Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. maí 1957 MORCUNBT 4Ð1E 9 og gerði við þser athugasemdir á spássíu.. Hann hugði líka snemma að fornum ættum ís- lenzkum og þegar hann settist í norrænudeild Háskólans hafði hann þannig aflað sér sögulegrar þekkingar, sem vafalaust hefur verið langt fram yfir það, sem almennt gerist. Sú saga er sögð að í einhverri af fyrstu kennslu- stundum, sem Jón sótti til Árna Pálssonar prófessors hafi hann svarað spurningu Árna á þann veg að prófessornum þótt svarið bera vott um óvenjulega þekk- ingu. Er sagt að próf. Árni hafi þá lyft gleraugunum upp á ennið, horft á nemandann og spurt með þeirri áherzlu sem honum var lagin: „Hvaðan eruð þér“7 Náms og lærdómsframi Jóns varð mikill, en það er nánar rakið hér af öðrum. Hann varð snemma sjór af þekkingu um allt sem laut að sögu og ættfræði íslendinga. Þar var auðvitað ekki um neinn samtíning að ræða, heldur grundaða þekk- ingu , sem veitti honum heildar- sýn yfir það sögusvið, sem hann fékkst fyrst og fremst við. Kom þetta ljóslega fram í því bindi, eem komið er út af íslendinga sögu hans og vonandi hefur hon- um enzt aldur til að ganga svo frá síðara bindinu, sem nær yfir þær aldir, sem taldar eru myrk- astar í sögu okkar, að sú bók geti komið út, eins og ætlað var. Mrm söguritun hans, þegar allt er komið fram, lengi halda nafni hans á lofti og á hann fyrir það skilið alþjóðarþakkir. Þekking Jóns hlaut að verða mikil og heilsteypt, því skap- gerð hans miðaði öll til þess. Hann var maður rólegrar yfir- vegunar, jafnlyndur og gæfur. Aldrei varð vart yfirlætis í framkomu hans og láta þó margir mikið, sem minni hafa efni til slíks. En yfirlæti og lærdómshroki var Jóni víðs- fjarri. Hann var einnig heill og hreinskiptinn við alla menn. Til hans mun enginn hafa vitað óhreint orð né verk. Gildi þess sem Jón ritaði, er ekki eingöngu ávöxtur samansafnaðs fróðleiks eða lærdóms heldur bera rit hans svip af mannkostum hans heilli og hreinni skapgerð, trú- mennsku hans og trygglyndi. Það mun vera samdóma álit þeirra, sem bezt þekkja til, að skarð það, sem nú er orðið við dauða Jóns prófessors verði vart fyllt. íslenzk fræði hafa þar misst mikið. Þótt hann hafi miklu afkastað á tiltölulega skammri ævi ,var þó það, sem bjó í huga hans enn meira. Fyrir nokkrum árum fékk Jón heilablæðingu og var þungt haldinn um skeið. Lét hann þá í Ijós við þann, sem þetta ritar, að nokkra áhyggju hefði hann af að geta ekki lokið íslendinga gögu sinni, en hann hafði þá aðeins gert að henni nokkur drög. Þótt Jón væri fáorður um þetta, svo æðrulaus maður, sem hann var, mátti þó marka af orðum hans að hann óskaði þess innilega að mega vinna þetta verk. Honum gáfust aðeins örfá ár við sæmilega heilsu en það nægði honum til að þoka því lengra áleiðis, sem hann hafði mestan hug á. Fyrir þessi stundargrið má þakka, en sjáanlegt mun hafa verið, að Jóni var ekki ætlað langlifi. Við lát Jóns Jóhannessonar syrgja ekki aðeins fjölskylda hans, venzlamenn og vinir, heldur sakna hans allir, sem þekktu hann nokkuð og auk þess allir þeir mörgu landsmenn, sem þekktu til verka hans og skildu hvílíkt gildi þau höfðu. íslenzka þjóðin öll má syrgja Jón