Morgunblaðið - 15.05.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1957, Blaðsíða 2
2 MORGVNBT.4ZHÐ Mið-vrkudagur 15. maf 1957 Miklar nmræður í Neðri deild um lux- og silungsveiði Opnuð hefur verið rakarastofa að Hraunteig 9, sú fyrsta í Laugar- neshverfi. Eigandi stofunnar er Hans Uólm, rakarameistari, sem áður var i Hafnarstræti 18. Einasti kvennakór Rvíkur heldur mikla söngskemmlun Slysavarnakonur stofnuðu kór fyrir 4 árum hér í borginni. í gærdag bauð Kvennadeildin blaðamönnum til kaffidrykkju í fundarsal SVFÍ í Grófinni 1. Þar var mætt stjóm kórsins, en formaður er frú Gróa Pétursdótt- Það hefur ekki tíðkazt að halda lífinu í kvennakórum hér í bæn- um ,sagði frú Gróa Pétursdóttir, en við höfum von um að kór okkar sé kominn yfir erfiðasta hjallann. Hann er nú orðinn 4ra ára. Konurnar hafa sýnt mikinn dugnað, því þær eru allar bundn ar við heimilisstörf, og hafa kom- ið á æfingar þegar þær hafa ver- ið búnar að koma börnum sínum í háttinn og sinna öðrum kvöld- verkum á heimilum sínum, en þær hafa líka haft af þessu mikla ánægju. Kór Kvennadeildar Slysavarna félags íslands var stofnaður fyr- ir tæpum 4 árum. Söngstjóri hans hefir verið frá upphafi Jón ísleifsson, þar til í vetur að Jón dvaldist nokkra mánuði í Dan- mörku en frk. Guðrún Þorsteins dóttir þjálfaði og stýrði kórnum í fjarveru hans. Hefir kórinn sungið á afmælis- og skemmti- fundum kvennadeildarinnar og ennfremur á hinum árlega sjó- mannadegi. Allur ágóði af hljómleikum þessum mun renna til Kvenna- deildar Slysavarnafélags íslands í Reykjavík. Þessir fyrstu hljómleikar kórs- ins verða sem fyrr segir með nokkuð öðrum hætti en tíðkazt hefur. Kórinn mun hafa sér til aðstoðar kunnar listakonur, en þær eru frú Jórunn Viðar, píanó leikari, frú Hanna Bjarnadóttir, söngkona og ennfremur þær frk. Guðrún Þorsteinsdóttir og frk. Helga Magnúsdóttir, sem munu syngja tvísöng. Ennfremur munu píanóleikararnir Gísli Magnús- son og Fritz Weisshappel aðstoða með undirleik. Sjálfur mun kór- inn syngja 4 lög. Athugasemd frá rússneska sendi- ráðinu hér Herra ritstjóri. í MORGUNBLAÐINU í dag er birt ljósmynd af húsinu í Tún- götu 9 í Reykjavík, og þar undir er sagt, að sendiráð Ráðstjómar- ríkjanna hér í bæ hafi ekki haft fána við hún á afmælisdegi for- seta íslands hinn 13. þ. m. Af þessu tilefni vill sendiráð Ráð- stjórnarríkjanna enn að nýju minna yður á það, sem er raunar alkunnugt, að sendiráðið er flutt frá Túngötu 9, sem nú er aðeins sendiráðherrabústaður, í Garða- stræti 33, en frá þessu skýrði Morgunblaðið sjálft seint á síð- astliðnu ári. En að því er varðar húsið Garðastræti 33, þá var þar dreginn fáni að hún á afmælis- degi forsetans. Virðingarfyllst, Sendiráð Ráðstjórnarríkjanna í Reykjavík Garðastræti 33. MYNDIN frá sendiráðherra- bústaðnum rússneska var ekki birt sem nein árás á sendi- ráðið, heldur sem mynd af óheppilegu atviki á þess- um degi. En vegna þess- arar athugasemdar frá