Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.1957, Blaðsíða 20
Veðrið S- og SA-kaldi. Skúrir. nygwnMaM®! Heimxókn í Áhaldahúsið Sjá blaðsíðu U. 100. tbl. ^riðjudagur 7. maí 1957. Jón Jóhaimesson prófessor látinn DR. PHIL. Jón Jóhannesson prófessor andaðist á laugardags- kvöldið eftir stutta legu, aðeins 47 ára að aldri. Jón var fæddur að Hrísakoti á Vatnsnesi 6. júní 1909. Hann varð stúdent frá Menntaskólan- una á Akureyri 1932 og cand. mag. í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands 1937. Síðan kenndi hann tvo vetur í Mennta- skólanum í Reykjavík, einn vet- ur í Verzlunarskólanum og einn vetur í Menntaskólanum á Akur- eyri. — Hann varð doktor í sögu 1942 og fjallaði doktorsritgerð hans um gerðir Landnámubókar. Hann hefur skrifað margt um sögu íslands og á sl. ári kom út eftir hann hjá Almenna bókafé- laginu íslendinga saga, 1. bindi. Fjallar hún um Þjóðveldisöldina og er höfuðrit um það tímabil. Þegar prófessor Jón féll frá, hafði hann í undirbúningi fram- hald af þessu stórmerka undir- stöðuriti sínu. Jón Jóhannesson varð prófessor við Háskólann 1943 og til dauða- dags. Hann var víðkunnur vís- indamaður og afbragðskennari, enda virtur og elskaður af nem- endum sínum í Háskólanum. — Hans verður minnzt nánar hér í blaðinu síðar. Strandabi í A-Berlín — vantaði tékkneska og ungverska áritun Ingi R. Jóhannsson komst ekki tiB Búlgaríu og er kominn heim I’ SLENDINGAR ætluðu að senda einn sinn bezta taflmann, Inga R. Jóhannsson, til þátttöku í forkeppni þeirri að heimsmeistara- mótinu í skák, sem hafin er austur í Sofia. — Ingi varð að snúa við og er nú kominn heim aftur. Það voru mistök sem ollu því að hann komst aldrei á leiðarenda. Ingi R. Jóhannsson fór héðan nokkrum dögum fyrir síðustu mánaðamót áleiðis austur. Áður en hann fór af stað, hafði verið fengin búlgörsk vegabréfsáritun. Héðan fór hann til Kaupmanna- hafnar og hélt án tafar til Aust- ur-Berlínar. TÉKKÓSLÓVAKÍA — UNGVERJALAND Svo var ráð fyrir gert, að hann færi þaðan með járnbraut gegn- um Tékkóslóvakíu og Ungverja- land, og til höfuðborgar Búlg- aríu, Sofíu. Hæsiu vinningar Vðruhappdræitis m í GÆR var dregið í 5. flokki Vöruhappdrættis SÍBS. Dregið var um 3Ó0 vinninga að fjárhæð 435 þúsund krónur alls. Eftirtalin númer hlutu hæstu vinningana: 100 þús. kr.: 15263. 50 þús. kr.: 40765. 10 þús. kr.: 7202 27524 27815 31377 33870 37594 46652 og 60056. 5 þús. kr.: 1510 5398 10305 37896 39984 47319 51747 52881 61940 og 62713. — (Birt án ábyrgðar). Drengur skaðbrennist, er óvitar kveikja í kassa FYRIR NOKKRU var komið í Landspítalann með tveggja ára dreng, sem hlotið hafði mikil brunasár. Nú er drengurinn litli, sem er sonur Skafta Þóroddssonar starfsmanns í flugþjónust- unni á Keflavíkurflugvelli, nokkuð á batavegi. Aðdragandi slyssins varð sem hér segir. Skammt frá heimili drengsins við Silfurtún við Hafnarfjarðarveg, stóð píanó- kassi, sem í var nokkuð af hálmi. SKRIÐU UPP í KASSANN Litli drengurinn skreið upp í kassann með aðstoð þriggja drengja.Enginn var eldri en 5ára. Höfðu þessir litlu óvitar komizt yfir eldspýtur. Þar sem þeir sátu ofan í hinum háa