Morgunblaðið - 15.05.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.05.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. maí 193T MORGVNBLAÐIÐ 3 Hvert var hib gefnatilefnifjár- málarábherrans ? vera um eina saman tilviljun að ræða! Þetta er deilumál, sem ekki verður skorið úr með sönn- ÍSKYGGIL.EGRA EN NÝR HERNÁMSSAMNINGUR í „Þjóðviljanum" hinn 8. des- ember er sagt að það, að Bandaríkin bjóði dollaralán til Sogsvirkjunarinnar sé „cnnþá ískyggUegra“ en samnmgurinn um áframhaldandi veru vamar- liðsins, svo auðséð er að komm- únistar litu alvarlegum augum á þessa lánveitingu. Þjóðviljinn sagði: „Enda þótt hinir opinberu hernámssamningar séu nægilega aivarlegir virðast jafnhliða þeim hafa gerzt atburðir sem eru enn- þá ískyggilegri: 1) f sambandi við hernáms- samningana hefur Bandaríkja- stjórn boðið fslendingum 160 milljón króna lán til Sogsvirkj- unar, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær — og er ætlunin að íslendingar greiði það með hernámsvinnu. Ekkert slíkt til- boð var komið áður en samið var um hernámið, en eftir að samn- ingar eru gerðir eykst allt í einu „örlæti“ bandarískra stjórn- arvalda. 2) Jafnhliða þessu lánstilboði fer herstjórnin á Keflavíkurflug- velli fram á að fá allt að 6.000 árskílóvött til herstöðvarinnar frá hinni nýju virkjun eftir árið 1960 — eða rúman fjórða hluta af orkumagninu. Sú beiðni sann- ar að herstjórnin reiknar með því, að frestunin á endurskoðun hernámssamningsins muni standa árum saman — a. m. k. langt fram yfir 1960 — og sú áætlun hlýtur að byggjast á ákveðnum forsendum--------. Það er staðreynd að Banda- ríkin hafa samning um stórfram- kvæmdir í Keflavík og Njarð- Gyðingar reyna Egypia. JERÚSALEM, 13. maí. — Það er nú álitið líklegt, að ísraelsmenn sendi skip áleiðis til Súez-skurð- arins innan skamms, til að sann- prófa, hvort Egyptar hleypa því í gegn. Ef Egyptar stöðva skipið munu fsraelsmenn líta á það sem nýja styrjaldaryfirlýsingu. Það er vitað að ísraelsmenn hafa frestað för slíks skips til Súez, til þess að valda ekki örð- ugleikum í samningaumleitunum Notendasambandsins við Egypta. En nú hafa þeir aðiljar komizt að bráðabirgðasamkomulagi, svo að ekkert getur lengur aftrað Gyð- ingum að reyna þetta. — Reuter. Jiminn" þegir um skrif Þjóbviljans MORGUNBLABIÐ spurði að því á sunnudaginn hvaS Eysteinn Jónsson fjárm.ráðh. mundi eiga við, þegar hann tók svo til orða í ræðu sinni um bandaríska lánið til Sogsvirkj- unarinnar að hann vildi geta þess, „að gefnu tilefni“ að lán- veitingunni fylgdu „engin póli- tísk skilyrði" og að hún væri ekki „hnýtt við samninga um nein önnur efni“. Hvert var þetta „gefna tilefni“? spurði Mbl. Xím- inn svarar þessu í gær út í hött og minnist ekki einu orði á þær upplýsingar, sem sam- starfsblað hans, stjórnarblaðið Þjóðviljinn gaf í vetur. Sérstaka athygli vekur, að Þjóðviljinn, sem birti ræðu Eysteins s.l. laugardag, felldi niður úr henni þann kafla, sem hér um ræðir og í algeru ósam- ræmi var við fyrri umsögn blaðsins. vík, gerðan við fyrrverandi ríkis- stjórn, og í hinum nýju erinda- skiptum er ekki orð, sem kemur í veg fyrir að sá samningur verði framkvæmdur. Það er einnig stað reynd að Bandaríkin eru þegar búin að bjóða íslendingum efna- hags-„aðstoð“ í sambandi við hina nýju samningsgerð. Og í þriðja lagi er það staðreynd að bandaríska herstjórnin reiknar með því að fá að hagnýta her- stöðina í Keflavík langt fram yfir 1960“. „ALMENNINGUR LEGGUR SAMAN TVO OG TVO“ f forustugrein 14. des. ítrekar svo „Þjóðviljinn“ fyrri ummæli og segir: „Tíminn og Alþýðublaðið halda áfram að véfengja það að láns- tilboð Bandaríkjastjórnar standi í nokkru sambandi við hernáms- samningana nýju — þar á að unum að sinni, því þeir sem vita munu þegja af alefli. Hins vegar leggur almenningur saman tvo og tvo og er ekki í nokkrum vafa um að útkoman sé rétt. fs- lenzk stjórnarvöld hafa nú í mörg ár reynt að fá lán tál Sogs- ins í Bandaríkjunum, en þeim hefur jafnan verið þverlega neit- að. En þegar samið hefur verið um framhaldsdvöl bandaríska hernámsliðsins hér á landi, þá er lánstilboðið allt í einu komið fullskapað! Og þá fylgir það með að lánið eigi að nokkru að nota til þess að tryggja herstöðinni í Keflavík rafmagn frá hinni nýju virkjun eftir 1960“. Það er meira en lítið undar- legt að „Tíminn“ skuli gleyma þessum og ýmsum öðrum um- mælum „Þjóðviljans", þegar blaðið er að útskýra hvert hafi verið tilefni fjármálaráð- herrans til að taka það fram að engin pólitísk skilyrði væru tengd