sendi- ráðinu, þá skal þess getið, að ambassador Breta hér á landi, sem býr að Laufásvegi 33, og ambassador Frakklands, sem býr að Skálholtsstíg G, höfðu þjóðfána uppi við bústaði sína auk þess sem þeir flögguðu í tilefni af afmæli forsetans á skrifstofubyggingunum. Geta má þess að ambassadorar Nor- egs og V-Þýzkal. voru ekki heima á afmælisdaginn og þar af leiðandi var ekki flaggað á heimilum þeirra, þó flaggað væri á skrifstofubyggingum þeirra. SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS DRAGIi) ekkl að gera skil fyrir þá miða sem yður hafa vcrið sendir. Einkum er áriðandi að þeir miðar sem ekki seljast berist af- greiðslu happdrættisins sem allra fyrst. Skilagrein verður sótt tfl þeirra sem þess óska. Afgreiðsla happdrættisins i Sjálfstæðishúsinu er opin til kl. 6 daglega, sími 7100. Júgóslavar gefast upp á samyrkjubúskap ALLMIKLAR umræður urðu í gær í Neðri deild um frumvarp um lax- og silungsveiði, er það kom til 2. umræðu. Gunnar Jóhannsson hafði fram sögu af hálfu meirihluta land- búnaðarnefndar og skýrði ein- stök atriði frumvarpsins. Jón Pálmason kvaðst ekki hafa átt samleið með meirihluta nefndarinnar í þessu stóra og viðkvæma deilumáli. Kvað hann með frumvarpi þessu enn meir gengið á eignarrétt manna en nauðsyn bæri til. Haldið væri fram að hér væri um aukna frið- un að ræða, en það værí hin mesta blekking. Síðan las hann upp mótmælabréf gegn frum- varpinu eða einstökum ákvæð- um þess frá nokkrum félagasam- tökum. Þá skýrði Jón breytinga- tillögur, sem hann leggur fram við frumvarpið, en þær eru í 22 liðum. Hann kvað það skoðun sína að frumvarpinu ætti í heild að fresta, að minnsta kosti eitt ár í viðbót, en væri þess ekki kostur vildi hann freista þess að koma fram nokkrum breyt- ingum á því. í heild kvað hann erfitt að setja allsherjarlög um þetta efni, þar sem aðstæður væru svo ólíkar eftir því hvar væri á landinu. Fremur bæri að setja rúm heildarlög, en ákveðn- ari reglur fyrir hvert vatnasvæði um sig. Helztu breytingatillögur Jóns Pálmasonar voru þessar: Við 1. gr.: su Bkýring orðsins „kvísl“ verði þannig: Hluti af straumvatni, sem fell- ur ekki í einu lagi, heldur skipt- ist um kletta, hólma eða sand- eyrar, sem eru upp úr, þegar vatnsborð er lægst að staðaldri. b. Á eftir „kvísl“ bætist: Leirur: Þau svæði meðfram ám og vötnum, sem eru þurr um stórstraumsfjöru, en sjór eða vatn gengur yfir um stórstraumsflóð, og ógróin svæði við stöðuvötn, sem vötn og ár ganga yfir í flóð- um, en eru þurr eða með grunn- um vöðlum, þegar vötn eru lítil. c. Skýring orðanna „ós í sjó“ verði þannig: Sá staður, þar sem straumur ár hverfur í sjó um stórstraums- fjöru. d. Orðið „ósasvæði" ásamt skýringu falli burt. e. Á eftir orðunum „Ósalt vatn“ í skýringu orðsins „stöðu- vatn“ bætist: ofan ósa. Við 5. gr.: Greinin orðist þannig: Þar sem sveitafélög eða upp- rekstrarfélög hafa keypt afréttar- lönd, hafa þau ein heimiid til allrar veiði í vötnum þeirra af- rétta, enda hafi veiðiréttur eigi Dagskrá Alþingis SAMEINAÐ ALÞINGI: 1. Fyrirspurn: Sérleyfi til fólksflutninga með bifreiðum. — Ein umr. 2. Efnaiðnaðarverksmiðja í Hveragerði. — Hvernig ræða skuli. 