Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 6
6 MORGTJNBLAÐIÐ FSstudagur 10. maí 1957 Ósamkomuiag meðal veldur stjórnarkreppu STJÓRNAEKREPPA er nú á Ítalíu, því að á mánudaginn sagði Giuseppe Saragat, foringi sósíaldemókrata sig úr stjórn- inni. Sá Antonio Segni, forsætis- ráðherra, þá ekki annað ráð en að leggja lausnarbeiðni sína fyr- ir Gronchi forseta. Er nú mikil óvissa um stjórnarmyndun, því að ekki virðist hægt að fá sam- starfshæfan meirihluta á þingi. ★ Stjórn Segnis hefur setið við völd í nærri tvö ár, eða frá því í júlí 1955. Segni er í vinstra armi Kristilega lýðræðisflokks- ins og tók hann þá við stjórnar- forustu af Mario Scelba, sem er í hægra armi sama flokks. Þá var mikið um það rætt að hinn vinstrisinnaði Sósíalistaflokkur Nennis yrði aðili að nýrri stjórn og bauð Segni honum samstarf, ef hann vildi slíta samvinnu við kommúnista. En Nenni hafnaði því skilyrði. Stjórnin var því mynduð með stuðningi hinna fjögurra mið- flokka (quadripartito), Kristi- lega flokksins, Frjálslynda flokks ins, Lýðveldisflokksins og Sósíal- demokrataflokksins. Störf henn- ar hafa einkum einkennzt af því, að meiri áherzla hefir verið lögð á það en nokkru sinni áður að bæta kjör hinna fátæku leiguliða á S-Ítalíu, Sikiley og Sardiníu. Enda er Segni forsætisfáðherra, Sardiníumaður og hefur um langt árabil verið fremsti bar- áttumaður fyrir bættum kjörum bænda. Virðist árangur stjórnar- stefnunnar vera góður og mun Segni hafa vonað að stjórn hans fengi að sitja föst í sessi og vinna að þessum málum, þar til kosn- ingar eiga að fara fram næsta sumar. ¥ Ástæðurnar til falls stjóm- arinnar eru margvíslegar, en helztar eru: 1) Óróinn í Sósíalistaflokknum og löngun hans til að nota nú tækifærið og taka við hinu hrynj andi fylgi kommúnista og 2) gagnrýnin á stefnu Martinos ráðherra í utanríkismálum, eink- um Súez-málinu. RÆTT UM SAMEININGU SÓSÍALISTA Á Ífklíu hafa verið starfandi tveir flokkar sósíalista, sem venjulega hafa verið kenndir við foringja þeirra, hinir hægri sinn- uðu, sem nefndir háfa verið Saragat-sósíalistar eða sósíal- demókratar, og hinir vinstri sinnuðu, sem nefndir hafa verið Nenni-sósíalistar. Margir í hópi ítalskra sósíal- ista hafa álitið það mikla dreif- ingu á kröftum, að fylgismenn þessarar stefnu skiptust svo í tvo hópa. Hefur oft verið rætt um sameiningu, en hún jafnan strand að á viðhorfinu til kommúnista. Var svo komið um tíma (1950), að Nenni lýsti yfir fullkomnu samstarfi við kommúnista. Slógu þeir algerlega saman reitum sín- um í sveitastjórnarkosningum og, í verkalýðsfélögum. Auk þess er" enginn vafi á því, að stór hópur hreinræktaðra línu-kommúnista gengu í Nenni-flokkinn, til að tryggja völd sín þar. Er það hinn svonefndi Pajetta-armur. Saragat-sósíalistarnir hafa lýst þvx yfir, að meðan Nenni starfar með kommúnistum sé sameining flokkarma útilokuð. FYLGISHRUN KOMMÚNISTA En á síðasta ári gerðust þeir atburðir, sem hafa fjarlægt Nenni kommúnistum. Fyrst var það ræða Krúsjeffs á 20. flokks- þinginu, sem olli því að Nenni fordæmdi afskipti Moskvu-valds- ins af ítölskum stjórnmálum. En fyrst flóði þó út af, þegar Rússar bældu ungverksu frelsisbarátt- una niður með vopnavaldi. Þeir