Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 4
4 M6RGVNBLAÐIÐ Föstudagur 10. maí 1957 í dag er 130. dagur ársins. Föstudagur 10. maí. Eidaskildagi. ÁrdegisflæSi kl. 3,18. SiðdegisflæSi kl. 12,52. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á ama stað frá kl. 18—8. Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki, sími 1618. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl, 4. Þrjú síðasttal- in apótek eru öll opin á sunnudög- um milli kl. 1 og 4. GarSs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnudög um 13—16. Sími 82006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9, er opið daglega kl. 9—19 nema á laugard. kl. 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. Sími 4759. HafnarfjarSar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helga daga kl. 13—16 og 19—21. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga frá kl. 9—19, laugar- daga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. HafnarfjörSur: — Næturlæknir er Ólafur Einarsson. Akureyri: — Næturvörður er í Stjömu-apóteki, sími 1718. Nætur- læknir er Stefán Guðnason. I.O.O.F. 1 = 1395158J/2 = Spkv. Langholtsvegi 44 og Trausti Pét- ursson, B-götu 13. Ungfrú Elín Friðbjörnsdóttir, Vopnafirði og Sigfús Stefánsson, Hofsós. Ungfrú Hrafnhildur Oddsdótt- ir frá Siglufirði og Ragnar Ágústs son frá Svalbarða, Vatnsnesi, V.- Hún. —■ IBB Skipin SkipaútgerS ríkisins: Hekla er í Reykjavík. Esja fer frá Rvík í kvöld vestur um land til ísafjarð- ar. Herðubreið er í Reykjavík. — Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gær til Breiðaf jarðar og Flateyj- ar. Þyrill er í Reykjavík. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er á K.ópaskeri. Arnarfell er í Kotka. Jökulfell fór 7. þ.m. frá Rostock áleiðis til Austfjarða- hafna, 7. þ.m. Dísarfell er í Kotka. Litlaf. er í olíuflutningum í Faxa flóa. Helgafell er í Keflavík. — Hamrafell fór 6. þ.m. frá Batum áleiðis til Reykjavíkur. Eimskipafélag Rvíkur h.f.: —— Katla fór í gærkveldi frá Reykja vík áleiðis til Finnlands. IQl Brúðkaup Ur.gfrú Erla Olgeirsdóttir og Guðmundur Finnbogason. Heimili þeirra er að Barmahlíð 10. Ungfrú Inga Huld Hákonardótt ir og Leifur Þórarinsson, tónskáld. Ungfrú Halldóra Gunnarsdóttir frá Vagnsst., og Bjarni Bjarna- son, vegaverkstjóri frá Langey á Breiðafirði. Hjónaefni Vilborg Jónsdóttir, Langholts- vegi 44 og Trausti Jóhannesson, prentnemi, Leifsgötu 28. Ungfrú Þórunn Jónsdóttir, Flugvélar Flugfélag íslands h.f.: — Milli- landaflug: Gullfaxi fer til Glas- gow og Kaupmannahafnar kl. 08,00 í dag. Væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 22,50 á morg- un. Cólfaxi fer til Kaupmannahafn ar og Hamborgar kl. 08,30 í fyrra- málið. — Innanlandsflu^: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Fagurhóls- mýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, Isafjai-ðar, Kirkju bæjarklausturs, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þingeyrar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (3 ferðir), Blönduóss, Eg- ÞjóíIIeikhúsið sýnir í kvöld franska gamanleikinn „Doktor Knock“. Aðeins þrjár sýningar eru eftir á leiknum, en hann verður sýdur í næstsíðasta sinn á sunnudagskvöldið. Leikurinn er mjög skemmti- leg ádeila á trúgirni fólks og fjallar um lækni nokkurn, sem tekst að sannfæra flesta íbúa í afskekktri sveit um að þeir séu fárveikir. Rúrik Haraldsson leikur lækninn Knock, en Bessi Bjarnason fer með hið gamansama hlutverk bumhuslagarans. Að hittast á gatnamótum gæti þessi mynd heitið. — ÖKUMENN! Gætið varúðar þegar þér nálgizt gatnamót og munið að betri er örlítil dvöl, en óralöng kvöl. Slysavamafélagið. ilsstaða, Isafjarðar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja (2 ferðir), Þórs- hafr.ar og Skógasands. Loftleiðir h.f.: Edda er væntan- leg kl. 07,00—08,00 árdegis á morgun frá New York, heldur á- fram kl. 10,00 áleiðis til Gauta- borgar, Kaupmannahafnar og Hamborgar. — Saga er væntanleg annað kvöld kl. 19,00 frá Staf- angri og Osló. Flugvélin heldur áfram kl. 20,30 áleiðis til New York. — f^lAheit&samskot Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: S. S., g. áheit krónur 200,00. Slasa<5i maðurinn, af h. Mbl.: V. H. krónur 50,00. g$3 Ymislegt I Sýnið fjölskyldu yðar og vinum | þá tillitssemi, að stunda ekki