3. Áfengis- og tóbakseinkasala. — Hvernig ræða skuli. 4. Landsbókasafn og Háskóla- bókasafn, o. fl. — Hvemig ræða skuli. 5. Biskupsstóll í Skálholti. — — Hvernig ræða skuli. •. Fræðslustofnun launþega. — Hvernig ræða skuli. 7. Jarðgöng og yfirbyggingar á fjallvegum. — Síðari umr. 8. Áðstoð vegna fjárskipta í Dala- og Strandasýslu. — Frh. einnar umr. 9. Alþjóðasamþykkt varðandi atvinnuleysi. — Ein umr. 10. Lífeyrissjóður fyrir sjómenn o. fl. — Ein umr. 11. Sumarstörf ungmenna á fiski skipum. — Ein umr. 12 Forgangsréttur sjómanna til fastlaunaðra starfa. — Ein umr. verið undanskilinn við sölu. Eng- um er heimil veiði á slíkum af- réttum nema með leyfi hlutað- eigandi sveitarstjórnar, eða sveitastjórna, ef fleiri hreppar en einn eru aðilar. Þar sem ein- staklingar eiga afréttarlönd, fylg- ír þeim á sama hátt allur veiði- réttur. Ef fiskiræktarfélag eða veiðifélag er stofnað, þar sem veiðiréttur á afréttum kemur til greina, þá fara oddvitar þeirra sveitafélaga, sem hlut eiga að máli, með atkvæðisrétt, en ella eigendur, ef um einkaeign er að ræða. Við 16. gr.: 2. málsgr. orðist þannig: Eigi má stunda neina veiði í árósi í á eða árósi í stöðuvatni og eigi 100 metra upp frá slík- um ósum eða 250 metra niður frá þeim. Eigi má heldur veiða fisk í árósi úr stöðuvatni, er lax eða göngusilungur fer um, né 100 metra upp eða niður frá slíkum ósi. Við 19. gr.: 1. málsgr. orðist þannig: Á veiðitíma þeim, er um getur í 18. gr., skal lax og göngusil- ungur vera friðaður gegn allri veiði 60 stundir á viku hverri, frá föstudagskvöldi kl. 9 til mánudagsmorguns kl. 9. Ádrátt má aldrei hafa frá kl. 9 síðdegis til kl. 9 árdegis og aldrei nema tvo daga í viku. Við 108. gr.: Upphaf 1. málsgr. orðist svo: Nú hefur eigandi veiðijarðar, er átti veiðirétt, áður en lög Frh. á bls. 15. WASHINGTON, 14. maí. — Nán- ari fregnir af viðtali Krúsjeffs við fréttaritara New York Times fyrir helgi herma, að hann hafi m. a. sagt, að fjórveldafundur „gæti tekið hundrað ár“, áður en búast mætti við árangri. — Dul- les, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, gerði viðtalið að um- talsefni í dag og sagði, að Krú- sjeff hefði í raun og veru engan áhuga á því, að slíkur fundur yrði haldinn. Hann væri ekki Þorsteinn Jónsson rith. ritar útvarps- gagnrýni Mbl. HINN KUNNI rithöfundur Þor- steinn Jónsson hefur síðustu vik- ur ritað útvarpsgagnrýni Mbl. Er blaðinu að sjálfsögðu mikill feng ur að því að njóta starfskrafta hans við þennan þátt starfsemi sinnar. Rithöfundurinn óskar að taka það fram, að þær skoðanir, sem fram koma í gagnrýni hans séu fyrst og fremst persónulegar skoðanir hans sjálfs, sem hann sé ábyrgur fyrir. Kappakstur barmaður á Ítalíu RÓMABORG, 14. maí. í