Morgunblaðið - 11.05.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1957, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐtB Laugardagur 11. maí . 1957 SA ustan Edens eítir John Steinbeck 31 I hverju hinna þrjátíu og þriggja þorpa í Nýja-Englandi. Hann var meira en vel fjáður — hann var vellauðugur. Nú á dögum virðist rekstur hóruhúsa alveg vera að leggjast niður. Margar og mismunandi or- sakir hafa verið nefndar í því sambandi. Sumir halda að hið hnignandi siðferði meðal ungra stúlkna hafi greitt hóruhúsunum dauðahöggið. Aðrir, kannske ör- lítið bjartsýnari og hugsjónarík- ari, halda því fram að vaxandi árvekni lögreglunnar sé örlaga- valdur vændiskvennanna. 1 lok síðustu aldar og á fyrstu áratugum þeirrar sem nú er að □- -□ Þýðing Sverrir Haraldsson □----------------□ líða, voru pútnabúsin vinsælar, ef ekki blátt áfram opinberlega við- urkenndar stofnanir. Því var haldið fram að tilvera þeirra væri öllum ærukærum og siðprúðum konum hin dýrmætasta vernd. Ó- kvæntur maður gat brugðið sér í eitt slíkt hús og fullnægt kynþörf sinni, þegar hún gerðist sérlega áleitin og olli honum óþægindum og á sama tíma haldið sinni venju Fangar ástarinnar Hafið þér athugað að kvikmyndasagan að þessari á- gætu mynd birtist sem framhaldssaga í skemmtiritinu Sögu, 4 fyrstu heftunum. Þau fást nú öll samanheft á flestum sölustöðum á aðeins 25 kr. Anægjan er tvöföld, ef þér lesið söguna áður en þér sjáið myndina. Upplagið er á þrotum. Kaupið því SÖGU strax í dag. ÚTGEFANDI. Opnum í dag nýja verzlun að Skólavörðustíg 17 Á boðstólum verða: ★ SUMARKJÓLAR ★ DRAGTIR ★ BLÚSSUR ★ HÁLSKLÚTAR ★ HANZKAR + Gerib svo vel ab lita inn Skólavörðustíg 17 legu framkomu gagnvart kvenlegu skírlífi og óspjölluðumyndisþokka. Þetta var dálítið leyndardómsfullt, en það er líka margt leyndardóms fullt í hinum þjóðfélagslega hugs- unarhætti okkar. Sum þessara húsa voru hrein- ustu hallir, skreytt gulli, pelli og purpura, en önnur voru hins veg- ar aumustu hreysi, þar sem óþef- urinn var svo megn, að jafnvel svín hefðu vart haldizt við. Öðru hverju heyrðust sögur um það, hvernig stjórnendur þessara stofnana stælu ungum stúlkum, þrælkuðu þær og þvinguðu til saur lífis, og sjálfsagt hafa þær marg- ar hverjar verið sannar. En lang- flestar þessara vændiskvenna völdu sér þetta starf sjálfviljugar, sökum leti og gáfnaskorts. 1 hóru- húsunum hvíldi engin ábyrgð á þeim. Þær voru fæddar og klædd- ar og þar var annazt um þær að öllu leyti, unz þær voru orðnar of gamlar, en þá var þeim líka fleygt eins og hverjum öðrum út- slitnum flíkum. Þessi endalok voru þó ekki frá- fælandi. Enginn sem er ungur, ætlar sér nokkru sinni að verða gamall. Öðru hverju bættist ein og ein skynsöm stúlka í hópinn, en þeirra biðu venjulega betri hlutskipti. Þær komu sér upp eigin hóruhús- um, auðguðust á fjárkúgunum eða giftust ríkum mönnum. Hr. Edwards gekk alltaf vel að útvega nýjar stúlkur og stjórna þeim. Væri einhver stúlka ekki nægilega heimsk, þá losaði hann sig við hana. Hann kærði sig held- ur ekki um mjög fallegar stúlk- ur. Einhver ungur maður gat orð- ið ástfanginn í föngulegri vændis konu og slíkt gat valdið margvís- legustu óþægindum. Þegar einhver stúlkan varð vanfær, hafði hún aðeins um tvennt að velja, annað hvort að missa starfið eða að