Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 10
10 MORVVlVBLAf>ir> TbjMtvtuaagttr 18. ma! 1957 wgfflttMftfrife Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðaixitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinssou. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti ð. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 1.50 eintakið. Vertíðariok FISKKJÖNGUR eru mjög árs- tíðabundnar og við þær eru bundnar vertíðir. Fiskigöngurnar eiga sér að jafnaði tvær mismun- andi orsakir. Annaðhvort er um að ræða hrygningargöngur eða ætisgöngur. Vetrarvertíðin sunn- anlands og vestan byggist á veið- um fisks, sem kemur til hrygn- ingar á þessar slóðir. Að því er veiðar á þorski og skyldum teg- undum snertir er þessi vertíð hin langþýðingarmesta, enda þótt þorskveiðar séu stundaðar víðs vegar umhverfis landið meira og minna allt árið um kring. Mun láta nærri, að fjórir fimmtu hlut- ar aflans á þorskveiðunum komi á land á vertíðinni. Að hefðbundnu tímatali er talið, að vetrarvertíðinni ljúki ellefta maí. Áður fyrr var það einnig svo, að menn bundu sig við þennan ákveðna dag, að því er snerti vertíðarlok. Sjómenn voru fastráðnir fyrir vertíðina og fóru yfirleitt ekki úr skiprúmi fyrr en henni var lokið, en þá var líka kominn tími til að sinna öðrum störfum. í þann tíma var sem sé atvinnuháttum þann veg farið, að flestir þeir, sem sjó stunduðu á vetrum unnu að land- búnaðarstörfum á öðrum tímum árs. Hentaði þá vel að vertíðinni skyldi ljúka einmitt á þessum tíma. Með breyttum atvinnuháttum og breyttri tækni hefir einnig orð ið allmikil breyting á. Menn binda nú ekki vertíðarlokin við neinn ákveðinn dag eins og áður heldur eru aflabrögðin látin ráðd þar mestu um hvenær hætt er. Erfið vertíð Vetrarvertíðin ,sem nú er ný- lokið, hefir um ýmislegt verið frábrugðin öðrum vertíðum, þeim sem næst liggja undanfarin ár. Kemur þar helzt til hið mikla og tilfinnanlega aflaleysi í sum- um verstöðvum, sérstaklega við Faxaflóa, svo og það hversu afl- inn var misjafn. Endanlegar töl- ur liggja ekki fyrir um aflamagn á báta- eða togaraflotann, en það «r þó ljóst ,að þegar þær liggja fyrir munu þær sýna að útkom- an er víða afar léleg. Á það raunar við um allan togaraflot- ann og verulegan hluta bátaflot- ans og þá einkum þann hlutann, sem notaði línu. Á vetrarvertíð sl. ár var það raunar svo, að menn urðu fyrir nokkrum vonbrigðum með afla- brögðin, sérstaklega að því er snerti línuveiðarnar, en al- mennt munu menn þá hafa talið það tímabundið fyrirbæri en ekki tákn um breytingar til hins verra. Nú virðist það hins vegar ekki liggja ljóst fyrir hvort um það hafi verið að ræða, að lítið fisk- magn hafi verið á miðunum og hinn litli og misjafni afli stafi af því, eða þá, að fiskmagn hafi á stundum a. m. k. verið all- mikið á sumum slóðum en fisk- urinn hafi hins vegar verið ó- venju tregur til að taka þá beitu, sem honum var boðin. Eitt virð- ist þó vera ljóst, að þorskanetja- veiði var á köflum góð og stund- um mjög góð og bendir það ótví- rætt í þá átt, að þá hafi verið um að ræða allmikið fiskmagn á miðunum. Um þetta fæst aldrei fullnægjandi vissa þannig, að óyggjandi svör verði gefin vi þessum spurningum, því til þes. skortir upplýsingar, en að þv er snertir aldursdreifingunt svaraði skipting þess fiskmagns, sem veiddist í öllum meginatrið- um til þess, sem fiskifræðingar höfðu gert ráð fyrir. En hvað, sem þessari hliö málsins líður þá er eitt fullvíst, að bæði togaraútgerðin og vél- bátaútgerðin koma undan þessari vetrarvertíð mun verr stæðar en þær voru við upphaf hennar. Er það ekki aðeins því að kenna, að aflabrögðin voru lítil heldur ekki síður