Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 7. maí 1957 MOHGTIN nr/AÐIÐ 19 Fréttir frá Borgamesi 20. apríl Á SKÍRDAG hélt Kirkjukór Borgarness samsöng í Samkomu- húsinu. Á söngs'kránni voru 12 lög eftir innlenda og erlenda höf- unda. Kom þarna fram bæði karlakór, kvennakór og svo bland aður kór. Einsöngvarar voru: Halldór Sigurbjörnsson, Eyvindur Ásmundsson og frú Guðrún Jósa- fatsdóttir. Ennfremur sungu tvi- söng þser frú Ásthildur Guð- mundsdóttir og frú María Ás- björnsdóttir og frú Oddný Þor- kelsdóttir og frú Þórdís Ás- mundsdóttir. Söngstjóri var Hall- dór Sigurðsson og undirleikari frú Stefanía Þorbjarnardóttir. Samsöng þessum var ágætlega tekið og varð að margendurtaka sum lögin og létu áheyrendur Síðasti skeinmti- fundur A. F. Borgarnesi óspart í Ijós ánægju sína. Hús- fyllir var og urðu sumir frá að hverfa að komast inn. Ráðgert er að endurtaka samsöng þennan bráðlega. Hér í Borðarnesi eru ráðgerðar miklar húsabyggingar í sumar. Kaupfélag Borðfirðinga er að reisa verzlunarhús, sem verður mikið stórhýsi og auk þess frystihús. Óvenjumargir ein- staklingar hafa hug á að byggja yfir sig auk þeirra sem eiga hús ófullgerð frá því í fyrra. Þá er langt komið með byggingu póst- og símahúss, sem byrjað var að byggja á s.l. hausti og verður það hin veglegasta bygging. Allir vegir í héraðinu eru afar blautir og illfærir bifreiðum enda þótt daglega sé fjöldi manna og bíla við ofaníburð og viðgerðir þar sem verst er. Tíðarfar hefur verið ágætt undanfarið, hlýtt með nokkurri úrkomu. Farin er að sjást litur á túnum. F. Tilkynning frá Alvinnudeild Háskólans VEGNA yfirlýsinga, sem birzt hafa að undanförnu í nafni At- vinnudeildar Háskólans, varð, andi sóttvarnarlöginn „Dróma", framleiðandi Selfos Apótek, óskar Iðnaðardeild Atvinnudeildar Há- skólans að taka fram eftirfar- andi: Rannsókn, sem framkvæmd hefir verið á efnarannsóknar- stofu Iðnaðardeildarinnar á sýnis. horni af „Dróma“ sóttvarnarlegi, sem tekið var í verzlun í Reykja- vík, af starfsmanni deildarinnar, rannsókn F57/59 dags. 4. maí 1957, staðfestir að lögur þessi er sá sami og áður var rannsakaður undir nafninu „Sóttvarnarlögur". Rannsókn á sýnishorni þessu, sem sent var frá Selfoss Apéteki er staðfest með vottorðum frá efna- og gerlarannsóknarstofum deildarinar, rannsókn nr.F56/66 dags. 5/3, 1956 og nr. 230 dags. SÍÐASTI skemmtifundur Alli- ance Francaise á þessum vetri, sem haldinn var í Tjarnarcafé sl. fimmtudag og föstudag var fjöl- mennur og vel heppnaður. — Franski vararæðismaðurinn í Rvík, ungfrú Paulette Enjalran, flutti þar fróðlegt erindi um stór verzlanir Parísar, svipbreytingar þeirra eftir árstíðum og hlutverk í borgarlifinu — og reyndar öll- um heiminum, því París hefir löngum stært sig af að vera drottning tízkunnar. Kvikmynd frá París, sem sýnd var að erind- inu loknu: ,,París — vetur, sum- ar, vor og haust“, bar að sama brunni. Frú Guðmunda Elíasdóttir söng að því Ioknu með undirleik Weiss happels við ágætar viðtökur áheyrenda — rammíslenzk þjóð- lög og klassískar franskar ópeíu- aríur til skiptis. Mátti vart á milli sjá, hvort fékk betri hljómgrunn. Að lokum var dansað. Skemmti fólk sér hið bezta. 17/3 1956. Reykjavík, 6. maí 1957. Atvinudeild Háskólans Iðnaðardeild Jóhann Jakobsson. * 3fáko* & — ( vStefnc/ór ou»,mat, flaliaSfu 48 • Slml 81520 Dagskrá Alþingis Efri deild: 1. Landnóm, ræktun og bygg- ingar í sveitum. 2. Gjald af innlendum tollvöru- tegundum. 