píanókassa, kveiktu þeir á eldspýtu og báru hana að hálminum, sem þeir sátu á, en hann tók þegar að loga. ALLIR, NEMA SÁ LITLI Urðu drengirnir allir ofsa hræddir og hinir eldri klifruðu í snatri upp úr logandi kassanum, en litli snáðinn gat ekki komizt upp og drengirnir gátu ekki náð honum, því kassinn mun hafa staðið því sem næst í björtu báli. Litli snáðinn hljóðaði svo, að maður einn í húsi þar skammt Irá, heyrði til hans, þaut út í snatri, hljóp að kassanum og gat náð í drenginn, sem enn mun hafa staðið uppréttur í einu horni kassans og sneri andliti frá báiinu. Var litli drengurinn þá skaðbrenndur á fótum og sitjanda og einnig upp eftir baki. Var hann fyrstu dagana á eftir þungt haldinn. Hann nrun nú tal- inn úr allri hættu, en bruna- sárin eru mikil og djúp. Skellinöðru stolið SIGLFIRÐINGUR sem í vetur hefur verið við nám hér í Reykja vík, varð fyrir því óhappi fyrir nokkru að „skellinöðrunni“ hans, F-18, var stolið. Er þetta nýleg NSU-skellinaðra gvá að lit, og hefur ekkert til farartækisins spurzt síðan. Var því stolið fyrir utan húsið Mávahlíð 1, en þar stóð það læst. Eru það tilmæli rannsóknarlögreglunnar til þeirra er kynnu að hafa séð skellinöðru þessa að gera þegar viðvart. Aritunin dugði ekki Nú gerðist það, er hann kom austur fyrir Járntjald til A- Berlínar, að í ljós kom, að vega- bréfsáritun inn í Búlgaríu, veitti honum ekki leyfi til þess að fara inn í Tékkóslóvakíu og sama gilti um Ungverjaland. — Ingi R. Jóhannsson mun hafa talið, að auðvelt yrði að kippa þessu í lag, og fá mætti í snatri áritun hjá ræðismannsskrifstofum Tékka og Ungverja í A-Berlín. — Þar var ræðismannsskrifstofa fyrir Tékkóslóvakíu, en Ung- verjar höfðu þar enga slíka op- inbera skrifstofu. í ofanálag bættist það svo við, og það mun hafa ráðið úrslitum, að tékkneska ræðismannskrif- stofan upplýsti, að það myndi taka allt að hálfum mánuði að fá ferðaáritun, — leyfi til þess að Nýr þingmaður í GÆR tók sæti á Alþingi nýr þingmaður. Er það Bragi Sigur- jónsson ritstjóri á Akureyri. — Kemur hann í stað Péturs Pét- urssonar, sem tilkynnt hefur að hann muni dveljast í Ameríku 4—5 vikna tíma. Meirihluti kjör- bréfanefndar var samþykkur kjörbréfi þingmannsins, en Sjálf- stæðismenn í nefndinni sátu hjá svo og við afgreiðslu málsins í Sameinuðu þingi. Var kjörbréfið samþykkt með 27 samhljóða atkvæðum. Eggjalaka byrjuð AKRANESI, 6. maí. — Ný tekju- lind hefur Akurnesingum hlotn- azt á s.l. árum. Er það eggja- taka í Akrafjalli. Verpir þar mikið af svartbaki. Þangað fara menn til eggjatínslu, einkum í tómstundum sínum um helgar. Hafa sumir haft drjúgar tekjur af. Þeir fyrstu fóru í fjallið á þessu vori 1. maí og nokkrir fóru á laugardaginn. Sá sem hafði mestan feng var með 33 egg. — Oddur. renna í járnbrautarvagni gegnum landið. Er hér var komið, mun Ingi hafa gert sér fulla grein fyrir því, að svo gæti farið, að Sónu- mótið, forkeppnin, í Sofíu, gæti eins verið lokið áður en hann kæmist á leiðarenda! Þegar hann var kominn í strand í A-Berlín, mun hafa verið kominn 30. apríl, og átti mótið því að byrja eftir tvo daga. Hann hélt því bein- ustu leið aftur til