ægilegu atburðir höfðu mikil áhrif á Ítalíu. Þeir höfðu einnig mikil persóhuleg áhrif á Nenni, sem á nýjársdag endursendi Rúss um heiðursskjal um Stalinverð- laun og gaf verðlauna-fjárhæð- ina til hjálpar bágstöddum. Nú virtist sem helzta þröskuldi væri rutt úr vegi fyrir samein- ingu sósíalistaflokksins. Nenni var reiðubúinn til að afneita öllu samstafi við kommúnista. En á flokksþingi vinstri-sósíalistanna í marz sl. sást hver tök kommún- istar höfðu enn í flokksstjórn- inni. Þá skeði sá atburður, að vinir kommúnista í flokknum sviptu Nenni meirihlutavaldi í miðstjórninni. Eftir það voru hiri Matteotti girnist hið flýjandf fylgi kommúnista. um sósíalistaflokknum ekki gerð nein sérstök tilboð um samein. ingu. DEILA SARAGATS OG MATTEOTTIS í Saragat-sósíalistaflokknum hafa einnig verið væringar út af þessu sameiningarmáli. Saragat hefur enn sem fyrr gert það að sósíalista á Ítalíu algeru skilyrði fyrir sameiningu, að Nenni-sósíalistar slíti öllu samneyti við kommúnista og virt ist málið þar með komið í strand. En önnur öfl í flokknum, eink um undir forustu Matteotti, hafa bent á að sérstakt ástand geri nú nauðsynlegt að slaka nokkuð á þeim kröfum. Það sem Matteotti leggur áherzlu á, er <sð kommúnistar hafa tapað geysimiklu fylgi vegna atburðanna í Ungverjalandi. Er áli:,ið að fylgishrun þeirra nemi 20—30%. Nú segir Matteotti, að brýn nauðsyn sé, að sósialistaflokk arnir sameinist til þess að taka við hinu hrunda fylgi kommúnista. Þetta hefúr hann talið að gæti ekki beðið, vegna þess að kommúnistar séu nú að endurskipuleggja lið sitt og síðasta hálfan mánuð hafa þeir efnt til stórfelldari áróð- Saragat að lesa flokksblað sitt Paese Sera. urssóknar en nokkru sinni fyrr, til að vinna tapað fylgi. Matteotti hefir verið ritari hægri-Jafnaðarmannaflokksins, en til að leggja áherzlu á það, hve baráttan um hina frásnúnu kommúnista er brýn, sagði hann fyrir nokkrum dögum af sér rit- arastarfinu. Er nú allt sem bend- ir til þess að meirihluti flokks- stjórnarinnar hafi þá gengið í lið með Matteotti og Saragat hafi þar af leiðandi verið knúinn til að segja sig úr ríkisstjórn. UTANRÍKISSTEFNA MARTINOS Önnur ástæða fyrir stjórnarslit unum er vafalaust óánægja ým- issa í Kristilega lýðræðisflokkn- um með utanrríkisstefnu Martin- os utanríkisráðherra, sem er einn foringi Frjálslynda flokksins. Hann hefur fylgt Bretum og Frökkum að málum í Súez-deil- unni, en fjölmargir ftalir eru þeirrar skoðunar, að stefna Bandaríkjanna í Súez-málinu hafi verið skynsamlegri. Óvíst er, hvernig til tekst me3 stjórnarmyndun. Talað er um að Kristilegi flokkurinn myndi minnihlutastjórn, sem verði við völd fram til kosninga. En má- ske verður kosningum flýtt, enda mun það vera ósk Saragat-sósíal- istanna. Þ. Th. StóreigiMskœtturmn eugin roun- hæf luusn á því vundumáii, sem honum er ætlað uð leysa ÞEIR Ólafur Björnsson og Jóhann Hafstein, sem eru í minnihluta fjárhagsnefndar Neðri deildar í umræðum um frv. til laga um stóreignir skiluðu við 2. umr. málsins svofelldu nefndaráliti. „Megintilgangur frv. þess, er hér liggur fyrir, er sá að afla fjár til veðdeildar Búnaðarbanka fslands og Byggingarsjóðs ríkis- ins. Okkur er fyllilega ljós nauð- syn