Morgunblaðið - 16.05.1957, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.05.1957, Qupperneq 8
8 MORCUNBT.AÐIÐ Fimmtuðagur 16. maí 1957 ÞÆTTINUM hefur borizt bréf frá frímerkjasafnara utan af landi, þar sem segir svo: „Ég hefi veitt athygli frímerkja þætti þeim, er farinn er að koma í „Morgunblaðinu“, og tel ég þetta geta orðið mikill styrkur fyrir frímerkjasöfnun hérlendis og verður vonandi áframhald á þessum þáttum. Fyrir mitt leyti vildi ég gjarnan að þeir yrðu vikulega eða að minnsta kosti hálfsmánaðalega, og það jafnvel allt árið. En þetta er nú ef til vill til of mikils mælzt, svona til að byrja með“. Vér þökkum bréfið og eins og getið var um, þegar farið var af stað með þætti þessa um frí- merki og söfnun þeirra, mun verða reynt eftir beztu getu, að hafa sem mesta fjölbreytni í þeim, en varla geta þeir birzt eins oft og bréfritarinn óskar eftir, þótt nægjanlegt efni sé fyr- ir hendi, jafnvel þótt vikulega væri um frímerki skrifað. Þá skal þess einnig getið hér, að vegna fyrirspurnar utan af landi, um það, hvort safnarar búsettir þar gætu orðið félagar í væntanlegum frímerkjaklúbb sem stofna á í Reykjavík, þá telj- um vér það mjög auðsótt mál, m. a. vegna þess að því fleiri sem félagar eru, þeim mun meiri ár- angur af starfinu og fleiri tæki- færi fyrir hina mörgu safnara að skipta á frímerkjum sín á milli. STIMPLUNARAFBRIGÐI í Alþbl. 12. þ. m. var þess getið með óþarflega stórri fyrir- sögn, að það óhapp hefði viljað til, að við stimplun nokkurra umslaga sem á voru límd hin nýju íslenzku Jöklamerki, er út komu 8. þ. m., hefði þar til gjörð- ur fyrstadagsstimpill verið rangt stilltur, þannig að stimplað var með dagsetningunni 7.V.1957, í stað 8.V.1957, og að þessi stimpl- un eigi eftir að verða afar verð- mæt. Það má vel vera, að til séu einhverjir umslagasafnarar, sem sækjast eftir slíku afbrigði, en þeir eru ekki margir, vegna þess, að þegar að er gætt, er og verður slíkur stimpill sem um getur í fréttinni ekkert sérstakt verð- mæti, m.a. vegna þess, að alþjóða frímerkjaverðlistar skrá ekki slík stimpilafbrigði og er því ekki hægt að ákveða neitt um verð- mæti sliks umslags sem hér um getur, og ennfremur hefur rang- ur póststimpill ekki eins mikla þýðingu fyrir safnara eins og t. d. frímerki sem í finnst prent- villa eða annað sem orsakar verðhækkun merkisins. Svo ber þess einnig að gæta, að engin staðfesting er til á því hve mörg umslög hafa verið stimpluð með þessari umtöluðu dagsetningu. Svipað fyrirbrigði sem þetta hef- ur átt sér stað í erlendum póst- stimplum og eru þeir ekki álitnir neitt sérstakt verðmæti, heldur aðeins skemmtileg tilviljun. Og til þess að umslög með slíkum stimpli eða frimerki með prent- villu teljist sérstakt verðmæti eða afar verðmæt, verður ekki hjá því komizt að slíkt fáist skráð og viðurkennt í alþjóðaverð- skrám frímerkja. Hins vegar er hægt að telja frímerki verðmætt eins og t.d. 35 aura Heklu frímerkið, sem yf- irprentað var með 5 AURAR, tíðindi, að áætlun hefur verið gjörð um frímerkjaútgáfur þær er koma eiga á yfirstandandi ári. Vér höfum fregnað að hið nýja 25 króna merki, sem ber