Sogsláninu og að það væri heldur ekki „hnýtt við aðra samninga“. Það var vor í Iofti í bænum í fyrradag. Var þetta hlýjasti dagurinn á vorinu, mikið mistur í lofti, hlý goia og nokkurt sólfar. Hitinn komst upp í 16 stig. Börnin voru alls staðar að leik, og úlpur og vettlingar sáust nú ekki. Á slíkum góðviðrisdögum er mannmargt á Arnarhólstúninu og svo var í gær. Margir krakkar komu þangað til að leika sér, litlar telpur sem tóku brúður sinar með sér. Það var skemmtilegt, sögðu þau. Skammt frá, sem algjör andstæða við gleði krakkanna, sátu nokkrir náungar og nutu veðurblíðunnar og ræddu vandamálin milli þess sem brennivíns- flaskan var látin ganga á milli. —Ljósm. Mbl. Alþýðublaðíð og Cuð- mundur I. Guðmundsson ALÞÝBUBLAÐIÐ er að fjargviðrast út af því í gær að Mbl. hafi ekki gert lánsútvegun til Sogsvirkjunarinnar nógu góð skil. Því er til að svara að Mbl. birti sömu tilkynninguna frá ríkis- stjórninni uin þetta mál og Alþýðublaðið og auk þess forystugrein aaginn eftir, en það var meira en Alþýðublaðið gerði. Þessu til viðbótar átelur Alþbl. að birt hafi verið mynd af því, þegar samningarnir um framkvæmd verksins voru undirritaðir. Það var sérstaklega merkilegt í sambandi við þennan samn- ing að nú voru íslenzk fyrirtæki í fyrsta sinn aðilar að verk- legri framkvæmd virkjunar við Sogið, en hingað til hefur framkvæmdin verið í höndum erlendra manna. Var því sér- stök ástæða til að birta einmitt mynd af undirskrift þessara samninga, þar sem allir aðilar komu fram. „Þetta getur nú kallast blaðamennska í lagi“, hrópar Alþýðu- blaðið. Það er auðvitað ekki hægt annað en brosa að svona „merki- legheitum“ en vel mætti þó benda Alþýðublaðinu á að það hefur ekki birt ræðu Guðmundar 1. Guðmundssonar utanríkisráðherra flokksins, sem hann hélt eftir fund Atlantshafsbandalagsins í Bonn né á hana minnzt, með einu orði. Hvað veldur þessari þögn? Nú eru kommúnistum ákaflega illa við þessa ræðu og má vera að þögn Alþbl. sé til komin af þjónkun við þá, eins og stundum vill brenna við í þeim flokki. Eða er bara eitthvað í ólagi með blaðamennskuna? Ágætur sumsöngur kurlukórs Bólstuðurklíðurhrepps SKAGASTRÖND, 7. maí. Þann 1. maí s.l. kom Karlakór Ból- staðarhlíðarhrepps hingað til Skagastrandar og hélt skemmt- un í samkomuhúsinu. Fyrst söng karlakórinn undir stjórn Jóns Tryggvasonar bónda í Ártúnum. Á söngskránni voru mörg lög og m. a. tvö einsöngslög eftir bróður söngstjórans, Jónas Tryggvason, en einsöngvarar voru þeir Guðmundur Sigfússon og Jósef Sigfússon; einnig söng Jón Guðmundsson einsöng í einu lagi. Kórinn varð að endurtaka flest lögin og syngja aukalag. Formaður kórsins er sr. Birgir Snæbjörnsson prestur að Æsu- stöðum. Að loknum söngnum hófst kvöldvaka og voru þar ýmis skemmtiatriði, s.s. leikþættir, söngur með gítarundirleik, upp- lestur Guðm. Halldórssonar, er las frumsamda sögu, einsöngur Guðmundar Sigfússonar með píanóundirleik Árna Jónssonar á Víðimel í Skagafirði. Það eru ekki einasta lömbin, sem una sér í voisólinni. Folöldin fæðast líka og leika sér. Á dög- unura hitti einn af tíðindamönnum blaðsins nokkra unglinga þar sem þeir voru að virða fyrir sér nýkfu fætt folald og móður þess. Folaldið sögðu þau að héti Gletta, en móðirin Jörp og eigand- inn að þessum fallegu gripum kvað vera Jón Bjarnason. Hér sjáum við Glettu litlu fá sér volgan sopa. Á eftir fer hún svo að glettast við krakkana. —Ljósm. vig. Síðasta skemmtiatriðið voru Gluntarnir eftir Wennerberg. — Söngvarar voru sr. Birgir Snæ- björnsson, Jón Tryggvason, Jón Guðmundsson og Jósef Sigfússon, en Árni Jónsson annaðist. undir- leik. Kynnir var Pétur Pétursson bóndi á Höllustöðum. Húsið var troðfullt af áheyr- endum og skemmti fólkið sér prýðilega. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur sýnt áhuga og dugnað hvað félagslíf snertir og væri ánægju- legt ef fleiri hreppar landsins sýndu eins mikinn áhuga og Bólhlíðingar. — Þeir eru nú að hyggja stórt og myndarlegt fé- lagsheimili og er það mikið átak. fyrir svo fámennan hrepp sem Bólstaðarhlíðarhreppur er. Þeir hafa hugsað sér að hafa sem mest heimafengna skemmtikrafta þegar félagsheimilið verður tek- ið í notkun á komandi sumri, og þá með glæsilegri vígsluathöfn. Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps á skilið að fá miklar jþakkir fyrir áhuga og dugnað í hvívetna. Ég vil svo að lokum óska Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps allra heilla í framtíðinnL Guðm. Kr. Guðnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.