Morgunblaðið - 11.05.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1957, Blaðsíða 16
Yeðríð NA-gola eða kaldi. Víða léttskýjað. Sjónvarpskennsla Viðtal við Jónas B. Jónsson. Sjá bls. 9. Sjúkraflugvélin á snæviþöktum ísnum í Scoresbysund. Grænlenzku börnin voru fljót að hópast að vélinni tii að skoða hana. Þarna höfðu stefnumót gaml* og nýi tíminn, hundasleðar, öruggasta farartæki Grænlendinganna í hinu harðbýla landi þeirra og sjúkraflug- vélin, Cessna 180, sem er með allra fullkomnustu flugvélum af minni gerð. Hún er jafnvíg hvort heldur er auð jörð eða fönn yfir öllu á hjólum sínum og skíðum. „ÍJg hafði gaman af þessu óvenjulega tækifæri til þess að ná slíkri mynd“, sagði Björn Pálsson, sem tók myndina, „og var fljótur að grípa til myndavélarinnar“. Stutt frásögn af Grænlandsflugi hans í fyrradag er á blaðsiðu 3. Rokkaði — lá fóthrotinn eftir Lokadagurinn Gúmmibjörgunarháfur til sýnis á Tjörninni / dag * Armann varð glímukongur GLÍMUKÓNGUR tslands ár- ið 1957 varð Ármann J. Lár- usson úr UMFR, sem nú sigr- aði í fjórða skipti í röð. ★OoO* Keppnin um 2 sætið var aft- «r á móti harðari. Voru þrír menn jafnir í öðru sæti með 8 vinninga hver, þeir Haf- steinn Steindórsson, Kristján Heimir Lárusson og Hilmar Bjarnason, en þeir eru allir félagar í UMFR. Hófst nú ein- vígi milli þeirra um 2 sætið og lauk þannig, að Hafsteinn lagði bæði Hilmar og Kristján Heimi og hreppti þar með 2 sætið. Kristján lagði Hilmar og hlaut 3. verðlaun. Geysilegt f jöl- menni á fyirrlestri Helen Keller í GÆR flutti Helen Keller fyr- irlestur í hátíðasal Háskólans. — Var þar samankomið geysilega mikið fjölmenni, og munu sjald- an hafa svo margir verið við- staddir fyrirlestur þar. Að fyr- irlestrinum loknum þökkuðu á- heyrendur Helen Keller fyrir- lesturinn með langvinnu lófataki. Nánar verður frá máli hennar skýrt í blaðinu á morgun. Helen Keller hafði í hyggju að fljúga til Osló í dag. Akranesmeistarar AKRANESI, 10. maí. — Lokið er hér vormóti í knattspyrnu milli félaganna KA og Kára. í III. fl. sigraði Kári með 2:1 og IV. fl. sigraði Kári einnig með 5:0. f meistarafl., þar sem keppt er um titilinn bezta knattspyrnu félag Akraness, sigraði KA með 4:2. — O. AKRANESI, 10. maí. ROKKIÐ hefur tekið sinn toll hér um slóðir, því ungur maður hér í bænum er nú rúmliggjandi heima hjá sér, fótbrotinn eftir rokk. ★ ★ ★ Þetta gerðist um síðustu helgi að Logalandi í Reykholtsdal, að lokinni söngskemmtun þar var stiginn dans, gamlir og nýir af miklu fjöri. Þá gerðist það er rokklagið dunaði að tveir ungir Akurnesingar hrifust þar sem þeir stóðu úti í einu horni dans- salarins og tóku að rokka. Gerðist það þá, að sá þeirra sem svipt var, kom svo illa nið- ur, að hann stóð ekki upp aftur. Kom í ljós að hann hafði fót- brotnað á vinstra fæti, og það var ekkert smávegis brot, því báðar pípurnar voru brotnar! ★ ★ ★ Það stóð til að flytja unga pilt- inn í sjúkrahúsið ,en þar er allt yfirfullt, svo hann liggur nú heima hjá sér. — O. Varðarkaffi í ValhÖll í dag kl. 3-5 s.d. MERKJASALA Slysavarnadeild- arinnar Ingólfs verður í dag. Aður fyrr var lokadagurinn mikill hátíðadagur í verstöðvun- um hér sunnanlands. Þá héldu menn heimleiðis úr verinu, oft með góðan afla og glaðir í hjarta að mega aftur hitta ástvini sína og búa sig undir sumarstörfin. Nú hefur