Morgunblaðið - 16.05.1957, Side 13

Morgunblaðið - 16.05.1957, Side 13
Fimmtudagur 16. maí 1957 MORGUNBLAÐIÐ 13 Fram 2 KR 2 Fjörmilcill leikur í 6. LEIK Reykjavíkurmótsins mættust Fram og K.R. Allmikið var búið að bollaleggja um þenn- an leik fyrirfram, sem úrslita- leik mótsins, þar sem bæði félög- in voru enn taplaus. Það var líka sýnilegt, að liðin tóku leik- inn sem slíkan, sýndu geysilegan baráttuvilja frá upphafi til enda, sem maður sér alltof sjaldan. Hraðinn í leiknum var mikill, jafnvel um of á köflum, þar sem leikmenn réðu e.kki fyllilega við knöttinn með tilliti til samleiks og árangurs. K.R.ingar voru fyrri til að ná virkum leik. Þeir léku undan þægilegum vindi fyrri hálfleik- inn. Þegar á 6. mínútu skorar Sverrir Kærnested fyrra mark K.R. eftir vel framkvæmda horn- spyrnu frá vinstri og undirbún- ing hægra sóknararmsins. Komst hann í gott færi fyrir miðju marki og skoraði örugglega af stuttu færi. Við markið færðist aukið fjör í leikinn og er stund- arfjórðungur var af leik höfðu Framarar náð í gang virkum sóknarlotum. Upp úr hornspyrnu kemst mark K.R.inga þrisvar í hættu á sömu mínútunni. Mark- Vörður slær yfir háan knött frá Dagbjarti, Hreiðar skallar frá marki á síðustu stundu eft.ir fast skot frá Hinriki og Karl Berg- mann skaut háum knetti sem datt ofan á markþakið. Voru Framararnir nú nær allsráðandi í sókn og komust margsinnis í hættuleg færi. Á 24. mínútu leika þeir knettinum frá miðju, maður til manns, stuttur fall- egur samleikur, allt innfyrir vítateig, þar sem Guðmundur Voarmót á Akureyri VORMÓT i frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri dagana 11. og 12. maí. Tóku 4 félög þátt í því: KA, MA, UMSE og Þór. — Keppt var í 7 greinum, og náð- ust þessir árangrar beztir: Spjótkast: Ingimar Skjóldal, UMSE, 49.45 m. Kúluvarp: Þóroddur Jóhanns- son, UMSE, 12.76 m. Kringlukast: Þóroddur Jó- hannsson, UMSE, 36.71 m. Hástökk: Leifur Tómasson, KA, 1.65 m. Langstökk: Bragi Hjartarson, Þór, 5.91 m. 800 m hlaup: Jón Gíslason, 2:04.7 mín. 100 m hlaup: Þóroddur Jó- hannsson, UMSE 11.5 sek. KEFLVIKINGAR KEPPA VIÐ AKUREYRINGA Sömu daga fóru fram tvetr knattspyrnuleikir á Akureyri milli ÍBA og knattspyrnuflokks úr Keflavík. Unnu Akureyring- ar báða þá leiki, hinn fyrri með 6:3 en hinn síðari með 2:1. Dóm- ari var Rafn Hjaltalín. Leikirnir fóru fram á gamla Þórsvellinum, ■em er malarvöllur. Akureyrar- liðið nýtur nú leiðsagnar þýzks þjálfara, Heinz Marotske og æfir undir íslandsmótið, sem hefst 17. maí með leik Akureyringa og Hafnfirðinga. Óskarsson fékk ágætt skotfæri og góðan tíma til þess að undir- búa skot á markið, sem Heimir markvörður réði ekki við og voru nú metin jöfnuð að sinni. Áfram eru það Framarar sem eru virkari og hættulegri cg komast margoft í færi en án ár- angurs. Þeim hætti um of til þess að nota ónákvæmar loftsendingar eftir prýðilega uppbyggingu á miðju vallarins. Framverðirnir Reynir og Hinrik léku of aftar- lega og utarlega, sem varð til þess, að tengingin milli sóknar og varnar var sundurlausari en efni standa til. Skúli lék of innarlega og fóru af þeim sökum 4 góð tækifæri forgörðum eftir góða uppbyggingu á hægra arrni. Fyrstu 25 mínúturnar af seinni hálfleik var barizt ákaflega um það að ná marki yfir. Hraði og kapp var mikið í leikmönnum og allt gat skeð. Þessi kafli leíks- ins var sá jafnasti. Á 26. mín er dæmd aukaspyrna á K.R. á víta- teig. Guðmundur