Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. maí 1957 MORCUNBLAÐIÐ 11 Álftabúr og 17. júní skreyt- ingar eru aðeins tvö af mörg- um verkefnum Áhaldahússins Frá heimsókn i Jbessa miklu birgða- og viðgerðastöð Reykjavikur ¥»EGAR maður heyrir orðið Áhaldahús bæjarins. nefnt dett- * ur manni fyrst í hug verkfæraskemma, þar sem geymd séu hakar, skóflur, reipi, tjara og önnur þau verkfæri og efni, sem notuð eru við dagleg störf á götum bæjarins. Og það er heldur ekki nema eðlilegt. En sannleikurinn eif sá, að þetta yfirlætislausa orð: Áhaldahús, er í rauninni sam- heiti fyrir mikið fyrirtæki, umfangsmikla starfsemi, sem hefir tugi manna í þjónustu sinni og veltir nær tveimur tugum milljóna króna á ári. Verkefni þess eru óteljandi, þjónustan sem hinar ýmsu deildir þess framkvæma er fjölbreytileg og getur náð til hinna sérstæðustu verkefna. Fáir munu vita, að það eru vinnuflokkar frá Áhaldahúsinu sem birtast á götunum fyrir 17. júní ár hvert og skreyta borgina svo fagurlega, og það eru þessir sömu flokkar, sem fjarlægja skrautið síðan hljóðalaust að hátíðinni lokinni, áð- ur en bæjarbúar rísa úr rekkju að morgni. Og hér um dag- inn bættist eitt nýtt og sjaldgæft verkefni við hjá smiðum Áhaldahússins. Flytja þarf svanina af tjörninni til útlanda og Áhaldahúsinu var fengið það verkefni að smíða sérleg húr fyrir þá áður en þeir leggja upp í sína miklu ferð. Af þessu má sjá, að Áhalda- húsið kemur víða við um framkvæmdir bæjarins, en for- stjóri þess, Sigmundur Halldórs- son arkitekt skýrir svo frá, að hlutverk þess sé að hafa um- sjón með og viðhald á vélum og tækjum vegna verklegra fram- kvæmda á vegum bæjarins. Á- haldahúsið starfar sem ein af deildum bæjarverkfræðings að þessu leyti. Auk þess er það mik- il birgðastöð þar sem varahlutir eru geymdir og margvíslegur varningur og þar eru einnig til húsa allar vinnuvélar og bifreið- ir bæjarins. Þangað er vélunum ekið að af- loknu verki, þar er gert við þær og þar standa þær þangað til nýtt verkefni kallar. Þar má sjá bifreiðir bæjarins margar hverj- ar, því að hingað, inn í Skúlatún, koma þær til viðgerðar og við- halds. Gífurlega stórir sandbíl- ar standa þarna við hliðina á litlum fólksbílum, sem verkstjór- ar bæjarins, innheimtumenn og aðrir hafa til umráða og skammt frá eru miklar ýtur, tætarar og malbikunarvélin, sem bærinn keypti frá hernum á sínum tíma og bæjarbúar sáu síðast við mal- bikun á Langholtsveginum. En það er ekki bara tugur jarðýtna sem þarna er, heldur líka vélar af öllu tagi, garðtæt- ari, kannt- og rennusteinamót, plógur, sandvagn, skófluvagn, það fluttist í ný húsakynni nú fyrir nokkru. Trésmiðjan er stærsta deildin. Vinna þar 35 manns. Bifreiðaverkstæðið annast við- gerðir á bílakosti bæjarins og í járnsmiðjunni er gert við þunga- vinnuvélarnar. Á bifreiðaverk- stæðinu vinna 9 menn en 10 í járnsmiðjunni. Þá er og áhalda- varzla þar sem geymd eru verk- færi þau, sem vinnuflokkar bæj- arins á vegum hinna ýmsu deilda bæjarverkfræðings nota við störf sín og þar er einnig gúmmívið- gerðarverkstæði. Þá er ótalin birgðastöðin, en þar er feikjlega mikið safn vara- hluta og annarra áhalda. Þar er grænsápa fyrir þvott á gólfum bæjarins, kústar til sömu nota, mælingarhælar, flaggstengur, skilti með götuheitunum og hús- númer og loks er máluð og gerð þar skilti þau, sem okkur veg- sláttuvél, úðadæla, vatnsdæla og steypuvél, „vibrator" og graftæki svo nokkuð af vélakostinum sé upp talið.'Og bílarnir sem bær- inn á og hafa miðstöð sína þarna skipta tugum. en þarna er fleiri deildir að finna en véladeildina. Deildir Áhaldahússins eru fimm talsins, trésmiðja, járnsmiðja, bif reiðaverkstæði, óhaldavarzla og birgðastöð, auk skrifstofunnar. Eitt af verkefnum Áhalda- hússins er að hafa eftirlit með öllum húseignum Reykja- víkurbæjar og annast viðhald á þeim. Þar koma m. a. undir allir skólar bæjarins og íbúðar- hús. Þetta verkefni annast tré- smiðjan að miklu leyti. Mikið starf er það á hverju ári að gera við borð og bekki í skólunum vegna þess að þeir hlutir hafa alltaf haft og hafa enn ómót- stæðilegt aðdráttarafl í augum unglinga, einkum þeirra sem eiga vasahnífa! Og viðgerð á bæjarhúsunum er ávallt allmikil, og má geta þess að í fyrra keypti Áhaldahúsið vinnupall einn frá Þýzkalandi, sem hægt er að lyfta upp frá jörðu með rafmagni allt upp að þaki fjórðu hæðar. Hefir pallurinn reynzt hinn þarfasti gripur við húsaviðgerðirnar. En trésmiðjan annast