Morgunblaðið - 16.05.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.05.1957, Qupperneq 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Fimmíudagu'r 16. mai 1967 — Grein sr. Lórusnr ó Miklubæ Framh. af bls. 9 Jjárins, verða að gera upp við sig og svara: Á þessi starfsemi að falla niður fyrri fullt og allt, og það fé, sem þegar er í hana lagt, renna niður í sandinn, — og atvinnulíf bæjar og sveitar að bíða tilsvarandi hnekki af? Þeirri spurningu munu fáir vilja svara játandi. En þá kemur önn- ur spurning: Hver á að reka þessi fyrirtæki? Ég svara hiklaust: Sá sem framtakið átti, til að koma þeim það áleiðis, sem þau eru komin. Þessi starfsemi verður ekki rek in án lánsfjár og hvaða „mórall“ er í því að synja þeim, sem fram- takið átti til að koma þessum atvinnurekstri af stað, um nauð- synlegt fjármagn til áframhald- andi rekstrar, sér til verðugs á- góða og héraðsbúum til hagsæld- ar, — en fá síðan öðrum aðila féð í hendur — aðila, sem ekk- ert hafði til unnið? Sá leikur væri of grófur og grár, til þess að við honura verði þagað. Og þó er ekki því að leyna, að til er hópur manna í þessu hér- aði, sem æskir slíks. Þeir eru til, sem vilja gera Sig. Sigf. gjald- þrota, með því að halda fyrir honum því lánsfé, sem hann fyr- ir margháttað framtak sitt og dugnað á óskoraðan siðferðileg- an rétt á að fá, og láta svo Kaup- félag Skagfirðinga á Sauðárkróki (K. S.) fá reiturnar með kosta- kjörum. En ég held, að þessi hóp- ur sé ákaflega smár innan Skaga- fjarðar. Yfirleitt á Sig. Sigf. hér miklum persónulegum vinsæld- um að fagna, hann nýtur álits sem góður drengur, dugandi mað ur og framtakssamur svo af ber. En hve stór þessi hópur manna er utan héraðs get ég ekki um dæmt. Ég segist álíta, að innan hér- aðs sé sá hópur manna ekki stór, er vill láta leika þann gráa leik, að koma Sig. Sigf. á kné til ó- verðugs ágóða fyrir K. S. Ég álít t. d. að fjarri fari að að þeirri stefnu standi nema sáralítill hluti sjálfs starfsliðs kaupfélagsins, enda er þar stór hópur mjög mætra manna. Máske eru þetta ekki nema þrír eða fjórir menn. En að þessir menn eru til, a. m. k. utan héraðs — það er bert af áliti svonefndrar atvinnu- tækjanefndar, plaggi, sem að mínu viti er fyrir neðan allar hellur. Ætla ég ekki að hafa um það fleiri orð hér, en er fús til að rökstyðja þennan dóm um nefnt álit í annarri grein, ef þess verður óskað. Og hið mikla tómlæti um að greiða úr vanda Sig. Sigf. vekur óneitanlega grun um, að þessi skoðun sé eitthvað á kreiki — og það jafnvel á hærri stöðum en K. S. getur talizt. VIII. Nú kann máli mínu að verða svarað á þá lund, að fé sé ekki tii f þessi fyrirtæki. En þá kem ég aftur að þessu atriði: Þessi fyrirtæki verða ekki rekin af neinum aðila án lánsfjár. Og hverjum ber siðferðilega rétturinn, ef ekki þeim sem fram- takið átti til að koma þeim á fót? Og meðal annarra orða: Er ekki til stofnun, sem heitir Lands banki fslands? Er ekki hlutverk hans að lána fé til atvinnurekstr- ar sem er þjóðþrifafyrirtæki? Það mætti í þessu sambandi minna á, að Skagfirðingar eru sem næst 3% af íslenzkri þjóð. Svo væri fróðlegt að fá úr því skorið, hve mikill hluti af útlána- fé Landsbankans er starfandi í Skagafirði, hvort það muni vera 3%, eða aðeins 0,3% eða máske 0,000...3% af útlánafé bankans. Maður minnist nú ekki á stofn- un eins og Búnaðarbankann, þar sem það er yfirlýst bæði af hin- um eina bankastjóra hans og þeim er næstur honum gengur að mannvirðingum innan stofnun- arinnar, að sparifé bankans hljóti að sjálfsögðu að starfa í Reykja- vík. Sá banki er því — með heið- arlegri undantekningu hvað á- hrærir lögbundin fastalán — alls ekki fyrir ísland utan Reykja- víkur, hvorki fyrir kaupstaði landsins né sveitir. IX. Ég hef