Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 2
MORCVNBLAÐ1Ð Finwiturtagwr T*. nwf 1957 Eysteinn Jónsson víttur fyrlr misheitingu vulds við veitingu sérleyfis um hefði verið fækkað, svo og hefði aðalsérleyfishafi veitt félag inu ýmsa aðra þjónustu bæði með vöruflutningum og innansveitar- flutningum, Ingólfur kvað það ótrúlegt að nokkur myndi mis- beita svo valdi sínu sem Eysteinn Jónsson hefði hér gert og með því að líta yfir þingsalinn kvaðst f GÆR urðu allharðar umræð- stækkuð upp í 12 farþega bifreið hann engan sjá, sem fram RáBherrann reiddist mjög á Jb/ng- !i í gær fundi ur í Sameinuðu þingi út af fyrir- spurn Jóns Kjartanssonar, sem hljóðar svo: 1. „Hvers vegna synjaði ráð- herra á sl. vetri Verzlunarfélagi Vestur-Skaftfellinga í Vík um leyfi til áætlunarferða fólksbif- reiðar með vörupalli — og einnig síðar um undanþágu — á leið- inni Reykjavík — Vík — Hörgs- land þrátt fyrir einróma með- mæli skipulagsnefndar fólks- ílutninga með bifreiðum? 2. Hefir ráðherra á þessu ári synjað öðrum umsóknum um sér- leyfi, sem skipulagsnefnd hafði einróma mælt með, og ef svo er, hverjum? Jón Kjartansson rakti í fáum dráttum sögu þessa máls. Árið 1950 hefði Brandur Stefánsson fengið aðalsérleyfi á leiðinni Reykjavík — Vík — Kirkjubæj- arklaustur. Árið 1952 hefðu bæði Verzlunarfélag Vestur-Skaftfell- inga og Kaupfélag Skaftfellinga fengið sérleyfi fyrir 6 manna fólksflutningabíl með vörupalli. í júlí sama ár komu þrír fulltrú- ar skipulagsnefndar ásamt skrif- stofustjóra nefndarinnar aust- ur til þess að ræða þessi mál við aðalsérleyfishafa. Þá fengu bæði verzlunarfélögin leyfi sín Hafnfirðingum þakkað KVENNADEILDIN Hraunprýði hafði árlegan söfhunardag sinn 9. maí sl. með sama sniði og áður og með góðum árangri eins og endranær. Þessi dagur er orðinn snar þáttur í lífi Hafnfirðinga, og segja má að þeir keppist um að sýna velvild sína til slysa- varna þennan dag, eins og reynd- ar alltaf þegar Hraunprýði hefir eitthvað á prjónunum til fjár- öflunar. Við konurnar í Hraun- prýði erum Hafnfirðingum mjög þakklátar fyrir áhuga þeirra og góðan vilja, sem er okkur ómet- anlegur, því að á góðvilja þeirra grundvallast allt okkar starf. Tekjur dagsins urðu samanlagt kr. 42.781,00 og þar að auki barst deildinni gjöf að upphæð 2.000,00 kr. frá frú Margréti Guðmunds- dóttur, Öldugötu 8 hér í Hafnar- firði, sem er minningargjöf um mann hennar Arnór Kristján Arnórsson og bróður hennar, Sig urð Guðmundsson, en þeir fórust báðir með togaranum Leifi heppna árið 1926. Eins og kunnugt er, hefir Hraunprýði látið setja lítinn en handhægan björgunarbát á gömlu hafskipabryggjuna, og hefir hann tvívegis komið að liði við björgun manna. Ætlunin er nú að setja annan bát í sunnan- verða höfnina eða á suðurgarð- inn, þar sem hentugt þykir. í þessu sambandi vildi ég benda viðkomandi aðilum á, að nauð- synlegt er að setja upp aðgengi- legan síma við suðurgarðinn. í nafni slysavarnadeildarinnar Hraunprýði færi ég svo öllum okkar ágætu vinum beztu þakk- ir. Mínum félagssystrum og sam- starfskonum færi ég mínar per- sónulegu þakkir. Þær gengu lún- ar frá verki eftir langan en á- nægjulegan vinnudag. Ranaveig Vigfúsdóttir, formaður. með vörupalU til rekstrar yfir sumarmánuðina. Með þessu var leyfi aðalsérleyfishafa rýrt svo mjög að í raun og veru var hon- um ókleift að reka sérleyfið. Þegar hér er komið sögu leitar verzlunarstjóri VVS álits skipu- lagsnefndar um það