láta eyða fóstrinu á svo hrottalegan og óþriflalegan hátt, að aðgerðin hafði langoftast dauðann í för með sér. Samt kusu þó flestar stúlkurnar fóstureyðingu fremur en brottrekstur. Líf hr. Edwards var þó ekki alltaf dans á rósum. Hann átti einnig við sína erfiðleika að stríða. Þegar hér var komið sögu, hafði hvert óhappið af öðru elt hann. Tveir hópar af stúlkum hans, — samtals átta stúlkur — höfðu far- izt í járnbrautarslysi. Þriðja hóp inn hafði hann misst út úr hönd- unum á sér, þegar prédikari í einu þorpinu fylltist skyndilega eldlég- um vandlætingaranda og hreif samborgarana með prédikunum sínum. Fólk þyrptist svo til hans, að kirkjan rúmaði ekki nema ör- fáa af öllum þeim fjölda og var þá ekki um annað að velja, en að halda samkomuna undir beru lofti. Þar þrumaði svo prédikar- inn um helvíti og eilífar kvalir fordæmdra, dómsdag og synda- gjöld, en hinir bersyndugu áheyr- endur tóku sinnaskiptum og iðr- uðust synda sinna. Hr. Edwards hraðaði sér til þorpsins, tók þungu svipuna upp úr tösku sinni og barði stúlkurnar miskunnarlaust, en í stað þess að lofa bót og betrun, eins og hann hafði vænzt af þeim, báðu báðu stúlkurnar um fieiri og þyngri svipuhögg, til þess að bæta fyrir ímynduð afbrot, friðþægja fyrir drýgðar syndir. Hr. Edwards féll- ust gersamlega hendur við þessi málalok, hirti föt stúlknanna og hélt sem bráðast aftur heim til Boston, en stúlkurnar vöktu undr- un og aðdáun er þær komu alls- naktar á næstu vakningasamkomu, til þess að vitna og játa. Þannig stóð á því, að hr. Ed- wards varð nú að útvega sér tólf nýjar stúlkur í einu, í stað þeirra sem gengið höfðu svo óvænt úr greipum hans. Ekki veit ég hvernig Cathy Ames heyrði fyrst hr. Edwards getið. Kannske hefur einhver vagn stjórinn sagt henni frá honum. Það var alltaf einhver sem lét Vinnuskóli Reykjavíkurbæjar Vinnuskóli Reykjavíkurbæjar tekur til starfa um mánaðarmótin maí—júní og starfar til mánaðar- móta ágúst—september. í skólann verða teknir unglingar sem hér segir: Drengir 13—15 ára incl., og stúlkur 14—15 ára incl., miðað við 15. júlí n.k. Einnig geta sótt um skólavist drengir, sem verða 13 ára og stúlkur, sem verða 14 ára, fyrir n.k. ára- mót. Umsækjendur á þeim aldri verða þó því að- eins teknir í skólann, að nemendafjöldi og aðrar ástæður leyfi. Umsóknareyðublöð fást í Ráðningastofu Reykja- víkurbæjar, Hafnarstræti 20. II. hæð, og sé um- sóknum skilað þangað fyrir 20. maí n.k. Ráðningastofa Reykjavíkurbæjar. M A R K Ú S Eftir Ed Dodd \ipr% 1 Mack. HAS ffr \\K. g H, 4 SPOTTED kl | hilley's mJ- \\ m£//m 9 VÆATHE3 $ salloon | AND BUESTS h' | IT WITH 1 A SHOT ÆjLji W) Jr & FBOfA HIS R/S HÍáÍSV 1 ripls mr pc'7 ^ 31 í 1 LOOK, DAO, SOMEONE ^ F NEAEBy SHOT THAT ( BALLOON...DIDN'T YOU b *> XHE eEPOE-TAjg 1) Markús hefur séð veðurat- hugana-loftbelginn og sprengir hann með riffilskot. I 2) Sástu þetta pabbi. Einhver í nágrenninu hefur skotið belg- inn þinn niður. 