Morgunblaðið - 15.05.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.05.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 15. maí 1957 MORGUWBLAÐIÐ 9 Kristján Eldjarn, þjéðminjavörður: Nationaímuseet 750 ára EIN helzta menningarstofnun J Dana, þjóðsafnið mikla, Nationalmuseet, á 150 ára af- mæli í dag. Afmælisdagurinn er miðaður við skipun hinnar kon- unglegu fornleifanefndar í maí 1807. Sú nefnd fékk það hlutverk að safna forngripum innan danska ríkisins og skipuleggja þá á safni, og jafnframt skyldi hún hafa á hendi gæzlu fastra forn- minja frá fornöld og miðöldum. Fornleifanefndin viðaði að sér fornleifum af kappi, og safn hennar varð kjarninn í safni því, sem síðar hlaut nafnið Oldnord- isk Museum og flutt var inn í Prinsens Palæ við Frederiks- holms Kanal árið 1854. Bygging sú var reist á árunum 1742—1744 sem bústaður handa ríkiserfingj- anum, síðar Friðrik konungi fimmta. Arkitekt var Eigtved, hinn frægi og listhagi húsameist- ari, sem þekktur er hér á landi af því að hann byggði Viðeyjar- stofu, elzta steinhús á íslandi, ^rið 1752. Inn í Prinsens Palæ voru imám saman flutt fleiri og fleiri söfn, sem áður höfðu verið hér og hvar í borginni við misjafna umhirðu og frumstætt skipulag. Smátt og smátt myndaðist hin mikla safnasamsteypa, sem síð- an 1892 hefur verið kölluð Nationalmuseet. Hin gamla höll gerðist brátt of þröngur stakk- ur þessari risavöxnu stofnun, en úr því var bætt á árunum 1929 og næstu árum með stórkostleg- um viðbyggingum, sem umluktu og innlimuðu höllina í húsafern- ing mikinn, sem allur er undir yfirráðum safnsins. öll danska þjóðin lagðist á eitt við að koma byggingarmáli safnsins í höfn, enda eru Danir með réttu stoltir af þessu þjóðsafni sínu í hjarta höfuðborgarinnar. Nationalmuseet er í átta deild- um, sem hver urn sig er sjálfstæð heild, en allar sameinaðar undir einum yfirsafnstjóra. Deildirnar eru: dönsk fornöld, dönsk mið- aldadeild, danskt safn fró seinni öldum, þjóðfræðasafnið, klass- íska safnið, mynta- og medalíu- eafnið og náttúruvísindadeildin, allar til heimilis í safnbygging- unni við Frederiksholms Kanal, Cg loks útisafnið við Sorgenfri. Af öllum þessum deildum munu Danir sjálfir hafa mestar mætur á dönsku fornaldardeildinni, þar sem geymdar eru hinar stórkost- legu steinaldarminjar, sem vart eiga sinn líka í Evrópu, eikar- kisturnar miklu frá bronsöldinni og gullfundirnir frá germönsku járnöldinni, svo að eitthvað sé nefnt af þeim ótrúlega fjölda frábærra menningarminja, sem fundizt hafa í danskri mold. Þær sýna, að Danmörk hefur á for- Sögutímum verið þéttbýlt land, oft auðugt land og forustuland í norrænni menningu. En af öll- um deildum safnsins er líklegt, að þjóðfræðisafnið veki mestan almennan áhuga. Meðal slíkra safna stendur það í fremstu röð, og Eskimóasafn þess mun að lík- indum vera hið bezta í heimi. Auk þess er þessi safndeild elzta þjóðfræðisafn í heimi, skipulagt árið 1841. En allar deildir þjóð- Bafnsins eru í einu orði sagt ágæt- ar og standa framarlega meðal vísindalegra safna heimsins. — Stoðar lítt að telja upp einstök atriði í þessari stuttu afmælis- grein. Nationalmuseet minnist í dag margra forvígismanna sinna, sem fallnir eru í valinn. Fyrst og fremst C. J. Thomsen, sem hæst ber í sögu stofnunarinnar. Hann gerðist ritari fornleifanefndarinn ar 1816, og það kom í hans hlut að skipuleggja safn hennar. Út á við er hann frægastur fyrir að hafa fyrstur manna sýnt fram á, að menningarsaga fornþjóð- anna skiptist í þrjú megintíma- i bil, sem kenna má við stein, brons og járn. Fyrir daga Thom- sens hafði mönnum verið þettá