Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. mai 1957 Vegur Macmillans Það var spád illa fyrir brezka forsætisráðherranum ÞAÐ VAR spáð illa fyrir Mac- millan þegar hann tók við stjórn, eftir hið skyndilega fall Edens. „Sá hefur tekið við erfið- um arfi", sögðu blöðin. Það var líka mála sannast. Álit Breta hafði ekki um langan aldur ver- ið minna en þá, mörg málefni þeirra virtust í fullkomlegu óefni og ríkisstjórnin og flokkar henn- ar voru á hverfanda hveli, svo aS nálgaðist fullkomna ringul- reið. Það voru fæstir, sem bjuggust við miklu af Macmillan. Honum var af fáum trúað til að rétta það við, sem úr lagi hafði farið, bæði inn á við og út á við. Sumir spáðu honum hinum mestu hrak- förum og mundi stjórnartími hans ekki eiga sér langan ald- ur. En þetta hefur farið á annan veg. Macmillan tók þá stefnu að haga sér á engan hátt eins og Bretar væru minni máttar og illa staddir, heldur ganga uppréttur fram á alþjóðavettvangi. Hann tók afleiðingunum af því að Súez-málið væri Bretum tapað, en það hefur nú kostað hann brottför 10 manna úr þingflokkn- um. Hann fór til fundar við Eisenhower í Bermuda og endur- reisti aftur traust Bandaríkja- manna á Bretum sem höfuð- bandamönnum þeirra í Evrópu. Hermálaráðherra Macmillans, Duncan Sandys, tók upp nýja stefnu í hermálum, sem gerir ráð fyrir kjarnorkuvígbúnaði og miklum samdrætti á þeim her- búnaði, sem miðaður var við fyrri heimsveldisaðstöðu Breta. Til þessa fékk Macmillan tilstyrk Bandaríkjamanna á fundinum í Bermuda. Stefna Peters Thorn- eycrofts fjármálaráðherra er sú að ýta undir framtak manna og reyna á þann hátt að auka fram- leiðsluna .í landinu en það er talið hið mesta nauðsynjamál í sambandi við efnahag Breta. Verkamannaflokkurinn hefur reynt að ala á óánægju með stefnu fjármálaráðherrans á þeim grundvelli, að ekki væri tekið nóg tillit til launastéttanna, en sá áróður er talinn hafa farið út um þúfur. Meðal kjósenda verkamannaflokksins hefur álit Macmillans farið sívaxandi. Hins vegar sjást þess merki að álit Gaitskells hafi ekki vaxið að sama skapi. Blómatími hans var þegar vandræðin voru sem mest út af Súez-deilunni en sá tími er hjá liðinn. Þegar Macmillan tók þá ákvörðun á dögunum að leyfa enskum skipum að sigla um Súez-skurð, veittist Gaitskell að honum fyrir of mikla linkind við Egypta, en sú gagnrýni fékk ekki hljómgrunn, að því er brezk blöð telja. í marz s.l. sagði Salisbury lá- varður sig úr stjórninni. Hann er af valdamikilli ætt, sem hef- ur haft mikil áhrif innan íhalds- flokksins um langan aldur. Til- efnið var, að Macmillan leysti Makarios erkibiskup Kýpurbúa úr haldi. Brottför Salisbury vakti ekki neinn óróa að talizt gæti, innan íhaldsflokksins, og má segja að Macmillan hafi sloppið betur frá missi þessa áhrifamikla manns en búizt var við og er talið að stjórn Macmillans standi, að kalla, jafn upprétt eftir sem áður. Brezk blöð skrifa nú talsvert um að komið hafi í ljós að Mac- millan væri allur annar en búizt var við. Jafnvel blöð Verka- mannaflokksins geta ekki stillt , sig um að dáðst að