Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.05.1957, Blaðsíða 19
Föstudagur 10. maí 1957 MGXGTJ1V SL'ABIÐ 19 Dæmi nm stnrlsliætii Alþingis í GÆR var í Neðri deild til annarrar umræðu frumvarp um iðnfræðslu. Talaði Emil Jónsson fyrir frumvarpinu og kvað nefnd ina hafa orðið sammála um að mæla með því. Einn nefndar- manna Bjarni Benediktsson hefði verið fjarverandi fundi nefndar- innar. Bjarni Benediktsson kvaðst vera sammála meðnefndarmönn- um sínum um afgreiðslu málsins. Bétt væri hjá framsögumanni að hann hefði ekki verið viðstadd- ur fundinn. Kvaðst hann vilja gera grein fyrir fjarveru sinni FÁGÆTAR BÆKUR Bækurnar eru flestar gamlar og allt frá 1696, og er það fimmta útgáfa Passíusálmanna, sem er mjög vel með farin. Þá má nefna meðal lítt fáanlegra bóka frum- útgáfu af kvæðum Bjarna Thor- arensen, Bréf til Láru, eftir f>ór- berg Þórðarson, óuppúrskorið eintak, Skanderbergsrímur séra Hannesar á Kíp, Ferðabók Þor- valdar Thoroddsen, sem aðeins er til í frumútgáfu, frumútgáfu Blöndalsorðabókar, Kvæði og nokkrar greinir um skáldskap eftir Benedikt Gröndal, sem gef- in er út í Kaupmannahöfn 1853. Er það mjög fágæt bók. 90 NÚMER Alls eru 90 númer á uppboðinu og er þar að finna hinar ágætustu bókmenntir. Auk einstakra bóka verða seldir nokkrir númeraðir bókapakkar og fáeinar tilskipan- ir. — Næsta bókauppboð mun ÆRA SIMATRA ER DÝR HOLLYWOOD, 9. maí: — Kvik- myndaleikarinn og dægurlaga- söngvarinn frægi, Frank Sinatra, hefur farið í skaðabótamál við „Cowles Magazine“ og rithöf- undinn Bill Davidson ,og krefst hann 2.300.000 dollara (um 50 milljónir ísl. króna) í skaðabætur fyrir rógburð og lygar, sem birzt hafi um hann í grein, er kom í síðasta hefti tímaritsins „Look“ undir fyrirsögninni „Talent, tan- trums and torment“ (Hæfileikar, reiðiköst og kvalir). Sinatra seg- ir, að greinin sé klúr, viðbjóðs- leg og klunnaleg. Dagskrá Alþingis Efri deild. 1. Innflutnings- og gjaldeyris- mál, fjárfestingarmál o. fl. 2. Gjald af innlendum tollvöru- tegundum. 3. Söfnunarsjóður íslands. 4. Háskóli íslands. 5. Sandgræðsla og hefting sand- foks. Neðri deild. 1. Fasteignaskattur, (Atkvgr.) 2. Tollskrá o. fl. (Atkvgr.) 3. Útflutningsgjald af sjávaraf- urðum. 4. Fiskveiðasjóður fslands. 5. Iðnfræðsla. 6. Ríkisreikningurinn 1954. 7. Sala Kópavogs og Digraness og fleira. Nehnu, forsætisráðherra Indlands mun fara til Ceylon innan skamms til viðræðna við forsætisráðherrann þar um ýmis sameiginleg vanda- mál. þar sem hann í vetur hefði hvað eftir annað látið í ljós undrun sína yfir því að nefndin héldi ekki fund. Á fjarveru sinni væri sú einfalda skýring að hann hefði ekki fengið fundarboð og hefði ekki fengið um fundinn að vita fyrr en eftir að hann hafði verið haldinn. Beindi hann þeim tilmælum til forseta að forsetar þingsins hefðu um það samráð við nefnda formenn að betur væri boðað til funda en gert hefði verið á þessu þingi. Oft hefði komið fyrir að fundir væru slælega boðaðir og Sigurður væntanlega halda í október. Framköllun --- Kopiering Fljót og góð vinna. — Afgr. Orlofsbúðin, Hafnarstræti 21. — _ _ & SKIPAIÍTGCRB RIKISINS /ESJA“ austur um land í hringferð hinn 14. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóa- fjarðar, Seyðisfjarðar, Raufar- hafnar og Kópaskers, í dag. Far- seðlar seldir á mánudag. — með litlum fyrirvara og næðist j oft ekki í alla þá þingmenn er í | nefndunum ættu að starfa. Taldi hann þetta koma af því að svo fá mál kæmu fyrir nefndirnar. Væru þær því eins og gripur, sem lengi hefði legið og illa gengi að bera fyrir sig fæturna þegar hann þyrfti að fara að ganga. Emil Jónsson kvaðst hafa boð- að fundinn með sólarhrings fyr- irvara. Ennfremur sagði hann að mál þetta hefði ekki legið lengi fyrir nefndinni. Hjá henni hefði aðeins legið fyrir eitt mál og hefði það þegar með fjárlögum fengið óbeina afgreiðslu. Bjarni Benediktsson kvaðst ekki hafa verið að átelja það að málið hefði legið lengi hjá nefnd- inni. Hins vegar stæði það óhagg- að að hann hefði ekki fengið fundarboðið. Vinno Hreingerningar Vanir menn. Fljót og góð vinna. Sími 7892. — ALLI. Hreingerningar Vanir menn. Fljót og vönduð vinna. Hringið í síma 9883. Félogslíi Ungmennaféiag Reykjavíkur Unglingadeild Skemmtifundurinn verður á sunnudag kl. 3,30 stundvíslega. — — Unglingaráð. Ferðafélag íslands fer tvær skemmtiferðir á sunnu daginn. Suður með sjó, og göngu- ferð á Hengil. Lagt af stað í báð- ar ferðirnar á sunnudagsmorgun- inn kl. 9 frá Austurvelli. Farmið- ar seldir við bílana. Upplýsingar í skrifstofu félagsins, Túngötu 5. sími 82533. — RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlöginaSur. Laugavegi 8. — Sími 7752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla. Félag Suðurnesjamanna: heldur lokadagsfagnaB í SjálfstæSishúsinu fimmtudaginn 16. þ. m. kl. 20. SKEMMTIATRHEH: Revian „Gullöldin okkar“ — Dansaff til kl. 1. Aðgöngumiðar fyrir félagsfólk og gesti til þriðjudags- kvöldsins 14. þ. m. hjá Þorbirni Klemenzsyni, Lækjargötu 10, Hafnarfirði og verzluninni Aðalstræti 4, Reykjavík —■ Sírni 1041. Skemmtinefndin. Skrifstofa Happdrættisins verður lokuð í dag frá hádegi, vegna jarðarfarar prófessors JÓNS JÓHANNESSONAR Happdrætti Háskóla íslands Sigurður Benedikfsson heldur bókauppboð í dag Þar eru hœkur allf frá 1696 IDAG heldur Sigurður Benediktsson bókauppboð I Sjálfstæðis- húsinu og er það 28. uppboð hans frá byrjun, en þriðja bóka- uppboð vetrarins. Hefst það kl. 10 í dag og stendur yfir til kl. 4. Voru bækurnar til sýnis í gærdag milli kl. 2 og 7. Innilegt þakklæti færi ég skipshöfn dýpkunarskipsins | Grettis, svo og öðrum vinum og ættingjum nær og fjær, ] sem heiðruðu mig með höfðinglegum gjöfum, heillaskeyt- j um og á annan hátt sýndu mér vinsemd á 60 ára afmæli mínu. — Lifið heil. Guffjón Guðbjömsson. „Syngjandi páskar“ Vegna fjölda áskorana verður skemmtun vor endurtekin í SELFOSSBÍÓI annaff kvöld, laugardagskvöld (lokadaginn) Ennfremur verður haldinn Dansleikur Hljómsveit Björns R. Einarssonar leikiur. Skemmtunin hefst kl. 9 e. h. — Aðgöngum. í Selfossbíói. Félag íslenzkra einsöngvara Hjartkær eiginkona mín THELMA ÓLAFSDÓTTIR andaðist í Landspítalanum að kvöldi miðvikudags 8. maí. Jóhannes G. Jóhannesson. Hrísateig 9. Eiginmaður minn, faðir okkar og stjúpfaðir BJARNI JÓSEFSSON efnafræðingur, andaðist að Sólvangi, Hafnarfirði, 6. maí. —- Bálförin hefur farið fram. — Þeim, sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Rósa Eggertsdóttir, Anna Bjarnadóttir, Bergur Bjamason, Guðrún Bergsdóttir. Útför GUÐMUNDAR JÓNSSONAR frá Nesi, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudag- inn 13. þ. m. kl. 1,30. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Afþökkum blóm. Aðstandendur. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÓSKARS THORBERGS JÓNSSONAR bakarameistara. Edith Thorberg Jónsson, böm og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför GUNNARSBACHMANN símritara. Hrefna Bachmann, böra og tengdabörn. RRRMMWRRMMMMWMBMMWWWRMMRMMWRBBRMWWiI IBW—W———n Við þökkum innilega öllum þeim, er tóku þátt í leit að bróður okkar BALDVTNI SKAFTASYNI, og sýndu vinsemd við útför hans. Fyrir hönd aðstandenda, Systkinin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.