Morgunblaðið - 15.05.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur 107. tbl. — Miðvikudagur 15. maí 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsin* Borgaralegur sigur í dönsku kosningunum Líklegt, oð jaínaðarmannas'ióinin iari ird Kommúnistar biðu mikinn ósigur Kaupmannahöfn, 14. maí. KOSNINGAÞÁTTTAKAN í Danmörku hefur verið meiri i dag en við þingkosningarnar 1953, þegar 14 milljón kjósenda sat heima. í dag var kosningaþátttakan yfir 80%. — Talning í sveitun- um hófst strax að afloknum kosningum kl. 20 eftir dönskum tíma, en í bæjum og borgum var byrjað að telja kl. 21. — Frétta- maður NTB símaði í kvöld, að- H. C. Hansen forsætisráðherra og Erik Eriksen fyrrum forsætisráðherra hefðu sett mestan svip á kosningabaráttuna og hefði athygli manna einkum beinzt að ræð- um þeirra. Eins og kunnugt er, er Hansen leiðtogi Jafnaðarmanna, en Eriksen Vinstri-manna. Sagði fréttaritarinn, að það væri álit manna í Danmörku, að aðrir kæmu varla til greina sem vænt- anlegir forsætisráðherrar. Kommúnistar um 72 þús. atkv., 3.1% (4.3%). Óháðir fengu um 52 þús. atkv., en engan þingmann og Slesvíkur- flokkurinn fékk 1 þingmann, eins og áður. Kosningaúrslitin í NÓTT kl. 1.30 eftir íslenzkum tíma voru kunn úrslitin í kosning unum í Danmörku. Þegar at- kvæðatölur fóru að berast í gær- kvöldi, mátti sjá, að Vinstri, sem er borgaralegur bændaflokkur, undir forystu Eriks Eriksens, mundi verða sigurvegari í kosn- jngunum. Flokkurinn vann mikið á og jók atkvæðamagn sitt til muna, hlaut nú 25.1% atkvæða, en í síðustu kosningum fékk hann 23.1%. — Þó kom kosninga- sigur Retsforbundets meira á ó- vart, því að flestir töldu, að vafa- samt væri, hvort flokkurinn fengi þingmann í þessum kosningum. Það fór þó á annan veg, því að fiokkurinn fékk 9 þingmenn og bætti við sig 3. Vinstri bætti einn ig við sig þremur þingsætum, hlaut nú 45 þingmenn kosna. — Jafnaðarmannaflokkurinn, sem farið hefir með stjórn í Dan- mörku undanfarið, undir forystu H. C. Hansens forsætisráðherra, beið nokkurn ósigur í kosning- unum, en er þó langstærsti flokk- ur Danmerkur. Þá hefir það vak- ið athygli, að kommúnistar töp- uðu fylgi, fengu aðeins 3.1% greiddra atkvæða. Eins og fyrr segir, var kosn- ingaþátttaka meiri nú en í síð- ustu kosningum (1953). Nú greiddu um 2.309.000 manna at- kvæði, en 1953 2.166.000. Atkvæði skiptust svo: Jafnaðarmenn um 910 þús. at- kvæði, 39.4% (41.3%). Radíkalir um 189 þús. atkv., 7.8% (7.8%). íhaldsmenn um 383 þús. atkv., 16.6% (16.8%). Vinstri um 578 þús. atkv., 25.1% (23.1%). Retsforbundet um 122 þús. at- kvæði, 5.3% (3.5%). ötullega að því að hjálpa þeim við að brjóta á bak aftur vald jafnaðarmanna. Þá sagði hann, að þjóðin hefði undirstrikað það í þessum kosningum, að hún vildi nýja stjórnarstefnu. Erik Eriksen sagði, að Vinstri menn væru ánægðir með kosn- ingaúrslitin og þann sigur, sem þeir hefðu unnið. Kosningarnar eru ósigur fyrir stjónina, sagði hann ennfremur — og þær munu hafa í för með sér stjórnarskipti. Axel Larsen leiðtogi kommúa- ista sagði, að kommúnistar hefðu tapað vegna atburða í fjarlæg- um löndum. Erik Eriksen Verður hann næsti forsætisráðherra Dana? Þingmenn hins nýja þings skittast