hér að framan gefið í skyn, að það væri almennur áhugi í Skagafirði á því að Sig. Sigf. fengi nægilegt lánsfé til þess að geta rekið fyrirtæki sín. Að vísu fæ ég ekki sannað þá staðhæfingu mína á þessu stigi máls, en nokkurn stuðning fær sá dómur minn í því, að bæjarstjórn Sauðárkróks stendur óskipt að áskorun til ríkisstjórnarinnar um að veita Sig. Sigf. ákveðið fjár- hagslegt fulltingi. Og mér er kunnugt um, að fulltrúar frá bæjarstjórn ásamt alþingismönn- um héraðsins héldu í janúar sl. fund með tveim ráðherrum ríkis- stjórnarinnar (sjávarútvegsmála- ráðherra og forsætisráðherra), í þeim tilgangi að fá á þessum málum Sigurði og Sauðárkróks- bæ heppilega lausn. Þar var sýni- lega alvara á ferðum. En ekkert hefir ennþá gerzt í málinu já- kvætt. Ekki var þó annað vitað en að sá hluti ríkisstjórnarinnar, sem við var rætt væri máliyu hlynntur. Og auk þess hafa fé- lagsmálaráðherrann Hannibal Valdimarsson og iðnaðarmálaráð- herra, Gylfi Þ. Gíslason frá upp- hafi sýnt mikla velvild og áhuga á lausn málsins. Getur verið um að ræða svona mikið úrræða- leysi hjá sjálfri ríkisstjórninni? Eða er einhver veigamikil fyrir- staða fyrir jafnsjálfsögðum hlut og lausn þessa vandamáls? X. Ég hef nú sagt það, sem ég vildi sagt hafa. Tilgangur minn með grein þessari er að gefa þeim stjórnarvöldum, sem hér eiga hlut að máli og sjáandi sjá og heyrandi heyra, kost á að heyra eina rödd úr Skagafirði, sem tala vill máli Sigurðar Sig- fússonar og atvinnurekstrar hans. Og á bak við þessa einu rödd býr margra hugur. En við hina, sem sjáandi sjá ekki og heyrandi heyra ekki né skilja, þýðir ekki að mæla. Þó vil ég slá einn varnagla áð- ur en ég lýk máli mínu. Af því að ég hefi talið það ósvinnu, að Sig. Sigf. verði gerður gjald- i þrota til hagsbóta fyrir K. S., get ég fullkomlega vænzt þess að um mig verði sagt að ég sé fjand- samlegur kaupfélaginu og jafnvel samvinnuhreyfingunni í heild. En þeir sem mig þekkja vita að ;vo er ekki. En hina, sem ekki jekkja mig get ég fullvissað um, að ég er eins góður samvinnu- maður og hver annar. Og starf- semi mín innan K. S., meðan ég starfaði þar sem deildarstjóri stærstu sveitadeildarinnar og full trúi á aðalfundum, hefir sýnt hug minn til þess félagsskapar. Og það mun þá ekki leika vafi á ið þann tíma hafi enginn einn maður, lífs né liðinn, borið fram "leiri tillögur til hagsbóta og ;æmdar fyrir það félag, en ein- mitt ég. Þori ég í því efni að /itna til aðalfundagerðanna frá þeim árum. En ég er ekki svo gersneyddur réttlætistilfinningu, að ég vilji láta nokkrum líðast að auðgast svo á annarra kostnað, sem hér yrði gert, og allra sízt félagi, sem vinnur að háleitri hugsjón, — félagi sem ég ann allrar sæmdar. XI. Að lokum vil ég draga mál mitt saman í eftirfarandi þrjár ályktanir: 1. Brýn nauðsyn er á gagngerri endurskoðun á útlánastarf- semi landsins, þar sem tryggt verði, að Skagafjörður fái eðlilegan hluta lánsfjársins til atvinnurekstrar, þar með einkarekstrar. 2. f málefnum Sigurðar Sig- fússonar sérstaklega er mót- Frönsk myndlist í Þjóðminjasafninu BÍLDUDAL, 6. nóv. — Vertíð er nú senn að ljúka hér. Tveir bátar hafa róið héðan með línu. En heildarafli þeirra er orðinn 760 tonn miðað við saltaðan fisk, og skiptist aflinn þannig: mb. Geys- ir, skipstjóri Ársæll Egilsson, er með 430 tonn, m.b. Sigurður Stef- ansson, skipstjóri, Friðrik Ólafs- son, er með 330 tonn. Það óhapp henti m.b. Sigurð, að hann missti skrúfuna í róðri í vetur og tapaði þar af leiðandi töluverðum tíma meðan beðið var eftir annarri skrúfu. Vinna hefir verið mikil í frysti húsinu við nýtingu aflans, sem verið hefir eingöngu steinbítur nú undanfarið. Afli hefir verið að tregast undanfarna daga. Rækjuveiðar hafa verið stund- aðar af