Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 9
Fimiwtuclagtír 16. ma! 1957 Mnnnrinrnr 4 rtifí 9 Séra Lárus Arnórsson, Miklabæ: Sigur&ur Sigfússon og starfsemi hans Að virða listir og fram- tak er fyrsta, sem fólk- inu á íslandi skyldi kennt. — E. Ben. Ef rita ætti sögu Skagafjarð- ar síðasta mannsaldurinn, eða það sem af er þessari öld, vaeri það áreiðanlega ekki skyggn sagnaritari sem kæmi ekki auga á árið 1945 sem það ár, er alda- hvörfum veldur. Það ár má með sanni segja, að nýja öldin hefjist í skagfirzkri byggð. Og það, sem því veldur er, að á því ári kom tæpt þrítugur unglingur hingað og hóf hér starfsemi. Þessi ungl- ingur var Sigurður Sigfússon. Árið 1945 hafði ég dvalizt full- an aldarfjórðung í Skagafirði og haft opið auga fyrir öllu, sem þar gerðist á sviði framfara og framkvæmdalífs. Á þessum árum hafði margur utanhéraðsmaður sótt mig heim, enda liggur heim- ili mitt í þjóðbraut. Eitt vissasta umræðuefni á samverustundum við slíka menn var hin dæmafáa fegurð Skagafjarðarhéraðs. Og ekki hitti ég fyrir nokkurn mann, er leit Skagafjörð „skína við sólu", að ekki dáðist hann að fegurð héraðsins. Hitt var svo aftur ærið algengt, að menn hnýttu aftan í aðdáunarorð sín um fegurð „fjarðarins" niðrandi ummælum um byggingarnar, sem hér væru, og segðu sem svo: „Landið er að vísu undurfagurt en bæirnir virðast varla vera mannabústaðir", eða: „Hér býr undranægjusamt fólk um húsa- kost, menn sem ekki gera háar kröfur til húsakynna" — og þar fram eftir götunum, — rétt eins og þeir vildu segja: „Héraðið er að vísu óviðjafnanlega fagurt, en — hér búa ekki menn". Mér féll að vonum illa.að geta ekki með óhrekjandi vitnisburði hrundið slíkum sleggjudómum. En svo fór, að þeim varð hrundið. II. Eins og áður getur hóf Sigurð- ur Sigfússon starfsemi sína hér í byggð 1945. Hann hóf hana á sviði húsbygginga. Fyrst í stað reisti hann hér íbúðarhús á veg- um húsameistara ríkisins. Hann gerði það, sem óþekkt var hér til þess tíma, hann lagði til allt vinnulið: smiði og verkamenn, múrara og málara, pípulagninga- menn og rafvirkja; og ennfremur lagði hann til efni, bæði erlent byggingarefni sem og möl og sand. Þá kom í ljós, hvað vantað hafði fyrst og fremst í þetta fagra hérað, til þess að stórhug- ur héraðsbúa fengi notið sín. Það hafði vantað hin ytri skilyrði, vantað framtak á hinu verklega sviði. Og húsin risu, ekki eitt og eitt, heldur mörg samtímis, svo að á næsta áratug eru það ekki færri en 80 íbúðarhús sem Sig. Sigf. hefir séð um byggingu é og um 130 byggingar alls, ef með eru taldar stórar útihúsa- byggingarnar. En hvers vegna svona mikill ekriður komst á, eftir komu Sig- urðar í þetta hérað er aðeins skilj anlegt fyrir þá staðreynd, að þau hús, sem hann reisti, féllu mönn- um einkar vel í geð; það voru hús, sem einmitt voru „mönnum" samboðin, mannsæmandi hús. Þannig bera þau langt af þeim, er fyrir voru að reisn í útliti cg margs konar skipulagi. Og ýmis hús í hans stíl risu hér upp, þau er hann sjálfur sá ekki um byggingu á. Og öllum kostnaði var svo í hóf stillt að ef hús væru reist í sjálfri höfuðborginni á elíku verði, mundi það þykja hreint ævintýri. En það voru ekki aðeins ibúð- *r- og peningshús fyrir sveita- bændur, sem Sigurður reisti. Einnig á Sauðárkróki reisti hann hvert stórhýsið af öðru, bæði Brot úr sögu Skagafjarhar fyrir Sauðárkróksbæ og fyrirtæki þau, sem hann á þessum tíma hefir sjálfur komið á fót. Skulu þessi nefnd: 1. Ár 1946: Trésmíðaverkstæði til eigin afnota, 1780 rúmm. 2. Ár 1947—48: Barnaskóli Sauð árkróks. 