Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 1
20 síður múA$foifo 44. árgangur 108. tbl. — Fimmtudagur 16. maí 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsiiw Danska stjórnin baðst lausnar í gær Búizt við erfiðleikum við myndun nýrrar stjórnar Fréttaritari Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn símar í kvöld, að væntanlega muni Vinstri- flokkurinn mynda stjórn með íhaldsflokknum og e. t. v. Kets- forbundet. Ef svo færi hefði stjórnin 84 atkvæði í þinginu eins og jafnaðarmenn og rót- teekir, og verði þá kommúnist- arnir sex oddamenn. ' Kaupmannahöfn, 15. maí. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. 1 kosningunum ur'ðu ýmis und- H C. HANSEN forsætis- og utanríkisráðherra Dana gekk í kvöld arleg viðvik. Þrátt fyrir það að á fund konungs og lagði fram lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti Retsforbundet vann 3 þingsæti sitt. Konungurinn mun kalla saman leiðtoga stjórnmálaflokkanna íéu leiðtogi flokksins, Starcke, á morgun (fimmtudag) kl. 2 eftir dönskum tíma og ræða vlð þá nema byí aðeins a« persónuleg um myndun nýrrar stjórnar, og hverjum beri að fela hana. J>að kom engum á óvart eftir úrslit kosninganna í gær, að Han- sen skyldi biðjast lausnar. Stjórn hans hafði ekki lengur að baki sér þingmeirihlutann. Hins veg- ar þótti þetta koma á nokkuð óhentugum tíma, þar eð fyrir dyrum stendur in opinbera heimsókn Elizabetar Bretadrottn ingar og Filippusar manns henn- ar. Er talið, að vart verði átt við nýja stjórnarmyndun fyrr en að ÚRSLIT dönsku kosnínganna i gær urðu sem hér segir (töl- urnar í svigum eru úr síðustu kosningum): Tafnaðarmenn 70 þingm. (74) Róttækir 14 (14) íhaldsmenn 30 (30) Vinstriflokkurinn 45 (42) Betsforbundet 9 (6) Kommúnistar 6 (8) Slésvíkurflokkurinn 1. Eftir er að kjósa fjóra þing- menn frá Færeyjum og Græn- landi, en þeir hafa ekki áhrif '» stjórnarmyndun. heimsókninni lokinni, en ráð- stefna konungs á morgun mun að líkindum skera úr um það. Elizabet drottning og maður hennar koma til Danmerkur þriðjudaginn 21. maí og fara aft- ur heimleiðis tveimur dögum síð- ar. H. C. Hansen átti tvo stutta fundi við konunginn í dag, hinn fyrri kl. 11 f. h. eftir að hann hafði rætt um afleiðingar kosn- inganna við leiðtoga Jafnaðar- mannaflokksins og lagt fram sjónarmið sin, hinn siðari kl. 5 e. h. og stóð sá fundur aðeins stundarfjórðung. Eftir að forsætisráðherrann hafði lagt fram lausnarbeiðnina tjáði hann fréttamönnum, að úr- slit kosninganna mundu torvelda mjög stjórnarmyndun. — Hann kvaðst ekki geta markað það af ummælum leiðtoga hinna flokk- anna, eftir að þeir vissu um úr- slit kosninganna, hvaða afstöðu eða stefnu þeir mundu taka. Þess vegna hefði hann ekki getað gef- ið konunginum neinar ákveðnar leiðbeiningar varðandi sjálfa stjórnarmyndunina. Hann hefði einungis lagt fram lausnarbeiðn- ina og ráðlagt konungi að fá fram sjónarmið allra flokka um framtíðina. í hinni opinberu tilkynningu, sem ritari ríkisstjórnarinnar scndi út eftir að lausnarbeiðnin hafði verið lögð fram, er ekki minnzt á það, að konungur hafi beðið stjórn Hansens að sitja áfram þar til ný stjórn hefur verið mynduð. Það hefur þó ekki í för með sér, að landið verði stjórnlaust þennan tíma, því í 15. grein dönsku stjórnarskrár- innar stendur skýrum stöfum, að stjórn sem biðst lausnar sitji áfram þar til ný stjórn er mynd- uð. Sumir eru þeirrar skoðunar, að stjórnarmyndunin kunni að taka margar vikur. Erlk Eriksen forlngl Vinstriflokksins greiðir atkvæði. atkvæði bjargi honum eða hann fái sætið, sem kona hans vann í öruggu kjördæmi. Eiginkonur núverandi og tilvonandi ráð- herra eru sagðar vera í miklum vanda, þar sem er væntanleg heimsókn Bretadrottningar. Það verður að fara að panta sam- kvæmiskjólana, en enginn veit með vissu, hver verður ráðherra á þriðjudaginn. Sumar hinna tignu kvenna eru þess vegna fylgjandi því, að stjórnarskiptum verði frestað fram yfir heim- sóknina. •k Neðri deild brezka þingsins hóf í dag umræður um stefnu ríkisstjórnarinnar og munu þær standa í 2 daga. Geitskell, foringi Verkamannaflokksins, veittist mjög að stjórninni fyrir stefnu hennar í málum við austanvert Miðjarðarhaf og framkvæmd hennar. Kvað hann Breta bæði hafa tapa ðstórfé og virðingu um heimsins á innrás sinní í Egypta- land, en Egypta farið með sigur af hólmi. Macmillan forsætisráð- herra varð fyrir svörum og kvað það verða Ijósara með hverjum degi sem liði, að innrásin í Egyptaland hefði verið tímabær og skynsamleg. Bretar