3. Útflutningsgjald af sjávaraf- urðum. 4. Tunnuverksmiðjur ríkisins. 5. Sjúkrasjóður og talnahapp- drætti. Neðri deild: X. Sala Kópavogs og Digraness o. fl. 2. Atvinna við siglingar. 3. Fasteignaskattur. 4. Skattur á stóreignir. CERVICÓMAR þurfa ekki að losna. Oft hafa þeir, sem hafa gervi- góma, orðið fyrir því að gómarnir vilja losna eða renna til. Ekki þarf að óttast þetta, ef dálitlu af Dentofix er stráð á góminn. Það er sýrulaust efni, sem festih gervi- góma og eykur þægindi auk þess að koma í veg fyrir andremmu af gervigómum. Kaupið Dentofix Einkaumboð: REMEDIA h.f., Reykjavík. Somkomnr M.s. Gullloss fer frá Reykjavík miðvikudaginn 8. þ.m. kl. 21.00 til Thorshavn, Hamborgar og Kaupmannahafnar. Farþegar eru beðnir að koma til skips ekki seinna en kl. 20.00. H.f. Eimskipafélag íslands Unglinga vanfar til hlaðhurðar við Hverfisgötu II Bráðræðisholt IMesvegur K.F.U.K____Ad. Saumafundur í kvöld kl. 8,30. Kaffi, tvísöngur, upplestur o. fl. Fjölmennið. — Bar.amefndin. Félagslíl fþróttafélag kvenna Kaffikvöld verður miðvikudag- inn 8. maí, kl. 8,30 síðdegis, í Að- fdstræti 12 (uppi). Gerið svo vel Og takið með ykkur myndir frá páskunum. — Sktðadeild Í.K. LOKAÐ Skrifstofa vor og vöruafgreiðsla er lokuð í dag frá kl. 1 e.h- vegna jarðarfarar. OPAL HF., sælgætisgerð. Ég þakka hjartanlega öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og heillaskeytum á 70 ára afmæli mínu 18. apríl sL Halldóra Hallsteinsdóttir. Blómahúðin GARÐUR tilkynnir, Lokað í dag vegna jarðarfarar Bjarna Pálmasonar, skipstjóra. Margrét Bjamadóttir Systir mín JAKOBÍNA MAGNÚSDÓTTIRR yfirhjúkrunarkona lézt á Landakotsspítala sunnud. 5. maí Guðrún Magnúsdóttir. Konan mín og móðir okkar INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Óðinsgötu 4, andaðist í Landakotsspítalanum mánud. 6. þ.m. Guðmundur Helgason, börn og tengdaböm. Eiginmaður minn JÓN JÓHANNESSON prófessor, lézt 4. þ. m. — Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 10. þ. m. klukkan 2 e. h. Blóm og kransar afbeðin. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á minningarsjóð um hann við Háskóla fslands. Guðrún Helgadóttir. Sunnudaginn 5. þ.m. lézt að heimili sínu Kaplaskjóls- vegi 39 GUÐMUNDUR JÓNSSON fyrrum bóndi í Nesi í Selvogi. — Jarðarför hans verður auglýst síðar. F.h. okkar, barna hans og annarra vanda- manna. Jón Guðmundsson. Móðir okkar HANSÍNA BJARNASON fædd LINNET, andaðist 5. þ.m. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni fimmtudaginn 9. þ.m. og hefst með húskveðju kl. 1,15 e.h. að Grenimel 38. Hans R. Þórðarson, Sigurður Þórðarson, Regína Þórðardóttir, Þórey Þórðardóttir, Skúli Þórðarson. Útför mannsins míns BJARNA H. G. PÁLMASONAR skipstjóra, fer fram frá Dómkirkjunni í dag þriðju- daginn 7. þ.m. kl. 11 f.h. Athöfninni verður útvarp- að. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsam- lega bent á minningarsjóð Dvalarheimilis aldraðra sjómanna Salome Jónsdóttir. Jarðarför systur minnar INGIBJARGAR BERGSTEINSDÓTTUR Veghúsastíg 3, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. þ.m. kl. 10,30 f.h. Jón Bergsteinsson. Þökkum innilega öllum, sem veittu aðstoð og samúð við andlát og útför LÁRUSAR HALLDÓRSSONAR Vestmannaeyjum. Vandamenn. Innilegt þakklæti til allra þeirra er auðsýndu okkur sara- úð og vináttu, við fráfall og útför ÞÓRÐARÞÓRÐARSONAR kaupm. frá Hjalla Ingibjörg Oddsdóttir og börn hins lótna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.