Morgunblaðið - 11.05.1957, Síða 1

Morgunblaðið - 11.05.1957, Síða 1
16 síður og Lesbók Richards fékk vinsamlegar viðfökur, nema í 3 ríkjum Washington, 10. maí. — Frá Reuter-NTB. JAMES B. RICHARDS sem hefur að undanförnu ferðazt um ná- læg Austurlönd sem sérstakur sendiboði Eisenhowers forseta til að kynna þjóðum þar Eisenhower-áætlunina, er nú kominn heim og gefur skýrslu um árangur ferðar sinnar. Hann ferðaðist 48 þúsund km og heimsótti 15 lönd til að skýra Aætlun forsetans um aðstoð við nálæg Austurlönd. Á ferð sinni fylgdi hann þeirri reglu að heimsækja ekkert land, nema ríkis- ■tjórn þess óskaði þess að fyrra bragði. Öll ríki á umræddu svæði buðu honum heim, nema Sýrland, Jórdanía og Egyptaland. 1 sjónvarpsræðu, sem Richards flutti í kvöld skýrði hann stefnu Eisenhowers fyrir bandarískum almenningi og gerði grein fyrir því, að í öllum þeim löndum sem hann heimsótti hefði áætluninni verið tekið mjög vinsamlega. Það varð Ijóst að þjóðir nálægra Austurlanda þurfa verulegan Framh. á bls. 2. Vitni segir að morðið á Röhm hafi verið eðlilegt Við undirritun samninga í gær. Sitjandi Árni Snævarr og Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, stand- andi Ólafur Jensson og Kay Langvad. Hann hugði á byltingu gegn Hitler 1934 Múnchen. 10. maí. WERNER BEST, sem var háttsettur foringi í SS-sveitunum, 1934, þegar Hitler lét myrða Röhm á „nótt löngu hnífanna“, hefur lýst því yfir í réttinum í Múnchen, að aðgerðir Hitlers gegn Röhm hafi verið fullkomlega réttlætanlegar, vegna þess að Röhm hafi haft í hyggju að gera byltingu gegn Hitler með SA-sveitum sínum. Samningar um framkvæmdir víð virkjun Efra-Sogs undirritaðir BEST, SEM DANIR PEKKJA BEZT Vitni þetta, Werner Best, hefur unnið sér það helzt til frægðar, að á styrjaldarárunum var hann sérstakur umboðsmaður Hitlers í hinni hernumdu Danmörku. En árið 1934, þegar nótt hinna löngu hnífa var þann 30. júní, var Best þegar orðinn háttsettur í SS- sveitum nasista. Var hann flækt- ur í þessa hræðilegu atburði. BYLTING GEGN IIITLER FYRIRHUGUÐ Hann viðurkenndi í réttarsaln- um í Múnchen að hafa stjórnað flutningi á sveitum SS-manna, sem fóru á laun til Múnchen. — Telur hann að leyniþjónusta SS hafi haft öruggar heimildir fyrir því að Röhm og SA-sveitir hans hugðu á byltingu gegn Framh. á bls. 2. Ákærðir fyrir morðin á „langlmífanótt“, Sepp Dietrich og Michael Lippert, báðir gamlir SS-menn. Sfetnubreyting Bandaríkjanna gagnvart Nasser: Hætta stuðningi við hann og hjálpa Evrópu að verða óháð Súez-skurði Viðlal við Sleingrím Jónsson rafmagnsstj. Eftirfarandi tilkynning barst blaðinu í gær frá stjórn Sogsvirkjunarinnar: IDAG voru undirritaðir samningar um byggingaframkvæmd- irnar við virkjun Efra-Sogs, sem vonir standa til að geti hafizt nú þegar. — Eru samningarnir gerðir við firmað E. Pihl & Sön, Kaupmannahöfn, sem var lægst bjóðandi á sínum tíma, og islenzku byggingafélögin h.f. Almenna Byggingafélagið og h.f. Verklegar framkvæmdir. Er samið samkv. tilboðum, sem voru gerð snemma árs 1955 og eru samningsupphæðir kr. 37.875.000.00 miðaðar við þáverandi verð- lag, en nú er áætlað að kostnaður verði um 50 millj. krónur. Fyrir hönd stjórnar Sogsvirkjunarinnar undirritaði formaður stjórnarinnar, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, samningana. í