af því, að tilkostnaðurinn var óvenjumikill. Á þetta þó að sjálfsögðu aðallega við um vélbáta. Kom þetta til af því, að sókn vélbátaflotans var venju fremur mikil bæði að því er snerti fjölda sjóferðanna og eins að því er snerti fjarlægðirn- ar, sem fara varð á miðin. Útgerðarkostnaðurínn Þetta gefur aftur tilefni til um- hugsunar um þá hliðina, sem snýr að útgerðarkostnaðinum. Það hef ur lengi legið í landi hér, að sá væri mestur meðal skipstjóra, sem mestum afla kæmi á land. Vissulega er það gott, að afla mikið og er ekki nema fáum mónnum gefið. En það er ekki nema önnur hlið málsins. Hin hliðin snýr að kostnaðinum við að ná í aflann. Þegar útgerðarmaðurinn gerir upp árangurinn af vertíðinni er það að vísu þýðingarmikið atriði að vel hafi aflazt en hann spyr einnig um það, hvað það hafi kostað að ná í aflann, því þann kostnað verður að greiða. Það þarf sem sé alls ekki að fara saman mikill afli og góð af- koma útgerðarinnar. Þeim mun alvarlegra verður það af sjálf- sögðu þegar afli verður lítill og kostnaður samt mikill, eins og nú hefur orðið. Gæta barf eyðslunnar Að fróðra manna sögn er það svo í mjög mörgum tilfellum, að ekki er gætt hófs í því, sem eytt er í útgerðina og segja kunnug- ir, að t.d. eyðsla á beitu og veið-' arfærum sé sérstaklega athuga- verð í því sambandi. Bæði línu- I og netjanotkun sé komin út fyrir' það, sem skynsamlegt geti tal- izt og síaukinn kostnaður á þessu sviði undanfarin ár hafi ekki gef- ið það í aðra hönd, sem vænzt hafi verið. Er ekki nema eðlilegt, að menn staldri nokkuð við til íhugun- ar um þessi mál, einmitt að lok- inni vertíð eins og þeirri, sem nú er liðin. Er og greinilegt, að margir hinna aðgætnari útgerðar manna sjá þá hættu, sem hér er á ferðum. Það er svo aftur annað mál, að vandamál útgerðarinnar, sem stafa af þessari vertíð verða ekki leyst með ráðstöfunum til sparn- "aðar síðar. Hvernig sá vandi verð ur leystur verður ekki séð enn Þó má benda á, að mikið mund. það létta undir ef staðið yrð: við þau loforð, sem stjórnarvöld in gáfu í vetur, um greiðslur ú útflutningssjóði á þessu ári, e fulltrúar útvegsmanna telja ai mikið skorti á, að svo hafi verió. UTAN UR HEIMI Ljeóthvœrnt ttiA S^.þ. — eJDeufilu uuhdóvnar M iTJLÍlljónir manna um lan heim hafa ekki atvinnu, m veitir þeim þær tekjur, er im ber vegna hæfni þeirra eða marra aðstæðna. í allflestum ndum eru nú orðið færðar okkurn veginn áreiðanlegar hag kýrslur um atvinnu og atvinnu- jysi, en á hinu er erfiðara að átta Jg hvort þeir, sem skráðir eru vinnandi fá raunverulega þann afrakstur af striti sínu, sem /ænta mætti eftir aðstæðum. Fyrsta skilyrðið til þess að hægt iié að bæta úr slíku ástandi er að tilgengilegar séu áreiðanltgar samtakanna. Fjöldi leiðsögufólks er fyrir hendi til þess að vísa gestum veginn. Það tekur um klukkustund að fara hina fyrir- fram ákveðnu leið um bygging- arnar. *r ann 23. apríl sl. varð metaðsókn hjá Sameinuðu þjóð- unum. Þann dag komu alls 6.283 gestir. Svo einkennilega vildi til, að fyrra metið var einnig sett þann 23. apríl fyrir tveim árum, en þann dag komu 5.739 manns í heimsókn. f öryggissveitum S.