honum. Richard Crossman, sem er kunn- ur verkamannaþingmaður, skrif- ar t. d. fyrir stuttu í Daily Mirror að Macmillan „hafi einmitt veitt íhaldsflokknum þá djarfmann- legu forystu, sem flokkurinn þurfti en fékk ekki, undir stjórn Edens." Þeir sem þekkja til ferils Mac- millan benda á að framkoma hans þurfi ekki að koma svo mjög á óvart. Hann hafi ætíð sýnt að hann var ekki hraeddur við að taka ákvarðanir og baka sér óvinsældir. Á það er bent að hann hafi 1936 sagt sig úr íhaldsflokknum í mótmælaskyni við stefnu Baldwins gagnvart ítölum út af Abessiníustríðinu og þá hafi litið svo út, sem Mac- millan mundi ekki eiga aftur- kvæmt í brezku stjórnmálalífi. Til þess er líka vísað, að Mac- millan hafi tekið við embætti fjármálaráðherra af Butler þeg- ar illa stóð á og hafi þá þurft kjark til að horfast í augu við erfiðleikana og þora að baka sér óvinsældir í starfi. Þeir, sem nú eru taldir vel kunnugir brezkum stjórnmálum, segja að Macmillan muni geta haldið völdum út kjörtimabilið eða til 1960 og megi þá vel vera, að honum hafi þá tekizt að bæta afstöðu íhaldsflokksins svo vel, að flokkurinn hafi þá góðar von- ir um sigur, þó illa hafi blásið í aukakosningum í landinu að undanförnu. sferifar ur daglega lifinu Idag ritar Carlsen minkabani hér pistil um minkaveiðar og nokkur atriði í sambandi við þær. Carlsen er sá maður sem ötullegast hefir gengið fram í því að útrýma minknum, og fyrir það á hann miklar þakkir skild- ar. Hér grípur hann á merki- legu máli, að nauðsyn sé að hækka mjög verðlaunin fyrir minkadrápið, frá því sem nú er. Ekki upp á kaup — Iseinasta tölublaði „Frjálsrar þjóðar" birtist greinarkorn, eftir Jón Guðmundsson frá Gröf, þar sem rætt var um frumvarp til laga um eyðingu refa og minka. f greininni ræðir höfund- ur sérstaklega um kostnaðarhlið máisins og í því sambandi skýrir hann frá því , að hann hafi frétt um eina fjölskyldu, sem hafi þegar borið úr býtum í vargdýra- leit kr. 12.000. — og hafi ekkert dýr unnizt. í framhaldi af þessu langar mig til að ræða nokkuð um þessi mál. Frumvarpið um eyðingu refa og minka, ef að lögum verð- ur, er bezta skrefið, sem stigið hefur verið á Alþingi í sambandi við eyðingu minka. Minkamálin hafa því miður of lengi verið látin liggja í láginni. Ég vil gjarn- an segja frá áhti mínu á ákvæð- um frumvarpsins, sem varða minkinn sérstaklega, og þá benda á atriði, sem betur mætti fara. Er hér sérstaklega rætt um 5. grein frv. og 9. gr. þess. í hinr.i fyrri er talað um að stjórnir sveita, bæja eða upprekstrar- félaga skuli ráða veiðimenn, til þess að vinna greni og minka- bæli á sínum svæðum. Rætt er um að þar sem betur þyki henta, skuli að fengnu safnþykki skot- manns ráða sérstaka menn til þess að vinna mink og minka- bæli. Þetta tel ég ekki heppilegt. Það mun svo vera, að tiltölulega fáar grenjaskyttur hafa reynslu í minkaveiðum, og það á ekki að ráða menn upp á kaup til minka'- veiða. Með þeirri aðferð borgar ríkis- sjóður fyrir reynsluleysi, mis- tök og annað af því tagi. En ef há verðlaun væru aftur á móti greidd fyrir minkinn, en