þremur bátum í vetur og hefir afli verið sæmilegur. Mikil vinna hefir verið við skelflett- ingu (pillun) á rækjum, og má geta þess að á sl. ári borgaði verksmiðjan í vinnulaun 850 þús. kr. og keypti hráefni, rækju, fyrir 450 þús. kr. og má af því sjá, hve gífurleg atvinnuaukning þetta er fyrir þorpið í heild. Einnig hefir verksmiðjan soð- ið niður kjöt og grænmeti. Veðrátta hefir verið góð nú undanfarið. Þó hefir verið frost undanfarnar nætur en nú er kom- in sunnanátt og þíðviðri. Undanfarna daga hefir verið unnið við að ryðja vegi og er nú fært út um Dali og inn í Suður- firði. Einnig er nú búið að ryðja fjallveginn og hafa bílar farið milli Bíldudals og Patreksfjarð- ar. mælt öllum nauðasamningum, hverju nafni sem nefnast. 3. Ríkisstjórnin veiti fyrirtækj- um Sig. Sigfússonar staðsett- um á Sauðárkróki nauðsyn- lega aðstoð fjárhagslega og málefnalega, til þess að rekst- ur geti hafizt þegar í stað. Þær kröfur sem hér eru gerð- ar undir stafl. 2 og 3, eru reist- ar á þeirri réttlætiskennd, að framtak Sig. Sigfússonar og fé- laga hans sé verðlauna vert en ekki refsingar, og sé því sú lausn þessara vandamála ein viðunandi, er hann og félagar hans geta sætt sig við. Undir þessar ályktanir ér að þessu ginni aðeins eitt nafn skráð. En auðvelt mun reynast, ef á- stæður krefjast, að fó staðfest- ingu á þessum vilja með mörgum nöfnum, — fleirum en ýmsa kann að gruna. Grein þessi er brot úr sögu Skagafjarðar röskan áratug. Það væri þá máske einnig ómaksins vert, að rita fleiri brot úr sögu Skagafjarðar hin síðustu ár, og ræða atvinnulíf frá fleiri hlið- um, og mun það fúslega gert, ef tilefni gefst. Apríl 1957, Lárus Amórsson (sign). MERKILEGUR viðburður í sýn- ingarlífi bæjarins á sér nú stað í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þar sténdur yfir sýning af eftirmynd um, sem gerðar hafa verið af verkum margra helztu málara franska skólans í myndlist, frá því er imperssionistarnir koma til sögunnar og fram á okkar daga. Eftirmyndir þessar eru sér- lega vel gerðar og sýna ekki að eins, hvar frönsk málaralist er á vegi stödd, heldur og hverri Annan páskadag gekkst Félags- heimil Bílddælinga fyrir skemmt un til ágóða fyrir heimilið. Þar voru til skemmtunar tveir leik- þættir, dansaðir færeyskir þjóð- dansar, kvikmynd sýnd og lesið upp. Voru tvær sýningar sama daginn. Á síðari sýningu las Guðm. G. Hagalín rithöfundur, upp úr verkum sínum við góðar undirtektir áheyrenda. Um kvöld ið var stiginn dans. Áhugi er mik ill á Bíldudal fyrir gagngerðri breytingu á Félagsheimilinu, sem nú er orðið nokkurra ára gamalt og aldrei hefir verið hægt að full- gera vegna fjárskorts og vænta Bílddælingar sér réttilega styrks frá Félagsheimilasjóði til þessara viðgerða. Fyrsta sumardag gekkst Barna stúkan Vorboði nr. 108 fyrir há- tíðahöldum barnanna. Um morg- uninn var gengið undir fánum til kirkju. Þar flutti prófastur, sr. Jón Kr. ísfeld, barnamessu, en barnakór annaðist söng. Veður var mjög slæmt seinnihluta dags, svo að atriði sem fyrirhug- að var að hafa úti var frestað. Um kvöldið hófst inniskemmtun í Félagsheimilinu. Var þar margt til skemmtunar m.a. flutti 7 ára bekkur barnaleikritið „Ósk tröll- konunnar“, undir stjórn Elínar Óskarsdóttir, kennara. Þá var upplestur barna, sem skólastjór- inn, Sæmundur G. Ólafsson, und- irbjó. Barnakór söng við undir- leik Kristínar Hannesdóttur. Einnig var fluttur smásöngleik- ur sem 6 nemendur skólans fluttu og leikritið „Bjartur í Djúpadal", eftir Hannes J. Magnússon og því stjórnaði Kristján Ingólfsson, kennari. Ennfremur lék tríó stúk unnar við mikinn fögnuð áheyr- enda. Skemmtun þessi þótti tak- ast hið bezta og var endurtekin 1. maí við húsfylli. Ágóði af skemmtununum rennur í ferða- sjóð