á flokka, eins og hér Retsforbundet unnið mikið á. Að segir (tölurnar í svigum eru frá síðustu kosningum): Jafn- aðarmenn fengu 70 þingmenn (74); Radíkalir 14 (14); íhalds menn 30 (30); Vinstri 45 (42); Retsforbundet 9 (6); Komm- únistar 6 (8) og Slesvíkur- flokkurinn 1 (1), eins og fyrr segir. ★ Ummœli stjórnmála- leiðtoganna Þegar talningu var lokið, sögðu forystumenn flokkanna nokkur orð um kosningaúrslitin í danska útvarpið. H. C. Hansen sagði, að kosn- ingaúrslitin væru vonbrigði fyr- ir jafnaðarmenn, en það væri þó huggun, að þeir hefðu bætt við sig 15 þús. atkv., þó að hundraðs- tala þeirra hefði lækkað, og þeir hefðu tapað 4 þingsætum. Hann sagði, að úrslitin væru mikill sig- ur fyrir Vinstri, sem hefðu alls staðar unnið á, en einnig hefði lokum sagði H. C. Hansen: Þessa nýja þings bíða meiri erfiðleikar en áður. Aksel Möller, leiðtogi íhalds- manna sagði, að þetta hefði verið dapurlegur kosningadagur fyrir jafnaðarmenn og stjórn þeirra. Kosningaúrslitin mundu hafa för með sér stjórnarskipti, hjá því væri ekki hægt að komast. Hann sagði, að Vinstri væri sig- urvegari í kosningunum, en bætti við, að íhaldsmenn hefðu unnið Stassen: Mö tjuleikar á tak- markaðri aivopnun Lundúnum, 14. maí. HAROLD STASSEN, fulltrúi Bandaríkjastjórnar í afvopnunar- nefndinni, sagði í dag, að likur bentu til, að stórveldin gerðu með sér samkomulag um takmarkaða afvopnun. — Mundi það hafa hina mestu þýðingu. ATHUGUN ÚR LOFTI Stassen sagði, að öll stórveld- in hefðu áhuga á því, að koma á takmarðaðri afvopnun í Evrópu og Austurlöndum. Þá Ræðasf við á Ífalíu LUNDÚNUM, 14. maí. — Egypzk yfirvöld hafa tilkynnt, að þeir muni senda nefnd manna til Ítalíu að ræða við fulltrúa brezku stjórnarinnar um innstæð- urnar, sem stjórn Edens „frysti inni“ í brezkum bönkum, þegar Egyptar þjóðnýttu Súezskurð. Dulles: r I Alaska og Síberíu er auðvelt að undirbúa kjarnorkustyrjöld WASHINGTON, 14. maí — Dulles sagði á vikulegum blaðamannafundi sínum í dag, Frakkar og þjóðernissínnar deila kálið Frakkar gjalda afhroð Alsír, 14. maí. rpiLKYNNT hefur verið, að 12 þúsund Frakkar, borgarar og hermenn, hafi verið drepnir í Alsír síðan óöldin byrjaði þar 1954. Af þessum 12 þús. mönnum eru 8000 Múhameðstrúarmenn. — Ekki er vitað með vissu, hve margir þjóðernissinnar taka þátt í baráttunni gegn Frökkum í Alsír, en menn gera því skóna, að þeir séu að minnsta kosti 20 þúsund. Hafa þeir yfir að ráða góðum vopnum og nægum. Aðallega er þeim smyglað frá Túnis og Marokkó. Rugluðust ■ rlminu og sáu ofsjónir Fjósakona á ferð — með lukf sína! Amiens, 14. maí. IJLÖÐUM í Frakklandi hefur orðið mjög tíðrætt um nýjar frá- sagnir af fljúgandi diski. Nokkrir íbúar í þorpinu Beaucourt- sur-l’André hafa tilkynnt lögreglunni, að þeir hafi séð áhöfn fljúg- andi disks. Voru mennirnir fjórir að tölu og allir mjög smávaxnir. í HÁLOFTSFÖTUM Ungverski flóttamaðurinn Michel Sekete, 29 ára gamall, var næst þessum fljúgandi diski. Hjólaði hann að kvöldlagi fram- hjá járnbrautarstöðinni í þorp- inu. Vissi hann þá ekki fyrri til en sterkum ljóskastara var beint að honum, svo að hann blindaðist í bili. En litlu síðar sá hann mennina fjóra. Þeir voru, að því er hann segir, um 