það legg ég áherzlu á, verða menn að borga sjálfir fyrir mistök sín, og svo er þýðingarmeira atriði, sem mun koma í ljós með háum verðlaunum, að mjög margir munu sækja fram í minkaeyð- ingu, þeim mun stórfjölga, sem fást við minkaveiðar frá því sem nú er, og fleiri dýr vinnast, en það hlýtur að vera markið, sem keppa ber að . Sem flestir þurfa að stunda veiðarnar. FJÖLDAÞÁTTTAKA verður að fást í minkaeyðingu og há verðlaurí geta ein rnegnað að skapa hana. Um ráðningu manna til minkaveiða vil ég enn segja þetta. Árið 1939 heimilaði land- búnaðarráðuneytið þáverandi loðdýraráðunaut, að ráða menn til minkaveiða. Slíkum veiði- mönnum mátti greiða sama kaup og vegavinnumenn fengu þá. Þá var ráðinn til starfs ágætis skytta og var það samvizkusam- ur maður, sem hafði áður tekizt að bana nokkrum minkum. Þess- um manni tókst að ná í 2 dýr og nam kostnaður við það kr. 787.00,, en verðlaun voru á þeim tíma kr. 20.00. Þótti þetta gefa svo slæma raun að hætt var við frekari ráðn ingar. í grein, sem Guðmundur Þor- steinsson frá Lundi reit í „Tím- ann" fyrir skömmu, upplýsti hann, að kostnaður við vinnslu refa i fyrravor í tveimur sveitum í nágrenni Reykjavíkur, hafi orð- ið — í annari kr. 2300.00 á dýr og í hinni kr. 3480.00. Upplýsingar þær, sem Jón Guðmundsson frá Gröf birtir, ef réttar eru, sýna líka ljóslega að við erum á rangri leið, með ráðningu manna. Það má vera, að heppilegt sé að hafa heimild í lögum til að ráða ákveðna menn, til grenjavinnslu, enda er sumu öðru vísi háttað með refinn en minkinn, og til eru í sumum sveitum afbragðs grenjaskyttur. Hækka þarf verðlaunin. 19. gr. frv. er ákveðið, að verð- laun fyrir ref séu kr. 250.00 og fyrir mink kr. 150.00. Verð- laun þessi þurfa að hækka veru- lega til þess að árangurs sé að vænta. Sem dæmi um, hver áhrif góð hækkun verðlauna hefur, vil ég geta þess, að bóndi einn í Grafningi hefur nú í vor unn- ið á 4 refapörum, en verðlaun í Grafningshreppi eru ákveðinn kr. 500.00 Sem sagt háu verðlaunin verða þegar allt kemur til alls heppilegasta leiðin fyrir ríkis- sjóð. Þá er borgað fyrir árangur. Það er ekki alveg út í bláinn, að Strandasýsla greiðir kr. 260.00 fyrir hvern unnkm mink. wœm t dag er þetta listafólk væntanlegt hingað til Reykjavíkur, en það mun leika og syngja fyrir gesti Þjóðleikhúskjallarans. Ánæginlegt samstarf Taflfélags Hreyfils eg bankamanna PRÁ ÞVÍ ER SAGT í blöðunum á sunnudag og þriðjudag að farið hafi fram skákkeppni milli Hreyf ilsmanna og bankanna á 30 borð- um og þeirri viðureign lokið með jafntefli, 15 vinningum hjá hvor- ura aðila. Með þessari frásögn er hvergi nærri sagt nægjanlega frá sam- starfi Hreyfilsmanna og banka- manna og verður hér reynt nokk- uð úr að bæta. Taflfélag Hreyfils hefir starf- að undanfarin ár af vakandi og vaxandi áhuga. Þreytt hefir það maigar keppnir og hvarvelna komizt til fo.ystu. Það hefir eí.nn ig vakið önnur samtök til skák- iðkána og á það lof og þakkir ann arra félaga fyrir forgöngu. Fyrir rúmu ári varð að sam- komulagi, fyrir tilmæli Hreyfils- manna, að skákkeppni fór fram milli