fermingarbarna, til ferðar, sem farin er annað hvort ár. 1. maí fór fram á vegum stúk- unnar Vorboða, víðavangshlaup drengja ,sem átti að fara fram fyrsta sumardag. í hlaupinu var keppt um tvo bikara, annar var gefinn af Barnastúkunni til minn ingar um Jens heitin Hermanns- son, sem var skólastjóri og æsku- lýðsleiðtogi á Bíldudal í rúman aldarfjórðung, og er sá bikar far- andbikar. Hinn bikarinn gaf Kristján Ingólfsson, kennari, og vinnst hann til eignar eftir þrjá sigra í röð. Tvær sveitir kepptu, útþorp og framþorp, og sigraði útþorps- sveitin. Fyrstur að marki var Agnar Friðriksson 11 ára, 2. Gústaf A. Jónsson 12 ára og 3. Sverrir Einarsson 9 ára, allir úr sveit útþorpsins. Fengu þeir einn ig verðlaunapeninga. Alls tóku 18 drengir þátt í hlaupinu. — f. r tækni Frakkar ráða yfir á sviði myndlistarinnar. Óhætt er að fullyrða, að fáir hafa náð jafn góðum árangri í þessari grein og Frakkar, og það er auðséð á þess- ari sýningu, að þarna hafa lagt hönd að verki hinir færustu menn. Það er ekki alltaf, sem Reyk- víkingum gefst kostur á að kynn- ast öðru eins úrvali listaverka, og nú er að finna í Bogasalnum. Það er ekki ofsagt, að þar megi finna kjarnann úr heimslistinni frá einu umbrotamesta og auð- ugasta tímabili seinni alda, upp- haf málaralistar nútímans. Hér eru til sýnis verk þeirra manna, er einna harðast urðu að berjast fyrir starfi sínu og voru hund- eltir og útskúfaðir af samtíð sinni. Það er hollt fyrir okkur Kyrralífsmynd eftir Matisse að minnast þeirra átaka, sem það kostaði Van Gogh, Gaugin og Cézanne — svo að einhverjir séu nefndir — að halda þá braut, sem þeir vissu bezta til sigurs. Hinn formyrkvaði hugur samtíð- ar þessara manna var algerlega lokaður fyrir gildi verka þeirra, og næstu kynslóð þurfti til að skilja og njóta þeirrar listar, sem nú er viðurkennd um heim allan sem eitt af því hugljúfasta, sem myndlistin hefur að bjóða. Kynni íslendinga af verkum þessara málara eru því miður enn af skornum skammti, en von andi verður þessi sýning til að koma í veg fyrir endurtekningu á jafnleiðinlegu atviki og gaf að líta á sviði Þjóðleikhússins við sýningar á leikritinu „Brosinu dularfulla“. í þessu leikriti var sýnt málverk, sem sagt var eftir meistarann Modigliani og farið fögrum orðum um, en höfundur leikritsins hefur áreiðanlega ekki ætlazt til, að nafn þessa mikla meistara málaralistarinnar væri bendlað við aðra eins ómynd og snúið var að áhorfendum. SÚ smekkleysa og vanþekking, sem þarna kom fram, gerði það að verkum, að maður varð miður sín af að horfa á þessa annars ágætu sýningu leikhússins. Nú er aftur á móti hlutur þessa mikla málara réttur, þar sem ein af stórkostlegustu andlitsmynd- um hans er sýnis í Bogasalnum. Greinargóð og fróðleg sýning. arskrá fylgir sýningunni, þar sem drepið er á æviatriði þeirra lista. manna, er í hlut eiga, svo að óþarfi er að kynna hvern lista. mann fyrir sig í þessum fáu lín- um. Hér er um svo merka sýn- ingu að ræða, að enginn sá, er ann myndlist, má láta þetta tækifæri ónotað. Alliance Francaise og sendiráS Frakka hér í Reykjavík eiga mikl ar þakkir fyrir að hafa komið sýningu þessari á framfæri, og sú ósk hlýtur að skapast hjá okk- ur, að þessir aðilar reyni að koma því til leiðar, að hingað komi frönsk listsýning. Það yrði enn ánægjulegra og væri ómetanlegt fýrir íslendinga, sem yfirleitt hafa mesta yndi af myndlist, en sjá því miður sjaldan það, sem heimslistin hefur bezt að bjóða. Svo þakka ég enn fyrir lista- verkin í Þjóðminjasafninu og von ast til, að hér sé aðeins um byrj- un að ræða fyrir okkur í kynn- ingu á franskri list. Valtýr Pétursson. Mikil vinna við skel- flettincpu á rækjtiim Fréttabréf frá B'ildudal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.