120 cm. á hæð og voru í „gegnsæjum, gráum háloftsfötum“. Þá hefur einn af starfsmönnum járnbrautarstöðv- arinnar lýst yfir, að hann hafi séð menn þessa, kona hans einnig öll hafa séð, þegar fljúgandi disk- urinn hvarf upp í loftið. að Bandaríkjastjórn mundi ekki fallast á neinar afvopn- unartillögur, sem gerðu ráð fyrir áframhaldandi skipt- ingu Þýzkalands í tvö ríki. Þá sagði utanríkisráðherrann, að Bandaríkjastjórn væri því ekki mótfallin, að fsraelsmenn sendu „reynsluskip“ til Súez, sem kanna ætti möguleika á sigling- um fsraelsmanna um skurðinn. Sagði hann, að hér væri um einkamál ísraelsmanna að ræða. Þá sagði Dulles, að vel gæti kom- ið til mála, að afmarkað yrði ákveðið landsvæði í Evrópu, sem heimilt væri að athuga úr lofti, en hægast yrði þó að hefja slíkar athuganir á norðlæg- um slóðum, t. d. Alaska og Síberíu. Benti hann á, að á þcssum slóðum væri auðvelt að undirbúa kjarnorkustyrj- öld. ÓTTINN ÁSTÆÐULAUS Lögreglustjórinn í næsta bæ, sem hefur fengið málið til at- hugunar. hefur gefið út svohljóð- andi tilkynningu: Ótti er ástæðu- laus. Marzbúar hafa ekki enn gengið á land! Lögreglustjórinn heldur áfram: Sagan um mennina fjóra og fljúg- andi diskinn eigi rætur að rekja til þess, að sveitakona nokkur átti leið þarna um í myrkrinu með fjóslukt sína. Fimmmenning- arnir rugluðust í ríminu og sáu ofsjónir. mætti einnig segja, að stórveld- in væru öll þeirrar skoðunar að hefja bæri athugun úr lofti, en ekki væri enn ákveðið, hvaða svæði ættu að heyra undir slíka athugun. SS-foringjar dæmdir MUNCHEN, 14. maí — Fyrrver- andi SS-foringi Sepp Dietrich var í dag dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir þátttöku í morði sex SA-liðsforingja á nótt hinna löngu hnífa, sem svo hefur ver- ið nefnd í fréttum. Nótt hinna löngu hnífa var 30. júní 1934. — Þá var annar SS-foringi, Michael Lippert, dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir þátttöku í morði SA-foringjans Ernst Röhms, sem Hitler sagði, að undirbúið hefði stjórnarbyltingu og samsæri gegn flokknum. — Röhm var keppi- nautur Hitlers og ákvað ríkis- kanslarinn því að stinga rýtingn- um í bakið á honum. Miller fyrir rétti WASHINGTON, 14. maí — Bandaríski leikritahöfundurinn frægi, Arthur Miller (Sölumað- ur deyr) er um þessar mundir aðalpersónan í miklum mála- ferlum, sem fjalla aðallega um það, hvort hann hafi sýnt Banda- ríkjaþingi fyrirlitningu sína eða ekki. Svo er mál með vexti, að „óameríska nefndin" svokallaða, sem skipuð er af fulltrúadeild Bandaríkjaþings og rannsaka á starfsemi kommúnista, fór þess á leit við Arthur Miller s. L sumar, að hann gæfi upplýsing- ar um stjórnmálaskoðanir ákveð- inna manna, sem hann hafði um- gengizt. Hann neitaði því sam- vizku sinnar vegna, eins og hann komst að orði og var hann þá sakaður um að hafa sýnt þing- inu fyrirlitningu. Nefnarmenn fullyrða, að Miller hafi tekið þátt í ráðstefnu banda- rískra kommúnista ásamt fyrr- nefndum mönnum árið 1947. Miller hefur neitað því, að hann hafi sýnt þinginu fyrirlitn- ingu. Gert verður út um málið innan fárra daga. Þess má geta að lokum, að Arthur Miller ar kvæntur Marilyn Monroe.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.