dag var ákveðið að banna bif- reiða- og mótorhjóla-kappakst ur á Ítalíu. Bannið nær til ára- móta. Það er afleiðing slyss bess, sem varð um helgina, pegar 13 menn létu lífið í bif- reiðakappakstri á Ítalíu. Með- al þeirra voru fimm börn, sem tiorfðu á kappaksturinn. IVETUR hafa um 30 konur, flestar húsmæður, komið sam- an, stundum þrjú kvöld í viku, til þess að syngja. Konur þessar eru allar í þeim eina kvennakór, sem starfar í Reykjavík, en að honum stendur Kvennadeild S.V. F.l. Á föstudagskvöldið ætlar kórinn að halda fyrstu hljóm- leika sína hér í bænum í Gamla Bíói, en þeir verða með nokkuð öðrum hætti, en tíðkazt hefur um söngskemmtanir kóra tíl þessa trúaður á neirm árangur, eins og fyrrnefnd ummæli hans sýndu ljóslega. Dulles bætti því við, að Bandaríkjastjórn hefði ekki held- ur neinn áhuga á stórveldafundi, eins og sakir standa. íhaldsflokkuiinn klofnor LONDON 13. maí. — Átta þing- menn íhaldsflokksins brezka hafa mótmælt hinni nýju stefnu Macmillan í Súez-deiiunni og telja sig ekki geta stutt flokk- inn í máli þessu. Hafa þeir til- kynnt að þeir óskuðu eftir þvi, að vera taldir óháðir þingmenn flokksins og hafa óbundnar hend ur í atkvæðagreiðslum, einkum um utanrikismáL í yfirlýsingu þeirra segir að linkind brezku stjórnarinnar við Nasser muni að lokum leiða til ósigurs. Egypti nauðlendir þotu í Vín VÍNARBORG, 14. mai. - Egypzk- ur flugmaður nauðlenti flugvél sinni á Schwechwacht-flugvelli við Vínarborg í dag. — Flugvél- in var af gerðinni MIG, orrustu- þota, smiðuð í Tékkóslóvakiu. — Flugmaðurinn skýrði frá því, að hann hefði verið á æfingaflugi yfir Tékkóslóvakiu, þar sem bækistöðvar hans cru, en villzt. MIG-þotan var vel vopnuð. Ástæðan til þess, að Egyptinn varð að nauðlenda henni, var sú, að vélin var orðin eldsneytislaus. Loks má geta þess, að Egypt- inn bað austurrísk stjórnarvöld um leyfi til að fljúga aftur til bækistöðva sinna i Tékkósló- vakíu. ÞING Júgóslavíu hefur sam- þykkt álytkunartillögu, sem á- kveður meginþætti í þróun land- búnaðarins á næstu árum. Þar er lögð áherzla á það að nú sé sýnt, að samyrkjubúskapurinn hafi mistekizt og beri að hverfa frá honum. Er tekið fram í álykt- uninni að samyrkjutilraunirnar í Júgóslavíu hafi misheppnazt, ár- angur af þeim öllum hafi orðið neikvæður, framleiðslan hafi minnkað og áhugí samyrkju- bænda horfið. í stað samyrkjubúskapar er rætt um það í ályktuninni, að nýtizku vélanotkun henti bezt ef bændur hafi frjálst samstarf um hana. Hefur nú verið gerð áæti- un, þar sem gert er ráð fyrir að vekja upp áhuga bænda fyrir aukinni ræktun og vonast menn til að á næstu fimm árum auk- ist framleiðsla landbúnaðaraf. urða um 35%. Einkum er lögð áherzla á kjötframleiðslu og feit- metis, en stórfelldur skortur hef ur verið á þeim fæðutegundum I landinu. Umræður um þetta mál stóða þrjá daga í júgóslavneska þing- inu. A fundum í „hundrað ár“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.