myncj af Bessastöðum, komi út í júní eða júlímánuði og svo síðsumars skógræktarmerki þau er áður var 'ÍSLAND *JOK(.Aa- iCELAND Nýju jöklamerkin er út komu 8. maí, stimpluð á útgáfudegi. og sú skekkja uppgötvaðist á nokkrum örkum, að gleymzt hafði að yfirprenta eitt merki í hverri örk af 35 aura verðgildinu, en slík afbrigði eru oftast skráð í verðlista og þá oft talin mjög verðmæt. (Sjá meðf. mynd). ÍSLENZKAR FRÍMERKJAÚTGÁFUR Undanfarið hefur verið deilt á íslenzku póststjórnina í einu af dagblöðum bæjarins vegna prent- unar og frágangs íslenzkra frí- merkja síðari ára og má vel vera að tilefni hafi verið til þessa, en án þess að ræða þau mál hér, má geta þess, að það er vanda- samt verk að undirbúa útgáfu nýrra frímerkja og þótt finna hafi mátt sitthvað að prentun, „centeringu“ og tökkun íslenzkra merkja nú hin siðari ár, þá eru auðvitað möguleikar á að gjöra betur og það er án efa, hverri stofnun sem um mál þessi fjalla, kappsmál að merkin séu eins vel gjörð og kostur er á og mætti þar á minnast, að ef til vill gæti verið rétt, að samkeppni væri við höfð um teiknun og uppástungur að íslenzkum frímerkjum. Annars er það skoðun vor, að núverandi póst- og símamálastjóri vilji og óski eftir, að útgáfur frímerkja vorra verði þannig úr garði gjörð- ar að íslenzk merki megi verða auglýsing fyrir ísland og þau talin í fremsta flokki hvað falleg „motiv“ snertir og svo auðvitað að merkin séu vönduð að öllum frágangi Litavali íslenzkra frí- merkja sem út hafa verið gefin á árunum eftir 1940 hefir verið nokkuð ábótavant, einkum vegna þess að litir hverrar útgáfu hafa líkzt of mikið hver öðru, eins og t.d. 60 aura rafvæðingarmerkið, 10 króna handritamerkið og nú síðast 10 kr. jöklamerkið, sem öll þrjú bera svo að segja sama ljósbrúna litinn, en þetta er auð- velt að bæta og verðúr sjálfsagt gjört við nánari íhugun. NÝ ÍSLENZK FRÍMERKI Þá getum vér fært söfnurum þau Prentvilla: Vantar yfirprentunina á 35 aur, á annað merkið. getið hér í blaðinu. Ennfremur er oss tjáð, að út verði gefið í nóvem ber n.k., frímerki til minningar um 150 ára afmæli þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar og er það vel þegar póststjórnin minnist merkisafmæla stjórmenna þjóðar vorrar á þennan hátt. Verðgildi þessa afmælisfrímerkis verður í hóf stillt, þannig að allir frí- merkjasafnarar eiga auðvelt með að eignast það, en slík merki seljast ávallt fyrr upp heldur en mörg önnur, og komast því fljót- lega í sæmilegt verð. DÖNSK FRÍMERKI í dönskum blöðum hefír tölu- vert verið rætt, og menn ekki Teikning af nýju 60 aura dönsku frímerki. verið sammála, um fegurð danskra frímerkja. Á það skal ekki lagður dómur hér, en það er álit margra safnara að ensk og dönsk frímerki séu heldur ó- smekkleg, svo að vægt sé að orði komizt. En nú er í ráði að í byrj- un næsta árs verði gefið út 60 aura danskt frímerki sem um leið verði auglýsing fyrir hinn þekkta danska „Ballett", og hafa birzt myndir af tillögum um þetta merki sem sýna að teiknaranum H. Thelander, hefur tekizt vel og verður þetta nýja frímerki mun smekklegra en aðrar útgáfur danskra merkja. UNGIR SAFNARAR