3)Já ætli það hafi ekki verið einhver af þessum Indíánum, sem þú lætur þér svo annt um. Við skulum athug þetta . orð falla, þegar ung stúlka þarfn aðist upplýsinga. Hr. Edwards var ekki í neinu sólskinsskapi morguninn sem hún gekk á fund hans. Plokkfiskurinn: sem kona hans hafði borið á borð fyrir hann kvöldið áður hlaut að hafa verið meira en lítið skemmd- ur, ef dæma mátti eftir hinum ofsalegu magaþrautum sem haidið höfðu vöku fyrir honum alla nótt- ina. Plokkfiskurinn hafði gengið bæði upp og niður af honum og hann var máttvana og vesæll. Af þessum sökum var athygli hans ekki jafnvakandi og skyldi, er hann tók á móti hinni ungu stúlku, er nefndi sig Catherine Amesbury. Hún var alltof fögur til þess að hénta honum. Rödd hennar var lág og örlítið hás. Hún var grannvaxin, næstum veiklu- leg og hörundið var dásamlega fagurt. 1 stuttu máli sagt, þá var hún alls ekki af þeirri kventegund, sem hr. Edwards kærði sig um. Ef hann hefði ekki verið svona vesæll, myndi hann þegar í stað hafa vísað henni á bug. En á með- an hann spurði hana hinna venju- legu spuminga — aðallega um ætt ingja sem kynnu að verða til óþæg inda — án þess að veita henni sjálfri nokkra sérstaka athygli, var eins og eitthvað í líkarna hr. Edwards tæki skyndilega að kenna hennar. Hr. Edwards var alls ekki losta fullur maður og hann gætti þess ávallt að láta ekki sínar persónu- legu lystisemdir hafa nein áhrif á starf sitt og viðskipti. Hans eig- in viðbrögð komu honum mjög á óvart og hann leit með vaknandl athygli á stúlkuna, sem stóð and- spær.is honum með hálflukt augu og veikt, órætt bros á vörum. Hr. Edwards laut fram yfir skrifborðið, rvipur hans var á- fjáður og andardrátturinn ör. Hann fann að þessa stúlku vildi hann sjálfur hafa — njóta henn- ar einn. „Eg skil ekki hVers vegna stúlka eins og þér —“, byrjaði hanri, en rak svo í vörðumar og þagnaði án þess að ljúka við setn- inguna — sat bara og starði á ýf- urvaxinn líkama stúlkunnar og óvenjulega frítt andlit hennar. „Faðir minn er dáinn", sagði Catherine stillilega. „Áður en hann dó, hafði hann sóað öllum eigum sínum. Yið vissum ekki, að hann hafði tekið lán út á jörðina. Og ég gat ekki látið bankann taka hana af mömmu. Hún hefði ekki þolað slíkt áfall“. Augu Cather- ine skyggðust af tárum. — „Ég •hélt að ég gæti kannske unnið mér inn fyrir vöxtunum". Hafi hr. Edwards nokkru sinnl fengið tækifærið upp í hendurnar, þá var það nú. Og vissulega hvísl- aði einhver aðvarandi rödd innra með honum, en ekki nógu hátt. Næstum áttatíu stúlkur af hverjum hundrað, sem til hans komu, þörfnuðust peninga til þess að greiða vexti og afborganir. Og hr. Edwards gerði sér það að ófrá víkjanlegri reglu, að trúa aldrei einu einasta orði af því sem þess- ar stúlkur sögðu. Og hér sat hann nú, stór, feitur, roskinn hóruhúsa- haldari, hallaði sér fram yfir borð ið og starði brennandi girndaraug um á ungu stúlkuna, á meðan blóð ið þaut fram í þykkar kinnar hans og kitlandi titringur fór um fótleggi haris og læri. 4) Skömmu síðar. Þessi maður er veikur. Já fár- veikur. Við verðum að flytja hann heim. aflíltvarpiö Laugardagur 11. maí: Fastir liðir eins og venjulega, 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 19,00 Tómstunda þáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19,30 Einsöngur: John McCormack syngur (plötur). —■ 20,30 Tónleikar (plötur). — 20,50 Leikrit: „Magister Gillie" eftir James Bridie, í þýðingu Hjartar Halldórssonar. — Leikstjóri: Þor- steinn ö. Stephensen. 22,10 Danslög, þ. á. m. leikur hljómsveit Björns R. Einarssonar (endurtekið frá öðrum páskadegi). 01,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.