lokadagurinn fengið nýja merkingu. Hann er fjársöfn- unardagur slysavarnadeildarinn- ar INGÓLFS í Reykjavík og ann- arra deilda hér sunnanlands. Má því segja að þessi dagur hafi fengið verðugt hlutverk að vera fjársöfnunardagur í þágu eins mesta nauðsynjamáls þjóðarinn- ar. Slysavarnadeildin INGÓLFUR hefur látið útbúa sérstök merki til sölu í ár, vegna 15 ára af- mælis INGÓLFS og verða þessi merki seld á kr. 10.00. Slysavarnafélag Islands hefur nú í undirbúningi að reisa björg- unarstöð við Reykjavíkurhöfn. Þar á að vera bækistoð fyrlr björgunarbátinn „Gísla J. John- sen“ og miðstöð slysavarnastarf- seminnar í heild. Ber INGÓLFI alveg sérstök skylda að styðja þessar miklu framkvæmdir eft- ir beztu getu. Það er því sérstök áskorun til Reykvíkinga að þeir styðji merkjasöluna í dag vel og drengi lega. Björgunarbáturinn „Gísli J. Johnsen" verður í höfninni flögg- um skrýddur í dag og gúmmí- björgunarbátur verður hafður til sýnis á Tjörninni, nálægt Búnaðarfélagshúsinu, við Lækj- argötu, en gúmmíbátar þessir hafa gefið mjög góða raun sem björgunartæki hin síðari ár. Þá verður sýning á umferðar- kennslutækjum í glugga Málar- ans í Bankastræti. Til þess að gera börnum létt- ara fyrir með að taka sölumerki, hefur slysavarnadeildin ING- ÓLFUR fengið eftirtalda staði í úthverfum bæjarins til að ann- ast afgreiðslu merkjanna: í bóka- búðinni í Bústaðahverfi, Sæl- gætisverzluninni á horni Skeiða- vogs og Langholtsvegar, Bóka- búðinni Hrísateig 8, Skátabúð- inni við Snorrabraut, KR-húsinu við Kaplaskjólsveg, og auk þess á skrifstofu Slysavarnafélagsins Grófin 1. Starf Slysavarnafélags íslands er orðið býsna margþætt og um- fangsmikið og kostar því mikið fé. Því betur sem þjóðin styð- ur félagið með fjárframlögum og fórnfúsu starfi, þeim mun betur mun það rækja hlutverk sitt. Reykvíkingar, munið að gera fjársöfnun dagsins sem allra glæsilegasta. Foreldrar, hvetjið börn ykkar til að selja merki dagsins. Vinn- um öll að bættum slysavörnum á sjó, landi og í lofti. Fjölmenni við útfö'r dr. Jóns Jóhannessonar prófessors Jarðarför dr. Jóns Jóhannessonar prófessors var gerð í gær frá Dóm- kirkjunni að viðstöddu fjölmenni. — Séra Jón Thorarensen jarð- söng. Bekkjarbræður hins látna báru kistuna í kirkju, en háskóla- kennarar úr. — Við Dómkirkjuathöfnina söng Guðmundur Jónsson óperusöngvari einsöng og cinnig söng hann með kór. Nemendur Jóns prófessors báru loks kistu hans síðasta spölinn til grafar í Fossvogskirkjugarði. Myndin sýnir, er kistan er borin í kirkju. Formannaráðstefnan hefst í dag ÞRIÐJA formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins verður sett í Sjálfstæðishúsinu kl. 1,30 í dag. Ráðstefnan hefst með ræðu Ólafs Thors, formanns Sjálf- stæðisflokksins, en síðan mun Birgir Kjaran, formaður skipulagsnefndar flokksins, flytja framsöguræðu um flokks- starfið og skipulagsmálin. Til ráðstefnu þessarar, sem fyrst og fremst er ætlað að ræða ýmis innri mál flokksins, eru boðaðir formenn allra Sjálfstæðisfélaga, héraðsnefnda, fulltrúaráða, fjórðungssam- banda og landssambanda innan flokksins ,og ennfremur all- ir flokksráðsmenn. Þess er óskað, að íulltrúar taki aðgöngumiða að fundinum á skrifstofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu fyrir hádegi í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.