samningum er við það miðað að rafmagnsframleiðsla nýju stöðvarinnar geti hafizt í nóvember 1959, en vitað er að sá tími er mjög naumur. Framkvæmdastjóri verktak anna verður Kay Langvad verkfræðingur, en yfirverk- fræðingur á vinnustaðnum verður Árni Snævarr verk- fræðingur. I stjórn félagsskapar, er verktakar mynda með sér, verða verkfræðingarnir Gúst- af E. Pálsson, Ólafur Jensson og Kay Langvad. Eftirlitsmaður við bygging- arframkvæmdirnar verður A. B. Berdal verkfræðingur í Oslo, sem hefur verið ráðu- nautur um virkjanir Sogsins frá byrjun. Fyrir nokkru síðan voru und- Framh. á bls. 2 „Óbeypis" Iramleiðsluoukning Þegar Dulles var á leiðinni heim frá NATO-fundinum í Bonn, kom hann við í París, dvaldist þar í þrjá daga og sat löngum á fundum með Mollet forsætisráðherra. Ekkert var op- inberlega tilkynnt um þessar við- ræður, nema að báðir hafi verið sammála um að tilboð Nassers um rekstur Súez-skurðarins sé ófullnægjandi og brjóti í bág við ályktun SÞ um það mál. En nú kveðst Le Monde hafa það eftir öruggum heimildum, að Dulles hafi lýst yfir breyttri stefnu Bandaríkjanna gegn Nass- er. Kveður það Dulles hafa skýrt afstöðu Bandaríkjanna svo, að þau hafi viljað þrautreyna, hvort hann ætlaði að hlíta fyrirmælum SÞ um rekstur skurðarins. Nú sé ljóst að hann ætli ekki að gera það, og sé því óhjákvæmilegt að breyta til um hina vinsamlegu stefnu gagnvart Nasser, en engir Frh. á bls. 2. Moskva, 10. maí. Einkaskeyti frá Reuter-NTB. ★ KRÚSJEFF leiðtogi komm- únista hefur lýst því yfir í sambandi við tillögur sínar París, 10. maí. FKANSKA stórblaðið „Le Monde“ birtir þær athyglisverðu fregnir, að Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi lýst því yfir á fundum með Mollet forsætisráðherra Frakka, nð Bandaríkin hafi í hyggju að breyta verulega um stefnu gagnvart Nasser einræðisherra Egyptalands. Sé sú stefnu- breyting aðallega í því fólgin, að Bandaríkin ætli að láta af stuðningi við Egypta. Þess í stað muni þeir vinna að því að einangra Nasser og koma málum svo fyrir, að Súez- skurður verði æ þýðingarminni sem lífæð Evrópu. Bássor segjast mótiallnir tilraunam með kjurnorkuvopn Moskva, 10. maí. — Frá Reuter. ÆÐSTARÁÐ Sovétríkjanna samþykkti í dag ályktun, þar sem þeirri áskorun er beint til brezka „parlamentsins“ og banda- ríska þjóðþingsins að láta þegar í stað stöðva aliar tilraunir með' kjarnorkuvopn. Fáir dagar eru síðan Rússar luku víðtækum tilraunum með kjarnorkusprcngjur inni í Síberíu. Þar sprengdu þeir m. a. vetnis- sprengju. um endurskipulagningu iðn- aðarins í Sovétríkjunum, að þær muni hafa í för með sér framleiðsluaukningu, án þess að leggja þurfi í nýja fjár- festingu í iðnaðinum. ★ Allmiklar umræður hafa verið um tillögurnar á fund- um Æðstaráðsins og nokkrar breytingatillögur verið sam- þykktar. Þykir Ijóst að meg- inefni tillagna Krúsjeffs fái yfirgnæfandi fylgi á þinginu. ★ Fram hafa komið tillög- ur um, hvort ekki væri líka hagkvæmt að dreifa yfirstjórn hergagnaiðnaðarins. En Krú- sjeff hcfur lýst því yfir, að slíkt sé ekki hægt, hætt yrði við að hergagnaframleiðslan myndi veikjast ef yfirstjórn hennar væri dreift í stað þess að sitja öll í Moskvu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.