Kaupmanna- hafnar. Þar mun hann enn hafa gert eina úrslitatilraun, en allt bar að sama brunni, og útséð var um það, að af þátttöku hans í þessu merka og mikla skákmóti gat ekki orðið. Hann hraðaði síð- an för sinni hingað heim aftur og kom um helgina. Ingi R. Jóhannsson myndi haja or<fi3 einn þriggja NorSurlanda- manna á ,,Sónumótinu‘e í Sofia. Hækkun aflaverðlauna til yfirmanna á togurum Nemur 5-40 prósent UNDANFARIÐ hafa staðið yfir samningar um kaup og kjor yfir- manna á togurum. Hafa þegar verið undirskrifaðir nýjir samningar við vélstjóra og loftskeytamenn. Ennfremur hafa skip- stjórar og 1. stýrimenn samþykkt nýja samninga en eiga eftir að undirrita þá. Loks stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá 2. stýrimönnum. Breytingar þær sem gerðar verða á kjörum yfirmanna verka aftur fyrir sig og gilda frá 1. jan. sl. Samkvæmt hinum nýju samningum hækkar orlof úr 5% í 6%. Einnig hækka afla- verðlaun og eru hækkanirnar í því fólgnar að sjómönnum eru reiknuð afiaverðlaun af Byrjað að ryðja Siglufjarðarskarð SIGLUFIRÐI, 6. maí: — Það hefur af skiljanlegum ástæðum vakið gleði hér í bænum, að stór- ar og öflugar jarðýtur lögðu upp í Siglufjarðarskarð í dag, og síð- degis var önnur komin með tönn- ina á kaf í snjóinn og byrjuð að ryðja skarðið. Er ekki mikill snjór hérna megin, en að vestan mikill. Mun það sennilega taka vikutíma að opna skarðið fyrir umferð bíla. Vegagerðin hér er óvenjusnemma á ferðinni við að ryðja Siglufjarðarskarð, því venjulegast er ekki farið að hugsa um það fyrr en í byrjun júnímánaðar. —Guðjón. Þrátt fyrir sunnan rosa á sunnudaginn, var margt manna sem brá sér niður að höfn til þess að skoða franska kafbátinn. 1 gærmorgun lét hann úr höfn og tók ljósmyndari Mbl. þessa mynd af hon- um er hann var að sigla út. hærra fiskverði en áður var. Nemur hækkunin 5—10% á nýjum fiski, en 11 tU ca. 40% á saltfiski. Hásetar fengu hækkanir á afla- verðlaunum sínum þegar samn- ingar voru gerðir 1. febr. 1956, en samningur yfirmanna er frá 15. okt. 1954. Færeyjar 2 daga - Grænlandsmið REYÐARFIRÐI, 4. maí. — Ákveðið er að togarinn Aust- firðingur fari nú á saltfiskveið- ar vestur við Grænland. Meirihluti áhafnar togarans er Færeyingar, sem verið hafa á skipinu í vetur. Þeir munu nú ekki fást áfram á skipið nema þeir fái að gista heimland sitt áð. ur en lagt verður upp í Græn- landsleiðangurinn. Þegar Aust- firðingur lætur héðan úr höfn mun hann því sigla beint til Fær- eyja og liggja þar í 2—3 daga, en halda síðan á Grænlandsmið. — Arnþór. Tvö met í Sundhöllinni SUNDMEISTARAMÓT ís. lands hófst í gærkvöldi. — Keppt var í 4 meistaragrein- um og 4 unglingagreinum. — Tvö met voru sett. Sveit ÍR setti ísl. met í 4x100 m fjór- sundi. Tími sveitarinnar var 4:52,2, en gamla metið áttt Ægir 5:01,3. Landsveitarmet var 5:01,0. — Þá setti Guð- mundur Gíslason ÍR drengja- met í 100 m skriðsundi 1:00,4, en gamla metið átti Pétiur Kristjánsson 1:02,0. — Nánar um mótið síðar. í kvöld heldur mótið áfram og verður keppni þá ekkl síð- ur skemmtileg en í gærkvöldi. Keppt verður í 8 greinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.