamanna og var formaður félagsskapar þeirra 1925 og 1926, en átti um mörg ár sæti í stjórn félagsins. Hann rit- aði oft í Símablaðið og kom þar 1931 fyrstur fram með uppá stungu um að símamenn reistu íbúðarhús í sambyggingu, er varð til þess að fyrsta byggingarfélag símamanna var stofnað. Ýmsar hugmyndir kom Gunnar fram með á þessum árum, því eins og allir vita, sem þekktu hann, Myndin sýnir hluta úr sýningarsal í Alþýðuhúsinu. — Höggmyndin er eftir Ásmund Sveinsson, sem hann nefnir Kyndilinn. Tvö mál- verk eftir Þorvald Skúlason og á gólfinu stendur H.H. stóllinn, sem sumir kalla undrastólinn, teiknaður af Halldóri Hjálmars- syni, ungum húsgagnaarkitekt. Sýningunni lýkur á miðvikudags- kvöid kl. 11 e. h. var hann hugmyndaríkur með af- brigðum, en það er nú einu sinni svo, jafnvel með beztu hugmynd- ir, að þær falla ekki alltaf í frjó- an jarðveg. Hann var loftskeytamaður í 3 sumur á fyrstu flugvélinni, sem hóf síldarleit fyrir Norðurlandi og mun hafa sent fyrsta skeytið sem sent var úr flugvél yfir land- inu, og er þessu nýmæli í veiði- skap íslendinga lýst í bók Dr. Al- exanders Jóhannessonar, ,í lofti*. Gunnar Bachmann var maður hins nýa tíma og tækni, sjálfur óvenjulega hugkvæmur, og það var því ekki að undra, þótt út- varpið yrði honum strax hug- stætt, enda gerði hann sitt til að kynna það, svo sem áður hefur verið getið hér í blaðinu, og hafði ávallt mikinn áhuga á þessu undratæki mannsandans og fylgd ist vel með allri þróun þess. Eftir að Bachmann fór frá sím- anum stofnaði hann ásamt Pálma Pálmasyni og Jóni ívars, fyrir- tækið „Verktakinn h.f.“, sem á árunum 1946—51, byggði nokkur íbúðarhús, en sem varð að hætta starfsemi vegna örðugleika, er síðar urðu á því að fá nauðsynleg leyfi til slíkra framkvæmda. Árið 1935 byrjaði „Rafskinna" hans að fletta auglýsingum og þótti að þessu góð og eftirtektar- verð nýjung. Hafði hann venju- lega 2 sýningar á ári og voru menn á eitt sáttir um að ekki væru aðrar auglýsingar hnittnari að efni og búningi en þær, sem samdar voru fyrir „Rafskinnu“, oft í einu vetfangi, þegar hann átti símtal við menn um þessa auglýsinga-bók, sem segja mátti að yrði fastur liður í auglýsinga- lífi bæjarins. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um ævi og starf Gunn- ars Bachmann, en maðurinn var svo óvenjulegur, að um hann mætti skrifa bækur. Eigi vissi ég meiri kærleika milli skyldra, en var milli hans og fósturmóður hans frú Guð- rúnar Richter og var ekkert það til, er hann vildi ekki fyrir hana gera ef hann gat, og með ein- beitingu síns frjóa anda, leitaði hann þess, er mætti gleðja hana og létta henni lífið, þegar hún þurfti á að halda, eins og hún hafði vakað yfir honum og um- vafið hann hinni sönnustu móð- urást frá þvi að hún tók við hon- um kornbarninu, sem misst hafði móður sína. Hann var gæfumaður í lífinu, því hann fékk ungur ágætrar konu, sem var honum hinn bezti lífsförunautur og bjó honum og börnunum myndarheimili, sem hann kunni vel að meta, því hann var mikill heimilismaður. Þau eignuðust góð og mannvæn leg börn og nú voru barnabörnin lika byrjuð að koma, efnileg og elskuleg, gleðjandi hugina og gefandi lífinu nýtt og aukið inni- hald og tilgang. Hann var sérstæður og stór- brotinn persónuleiki og enginn hversdagsmaður og því verður hversdagsleiki daganna meiri eft- ir burtför hans, og skuggar, þar sem áður var skin, en Ijúfar end- urminningar um góðan dreng ylja hjörtum vina hans og varpa geisla fram á veginn. Ó. H. ölafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.