Þ. við austanvert Miðjarðarhaf eru nú 5.200 manns. Þær voru stofnsettar í nóvember sl. til að varðveita friðinn fyrir botni Miðjarðarhafs. f þeim eru sveitir frá 10 þjóðum. Myndin sýnir tvo indverska hermenn með tvéimur júgóslavneskum. heimildir um fólk, sem ber minna úr býtum en efni standa til. O purningin er þessi: á hvern hátt er bezt að afla upp- lýsinga um þetta fólk? Fyrir skömmu boðaði Alþjóðavinnu- málastofnunin í Genf (ILO) til ráðstefnu um þessi mál meðal vinnumálahagfræðinga frá sam- tals 30 löndum. Var þetta í ní- unda sinn, sem ILO gengst fyrir alþjóðaráðstefnu vinnumálahag- fræðinga. —( • ) — -faðalstöðvar Sameinuðu Þjóðanna við Austurá í New York-borg eru vinsæll áfangi fjölda ferðalanga, sem koma til þess að skoða heimsborgina. Það er mjög algengt, að 3—4 þúsund manns komi á einum degi til þess að ganga í gegnum salarkynni ö íðan farið var að sýna gestum byggingar Sameinuðu þjóðanna, en það var í október- mánuði 1952, hafa 3.258.458 manns komið til að skoða þær. Eru hér aðeins taldir þeir gestir er beðið hafa um leiðsögu. Ótal- inn er allur sá fjöldi, sem komið hefir í boði fulltrúa og starfs- fólks. —( • )— HL éraðs- og heimsókna- læknar (praktiserandi) eyða að minnsta kosti þriðjungi af vinnu tíma sínum til barnalækninga og þess vegna er nauðsynlegt að áherzla sé lögð á barnasjúkdóma- fræðslu við læknanám, segir í ný- útkominni skýrslu frá Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni — (WHO). Staðhæfingar skýrslunn- ar eru t.d. studdar með eftir- farandi röksemdum: & arnci- B æði dauða- og veik- indahlutfallið er hátt á fyrstu ár- um barnsins. f miklum hluta heimsins er barnadauðinn og ungbarnaveikindin hið mesta vandamál og jafnvel mesta heil- brigðisvandamálið. Barnasjúkdómanámið er ekki sérgrein, sem einskorðuð er við ákveðna læknisaðferð, eða við einn eða fleiri skylda sjúkdóma. Hér er um að ræða læknavís- indi, sem snúast um ákveðið aldurstímabil í lífi mannsins. En barnið er ekki bara „lítill maður". Hjá börnum koma fyrir sjúkdómar, sem ekki þekkjast hjá fullorðnu fólki. Rótina að sjúkdómum fullorð- insáranna má oft rekja til bernskuáranna, t.d. er það svo um gigt, berkla og taugasjúk- dóma. k? érfræðingar WHO, sem hafa rannsakað þetta mál gaumgæfilega eru sammála um, að barnasjúkdómanámið krefjist að minnsta kosti 300 kennslu- stunda. Skýrsla WHO er samin úr gögnum, sem fram komu á ráðstefnu 15 læknasérfræðinga, sem haldin var í Stokkhólmi í fyrrasumar undir forsæti prófess- ors Robert Debré frá París. f ráðstefnunni tóku þátt fulltrúar frá eftirtöldum löndum: Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Bandaríkjunum, Svisslandi, ír- landi, Egyptalandi, Mexicó, Chile, Filippseyjum, Frönsku Vestur- Afríku og Ceylon. —( • )— u, m þessar mundir sit- ur Deyfilyfjanefnd Sameinuðu þjóðanna (Commission on Narco tic Drugs) ráðstefnu í New York og ræðir aðferðir til að draga úr notkun deyfilyfja í heiminum. Er þetta 12. þing nefndarinnar, og er gert ráð fyrir að það starfi til loka þessa mánaðar. — í nefndinni, sem var stofnuð 1948 og er arftaki opíumnefndar Þjóða bandalagsins, eiga 15 fulltrúar sæti. Tíu fulltrúanna eru kosnir til óákveðins tíma, en það eru fulltrúar Bandaríkjanna, Bret- lands, Sovétríkjanna, Frakklands, Kína, Kanada, Indlands, Tyrk- lands, Júgóslavíu og Perú. Hinir fimm eru fulltrúar frá Austur- ríki, Ungverjalandi. Iran, Egypta landi og Mexikó. Auk þessara fulltrúa, sem kosnir eru til þriggja ára í senn, býður nefnd- in oft áheyrnarfulltrúum á fundi sína, þegar mál eru rædd er varða riki, sem ekki eiga fulltrúa í nefndinni. D agskrá þingsins er all umfangsmikil að vanda. Meðal annars mun nefndin halda áfram að samræma alla alþjóðalöggjöf um deyfilyf í eina alþjóðasam- Frh. á bls. 19. Æyndin sýnir fundarsal AUsherjarþings S.Þ., þar sem meðlimaríkin, 81 að tölu, koma saman árlega il að ræða heimsmálin. Til hægri á myndinni á svölunum og fyrir neðan þær eru sæti áhorfenda. lálverkið fyrir framan svalirnar er eftir Leger, hinn kunna franska málara. Til vlnstri er ræðu- (ólinn og fyrir aftan hann sæti þingforseta, framkvæmdastjóra S.Þ. og aðstoðarframkvæmdastjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.