Óskarsson framkvæmdi spyrnuna, sem hafnaði í þverslá. — Gott skot, en aðeins of hátt. — Á 29. mín- útu fá K.R.ingar sams konar aukaspyrnu á Fram. Hörður Felixsson framkvæmdi og skaut í varnarmúr Framara. Framarar sækja nú fast á og alltaf lá mark- ið í loftinu, en lét standa á sér fram að 37. mínútu, er Hinrik sendi knöttinn laglega fyrir til Skúla Nielsen sem skoraði með föstu skoti. Mínútunni áður hafði Hinrik gefið Skúla samskonar sendingu, sem ekki nýttist. Var nú skammt til leiksloka og enn hélzt sami hraðinn og baráttu- viljinn óskertur. K.R.ingar voru ekki á að gefa sig, þó naumur tími væri til að jafna. Mínútu fyrir leikslok ná þeir í gang upp- hlaupi eftir hægra kanti. Margir Framarar voru til varnar innan vítateigsins, en samt sem áður tókst Reyni að vippa knettinum laglega til Þorbjörns, sem sendi ,hann áfram fyrir markið og ætlaði sýnilega samherjum sín- um að skora, en óheppnin elti Framara. Þeir stýrðu knettinum sjálfir inn í markið, framhjá hægra bakverðinum, sem stóð vel staðsettur til að spyrna í burtu, en áttaði sig ekki á að- stæðum fyrr en of seint. Þetta skeði á 44. mínútu og jafnteflið þar með innsiglað. LIÐIN Lið Fram er létt og leikandi, sýndi á köflum áferðarfallegan stuttan samleik og þá tókst liðinu bezt upp. Hins vegar var tenging milli sóknar og varnar nokkuð laus í reipunum. Kantarnir of lítið notaðir til uppbyggingar og framverðirnir jafnslyngir og þeir eru, léku of utarlega og studdu sókniria ekki á sama máta og þeir hefðu getað gert með ann- arri „taktik“. Reynir Karlsson var bezti maður liðsins. Dagbjart ur og Skúli Nielsen voru virk- ustu menn framlínunnar. Björg- vin miðframherji fer laglega með boltann, en er ekki nógu sækinn og ágengur sem miðframherji og forðast að leggja í návígi við andstæðingana. Það v'erður hann að temja sér og hvika hvergi. Guðmundur Guðmundsson var sterkasti maður varnarinnar, átti hreinar og fallegar spyrnur og öruggur með skalla. Hinrik er vaxandi leikmaður, sívinnándi allan leikinn. í liði KR er erfitt að taka einn fram fyrir annan, en mest fannst mér þeir vinna Sverrir, Sveinn og Gunnar Guðmannssson meðan hans naut við, en hann og Atli Helgason urðu að yfirgefa leik- vang í lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla. KR-ingar berjast alltaf til þrautar og krafti og dugn- aði, ásamt nokkurri heppni mega þeir fyrst og fremst-þakka, að jafntefli náðist í þessum leik. Nýliðinn Ellert Schram, sem inn kom fyrir Atla Helgason, og lék vinstra kanti lofar góðu. Spyrnur hans eru mjúkar og hreinar og augað fyrir samleik áberandi. Ekki er hægt að skilja svo við frásögn af þessum leik, að minnzt sé örlítið á regluna innan vallar- takmarkanna. Það er alveg ó- tækt, að dómarar þurfi 5 sinr.um í leik, eins og kom fyrir að þessu sinni, að gera sjálfstæðar ráð- stafanir til þess, að halda hinum ásækna krakkahópi frá sjálfum leikvanginum. Það er ekki hlut- verk dómarans að taka að sér „barnagæzlu". Stjórnendum vall- arins ber skylda til að sjá svo um, að áhorfendur haldi sig ut- an takmarka hlaupabrautarinn- ar. Þetta hefur gengið mjög erf- iðlega og stöðug köll í hátalara- kerfi vallarins með áskorunum til hinna ásæknu um að hafa sig á brott koma engu áleiðis, en eru orðin hvimleið vallargestum, enda stappar nærri misnotkun kerfisins á köflum. Jafnágætur reglumaður og vallarstjóri má til með að hrinda betra skipu- lagi þessara mála í