hulið, og varð uppgötvun hans grundvöllur að nýjum skilningi á framvindu menningarinnar, grundvöllur sem byggt er á enn þann dag í dag. Fyrstur manna skipulagði hann forsögulegt safn frá þessu sjónarmiði, sem nú er talið sjálfsagt í öllum forsögu- legum fornminjasöfnum. En það var líka Thomsen, sem með styrkri hendi beindi hinum ýmsu sundurlausu og óvísinda- legu söfnum inn í Prinsens Palæ, raðaði þeim þar niður með vís- indalegu sniði og knýtti þau sam- an í eina heild. íslendingar hafa ástæðu til að minnast þessa mikla danska safnamanns þakk- látum huga. Þegar baráttan var háð fyrir stofnun forngripasafns á íslandi, mælti Thomsen með fjárstyrk í þessu skyni við stjórn- ina, þótt honum væri ljóst, að íslenzkt forngripasafn hlyti að svipta safn hans sjálfs voninni um fleiri merka hluti frá ís- landi. Að vísu var hann allvel birgur að íslenzkum merkisgrip- um, sem margir voru komnir í safn hans fyrir atbeina fornleifa- nefndarinnar, og eru sumir þeirra enn í dag í danska þjóð- safninu, en aðra gáfu Danir hing að aftur 1930. En söm var Thomsens gerð. Hann rétti mál- stað íslendinga drengilega hjálp- arhönd, þegar flestir synjuðu um alla aðstoð. STAKSTEIiAR Nationalmuseet í Kaupmannahöfn. En fleiri manna er að minn- ast. Worsaae, eldhugans og húm- anistans mikla, sem fyrstur manna á Norðurlöndum vakti þann almenna áhuga á fornleifa- fræði, sem síðan hefur aldrei slokknað, Sophusar Múllers, sem um langan aldur var fyrirferðar- mestur maður í danskri fornleifa- fræði, Mackeprangs, sem drýgst- an þátt átti í að safnið fékk hina stóru, nýju byggingu sína, Nör- lunds, sem hér á landi er eink- um þekktur vegna rannsóknanna á Grænlandi, en var um langan aldur meðal beztu sagnfræðinga Dana og framarlega í dönsku menntalífi. Hann lézt fyrir nokkr um árum og við stjórn safnsins tók Johannes Bröndsted prófess- or, sem enn er safnstjóri. Hann er forustumaður í danskri forn- leifafræði um langt árabil, rit- höfundur ágætur, hvort heldur sem er í fræðilegum eða listræn- um stíl. Og má þó nærri geta að ekki muni gefast mikið tóm til ritstarfa þeim manni, sem á að veita forstöðu svo stórri stofn- un og halda í hendi sér þráð- unum, sem liggja til allra deilda hennar og fylgjast með þeim öllum. Eg hef nefnt hér nokkur nöfn, þau sem hæst ber í sögu safns- ins. En mörg önnur mætti nefna. Það er Dönum sæmd, hve margir afburðamenn hafa lagzt á eitt að gera Nationalmuseet það sem það er: þjóðarhelgidóm, þangað sem almenningur leitar til að komast í snertingu við uppruna sinn í myrku djúpi forsögunnar, og vísindastofnun, sem nýtur álits um víða veröld og vinnur dyggilega að því að bregða ljósi yfir menningarsögu Norðurlanda og kynna hana heiminum. Á þessum afmælisdegi verða þeir margir sem þakka ógleymanleg- ar ánægjustundir á safninu og senda því árnaðaróskir. Undir þær kveðjur vil ég taka og óska Þjóðsafni Dana í Kaupmanna- höfn vaxtar og viðgangs á kom- andi árum. Kristján Eldjárn. Hvað er ■ skjóðunni ? EINU sinni var — en svo byrja margar frásagnir — bóndi nokk- ur á ferð og kom heim á bæ einn, þar sem var verið að koma úr kaupstað og klyfjar stóðu á hlaði og dót alls konar við bæjardyr og við gluggatótt. Bóndi gekk að skjóðu einni er þar lá, greip í hana og spurði: „Hvað hafið þið nú í þessari skjóðu?