Það hefir verið gjört að tillögu við þann, er þennan þátt ritar, hvort ekki væri hægt að hvetja unglinga til söfnunar á frímerkj- um, og að þeir um leið, með því að eignast gott safn frímerkja, gætu myndað sér sparisjóð, sem þeim síðar gæti komið að gagni. Þessu er til að svara, að imgling- ur sem byrjar söfnun frímerkja í dag, getur að nokkrum árum liðnum verið búinn að ávaxta peninga sína það vel, að betri vextir fáist vart af þeim krónum sem hann hefur lagt til hliðar til kaupa á notuðum og ónotuðum frímerkjum. Og væri ekki reyn- andi fyrir kennara landsins að hvetja börn og unglinga til söfn- unar frímerkja, því að geymt frí- merki er einnig græddur eyrir. Þess skal getið, að sóknarprestur hér á Suðurlandi, sem sjálfur á töluvert safn, hjálpaði og leið- beindi unglingum í sókn sinni til byrjunar á söfnun frímerkja og frétzt hefur að undraverður ár- angur hafi náðst á tiltölulega skömmum tíma og hafa hin ungu sóknarbörn prestsins nú þegar eignazt dágóð söfn, sem þau hafa ánægju og gagn af. Hér skal staðar numið að sinni en á það skal aftur bent, að þáttur þessi mun veita móttöku til birtingar, aðsendum greinum og bréfum sem fjalla um frí- merki og frímerkjasöfnun. — J. H. Gufa fyrir hifaveifu Rvíkur og Hafnarfjarðar frá Krísuvík FEST hafa verið kaup á stór- virkum jarðbor í Ameríku og er hann ætlaður til að bora með honum eftir gufu á jarðhita- svæðum landsins. Ríkissjóður og bæjarsjóður Reykjavíkur kaupa borinn í sameiningu. Ríkisstjórn hefur haft slík bor- kaup í undirbúningi undanfarin ár og fjárveiting til þeirra var á fjárlögum fyrir árið 1956 og viðbótarfjárveiting er á- fjárlög- um þessa árs. Bæjarstjórn Reykja víkur hafði jafnframt haustið 1955 undirbúið borkaup með bor- un vegna fyrirhugaðrar stækk- unar Hitaveitu Reykjavíkur fyr- ir augum. Á árinu 1956 gerðu ríkið og bærinn með sér samn- ing um að kaupa og reka borinn í sameiningu og var skipuð nefnd til að sjá um kaup og rekstur hans. í nefndinni eiga sæti sem fulltrúar ríkisins Jakob Gíslason, raforkumálastjóri, og Þorbjörn Sigurgeirsson framkvstj. Rann- sóknaráðs ríkisins, og sem full- trúar Reykjavíkurbæjar Árni Snævarr, verkfræðingur, formað ur hitaveitunefndar Reykjavík- urbæjar, og Steingrímur Jónsson, rafmagnsst j óri. Bor sá, er nú hefur verið keyptur, kostar um 6 milljón krónur frá verksmiðju. Tekizt hefur að fá sérstakt lán í Banda- ríkjunum fyrir 80% af kaupverði borsins til fimm ára með lágum vöxtum. Bor þessi er af nokkuð annarri gerð, en jarðborar, sem notaðir hafa verið hér á landi til þessa, og miklum mun stærri og afkasta meiri, en auk þess gerður með þáð fyrir augum, að með honum verði hægt að bora gegn tölu- verðum gufuþrýstingi. Fyrst í stað mun verða lögð áherzla á að bora víðar holur, að minnsta kosti 600 m. djúpar til gufu- vinnslu, en jafnframt haft í huga að- bora síðar allt að 1800 m. djúpar holur í rannsóknaskyni og til gufuvinnslu, ef þörf reyn- ist. Borinn mun væntanlega koma hingað til landsins nú á miðju sumri og þá verður hafin borun eftir gufu til viðbótar hitaveitu fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð. Yerður sú borun