væru eft- ir sem áður stórveldi og mundu halda áfram að vera það, sagði Macmillan. H. C. Hansen og frú hans heilsa upp á kosninga-fulltrAai»a ttHt að þ;»u hafa greitt atkvæðí. Glefsur úr forustugreinum danskra blaða í gær Politiken: „Það sem gert verSur þarf að gerast fljótt og þannig að það komi að haldi, en það getur aðeins gerzt með því aö flokkarnir taki höndum saman um að leysa þau örðugu viSfangs- efni, sem við blasa. Nú er afstaSan þannig, að Jafnaðarmenn og Róttækir hafa ekki meirihluta á þinginu. Vinstrimenn og íhalds- menn hafa heldur ekki meirihluta, og það jafnvel þótt þeir taki höndum saman við Retsforbundet. Allt mælir því með stjórn á breiðum grundvelli, helzt samsteypustjórn." Social-Demokraten: „Stjórnmálaástandið eftir kosningarnar er óskýrt. Augljóst er, að stjórn sem Vinstrimenn og íhaldsmenn, eða Vinstrimenn einir, mundu mynda, yrði ekki föst í sessi né vænleg til að ná árangri. Allt bendir íil, að leita verði til kjósendanna innan skamms." Berlingske Tidende: „Úrslitin sýna, að ráðuneyti H. C. Hansens hefur tapað meirihluta sínum og trausti þjóðarinnar." Aksel Larsen í Land og Folk: „Mestu afturhaldsflokkarnir hafa unnið sigur. Og sá sigur er sýnilega unninn vegna þess að margir verkamenn hafa kosið þessa flokka og þá sérstaklega Retsforbundet. Ósigur okkar stafar ekki af stjórnmálastarfsemi okkar á liðnum árum, heldur af áköfum áróðri, sem haldið hefur verið uppi gegn okkur vegna atburða í öðrum löndum, sem við eigum enga sök á." Dagens Nyheder: „Eftir kosningarnar getur Róttæki flokkurinn tæplega komið í veg fyrir, að borgaraleg stjórn verði mynduð. Það getur naumast komið flokknum vel, að ganga inn í Jafnaðarmanna- stjórn eftir kosningar sem sá flokkur tapaði". Eisenhower vongóður Washington, 15. maí. Frá Reuter-NEB. AHINUM vikulega fundi sínum með fréttamönnum í dag sagði Eisenhower Bandaríkjaforseti, að hann sæi ekkert því til fyrir- stöðu, að ísraelsmenn legðu málið fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag, ef Egyptar stöðvuðu skip, sem ísraelsmenn hafa í hyggju að senda um Súez-skurðinn til reynslu. Bandaríkjastjórn sér ekki heldur neitt athugavert við það, að fsraelsmenn sendi skip um skurðinn til að prófa, hvort Egyptar muni virða rétt þeirra til frjálsra sigl- inga um skurðinn. Hins vegar mundu Bandaríkin ekki eiga neinn hlut að málinu, ef Egyptar eða ísraelsmenn reyndu að beita ofbeldi. Banda- ríkjastjórn hefði enn trú á, að hægt væri að telja Egypta á að leyfa skipum frá ísrael siglingar um skurðinn. Að því er snerti Akabaflóann, sagði Eisenhower að Bandaríkin litu á hann sem al- þjóðlega siglingaleið og viður- kenndu skýlausan rétt ísraels- manna til að sigla um hann. En þetta mál mætti auðvitað Jíka leggja fyrir Alþjóðadómstólmn, bætti hann við. Eisenhower tjáði fréttamönn- um ennfremur, aS hann hefði ekki gefið upp vonina um, að hægt væri að fá Rússa til að samþykkja samkomulag um al- þjóðlega afvopnun undir öruggu eftirliti. Sú staðreynd að Rússar virðast nú vera opinskárri á fundum afvopnunarnefndarinnar i London en þeir hafa verið áður gefur til kynna, að þeir finni ekki siður en aðrar þjóðir fyrir hinum mikla bagga, sem aukinn vígbúnaður bindur þeim, sagði hann. Þetta þýddi þó ekki, að hann hefði horfið frá þeirri skoð. »n, að Sovétleiðtogarnir gerðu sér vonir um ávinning af afvopn- unarumræðunum, bætti hánn við. Eisenhower lagði áherzlu á það, að Bandaríkjastjórn hefði ekki enn tekið endanlega a-f- stöðu til þeirra ummæla Dull- esar utanríkisráðherra á þriðjudaginn, að það hlyti að vera hægt að setja upp fyrsta svæðið til löftkönnunar í Alaska og Norður-Kanada. — Það er ómögulegt að segja til um það eins og nú standa sak- ir, hvernig hin endanlega lausn á vandamáli loftkönn- unar og öruggs eftirlits verð- ur, sagði forsetinn. Hann benti hins vegar á mikilvægi þess, að Sovétrikin hefðu látið í ljós áhuga á bandarísku tii- lögunum. Gomúlka forclæmir ofheldi Rússa Varsjá, 15. maí. Frá Reuter-NTB. JEIÐTOGI pólska kommúnistaf lokksins, Wíadyslaw Gómúlka, *-i sagði í ræðu sem hann hélt í miðstjórn flokksins í dag, að þær ofbeldisaðferðir sem Rússar hefðu beitt áður fyrr ættu að vera sósíalista-rikjunum hollur lærdómur. Þær sýna að ekki er hægt að koma á sósíalisma með ofbeldi og ógnum, sagði hann. Gómúlka sagði, að Rússar hefðu beitt ofbeldi og ógnum fyrrum, af því að þá var nauð- synlegt að grípa til slíkra ráða til að efla iðnað og hagkerfi Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.