3. Ár 1952: Sláturhús, sem í er hægt að slátra 600 fjár á dag. 4. Ár 1954: Verzlunarhús 1660 rúmmetrar að stærð. 5. Ár 1954—55: Hraðfrystihús, sem afkastar 50—60 tonnum á dag. 6. Ár 1956: Fiskimjölsverksm., sem vinnur 2000—2500 mál á sólarhring. III. Hér hafa nú verið talin helztu afrek Sig. Sigf. hér í Skagafirði á sviði byggingamála. Sýnir þessi skýrsla, að það er ekki út í bláinn mælt, að koma hans til Skagafjarðar marki tímamót í sögu héraðsins á þessu sviði. En þegar þess er gætt, að af þeim 6 stórbyggingum, sem síðast voru taldar, er aðeins ein reist fyrir fé annars staðar að en allar hinar fimm talsins, reistar fyrir fé, sem hann og fyrirtæki, sem hann hefir stofnsett, hafa orðið að leggja til, verður það bert, sem öllum Skagfirðingum má ljóst vera, að Sigurður Sig- fússon er hreinn afreksmaður til áræðis, en einnig til framtaks. Það er engum vafa bundið, að með þjóð vorri er ekki nema einn af afar hárri tölu, sem hefði eins og hann getað leikið slíkan leik. Koma Sig. Sigf. til Skagafjarð- ar myndar þá og tímamót um framtak og stórfelldan atvinnu- rekstur, og þar með atvinnulíf. IV. Svo tala sumir um skuldir Sig. Sigf. sem eitthvert óeðlilegt fyr- irbæri. Það eru ekki vitrir menn, sem svo mæla. Hvernig á maður á reki Sigurðar (hann er enn ekki fertugur að aldri), maður sem alinn er upp í sarri fátækt, að koma slíku í verk án þess að skulda? Þeirri spurningu er auð- svarað: Sig. Sigf. skuldar af þeirri einföldu ástæðu, að hann er ekki fær um að gera krafta- verk á sviði fjármála. Hann hef- ir sýnt að hann hefir gert hrein- asta afreksverk á sviði athafna- lífs, en hann er aðeins ekki fær um að gera kraftaverk. Og þess vegna skuldar hann. Hitt er svo annað mál, hvort skuldir hans eru meiri en búast má við. Til eru í voru fagra hér- aði menn, sem virðast halda að þeir vinni þarft verk með því að blása út hve miklar séu skuld- ir Sigurðar og fyrirtækja hans, og öll afkoma hans vonlaus. Um þetta ganga ósviknar Gróu-sögur hér. Þannig vaxa skuldirnar gjarna svo milljónum króna skiptir í einni hringferð meðal þessara manna. En hitt mun sanni næst, að Sigurður hafi haldið mjög vel á því fé, sem hann hefir komizt yfir í þessu skyni, svo að skuldir hans og fyrirtækja hans séu mun minni en vænta mætti. Hér skal ekki reýnt að koma með ákveðnar tölur þessum orð- um mínum til sönnunar. Þær munu innan skamms tíma koma annars staðar að svo að hlutfallið milli eigna og skulda verði met- ið. Og ekki var tilgangur minn með grein þessari að gera neina slíka grein fyrir efnahag Sig. Sigf., heldur er það tilgangur minn að gefa þeim sem fjær búa og minna vita lýsingu ná- kunnugs manns af starfsemi Sig- urðar. Og það skal þá tekið fram, að ég tel að ekki sé unnt að saka Sig. Sigf. um ógætilega fjár- málastjórn í rekstri fyrirtækja sinna. Ekki er Sig. óreglumaður eða eyðslumaður á neinn hátt um skör fram; ekki er óþarfa mannahaldi til að dreifa. Þvert á móti er ætíð fátt fastra manna í þjónustu hans. En kringum Sigurð stendur sannkallað ein- valalið, sumpart meðefgendur að fyrirtækjum hans, sumpart fast- ir starfsmenn, sömu mennirnir frá ári til árs, allt vaskir menn, sem standa fast með honum af því að þeir hafa trú á honum og vilja binda framtíð sína fram- tíð hans. V. Sumir kunna að finna Sig. Sigf. það til foráttu, menn sem annars vilja framgang