þess, að þessum stofnunum sé útvegað aukið fjármagn, en hins vegar lítum við svo á, að skattaálagning sú, sem gert er ráð fyrir í frv., muni skapa svo alvarleg vandamál í atvinnulífi landsmanna, að óaðgengilegt sé með öllu að fallast á hana í þeirri mynd, sem hún nú liggur fyrir. Það er alkunna, að mestallur atvinnurekstur landsmanna á nú við mjög mikinn skort rekstrar- fjár að etja. Er sýnilegt, að rekstrarfjárskorturinn hlýtur að fara vaxandi í næstu framtíð, shrifar úr daglega lífinu Iviðtali sem birtist hér í blað- inu fyrir nokkru við Örn Johnson leggur hann á það mikla áherzlu hve nauðsynlegt sé að reisa fulkomin hótel hér á landi Segir hann að byggja verði ofan á þann grundvöll sem þegar er fenginn. Gott sé og mikilvægt að fá mikinn og fullkominn flug- vélakost inn í landið, en hitt sé líka bráðnauðsynlegt, að geta vel og veglega á móti ferðamönn- um tekið. Hví er ekki átakið . gert? HÉR talar reyndur ferðamála- maður sem hefir það að lífsstarfi sínu að sjá hag ferða- manna sem bezt borgið. Hann grípur hér á hinu mikla vanda- máli að hér eru allt of fá hótel, gistirúm litlu færri en var fyrir nær þremur tugum ára þegar Hótel Borg var byggð. ísland hefir alveg heltzt úr lestinni. Aðrar þjóðir hafa reist hvert skýskafahóitelið á fætur öðru. Við höfum ekkert gert. Flug- félög okkar, skipafélög, veitinga- hús eiga afkomu sína að miklu leyti undir erlendum ferða- mönnum. Hér starfa opinberar ferðamálanefndir og æ bætast nýjar ferðaskrifstofur í hópinn, — en aðalatriðið er vanrækt. fsland verður aldrei ferðamanna- land nema hér séu til gististaðir fyrir ferðamennina, Ferðamála- félag fslands mun hafa undan- farið átt viðræður við samgöngu- málaráðuneytið um hótelbygg- ingarmál, en svipaðar viðræður hafa reyndar staðið árum sam- an. Nú starfa hér í landinu mjög fjársterk félög, svo sem skipa- félögin og fltxgfélögin, auk veit- ingahúsanna, sem ekki yrði skotaskuld úr því að reisa í sameiningu stórt, nýtízku hótel. En einhves staðar stendur allt fast. Leyfin vantar. Og þó kostar eitt hótel og full- komið mun minna í erlendum gjaldeyri en einn einasti togari. En á meðan fregna erlendir menn með fullar pyngjur fjár, að hér séu gistirúm lélegri en í nokkru öðru landi. Þeir fara heldur til Norður-Noregs, og Norðmenn verða stórum ríkari af gjaldeyristekjum, meðan fram- hjá íslandi er gengið. Tilbreyting á sumri. NÚ hefir fegurðarsamkeppnin verið auglýst í júní. Vel er, að forráðamenn hennar hafa komið í veg fyrir þá lönguvit- leysu, sem í þeim málum ríkti í fyrra, að kjósa tvær fegurðar- drottningar, með þeim afleið- ingum að enginn vissi raunveru- lega hvor þeirra var fegurðar- drottning íslands. Nú er sett undir þann leka. Þeir félagarnir, sem að fegurðar- samkeppninni standa, eru ötulir menn og smekkmenn góðir. Mönnum er nú að verða Ijóst, að fegurðarsamkeppninni er ekkert kjánafyrirbrigði, sem aðeins ber að hlæja að, og hafa í flimting- um, heldur kærkominn atburð- ur og dægrastytting á nýbyrjuðu sumri. Fallegar stúlkur vekja ávallt athygli, og í sjálfu sér er hvorki óskynsamlegra eða ó- viðurkvæmilegra að efna til keppni meðal, þeirra sem raun- ar er aðallega sýning, en t.d. í íþróttum. Fyrstu árin átti