áfengisdrykkju. — Vmdæmisstúk- an. — Mænusóttar-bólusetning fyrir fullorðna i Mosfellssveit fer fram í Hlégarði, laugardaginn 11. maí kl. 3. — Orð lífsins: Lát endi á verða illsku óguðlegra, en styrk hina réttlátu, þú sem rannsakar 'hjört- un og nýrun, réttláti Guð. (Sálmur 7, 10.). Skaftfellingafélagið í Revkjavík heldur sína síðustu spila- og dans- skemmtun á þessu vori, í Skáta- heimilinu á morgun, laugardag, og hefst hún kl. 20,30. Skaftfellingar sem staddir eru í bænum um þess- ar mundir eru velkomnir á skemmtunina. Félag húsasmíðanenia og Iðn- nemasamband stúlkna halda árs- hátíð í Silfurtunglinu í kvöld, og hefst hún kl. 9,30. Félag Suðurnesjamanna: Loka- dagsfagnaður í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 16. þ.m. kl. 20 síðd. Franska málverkasýningin opin daglega kl. 2—10. Hafnfirðingar: — Síðasti dagur mæniveikibólusetningarinnar í dag í barnaskólanum kl. 5—7. Tvær helgarferðir: Ferðaskrif- stofa Páls Arasonar efnir til 2ja helgarferða. Kl. 2 á laugardag verður farið austur undir Eyja- fjöll og verður gengið á jökulinn. Kl. 9,30 á sunnudagsmorguninn verður farið suður um Reykjanes- skaga og komið til baka um kvöldið. Farið verður frá Ferða- skrifstofu Páls Arasonar, Hafnar stræti 8. Sími 7641, á fyrrnefnd- um tímum. Læknar fjarverandi Bjami Jónsson, óákveðinn tíma Staðgengill: Stefán Björnsson. Ezra Pétursson óákveðinn tíma Staðgengill: Jón Hjaltalín Gunn laugsson. Hjalti Þórarinsson fjarverandi FERDINAIMD Gefst aldrei upp óákveðinn tíma. — Staðgengill: Alma Þórarinsson. Kristján Sveinsson fjarverandi til 8.maL Staðgengill: Sveinn Pét- ursson. Garðar Guðjónsson fjarverandi frá 1. apríl, um óákveðinn tíma. — Staðgengill: Jón H. Gunnlaugsson Söfn Listasafn Finars Jónssonar er opið sunnudaga og miðvikudaga, frá kl. 1,30—3,30. Náttúrgripasafnið: Opið á sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju dögum og fimmtudögum kl. 14— 15. Listasafn ríkisins er til húsa I Þj óðminj asafninu. Þj óðminj asafn ið: Opið á sur’iudögum kl. 13—16 og á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13—15. BæjarbókasafniS. — Lesstofan er opin kl. 10—12 og 1—10 virka daga, nema laugardaga kl. 10—12 og 1—4. Útlánsdeildin er opin virka daga kl. 2—10, nema laug- ardaga kl. 1—4. Lokað á sunnud. yfir sumarmánuðína. Útibúið Hofs vallagötu 16. opið vinka daga nema laugard. kl. 6—7. Útibúið Efstasundi 26: opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5,30 —7.30, Útibúið Hólmgarði 34: opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5—7. Hvað kostar undir bréfin? Hvnð kostnr undir bréfin? Innanbæjar .......... 1,50 Út á land .......... 1,75 Evröpa — Flugpóstur: Danmörk............. 2,55 Noregur ............. 2,55 Svíþjóð ............. 2,55 Finnland ............ 3,00 Þýzkaland............ 3,00 Bretland ............ 2,45 Frakkland ........... 3,00 írland .............. 2,65 ítalfa .............. 3,25 Luxemburg............ 3,00 Malta ............... 3,25 Holland ............. 3,00 Pólland.............. 3,25 Portúgal ............ 3,50 Rúmenía ............. 3,25 Sviss................ 3,00 Tyrkland............. 3,50 Vatikan.............. 3,25 Rússland............. 3,25 Belg-fa.............. 3,00 Búlgaría ............ 3,25 Júgóslavía .......... 3,25 Tékkóslóvakía ....... 3,00 Albanía ............. 3,25 Spánn................ 3,25 Bnndarfkin — Flug’póstur: 1---5 g:r. 2,45 5—10 gr. 3,15 10—15 gr. 3,85 15—20 gr. 4,55 Aanada — Flugpóstur: 1---5 gr. 2,55 5—10 gr. 3,35 10—15 gr. 4,15 15—20 gr. 4,95 Axía t Flug-póstur, 1—5 gr.: Japan . 3,80 Hong Kong . 3,60 Afríka: Fgfyptaland . 2,45 ísrael . 2,50 Arabía Leitnð nð sprengja LONDON, 7. maí: — Stærsta ag glæsilegasta farþegaskip ísraela Theodor Herzl, kom í morgun til Liundúna. Skipið var smíðað i Hamborg og er hluti af skaða- bótagreiðslum Þjóðverja til Gyð- inga. Það er 10 þúsund smálestir og tekur 550 farþega. Skipið er á jómfrúsiglingu og kemur næst til hafnar í Marseille í Suður- Frakklandi og því næst í Haifa. Þegar Theodor Herzl sigldi ina í Lundúnadokkir barst Lundúna- lögreglunni aðvörun nm ag sprengja væri falin í skipinu. _ í allan dag var lögreglan að lelta að sprenjunni, en fann hana ekkl. —Reuter. Alhtiba Verkfrcebiþjónusta TRAUS TYf Skóla vör'&usf ig 3Ö S/ m i 8 26 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.