þeirra og bankanna. Var sú keppni þreytt í salar- kynnum bankanna. Annað skákmót Hreyfilsmanna og bankamanna fór fram eins og frá er sagt, föstudaginn 10. þ.m. Teflt var á 30 borðum. Annars vegar Hreyfilsmenn, hins vegar 10 skákmenn úr hverjum hinna þriggja stærstu banka. Hreyfilsmenn sáu um mót þetta. Þeir buðu til keppninnar. Fór hún fram í Skíðaskalanum í Hveradölum. Þangað óku Hreyí- ilsmenn öllum keppendum og nokkrum áhugasömum gestum. Þegar þangað var komið kl. rúm- lega 6 að afloknum vinnudegi bankamanna, buðu Hreyfilsmenn til kvöldverðar og veittu af sér- stakri rausn og myndarskap. Borðhaldi stjórnaði Stefán Magnússon, skrifstofustjóri Hreyfils. Ræðu flutti Þorv. Jó- hannesson formaðutr Taflfélags Hreyfilsmanna og hvatti áheyr- endur til meiri og almennari þátttöku í heildarfélagsskap skák manna. Adolf Björnsson þakkaði fyrir hönd bankamanna þessa veglegu veizlu og hið sérstæða og ánægjulega samstarf, sem haf- ið væri milli þessara tveggja starfshópa. Hann árnaði tafl- mönnum Hreyfils fararheilla, en á föstudaginn kemur leggja þeir í langferð til taflkeppni í Helsingfors í Finnlandi. Að loknum kvöldverði hófst skákkeppnin. Séreinkenni hafði þessi keppni, sem fátítt mun, að minnsta kosti hérlendis, að meðal hinna 60 keppenda var ein stúlka, Margrét Þórðardóttir í Búnað- arbankanum. Segir hér eigi frá viðureign og úrslitum. í kaffihléi um kl. 11 voru enn bornar veítingar á borð. Við það tækifæri afhenti form. Taflfélags Hreyfils, Þorv. Jóhannesson, Samb. ísl. banka- manna forkunnarfagran grip til eignar og minningar um keppni þessa. Var það hrókur (alls fagn- aðar), smíðaður úr silfri á ma- honyfæti. Veitti honum viðtöku fyrir hönd bankamanna Adolf Björnsson. Síðustu skák lauk stundu eftir miðnætti. Var þá haldið heim. Bankamönnum fellur aldrei úr minni hinn fagri dagur, föstudag urinn 10. maí, þegar þeir óku sólbjartan síðdag í boði Hreyfils manna austur í Skíðaskála, nutu þar afbragðs veitinga og áttu með góðum vinum ógleymanlega kvöldstund. Hreyfilsmenn eru góðir tafl- menn og drengir góðir. Bankamaður. Vcflir orðnir greið- færir á Snæfellsnesi VEGIR eru nú óðum að batna á Snæfellsnesi og má segja að þeir séu að verða greiðfærir. Erfið- astir hafa þeir verið í Helga- fellssveit og Eyrarsveitarvegur hefur verið illfær hingað til. Þá eru göturnar í Stykkishólmi ekki sem beztar. Gróður er þegar farinn a3 koma, enda hafa hlýindi verið undanfarið, en tvo seinustu daga hefur hins vegar verið kalt í veðri og jafnvel frost á nóttunni, en vonandi er þetta bara i bili, því annars er vorgróðri mjög hætt. Vertíð hefur verið léleg aS undanförnu hjá línubátum og oft þannig, að róðrar hafa fallið nið- ur vegna aflatregðu. Aftur á móti hafa bátar sem afla í net fiskað mjög sæmilega og stundum ágæt- lega eða frá 5 og upp í 17 tonn á sólarhring. Er þetta bezta netja vertíðin hér í Stykkishólmi. Líður nú senn að vertíðarlok- um og munu sumir bátar innan tíðar hætta róðrum. Heilsufar hefur almennt /erið — A. H. gott í héraðinu í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.