Jóhann- esson, því hann var í sannleika „góður sonur“. Einar Ásmundsson KVEÐJA FRÁ NEMANDA. ÞEGAR við gengum út frá síðasta fyrirlestri prófessors Jóns Jóhannessonar fyrir páska- leyfið í vor, vonuðu sum okkar að vísu, að þetta yrði í seinasta sinnið, sem við sætum þar og hlýddum kennslu. Þeir, sem ætla í lokapróf, kveðja með þeirri von að þurfa ekkí að koma á ný. En engan mun hafa grunað, að þetta yrði síðasta kennslustund þessa snjalla kennara og hinzta sinn, sem við litum hann í lifanda lífi. Þá hefðum við reynt að kveðja hann betur, að minnsta kosti leitazt við að láta eitthvert þakklæti í ljós fyrir þær mörgu ánægjustundir, sem við höfðum notið undir leiðsögn hans, og þekkingu þá sem hann haföi miðlað og viljað að við tileink- uðum okkur. En „skjótt hefur sól brugðið sumri“. Hversu sem um annað fer þá ei eitt víst: Nemendur heimspekideildar Háskóla Is- lands munu ekki lengur njóta handleiðslu þessa mæta vísinda- manns. Maður kemur í manns stað, en það vita þeir bezt, sem gerst þekkja til, að skarð hans sem kennara mun vandfyllt, og íslenzk vísindi hafa við fráfall hans beðið það tjón sem aldrei mun verða bætt. Sá sem þessi fátæklegu kveðju orð ritar ætlar sér ekki þá dul, að greina hér frá ævi og starfs- ferli próf. Jóns Jóhannessonar. Það munu aðrir gera sem betur vita. Kynni okkar urðu heldur ekki slík; lítt meiri en verður milli kennara og nemanda fá misseri. En það þurfti ekki löng kynni til að sjá að þarna var afburðamaður, sem hélt um tauma. Samfara geysiþekkingu, sem grundvölluð var á víðtæk- um rannsóknum, var ljós frá- sagnargáfa, óskeikulleiki að greina hismi frá kjarna og ófrá- víkjanleg krafa hins sanna vís- indamanns, að leita sannleikans — og hans eins. Þegar við þetta bættist einlæg umhyggja fyrir framförum og velferÖ nemend- anna, umburðarlyndi gagnvart mistökum þeirra og þolinmæði að leiða þá á rétta braut, gat ekki hjá þvi farið, að djúp virð- ing og ást á honum héldust í hendur. Þökk sé þér, þér vinur, velgjörari, skjöldur skóla vors, Megi þessi orð listaskáldsins verða hin hinzta kveðja. E. -T. S. Kvetfja frá vini. Hugsjóna hallar garði herrans er voldugt kall, fallinn er fyr en varði fræðimaðurinn snjall. Húnvetnings ættar andi átti þar traustan hlyn, okkar ágæta landi til auðnu sem geisla skin. Sá hafði af sögu spjöldum sundur greint einna mest, allt sem á fyrri öldum Islandi reyndist bezt. Þeir sem að hugann þreyta og þræðina rekja bezt, aftur í aldir leita, að öllu sem ritað sést. Ættir og áhrif rekja frá upphafi að seinni tíð, löngum til lífsins vekja ljósin úr huldu hríð. Þannig var þrotlaus vinna þessa ágæta manns, sínum hugsjónum sinna sífellt var löngun hans. Heimilis hyllti vígið háleitust fræða ró, ferlega feigðar skýið fyrir sólina dró. Hugsjónir hafa þenna heiðursmann lagt í val, en fráleitt mun aftur fenna í förin, það muna skal. Bfennivinsgleðin í Moskvn Vinina átti víða, virðingin komst á flug, minningar mætar prýða myndina í þjóðar hug. Þakka ég þessum vini þýðlyndi og drengskaps mál, kvæði í kveðju skyni kýs nú að birta sál. Syrgjandi sæmdar kvinnu samúðin vefur nú, huggun í vona vinnu veitir þó aðeins trú. Augunum innri ljóma endurfundanna ljós, ofan