“ Ýmsum myndi þykja forvitni- lega spurt og má vera að svo sé, en nú á tímum væri efalaus nauðsyn að vita gjörla hvað er í öllum þeim tilboðaskjóðum sem almenningi eru réttar því stund- um kemur þar upp úr sitt af hverju, sem tæplega var búizt við. Hér verður nú lítillega minnst á innihald einnar skjóðu, sem almenningi stóð til boða og er þó vart séð fyrir enda þess er þar kann upp að koma. Á síðustu árum hafa íslenzkir bændur aflað sér margs konar vélknúinna tækja til að létta sér störfin, s. s. bifreiða, dráttarvéla, mjaltavéla o. fl., er ganga fyrir bensíni eða olíu. Það vakti því almenna ánægju er olíufélögin hér á landi buð- ust til að lána bændum heima- geyma, svo hver bóndi þyrfti ekki að sækja eldsneytið í smá- slöttum, en það er tafsamt og tunnubensínið óvinsælt. Þarna fór „Esso“ í broddi fylkingar og ber það að þakka. Þarna var boð- in fram mikilsverð þjónusta og kapphlaup hófst um geymana, þar sem allir óska að hafa elds- neytið heima hjá sér. Samningar um þessa heimilis- geyma máttu heita hagstæðir seljanda og kaupendum. Kaupendur skyldu greiða and- virði bensínsins, þegar búið væri úr geymunum og þeir fylltir á ný og hafa 6 aura pr. líter í af- hendingargjald. Seljandi losnaði við rýrnun þá, sem jafnan vill verða í geymum og 12 aura á líter, sem eru venjuleg sölulaun til þeirra sem sölugeyma reka. Þarna máttu báffír vel við una, en Adam var ekki lengi í Para- dís. Um það bil tveim árum eftir að aðal geyma kapphlaupið hófst, gaf „Esso“ út þá dagskipan að bensínið skyldi greitt, þegar er geymarnir væru fylltir og var skipun sú, a. m. k. sumstaðar, framkvæmd á þann hátt að um- boðsmenn „Esso“, sem flestir eru jafnframt starfsmenn kaupfélag- anna, fóru í reikning bensínkaup- enda hjá viðkomandi kaupfélagi og færðu til „Esso“ verð bensíns- ins. Ekki voru kaupendur alltaf látnir vita um þessa breytingu fyrr en eftir á og til að þeir yrðu hennar fyrst varir þegar ársreikningar komu í þeirra hendur. Nokkurri furðu gegnir að sömu mennirnir, sem fyrir hönd „Esso“, gerðu áðurgreinda samn- inga við bændur — að vísu munnlega — skyldu án frekari umsvifa hjálpa til að rjúfa þá með því að taka úr reikningum manna greiðslur á þeirri stundu er „Esso“ þóknaðist. En vafalaust verður það reiknað þeim til ráð- vendni. Úr skjóðunni kom því í fyrstu lotu að „Esso“ dregur sér ca 6 mánaða vexti af bensínverðinu frá því, sem um var samið, því ekki mun algengt að fyllt sé á heimilisgeyma oftar en tvisvar á ári. Getur þá hver reiknað eft- ir sinni bensíneyðslu hve mikið er af honum haft. Næsti böggull er þegar kom- inn upp í skjóðuopið svo á sér. Gjaldið sem kaupendurnir áttu að fá fyrir að dæla bensíninu á bílinn sinn eða dráttarvélina — 6 aurarnir — á að fella niður. Þetta er að vísu ekki stór upp- hæð, aðeins lítill blóðmörskepp- ur í núverandi sláturtíð, en ofan á allar jólagjafirnar síðastliðinn vetur og það, sem síðan hefir siglt í kjölfarið er það þó nokk- ur hugnun. Enginn veit hvort skjóðan er tæmd, en litlar líkur virðast til að svo sé. Næsti pinkillinn úr henni gæti orðið að heimta flutn- ingsgjald frá aðalgeymi til heim- ilanna og fleiri smádúsur gætu leynzt á botninum. Þess er skylt að geta að hin olíufélögin eru sögð hafa tínt sams konar pinkla upp úr sínum skjóðum og eru því sömu sökum seld ef satt er, sem ekki skal efað. En því sný ég mér að „Esso“ og þess skjóðu að þar hafa mín viðskipti verið og mun svo um mikinn þorra bænda, enda eðli- legast þar sem kaupfélögin fara með umboð þess. Þá tel ég illa fara hjá fyrirtaéki, sem telur sig til samvinnufélaga, að rjúfa án alls fyrirvara eða viðtals samn- inga um viðskipti sín. Væri ólíkt meiri manndómur að hækka bensínverðið beint er reskturinn þarfnast þess, heldur en læðast að mönnum á þennan hátt. Á sumardaginn fyrsta 1957. Halldór Jónsson. Morð RÖhms hindr- aði borgarastyrjöld MÚNCHEN, 13. maí. — Verjandi þeirra, Sepp Dietrich og Micliael Lipperts, fluttu