framkvæmd hið bráðasta. Klassísk setning á borð við: „Krakkar mínir, farið af línunni“, er alltof góðlátieg til þess að vera tekin alvarlega af þeim unglingum sem mest hafa sig í frammi. Hannes. Knattspyrnan er hafin. Þessi mynd er úr leik Reykjavíkur og Akraness. — Sveinn Teitsson skorar þriðja mark Akurnesinga. — Ljósm. Bjarnl. Bjarnl. Skemmtisigling ó vegum Lúðrasveitoi Reykjnvikui LÚÐRASVEIT Reykjavíkirr mun standa fyrir þriggja daga skemmtiferð til ísafjarðar og Stykkishólms um hvítasunnuna með m.s. Esju. Farið verður frá Reykjavík eftir hádegi laugardaginn 8. júní og komið aftur snemma morguns þriðjudaginn 11. júní. Þátttakendur búa um borð í skipinu og er fyrsta flokks fæði innifalið í fargjaldinu. Siglt verður héðan beint til Isafjarðar og dvalið þar á hvítasunnudag og er ráðgert^ að fara skemmtisiglingu inn Isa- fjarðardjúp þann dag. Á annan í hvítasunnu verður farið til Stykkishólms um Breiðafjörð, er það mjög fögur sigling í góðu veðri. Hljómleikar, skemmtanir og dansleikir verða um borð og á ísafirði og Stykkishólmi. Mun verða vandað til þeirra eftir föngum. Lúðrasveitin mun fyrst og fremst leika og ennfremur verð- ur danshljómsveit og fleiri skemmtikraftar með í ferðinni. Nauðsynlegt er fyrir væntan- lega þátttakendur að panta far sem fyrst og eigi síðar en 18. maí. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 5035 og áskrifta- listi liggur frammi í Skyndi- myndum, Templarasundi 3. Fyrir þremur árum fór Lúðra- sveit Reykjavíkur slíka för, sem tókst með ágætum, og komust þá færri en vildu. Er því örugg- ara að tryggja sér farmiða sem allra fyrst. íslenzk tónlistarhátíð UNDANFARNA daga hefir stað- ið yfir í Reykjavík íslenzk tón- listahátíð. Þegar norræna tón- listahátíðin var haldin hér fyrir tveimur árum, voru engin ís- lenzk verk flutt þar, en hátíðin helguð gestum okkar einvörð- ungu. Ný hátíð var þá jafnframt boðuð, þar sem aðeins yrðu flutt verk íslenzkra tónskálda. Nú höfum við haldið þessa hátíð, og er þaðan vissulega margs góðs að minnast, sem mun reynast okk ur dýrmætara, er lengra líður frá og við fáum betur áttað okkur á verkunum sem flutt voru og þeim aðstæðum er höfundarnir bjuggu við. Þróunarsaga íslenzkrar listmenn- ingar liggur ekki fyrir skrásett nema að litlu leyti og ekki nema nokkrir þættir hennar. Aðeins mjög yfirborðslega er því unnt, enn sem komið er, að átta sig á því, hvað hér hefir raunverulega verið að gerast í nýsköpun á sviði tónlistarinnar. Fátt eitt af því, sem unnið er, hefir verið birt almenningi, og gerist ekki þörf að rekja þá harmsögu hér. Mögu- leikarnir til þess að kynna hér þau verk, sem rituð eru á nótna- blöð, eru svo sáralitlir, að það verður að teljast til furðulegrar bjartsýni að eyða lífi sínu í jafn vonlaust verk, ef samtímis er til þess hugsað að sinna ytri þörfum þess. Það gerir áreiðanlega eng- inn nema knúður af áleitinni þörf. Helztu upplýsingarnar sem fyrir liggja handa almenningi til að átta sig eftir, er úthlutun svo- kallaðra listamannalauna, en þar eru tónlistarmenn ekki sérlega hátt skrifaðir, ef hafðir eru jafn- framt í huga sumir þeirra, sem settir hafa verið á bekk með þeim eða skör hærra. Á þeirri raunalegu niðurjöfnunarskrá hafa okkar víðkunnustu tónlistar menn aldrei fengið sæti með þeim mönnum öðrum, sem þjóðin er talin standa í stærstri þakkar- skuld við. Fyrir rúmum aldarfjórðungi hófst nýtt tímabil í íslenzku