hvort nefndin hafi nokkuð við það að athuga að aðalsérleyfishafi annist ferðir fyrir félagið um óákveðinn tíma. Höfðu nefndarmenn síður en svo neitt við það að athuga. Þannig stóð þetta þar til sl. vetur að Barndur Stefánsson segir upp sínu sérleyfi og selur Kaupfélagi Skaftfellinga sérleyfisbifreiðir sínar. Þegar svo úthluta skyldi sérleyfum á sl. vetri sótti K. S. um aðalsérleyfið og fékk það og er ekkert við það að athuga. Verzlunarfélagið sótti einnig um leyfi til þess að fá að halda sínu sérleyfi áfram. Skipulagsnefnd mælti einróma með því að það leyfi yrði veitt, en þegar kom til kasta ráðherra synjaði hann. Verzlunarfélag Vestur-Skaft- fellinga áleit að hér hlyti að vera um misskilning að ræða og end- urnýjað því umsókn sína, en til vara sótti það um undanþágu frá sérleyfi, en í sérleyfislögunum er heimilað að veita undanþágu fyr- ir bifreiðir sem flytja eingöngu framleiðsluvörur bænda og mættu þær hafa 8 farþega rúm. .Enn mælti skipulagsnefnd ein- róma með umbeðnu leyfi, en ráð- herra synjaði á ný. Þetta var til- efni fyrirspurnarinnar, sagði Jón Kjartansson. Taldi hann að með framkomu sinni í þessu máli hefði ráðherra mismunað félag- inu og misbeitt valdi sinu, þar sem í öllum tilfellum hefði ver- ið farið með sérleyfi þetta með fullu samþykki skipulagsnefndar fólksflutninga með bifreiðum. Eysteinn Jónsson svaraði því til að VVS hefði aldrei sjálft rekið sérleyfi sitt og enga bifreið átt til þess að geta rekið það. Það hefði ekki haldið uppi ferð- um eins og það hefði í upphafi fengið leyfi til. Þess vegna hefði hann ekki talið ástæðu til þess að veita því leyfi áfram. Um síðarihluta fyrirspurnar- innar kvað hann ekkert dæmi vera sambærilegt þessu, sem hér um ræddi, enda væri svar sitt við þeirri fyrirspurn neitandi. Jón Kjartansson kvað svar ráð- herra við síðari fyrirspurninni sanna að hér hefði hann misbeitt valdi sínu gegn einu félagi. Væri hér um að ræða pólitíska ofsókn gegn félaginu. Benti hann enn á að öll meðferð VVS á sérleyfi því, sem það hafði haft hefði ver- ið með fullu samþykki skipu- lagsnefndar og því hvorki um mis notkun eða vanrækslu á sérleyf- inu að ræða og því rökstuðningur ráðherrans fyrir synjuninni alls ómerkur. Eysteinn Jónsson endörtók það að félagið hefði aldrei rekið sér- leyfið og aldrei átt neinn bíl til þess að geta rekið það. Það hefði því algerlega vanrækt þá þjón- ustu sem því hefði verið fengin með sérleyfinu. Ingólfur Jónsson tók tvisvar til máls og deildi hart á ráðherra fyrir misbeitingu ráðherravalds síns í pólitískum tilgangi. Hann benti enn á rök þau er Jón Kjartansson hefði lagt fram fyrir málinu. Skipulagsnefnd hefði samþykkt allar breytingar, sem gerðar hefðu verið á framkvæmd leyfisins bæði þá að annar aðili ræki það fyrir félagið, og að ferð- kvæma myndi verknað sem þenn an. Hann hefði á freklegan hátt misbeitt pólitísku valdi sinu og myndi það verða honum til skammar og almenningur dæma það hart. Með þessu pólitíska of- stæki og smámunasemi hefði Eysteinn opinberað innræti sitt. Eysteinn Jónsson tók aftur til máls og var sýnilega mjög reið- ur og miður sín. Sagði hann fátt annað en það að Ingólfur Jónsson hefði ekki átt að taka til máls — Gómulka Framh. af bls. 1. landsins. En því miður hefðu verið gerðar miklar og alvarlegar skyssur í Sovétríkjunum. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum sagði Gómúlka einnig, að nauðsynlegt væri að taka tillit til aðstæðna í hverju landi og hafa í huga sérkenni hverrar þjóðar þegar koma skyldi á sós- íalisma. Tala mætti um pólska og rússneska leið til sósíalisma. Það sem greindi Pólverja frá öðr- um þjóðum væri tilfinninganæmi þeirra þegar um frelsi og sjálf- stæði ræður. En við höfum líka erft stjórnleysið frá forfeðrun- um, sagði hann, og það getur skaðað okkur nú. Gómúlka sagði, að öll sós- íalistalönd ættu sameigin- legar óskir um alþjóðahyggju, sósíalískt efnahagskerfi og ó- skoruð völd verkalýðsáns. Hann sagði, að verkalýðsráð- in mættu ekki fá meiri völd en þau hefðu og ekki ættu þau að reka verksmiðjurnar ein saman, því það skapaði hætt- una á fullkomnu stjórnleysi. Það er haft fyrir satt í Varsjá, að verkamenn í höfuðborginni séu andvigir því, að varaforsæt- isráðherrann, Zenon Novak, verði endurkjörinn í æðstaráð flokksins, en hann var látinn fara úr því í október sl. , og skipta sér af þessu máli. Endur tók hann síðan fyrri fullyrðingar um að sérleyfið hefði ekki verið rækt. Magnús Jónsson rakti fram komnar staðreyndir í málinu og sýndi fram á það að sú ráðstöfun Eysteins Jónssonar að synja um leyfi þrátt fyrir eindregin með- mæli skipulagsnefndar væri vægt sagt mjög einkennileg og hæpin, þótt hann hefði kannske laga- heimild til þess. Bjami Benediktsson átaldi mjög framkomu Eysteins Jóns- sonar og brigzlyrði hans í garð Ingólfs Jónssonar, sem hefðu ver- ið honum alls ósæmandi. Hann benti einnig á það að skipulags- nefnd fólksflutninga með bifreið- un hefífc aldrei haft neitt við framkvæmd þessa sérleyfis að at- huga. Sérleyfið hefði verið veitt i tíð fyrrverandi ráðherra og flokksbróður Eysteins Jónssonar. Það hefði verið skylda ráðherr- ans að sjá svo um að starfs- menn hans fylgdust með því að sérleyfið væri rekið eins og vera bæri. Ekkert hefði verið að því fundið, en allar breytingar á því samþykktar. Kvaðst hann ekki trúa því að með þessu hefði ver- ið ætlunin að leiða sérleyfis- hafann í gildru til þess að fá á- stæðu til þess að geta sagt hon- um upp sérleyfinu. Eysteinn #6nsson endurtók enn að sökum þess að sérleyfið hefði ekki verið rekið af sérleyfishafa hefði hann talið ástæðu til þess að svipta hann leyfinu. Mögruleikar jarð- ganga rannsokaðir Tillaga Siguróar Bjarnasonar og Kjartans Jóhannssonar samþykkt LÞINGI samþykkti í gær með samhljóða atkvæðum tillöru þeirra Sigurðar Bjarnasonar og Kjartans J. Jóhannssonar um rannsókn á möguleikum jarðgangagerðar og yfirbygginga á fjaH- vegum. Hafði fjárveitinganefnd fengið tillöguna til meðferðar og sent hana vegamálastjóra til umsagnar. Magnús Jónsson var framsögumaður fjárveitinganefndar, e* Kjartan Jóhannsson þakkaði nefndúini fyrir góða afgreiðslu á til- lögunni. A1 RANNSÓKN FARI FRAM Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara í samráði við vegamála- stjóra rannsókn á möguleik- um jarðgangagerðar og yfir- bygginga á fjallvegum, sem liggja svo hátt eða eru svo ótryggir, að þeir eru aðeins opnir til umferðar nokkurn hluta árs. Skal jafnframt leit- að álits erlendra sérfræðinga á sviði vegagerðar, ef þess gerist þörf." 600 METRA JARÐGÖNG A BREBJADALSHEIÐI í greinargerð tillögu þeirra Sigurðar Bjarnasonar og Kjart- ans J. Jóhannssonar var sérstak- lega bent á nauðsyn jarðganga á Breiðadalsheiði milli Isafjarð- ar og Önundarfjarðar og á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. í álitsgerð vegamálastjóra er talið að 600 metra jarðgöng jmuni þurfa á Breiðadalsheiði