í dag langa og ýtarlega varnarræðu. — Hann lagði áherzlu á það, að þegar Hitler og SS-liðið lét til skarar skríða gegn Röhm og SA-liðun- um, langhnífanótt, hafi þeir haft líkur eða sannanir fyrir því að Röhm ætlaði að gera uppreisn. Hér hafi borgarastyrjöld því ver- ið yfirvofandi og aðgerðir SS- mannanna, þótt þær hafi verið harkalegar, hafi hindrað mikið blóðbað um allt Þýzkaland. Verjandinn óskaði þess að Rudolf Hess, fyrrum staðgengill Hitlers, sem situr enn í fangelsi sem stríðsglæpamaður, fái að bera vitni í þessu máli. Hann gat þess að það væri undarlegt, að Hess væri látinn sitja í fang- elsi á þeim forsendum að hann hefði ásamt Hitler hafið árásar- styrjöld. Sé það refsivert, þá ættu þeir Guy Mollet og Anthony Eden einnig heima í fangabúðum fyrir að hefja árás á Egypta- land. sagði verjandinn. — Reuter. Vitnisburður Halldórs á Kirkjubóli Tíminn heldur áfram að fjarg- viðrast yfir þeim hætti Morgun- blaðsins að segja satt og rétt frá helztu tíðindum, hvort sem blað- inu sjálfu líka þau betur eða ver, Tíminn reynir t.d. nú að telja mönnum trú um, að með því að segja fregnir af Dags- brúnarfundi sé Morgunblaðið að espa til kauphækkana! Þyí miður ber nú meira á þvl sem miður fer í þjóðlífinu en hinu betra. Þar eiga stjórnar- völdin sína sök og verður ekki komizt hjá að segja frá þeim staðreyndum. Staðreynúirnar eru m.a.s. svo ásæknar, að jafn- vel Tíminn getur ekki til fulls þagað um þær. H.Kr. (væntanlega Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli) skrif- ar svo í Tímann 10. maí: „Sennilega hefur aldrei verið auglýst til kaups og ábúðar jafn mikið af jörðum hér vestra og nú á þessu ári. í haust var byrj- að að auglýsa og síðan hefir verið hert á auglýsingunum. Allt til þessa hafa nýjar jarðir verið að bætast við þær, sem falar eru------“. Og Halldór heldur áfram: „Það eru því allar horfur á því að vestfirzkum eyðibýlum fjölgi að mun á þessu ári“. Ástæða til að endur- skoða launahlutfallið“ Síðar í grein sinni segir Hall- dór: „Senniiega verður lengstum ástæða til að hafa launahlutfall starfsstéttanna undir endurskoð- un, og áreiðanlega er ástæða til að endurskoða þau hlutaskipti nú og gera þar breytingar á“. Ómögulegt er að skilja þessi tilvitnuðu orð Halldórs öðru visi en sem kröfu hans um launa- hækkun til þeirra starfsstétta, sem hann ber fyrir brjósti. Hætt er við, að Tíminn hefði valið slíkri kröfu ófögur orð, ef hún hefði birzt í Morgunblaðinu. Engin félög lóglauna- fólks“ Af Þjóðviljanum 11. maí er aftur á móti sýnt, að hann telur ckki ástæðu til að endurskoða launahlutfallið varðandi þá, sem lægst laun hafa, því að hann segir glaðklakkaralega. „Félög með uppsagða samn- inga eru tiltölulega fá.---— Og það er eftirtektarvert að i þeim hópi eru svo að segja engin féiög láglaunafólks. — — — Meðal þeirra fáu félaga sem sagt hafa upp samningum eru félög verkfræðinga og yfirmanna á farskipum. — — — A<uð- vitað eiga uppsagnir á samn- ingum slíkra hálaunastétta ekk- ert skylt við þá réttlætisbaráttn sem stéttarfélög alþýðunnar hafa háð fyrir mannsæmandi kaupi og kjörum.“ Þjóðviljinn heldur því fram, að „íhaldið“ hafi egnt hálauna- félögin til uppsagnar. Auðvitað er slíkt einber húgarburður. Rík- isstjórnin sjálf beitti sér hins vegar fyrir því, að flugmenn fengju gjaldeyrisfriðindi, sem gerðu að verkum, að talið er, að kaup þeirra hafi í vetur raun- verulega hækkað um 30—40%. Og sjálfur átti fjármálaráðherr- ann hlut að 8% hækkun til starfs manna S.f.S. rétt fyrir áramótin á meðan kaupbindingarlögin eitn voru í gildi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.