hans, að hann hafi sýnt ógætni í því að leggja út í svona kostnaðarsöm fyrir- tæki, án þess að hafa tryggt sér nægilegt fjármagn. Því er til að svara, að þetta er einmitt venja allra athafnamanna; þeir hefja verk — án þess að sjá fyrir endann á því, vinna ötullega, í góðri trú á það, að verkið veiði ekki látið daga uppi þegar það er nærri fullgert. Og er það ekki einmitt þetta, sem til er ætlazt? Eða hvað mundi manni gagna að koma í bankana og segja: „Ég ætla að reisa fiskimjölsverk- smiðju upp á 3 milljónir kr. Ger- ið svo vel að lána mér tvær!" Ætli stæði á svari eins og þessu: „f þetta getum við ekki lánað þér neitt!" — í bezta falli gæti fylgt eitthvað þessu lík athuga- semd: „Sýndu okkur hvað þú getur reist á eigin spýtur og kom síðan og tala við okkur". Er ekki hvað eina sem gert er á landi hér, gert fyrir láns- fé, einnig — og ekki sízt — fram- kvæmdir sjálfs íslenzka ríkisins? Tekið skal eitt ddæmi, og ekki valið af verri endanum: Fór ekki hr. bankastjóri Vilhjálmur Þór utan fyrir nokkru til þess að út- vega lánsfé? Ég minnist þess að sjá í blaði frétt um það að hann hefði undirritað samning um lán- töku og var ákveðinn sigurtónn í frásögninni. Fyrir nokkru var sama Vilhjálmi falin framkvæmd á byggingu áburðarverksmiðju, og þótti vel valin forsjá hennar, enda hefir framkvæmd þess máls tekizt giftusamlega. En — var ekki það þjóðþrifafyrirtæki byggt fyrir lánsfé? — Hvers vegna reisti V. Þ. ekki áburðar- verksmiðju, án þess að taka lán? Af þeirri einföldu ástæðu, að ekki einu sinni hann getur gert krafta verk á fjármálasviðinu, þótt hann sé slyngur fjármálamaður. Og hvað hefði orðið úr V. Þ. í hans margháttuðu framkvæmdum fyr- ir KEA og SÍS, landi Og lýð til heilla í þeim sporum sem Sig. Sigf. stendur nú? Og svo ég taki annað nær- tækt dæmi, og velji heldur ekki þar af lakari endanum. Allur landslýður veit, hver farið hefir með fjármál þjóðarinnar lengst af undanfarna áratugi, hr. Ey- steinn Jónsson, fjármálaráðhr. Og víst er að hann hefir mikið traust bæði pólitiskra andstæð- mga sem flokks manna sinna. Og allur landslýður veit, að ráðhr. hefir neyðzt til þess að taka lán fyrir ríkið ofan á svo þungar skattaálögur á borgarana, að sumir kalla hreina skattpíningu. En það er heimtað af öllum rík- isstjórnum, að mikið sé fram- kvæmt. — Hvers vegna gerir ekki fjármálaráðherra E. J. allt sem gera þarf án þess að taka lán, og leggja jafnvel á sjálfa framleiðsluna þungar byrðar? Ég efast ekki um góðvilja hans fremur en bankastjórans. En þar er enn sama svarið: Hann tekur lán fyrir landið af því að hann getur ekki gert kraftaverk á fj ármálasviðinu. En svo ætlast menn til — máske ekki þessir tveir nafn- greindu menn — en sumir aðrir — að Sig. Sigf. geti haft milljón- ir handbærar af engu, til þess að reisa fyrir atvinnutæki sín. Með öðrum orðum: Menn ætlast til að hann geti gert hreint krafta verk á þessu sviði, — það sem enginn annar getur. — Að vísu er Sig. Sigf. margra manna maki um margt, sem að svona málum lýtur. En þetta er þó ofætlun — jafnvel honum. Má vera, að Sig. Sigf. sé um of bjartsýnn. En það er þá aðallega á úrræði hinna ráðandi manna. — í atvinnurekstri sínum hér í Skagafirði hefir hann ekkert gert, sem ekki þurfti að gera. Og sennilega heldur ekkert öðru vísi en réttmætt var. Og hann hefir sýnt það, sem hið djúpvitra skáld sagði, að öldin okkar ætti fyrst og fremst að kenna okkur að virða: Hann hefir sýnt óhemju-mikið