til þess að losna vMJ snjóþyngstu kaflann þar. Slík jarðgöng mundu kostá ófóðruð um 4—B millj. kr. ÓRANNSAKAD MILLI HNÍFSDALS OG BOLUNGARVÍKUR Um jarðgöng milli Hnfísdahi og Bolungarvikur er ekki hægt að fullyrða neitt að svo stðddu, þar sem möguleikar til jarðganga gerðar á þeirri leið hafa ekki verið rannsakaðir ennþá, segir vegamálastjóri í álitsgerð sinnL Samkvæmt tillögunnl mun rann- sókn á því atriði verða íram- kvæmd. Vegamálastjóri segir einnig, a8 í Noregi sé nú hætt að yfirbyggja vegi til varnar gegn snjó vegna þess, hve kostnaðarsamt það sé. Stórvirk tæki séu nú til, til snjó- ruðnings. Telur hann yfirbygg- ingu vega hérlendis tæpast koma til greina til tryggingar á vetrar- umferð á snjóþungum vegum. Vaxandi óró og frelsiskröfur meoaL austur-þýzkra stúdenta Berlín, 15. maí. VIÐ austur-þýzka háskóla er mikil ólga þessa dagana, og er með henni fylgzt bæði austan tjalds og vestan með nokkrum ugg. — Það er alkunna, að uppreisnirnar í Póllandi og Ungverjalandi áttu ekki sízt rætur að rekja til frelsisneistans, sem enn leyndist með háskólastúdentum þessara langhrjáðu landa. — Þegar krafa stúdenta um andlegt frelsi kom í snertingu við kröfu verkamanna um mannsæmandi kjör, varð sú sprenging, sem allir muna. Og það eru einmitt verkamenn Austur-Þýzkalands sem lifað hafa erfiða tíma undanfarna mánuði. Utanríkisráðherra V-Þýzka- lands, von Brentano, sagði á NATO-fundinum í Bonn nýlega, að Austur-Þýzkaland væri enn ólgandi eldgígur. Atburðir síð- ustu daga við Humboldt-háskól- ann í Austur-Berlín virðast styðja þessi ummæli. Forseti læknadeildar þessa háskóla, Schiitzler, flúði fyrir skömmu til Vestur-Berlinar, eftir að hann hafði reynt að vernda stúdenta, sem áttu að hljóta hegningu fyrir að láta í ljós samúð með ung- versku frelsishetjunum og fyrir að berjast gegn því, að kenning- um Marx og Lenins væri þvingað upp á stúdenta. Þegar dósent, sem fylgdi flokkslínunni, átti að taka við kennslu hans, voru 115 stúdentar fjarverandi frá fyrir- lestrinum, og voru þeir allir reknir úr háskólanum umsvifa- laust. í kringum háskólabygging- arnar hefur lögregluliðið vetið stóraukið, og sagt er að skammt þar frá séu búðir með 50 vopn- uðum mönnum, sem séu stöðugt reiðubúnir ef þörf krefur. ÓRÓINN MAGNAST Óróinn hefur breiðzt út frá læknadeildinni til annarra deilda háskólans, ekki sízt þar sem þess hefur verið krafizt að þeir gefi sig fram „af frjálsum vilja" til að vinna í surtabrandsnámunum. Af 700 stúdentum sem fengu slíka skipun gáfu aðeins 30 sig fram. Þúsundir austur-þýzkra stúdenta hafa verið alvarlega varaðar við að fara til Vestur- Þýzkalands í ár, og hefur það í för með sér að margir stúdent- anna verða að hætta við heim- sóknir til ættingja eða vina fyrir vestan járntjald. NAUDUNGARVINNA Hugsjónabaráttan í skólunum hefur líka aukizt og harðnað — „vaxandi borgaralegar tilhneig- ingar" í kennslunni hafa verið fordæmdar opinberlega óg að engu gerðar; og sett hafa verið ný Iög sem lögbjóða „eins ára skylduvinnu í þágu ríkisins", en það er í rauninni ekkl annað en árs nauðungarvinna fyrir alla stúdenta, áður en þeir fá að- gang að háskólum. Atburðirnir við Humboldt-há- skólann þykja gefa til kynna, að austur-þýzkir stúdentar láti ekki kæfa frelsisvilja sinn með lögum, hegningum og brott- rekstrum. Kvíðinn fyrir því, að ný sprenging verði í Austur- Þýzkalandi í sumar, fer dagvax- andi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.