við efans dóma upprisu blikar rós. Jón Pálmason. Hæita senn mHm HAFNARFIRÐI — Bátarnir eru nú um það bil að hætta veiðúm, enda hefir verið treg veiði undanfarið. — Togararnir hafa fiskað frekar illa siðustu vikurn- ar, en þeir hafa flestir veitt í ís og aflinn verið verkaður hér, ýmist í frystihúsum eða farið til herzlu. — Röðull kom af veiðum um hádegisbilið á miðvikudag og mun vera með um 35 tonn af saltfiski og líklegast 190 tonn af ýsu. Hann fer sennilega aftur á veiðar í dag. Surprise kemur af veiðum um hádegisbil- ið í dag með góðan afla. — G. E. Róbert slær öll mel NEW YORK. — Robert litli Strom, undrabarnið, sem getið hefur sér mikla frægð fyrir frá- bæra frammistöðu í sjónvarps- spurningaþættinum „64 þús. dala spurningin" hefur nú slegið öll fyrri met. Áður hafði hann unnið 128 þús. dali, en á þriðjudags- kvöldið kom hann enn fram í spurningaþætti og stóð sig mjög vel. Jók hann því við fyrri vinn- ingsupphæð — og er nú kominn upp í 160 þús. dali. Mun hann enn halda áfram, en hámarks- vinningsupphæðin er 256 þús. dalir. HINIR háttsettu valdhafar í Kreml hafa stöðugt verið í al- þjóðamálum hin furðulegustu spurningamerki: Á hverju byggja þeir? Hvert er markmið þeirra? Hver er sammála hverjum? Hverjar eru hugsjónir þeirra? Þá sjaldan, er þessir háu herr- ar tala opinskátt, eru þeir mjög undir áhrifum hinna sterku drykkja. Til dæmis er Krúsjeff, framkvæmdastjóri, víðfrægur orðinn sem hetja í að drekka og byrla áfenga drykki, hvort sem vökvinn heitir vodka eða eitthvað annað. Brennivínsveizl- ur kommúnista við móttökur í sendiráðunum í Moskvu kynna byltingarhugsjón þeirra á mjög kynlegan hátt. Langt verður að seilast aftur í tímann til þess að finna hlið- stæðu brennivínsgleðinnar í mót- tökuveizlunni í kínverska sendi- ráðinu í Moskvu, sem haldin var Chou-En-Lai, forsætis- og utan- ríkisráðherra Kína. Frásögn AFP gat þess, að uppspretta fagnað- arins mundi hafa verið sú, hve austurlanda brennivínið var þar óspart veitt. í ræðu sinni minntist Krúsjeff framkvæmdastjóri á Stalin — og kunnugt er mönnum um, að það hefur hann áður gert. Það var einmitt hann, er bar fram hið gífurlega klögumál á hendur þessum guði og ákærði hann fyr- ir rangláta valdbeitingu, ofsókn- ir og tilbúna málsókn á hendur saklausum mönnum, manndýrk- un og annað verra, svo að öll veröld kommúnista skalf og nötr- aði á undirstöðum sínum, já, og nötrar enn í ýmsum löndum. — Hvað var það þá, sem Krúsjeff sagði að þessu sinni? Jú, hann sagði, að í stéttabaráttunni væri Stalin kommúnistum sönn fyrir- mynd. Ég geri engan mun á stalinisma og kommúnisma, sagði framkvæmdastjórinn. Þá hróp- aði Kaganovitsj bravó. Krúsjeff lét skála til heiðurs kínversk- um kommúnistum, og sagði: „Þeim, sem eru ekki einhuga í þessu, ber þó að láta sem þeir séu það, ella verða þeir krafðir reikningsskapar í eilífðinni, þar sem okkur verður öllum stefnt saman að síðustu". Hér við bætti framkvæmdastjórinn þeirri ósk, að Guð gæfi sérhverjum komm- únista að heyja baráttuna eins og Stalin. Á að leggja trúnað á slíka ræðu? Á að líta á hana sem veigamikla, pólitíska yfirlýsingu eða fánýtt ölvunarbull. ölvaðir menn opinbera oft innstu hugs- anir sínar. Fornt