fleira en við- gerðir og smíðaði hún t. d. margt húsgagna í Bæjarbókasafnið, er STAKSTEINAR Sigmundur Halldórsson, forstjóri Áhaldahússins farendum ber að fara eftir á göt- um bæjarins og á stendur „Akið til hægri. Lögreglan" eða eitt- hvað í þeim dúr. Reyndar er ekki hægt að gefa I jarns .niðjunni Á gúmmíverkstæðiuu, einni af mörgum deildum Áhaldahússins neina viðhlítandi mynd af þess- ari yfirgripsmiklu deild, svo marga hluti og fjölbreytilega er þar að finna. En eitt er það þó, sem ekki er geymt þarna á lóð inni við Skúlatún, þar sem hin- ar mörgu byggingar og skemmur Áhaldahússins standa. Það er sprengiefnið. Það er geymt í rammbyggilegum klefum uppi við Vatnsenda, í hæfilegri fjar- lægð frá byggðu bóli. Þannig má segja að Áhalda- húsið sé stór og mikil birgðastöð fyrir hinar ýmsu fram kvæmdir á vegum Reykjavíkur- bæjar, og þar að auki viðgerðar- stöð fyrir vinnutæki og eignir bæjarins. Auðskilið er því hve þýðingarmikil stofnunin er, enda fer starfsemi hennar vaxandi með ári hverju. Við göngum um byggingarnar í fylgd með Sig- mundi Halldórssyni sem veitt hef ir Áhaldahúsinu forstöðu yfir 7 ár, og hann skýrir okkur frá því, að húsrými þess sé nú orðið allt of lítið. Því hefir bæjarráð ákveðið Ahaldahúsinu, þessari æ mikilvægari deild í starfsemi bæjarins, stað inni við Elliðaár- /og, við hliðina á lóð Rafveit- mnar og annarra bæjarstofnana. Framh. á bls. 12 „Eðlileg skýring“. Hinn 28. apríl s. 1. hirti Tíminn smágrein, sem hét: „Þegar Mbl. þagði um Poznan“. Framhaldið var þetta: „Það vakti ekki litla athygli á s. I. sumri að Mbl. sagði all- miklu seinna en önnur íslenzk blöð frá hinni heimssögulega uppreisn í Poznan, meira að segja nokkrum dögum seinna en sjálf- ur Þjóðviljinn“. Enn segir Tíminn feitu letri: „Þessi þögn Mbl. um Poznan átti sína eðlilegu skýringu. Þetta var nefnilega á þeim tíma, þegar stjórnarmyndun stóð fyrir dyr- um. Forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins gengu þá eftir foringjum Sósíalistaflokksins með grasið í skónum — — Sannleikurinn í þessu er sá, að svo vildi til, að Morgunblaðið varð einum degi á eftir Tíman- um og Þjóðviljanum um fyrstu fregnir af Poznan-uppreisninni. Morgunblaðið birti ekki fregnina fyrr en á laugardag, en hin blöð- in á föstudag. Blaðalesendur vita, að nærri daglega ber við að frétt birtist fyrr í einu blaði en öðru, þó að Morgunblaðið sé yíirleitt fyrst í fréttaflutningi sínum. Hér gerðist því aðeins það, sem ætíð getur borið við. Hitt er naumast heldur í frásögu fær- andi, þó að Tíminn sé nú búinn að breyta þessum eina degi í „nokkra daga“. Sagan um f jöðr- ina, sem breyttist í hænsnahóp endurtekur sig sí og æ í heim- kynnum Tímans. Hið eftirminnilega er, að Tím- inn telur það hafa verið „eðli- Iega skýringu" á drættinum að hagræða hafi átt fréttum sjálfum sér til gagns. Þarna er um að ræða mikilsverða skýringu á starfsháttum Tímans sjálfs, sem ekki má falla mönnum úr minni. Sojsfslánið. Sama sjónarmið að viðbættum venjulegum Tíma-ósannindum ræður eftirfarandi frásögn Tím- ans s. 1. sunnudag. „Mbl. hafði það nýlega athuga- semdalaust eftir amerískum blaðamanni, að forkólfar Sjálf- stæðisflokksins hefðu reynt að spilla fyrir því, að lán fengist vestan hafs til nýju Sogsvirkj- unarinnar. Það er líka opinbert leyndarmál, að þeir hafa ekkert látið ógert, sem þeir hafa getað, til þess að hindra framgang þess máls“. Samkvæmt þeim hugsunar- hætti, sem hér lýsir sér, ættu fréttablöð ætíð að vera sammála þeim fréttum ,er þau birta „at- hugasemdalaust“. Hætt er við, að margt skolaðist, ef allir hefðu þann hátt á. En hér við bætist, að Morg- unblaðið hefur aldrei, hvorki án athugasemda né með, birt fregn þess efnis, að „forkólfar Sjálf- stæðisflokksins hefðu reynt að spilla fyrir því, að lán fengist vestan hafs til nýju Sogsvirkj- unarinnar". Slíkt er einber hugarburður Tímans. Sú frétt hefur aldrei birzt í Morgunblaðinu, enda mundi hún hvíla á algerum ósannindum, ef til væri. Tíminn býr þetta hins vegar nú til vegna þess, að Sjálfstæðismenn hafa haft alla forystu um undirbún- ing Sogsvirkjunarinnar og mundu fyrir mörgiim mánuðum vera búnir að fá lán til hennar, ef þeir hefðu verið við völd. Þess vegna þykir Tímanum ekki ráð nema í tíma sé tekið að hefja nýja rógsherferð vegna fram- kvæmdar þessa nytjamáls, sem svo mjög liefur vafizt fyrir fjár- málaráðherra, að því, sem til hans tekur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.