væntanlega á Krísuvíkursvæðinu, en af öðr- um gufusvæðum, sem borun er fyrirhuguð á, má sérstaklega nefna Námafjall við Mývatn, Hveragerði, Hengilsvæðið og Reykjanes. AMMAN, 4. maí. — Útvarpið í Amrnan hefir ráðizt harka- lega á vinstri sinnuð biöð og útvarpsstöðvar í öðrum Araba ríkjum fyrir áróður gegn stjórn Jórdaníu og árásir á Hussein konung. — Sagði út- varpið, að gleðilegt væri, að konungi skyldi hafa tekizt að hindra fyrirætlanir komm- únista í Jórdaníu, en því mið- ur hefði þeim orðið meira á- gengt í sumum hinna Araba- landanna. Húseigendafélagið mœlir gegn stóreignaskatts- frumvarpinu FRAMHALDSAÐALFUNDUR var haldinn í Fasteignaeigenda- félagi Reykjavíkur s.l. þriðjudagskvöld. Formaður félagsins, Hjörtur Hjartarson setti fundinn. Fundarstjóri var Þorsteinn Bern- hardsson og fundarritari Sigurjón Einarsson. — Lokaatkvæða- greiðsla fór fram um nokkrar breytingar á lögum félagsins. Sam- þykkt var m. a. sú breyting, að félagið heitir framvegis Húseig- endafélag Reykjavíkur. Framsöguerindi flutti á fund- inum Páll S. Pálsson, hrl., um fasteignamálin og löggjafarvald- ið, og Einar B. Guðmundsson hrl. um frumvarp til laga um stór- eignaskatt. Umræður hófust með því að Páll Magnússon, lögfræð- ingur ræddi um stóreignaskatts- frumvarpið sem brot á stjórnar- skránni, ef að lögum yrði. Fundurinn var vel sóttur og urðu miklar umræður, er stóðu til miðnættis. Formaður félagsins skýrði svo frá á fundinum, að félagsstjórnin hafi samþykkt að leita nú þegar til landssamtaka atvinnuveganna um skipun sameiginlegrar nefnd- ar, er taki frumvarpið um stór- eignaskatt til athugunar. Að umræðum loknum voru eftirgreindar tillögur samþykkt- ar einróma: I. — Fundurinn telur, að lög um afnot íbúðarhúsa í kaupstöð- um, er samþykkt voru á yfir- standandi Alþingi, þar sem lagt er bann við að breyta íbúð í at- vinnuhúsnæði, að viðlögðum allt að 1 millj. kr. sektum, sé óhæf lagasetning, er vinni gegn eðli- legri sköpun viðskiptahverfa í kaupstöðum. Ennfremur telur fundurinn að í sambandi við undanþágur lag- anna sé félagsmálaráðherra gefið vald til þess að virða óskir hlut- aðeigandi bæjarstjórna að vett- ugi og vítir fundurinn þá stefnu, að draga sjálfstjórnarvald bæjar- félaga í hendur ríkisvaldsins. II. — Fundur í Húseigendafé- lagi Reykjavíkur, haldinn 13. maí 1957 ályktar að skora á Al- þingi að fella frumvarp það um skatt á stóreignir, sem ríkisstjórn in hefur lagt fram, af eftirtöld- um ástæðum: 1. 1 frumvarpinu felst freklegt brot á 67. gr. stjórnarskrárinnar, öðrum þýðingarmiklum ákvæð- um hennar og anda. 2. Ef lánsfjárstofnanirnar f landinu vantar rekstrarfé til út- lána, er það gagnstætt venju, al- rangt og óþarft, að afla þess fjár með eignaupptöku hjá einstak- lingum, enda eiga lánsfjárstofn- anirnar að fá útlánafé sitt endur- greitt að fullu hjá lántakendum. 3. Frumvarpið myndi, ef a3 lögum yrði, auka enn verðbólg- una, skapa mikið öryggisleysi og ótta við löggjafarvaldið, lama stórlega athafna og framkvæmda vilja þjóðarinnar, með ófyrirsjá- anlegum aflelðingum fyrir fram- tíðarafkomu hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.