framtak. VI. Eins og með sér ber upptalning sú, er hér að framan er skráð á húsum, sem Sig. Sigf. hefir reist fyrir sig og fyrirtæki sín á Sauðárkróki, hefir Sigurður mörg járn í eldinum. Árið 1945 stofn- aði hann hér byggingavöruverzl- un. Arið eftir jók hann hana og tók að verzla með flestar nauð- synjavörur þar með talinn fatn- aður og álnavara. Fiskbúð keypti hann nokkru síðar og hefir starf- rækt hana síðan. Trésmíðaverk- stæði var stofnað 1945 og er starf rækt síðan. Eru þar meðal annars framleidd mjög vönduð húsgögn. Þá hefir sláturhúsið verið starf- rækt undanfarin ár og þar bæði slátrað sauðfé og hrossum. Og loks tók áðurnefnd fiskimjöls- verksmiðja til starfa síðastliðið ár. Á sumum þessum sviðum hef- ir Sig. Sigf. verið brautryðjandi. Öll þessi starfsemi Sigurðar hef- ir valdið hreinni byltingu í at- hafnalífi Sauðárkróksbæjar eins og áður segir. Þá hafa sveita- bændur ekki síður litið hýru auga til starfsemi hans á vett- vangi atvinnulífs þeirra. Sauð- fjártaka hans og hrossaslátrun hefir verið til mikils hagræðis fyrir þá ekki sízt hrossaslátrunin, en þar hefir Sigurður með sinni miklu sölumannshæfni leyst erf- iðan hnút. — Og vissulega býr mikill möguleiki fyrir bændur héraðsins í þeirri stórauknu kaup getu, sem skapast á Sauðárkróki fyrir jafnþróttmikið atvinnulíf, sem þar hefir myndazt þann tíma sem fiskimjölsverksmiðjan starf aði. — Kom ríkur skilningur á þessu atiiði fram í ræðu skóla- stjóra bændaskólans á Hólum, hr. Kristjáns Karlssonar, nú fyrir fá- um dögum. Verzlun sú, sem Sig. Sigf. hefir rekið, má teljast til fyrirmyndar. Þar eru mjög góðar vörur, verð sanngjarnt og afgreiðsla ágæt. Eg hitti kunningja minn úr verkamannastétt Sauðárkróks fyrir nokkrum dögum og tókum við tal saman. Spurði ég mann- inn frétta. Hann kvartaði yf- ir atvinnuleysi. Raunar hefði hann á sl. ári haft ágæta at- vinnu meðan fyrirtæki Sig. Sigf. störfuðu. Þá hafði hann í kaup 43 þús. kr. á 6 mánaða tíma, en síðan ekki nema 10 þús. krón- ur á næstu 6 mánuðum. Líka sögu hafa áreiðanlega nokkuð margir að segja og verkamaður- inn, sem við mig ræddi bætti við: „Og Sigurður hefir greitt mér hvern eyri, — og meira til". í svari sem Sig. Sigf. reit við óþverragrein, sém rituð var fyr- ir nokkrum mánuðum honum til ófrægingar, getur hann þess að hann hafi greitt í kaup frá árs- byrjun 1956 fram um miðjan ágúst kr. 2 millj. Þetta kaupgjald er að mestu vegna fiskvinnsl- unnar, og í staðinn fyrir það hefir engin kaupgreiðsla átt sér stað. Sauðárkrókur hefir að undan- förnu verið á atvinnusviðinu það sem kallað er dauður bær. Og nú er atvinnurekstur Sig. Sigf. að mestu leyti stöðvaður fyrir lánsfjárskort. Og því vil ég segja þeim háttsettu mönnum, sem fal- ið hefir verið það ábyrgðarmikla trúnaðarstarf: að ráða yfir láns- fjármagni þjóðarinnar, að það er mjög almenn skoðun í Skagafirði, að það sé illa farið, ef stöðvun á atvinnurekstri Sig. Sigf. þarf að taka langan tíma hér eftir, og hrein óhæfa, ef hinni víðtæku starfsemi hans verður komið á kné með svo löngum drætti á aðstoð, sem til þess þarf. Því aS yfirleitt hefir Skagfirðingum ekki dulizt, að atvinnurekstur Sig. Sigf. er ekki aðeins fyrir sjálfan hann og samverkamenn hans, heldur er þessi rekstur — almennt séð — óskorað þjóðþrifa fyrirtæki fyrir þetta hérað — jafnt byggð sem bæ. VII. Nú er það þessi spurning, sem þessir ráðamenn íslenzka láns- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.