kjarnyrði seg- ir, að börn og ölvaðir menn segi helzt sannleikann. Ö1 er innri maður. Sé írnnt að taka nokkurt mark á því, sem Krúsjeff segir nú, þá verður að líta svo á, að hann keppist nú við að reisa að nýju það goðalíkan, er hann með hinni mestu áfergju braut niður fyrir skömmu. Sé það satt, er Krúsjeff hefur áður sagt um Stalin, að hann hafi eflt mann- dýrkun, látið taka saklaust fólk af lífi og höfða ranglega málsókn gegn mönnum o. s. frv., þá höf- um við nú fengið að vita, hvernig fyrirmyndar-kommúnista ber að hegða sér, og hvað er hið ákjós- anlega fordæmi, er vera skal keppikefli sem flestra. Orð hans, um samfundi í eilífð- inni, geta ekki skilizt á annan veg en að hann trúi á annað líf, þar sem maður verði leiddur fram fyrir einhvers konar sósíalistisk- an alþýðudómstól. Liggur þá nærri að álykta, að Stalin og Krúsjeff verði þar dómarar. Brennivínið hefur truflandi áhrif á hugsanir allra manna, hvort sem þeir heita Jeppi eða Krúsjeff. Hitt verður vissulega ekki auðveldlega séð, hvort brennivínið á einnig eftir >8 valda sveiflum á sviði stjórn- málanna. BEZT AÐ AUGLtSA t MORGUmLAÐtm Tveggjn viknu nómskeið í ðllnm gteinum frjnlsra íþréttn Ármann J. Lárusson. >• ÍÞRÓTTAFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að gangast fyrir tveggja vikna námskeiði í frjáls- um íþróttum, sem hefst mánu- daginn 20. maí nk. Fer kennsla fram daglega kl. 5,30—6,30 á í- þróttavellinum á Melunum. — í hvert sinn verða teknar fyrir þrjár greinar, eitt hlaup, stökk og kast. Þátttakendum verður skipt niður í þrjá flokka og fær hver þátttakandi einhverja tilsögn í öllum greinum frjálsra íþrótta. Yfirumsjón með námskeiðinu hefur Guðmundur Þórarinsson íþróttakennari, en kennarar verða hinir ýmsu afreksmenn fé- lagsins hver í sinni grein, Guð- mundur Vilhjálmsson og Örn Clausen verða leiðbeinendur 1 spretthlaupi og grindahlaupi, Kristján Jóhannsson, Karl Hólm og Daníel Halldórsson í lengri hlaupum, Vilhjálmur Einarsson og Helgi Björnsson í stökkum, Valbjörn Þorláksson og Heiðar Georgsson í stangarstökki, Jóel Sigurðsson, Skúli Thorarensen, Björgvin Hólm og Gylfi Gunn- arsson í köstum. Báða laugardagana, sem nám- skeiðið stendur, verður íþrótta- mót, en því lýkur sunnudagina 2. júní með kvikmyndasýningu og verðlaunaafhendingu. Engin aldurstakmörk eru sett, en þátttakendur verða að inn- rita sig fyrir 18. þ. m. Þátttöku- gjald er 10 kr. Hörður Ólafsson lögm. undirréttur og hæstiréttur Löggiltur dómtúlkur og skjalþýðandi í ensku. — Smiðjustíg 4. SírnJ 80332 og 7673. Ísiandsglíman í kvöld í KVÖLD fer fram að Hál- logalandi Íslandsglíman 1957. — Keppnin hefst kl. 8,30. Ef að líkum lætur verð þarna um tvísýna keppni ræða. Nú mætast þeir Ármai Skráðir keppendur eru nú 16 og Trausti í fyrsta sinn síðan talsins, og meðal þeirra má nefna Ármann J. Lárusson, beltishafa, Trausta Ólafsson, skjaldarhafa, Kristján H. Lárus- son og Karl Stefánsson. — Af skráðum keppendum eru 12 frá UMFR og 4 frá Ármanni. Trausti lagði Ármann í Skjaldar- glímunni í vetur, sem frægt varð. Víst má telja að Trausti hyggi aftur á sigur, en Ármann verður ekki auðveldlega að velli lagður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.