fegurðar- samkeppnin erfitt uppdráttar, og við borð lá að stúlkur fengjust ekki til þess að taka þátt í henni, þrátt fyrir það, að um áratugi hafa slíkar keppnir tíðkazt með öðrum þjóðum. Nú er fegurðarsamkeppnin aftur á móti orðin vinsæl og viðurkennd hér á landi, og stúlkurnar taka hana sem sjálfsagðan hlut, sem sjá má m.a. af þvi að 6 hafa þegar rætt við forráðamennina um væntanlega þátttöku. Merk kona. UNDANFARIÐ hafa blöð og og útvarp skýrt frá heim- sókn einnar merkustu konu ver- aldar hingað til lands. Það er Helen Keller. Um hana hefir svo verið komizt að orði að hún væri sjólf raunverulegt krafta- verk. Líf hennar og barátta hefir verið svo hetjulegt að með eindæmum er. Hún er sígilt dæmi um það hvernig trú, von og hugrekki, ásamt fádæma viljastyrk, getur gert það ómögu- lega mögulegt. Hún er dæmið um sigur sálarinnar. í kvöld flytur þessi merka kona erindi í Hóskólanum um ævi sína og starf. Vafalaust geta þeir sem að málum blindra móllausra vinna eða eru aðstand- endur þeirra, sótt uppörvun og hughreystingu í orð þessarar nær áttræðu konu. enda þótt ekki yrSi um nelna nýja skattaálagningu að ræða af því tagi, sem frv. gerir ráð fyrir. Veldur því fyrirsjáanleg hækkun framleiðslukostnaðar, svo sem kaupgjalds, auk þess sem bank- arnir eiga í vaxandi mæli við örðugleika að etja að því er snertir fullnægingu eftirspurn- ar atvinnurekstrarins eftir rekstr arfé, þar sem sparifjármyndun hefur farið minnkandi. Ef það á að bætast við þá stórfelldu örðugleika, sem atvinnuvegirnir eiga nú við að stríða um öflun rekstrarfjár, að þeim sé gert að greiða 8 millj. kr. árlega í af- borgun af stóreignaskatti auk vaxta, er sýnt, að fjöldi fyrir- tækja hlýtur að öllu óbreyttu að komast í greiðsluþrot, og fer ekki hjá því, að þær truflanir, sem af því hlyti að leiða í atvinnurekstr- inum, hafa í för með sér tilfinn- anlegan atvinnumissi fyrir það fólk, er hjá fyrirtækjum þeim starfar, er harðast verða úti af völdum skattsins. Engin grein er fyrir því gerð í frv., hvernig þetta vandamál eigi að leysa, og vekur það furðu okkar, því að með ólíkindum má -telja, að ríkisstjórninni sé það ekki ljóst. Vandkvæði þau, sem á því eru að útvega fjármagn til íbúðar- húsabygginga í sveitum og við sjávarsíðuna og til veðdeildar Búnaðarbankans, eru aðeins eirm þáttur þess fjármagnsskorts, sem þjóðin á nú við að etja og öðru fremur á rót sína að rekja til þeirOr minnkunar sparifjár- myndunar, sem átt hefur sér stað, síðan nýrri verðbólguöldu var ýtt af stað með verkföllunum vorið 1955. Að okkar áliti er sú leið eins vænleg til þess að leysa þetta vandamál, að komið verði á því jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar, að frjáls sparifjár- myndun vaxi svo, að hún verði eigi minni en á árunum 1953—54. Hitt er að okkar áliti síður en svo lausn á þessu máli, þótt lagð- ur sé skattur á eignir, sem nær eingöngu eru bundnar í atvinnu- rekstri. Með tilliti til rekstrar- fjárskorts atvinnuveganna hlýt- ur sú leið aðeins að skapa ný vandamál, sem stjórnarvöld landsins verða með einhverju móti að finna lausn á, ef forða á stórfelldu atvinnutjóni fyrir fjölda launafólks. Lánsfjárvanda- Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.