tón- listarlífi undir forustu Páls ís- ólfssonar, Jón Leifs, Sigurðar Þórðarsonar o. fl. ágætra manna. Þá er meðal annars stofnaður Tónlistarskólinn, fólk fær í fyrsta sinn að heyra fullkomnar erlend- ar hljómsveitir og úrvals lista- fólk, og kórsöngur, sem þá var enn ein aðalskemmtun fólks, fékk nýtt lífsloft utan úr lönd- um. Upp úr því er byrjað að þjálfa menn til þátttöku í hljóm sveitum og ungt fólk fer fyrir alvöru að fara til útlanda til söngnáms. Eins og bækur verða ekki skrifaðar fyrir ólæst fólk né leikrit þar sem leikmennt er óþekkt, er varla hægt að gera ráð fyrir að skrifuð séu hljóm- sveitarverk fyrir þau hljóðfæri, sem enginn kann að leika á. Bók- menntasköpun hefst er menn hafa lært að lesa og leika, og hin eiginlega tónlistarsköpun hefur sig fyrst verulega til flugs er fullkomin hljómsveit er fyrir hendi. Hér gat því naumast verið um slíka sköpun að ræða fyrr en nú síðustu árin, er við höfum átt okkar eigin hljómsveit. Þessi fyrsta íslenzka tónlistar- hátíð er því í senn fyrsta upp- skeruhátíð íslenzkra tónskálda til að fagna því að jarðvegurinn hefur í fyrsta sinn verið plægð- ur og undirbúinn til almennrar sáningar. Hún lýsir því í senn heilbrigðri bjartsýni og trú á þann jarðveg, þar sem rækta á framtíðarskóga íslenzkrar list- menningar. En eins og Róm var ekki byggð á einum degi, svo er og listþróunin átak margra alda. Skal því vissulega fagnað inni- lega að nú er fyrsti áfanginn, og ekki sá þýðingarminnsti, að baki, og ekki lengur stefnt alveg blint í óvissuna. Ekki mun í þessari frásögn frá tónlistarhátíðinni verða gerð til- raun til þess að meta einstök verk, sem þar voru flutt, en hins vegar ekki hikað við að full- yrða að íslenzkir tónlistarmenn hafi þegar sýnt, svo ekki verði um deilt, að frá þeirra hendi er ekki síður hægt að vænta góðra verka á næstu árum, en úr heimi myndlistar og bókmennta. Og tilhneiging gerir nú víða vart við sig til að trúa því að einmitt þeir hafi notað tímann betur undan- farið en ýmsir hinna, sem þó var á margan hátt betur búið að. Hátíðin hófst með ávarpi menntamálaráðherra og lauk með kveðjuorðum borgarstjórans í Reykjavík. Hátíðahöldin fóru fram í Þjóðleikhúsinu og Dóm- kirkjunni. Voru tveir tónleikar, Kammermúsik og hljómsveitar- tónleikar, í Þjóðleikhúsinu, og einn kirkjukonsert. — Á lokatón- leikunum flutti dr. Páll ísólfsson skorinort ávarp og eggjunarorð til ungu tónskáldanna. Minntist hann meðal annars á það í ræðu sinni að stefna bæri að því að breyta kennslu í barna- og ung- lingaskólum á þann veg að hefja almenna kennslu í listum. Einnig lýsti hann vanþóknun sinni á því menningarleysi að tolla hljóðfæri eins og þann varning sem fólk er vayað við að kaupa. Sjálf hátíðin var tvímælalaust einn merkasti listviðburður í sögu lands og þjóðar og áttu þar margir menn hlut að, tónskáld og flytjendur. Ýmis þeirra verka sem flutt voru munu verða talin til dýrmætra eigna í framtíðinni og ósérplægni og eldlegum áhuga þeirra Jóns Leifs og Skúla Hall- dórssonar við að skipuleggja há- tíðina, safna Verkum til flutn- ings og undirbúa tónleikana, verður seint gleymt. Án Sin- fóníuhljómsveitarinnar hefði þessi hátíð ekki verið haldin og raunar varla án Olavs Kiellands. Þeir sem unna tónlist þessa lands og trúa á sköpunarmátt þjóðar sinnar á þessu sviði sem öðru fagna samróma þessum langþráða áfanga. R. J.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.