Morgunblaðið - 16.05.1957, Side 14

Morgunblaðið - 16.05.1957, Side 14
H MORCUWBLAÐ1Ð Fimmtudagtur 16. maí 1957 Ensk bréf — Bókfærzla Ensk stúlka, vel menntuð, óskar eftir skrifstofustarfi hálfan eða allan daginn. Hefur unnið 8 ár á skrifstofu í London. — Tilboð merkt: „Ensk bréf“, sendist íerðaskrif- stofunni „Orlof“. Dieselfoíll Hef verið beðinn að útvega nýjan eða nýlegan dieselbíl 5—8 tonna. SVEINN SVEINSSON — Sími 81476 IMatsvein og háseta vantar á reknetabát frá Hafnarfirði. Uppl. í síma 9165. Afgreiðslustúlka helzt vön við afgreiðslustörf í fataverzlun eða önnur verzl- unarstöf, óskast nú þegar. Tilboð merkt: „2986“, sendist til blaðsins fyrir laugardag 18. þ. m. Píanó notað, uppgert danskt píanó til sölu. Gotfred Bernhöft & Co. hf. Sími 5912 — Kirkjuhvoli. íbúð til leigu 4—5 herbergja íbúðarhæð (120 ferm.) við Tómasarhaga er til leigu nú þegar. Sér hitakerfi. íbúðin er í 1. lfokks ástandi. Tilboð sendist blaðinu fyrir hádegi á föstudag merkt: „Sólrík íbúð —2990“. Ferðamannaherbergi Þeir sem vilja leigja herbergi fyrir útlenda og inn- lenda ferðamenn í sumar, vinsamlegast hafi samband við okkur næstu daga. Fyrirgreiðsloskrifstofan, Grenimel 4 — sími 2469, eftir kl. 5. Hafnarfjörður 4ra herbergja íbúð í verkamannabústað við Skúlaskeið — tii sölu. Nánari upplýsingar gefur GUÐJÓN STEINGRÍMSSON, hdi., Strandgötu 31, Hafnarfirði. . Símar: 9960 og 9783. HÚSIMÆÐI VIÐ LAUGAVEG: TIL SÖLU er 4ra herbergja götuhæð, (105 ferm.) á eignarlóð við Laugaveginn, ásamt hálfum kjallara. Góður staður fyrir verzlun. Útborgun kr. 300 þúsund. FasteSgnasa^an VATNSSTÍG 5 — Sími 5535. Opið kl. 5—7 e. h. Fyrirlestur J. R. Dunning DR. J. R. DUNNING, hinn þekkti bandaríski kjarnorku- fræðingur, sem kom hingað á vegum fslenzk-ameríska félags- ins, flutti hér tvo fyrirlestra í háskólanum, 4. og 5. maí. Dr. Dunning er einn af brautrj'ðj- endum í kjarnorkuvísindum. Frá upphafi hefur hann stefnt að hagnýtingu kjarnorkunnar til aflvinnslu, enda er hann upp- haflega verkfræðingur, en fór út í kjarnvísindi með það fyrir augum að finna leið til að leysa úr læðingi orku atómkjarnans. Frá því að Hahn og Strassman uppgötvuðu klofnun úraníum- kjarnans í ársbyrj. 1939, beindist athygli Dunnings aðallega að úraníumísótópnum U—235, en keðjuklofnun í úraníum byggist á klofnun hans. Þar sem í venju- legu úraníum er aðeins 0,7% af U-235 snéru Dunning og sam- verkamenn hans sér að því að skilja U-235 frá U-238, sem er 99,3% af venjulegu úraníum. Þetta er mjög erfitt að gera í stórum stíl, en árangurinn af starfi þeirra var, að reist var risastór verksmiðja í Oak Ridge. Síðan hafa tvær verksmiðjur bætzt við og fer nú einn tíundi af raforku Bandaríkjanna í að framleiða U—235. Dr. Dunning átti ásamt öðrum frumkvæðið að byggingu kjarnorkukafbáts- ins Nautilus sem siglt hefur 70,000 mílur án þess að eldsneyt- ið væri endurnýjað. Fyrri fyrirlestur Dr. Dunnings fjallaði um áhrif kjarnorkunnar í orkumálum heimsins. Benti hann á, að undirstaðan að vís- indaþekkingu nútímans væri að- eins 2—300 ára gömul. Til skamms tíma hefur orlcunotkun mannkynsins byggzt að mestu leyti á afli manna og dýra og á vindafli. Gerbreyting varð á þessu, þegar gufuvélin var fund- in upp og menn fóru að nota sér orku kola og síðar olíu. Nú er svo komið, að menningarlíf nú- tímans byggist á orku, en ef kjarnorkan kæmi ekki til, væri orkuskortur fyrirsjáanlegur með þeim afleiðingum, sem hann hefði fyrir siðmenninguna. ís- land er undantekning að því leyti, að enn er hér næg óvirkj- uð vatnsorka og óvirkjaður jarð- hiti. Birgðir af kolum, olíu og jarðgasi fara minnkandi og í sumum löndum, t.d. Bretlandi, er ástandið þegar orðið alvarlegt. í Bandaríkjunum vex kola- og olíframleiðslan enn þá, en fyrir lok þessarar aldar hlýtur hún að dragast saman. Ef halda á sömu lífsskilyrðum og nú fyrir vax- andi mannfjölda, er fyrirsjáan- legt, að orku muni skorta til þess, kringum 1980, ef kjarnorkar. kæmi ekki til sögunnar. Birgðir heimsins af úranium eru mjög miklar. Úraníum er al- gengara en nikkel og kopar, en úraníumleit er aðeins á byrjunar- stigi. Mest af úraníum kemur frá Kanada og þekktar birgðir þar munu duga um 150 ár. Eftir því sem tækni við úraníumvínnslu verður fullkomnari, er hægt að vinna úraníum úr rýrara grýti. Núna er það yfirleitt unnið úr grýti, sem inniheldur 0,1% (eða meira) af úranium, en þetta er að lækka niður í 0,01% og geturi líklega komizt niður í 0,001%. | Ef miðað er við orkuinnihald, i er U—235 jafndýrt og kol á £3 tonnið, en það er lægsta verð á' kolum í Bandaríkjunum. í Bretlandi er verðið um £20 tonnið og víða hærra, t.d. á ís- landi. Úraníum er því ódýrt elds- neyti, ef orka þess er fullnotuð, en það er ekki mögulegt í kjarn- orkuofnum. Um 10% af orkunni fæst úr því, og þá samsvarar það kolum á £30 tonnið, svo að það er sam- keppnisfært, þar sem kol eru mjög dýr. Úraníum 235 er ekki eina kjarn- eldsneytið, sem menn geta notfært sér, því að úr U—238 er hægt að framleiða eldsneyti, U-233, úr þóríum, en af því eru til meiri birgðir en af úr- aníum. í Bandarikjunum er nú fjöldi kjarnorkuofna, og flestir eru not- aðri til tilrauna, en ekkj til afl- vinnslu, þar sem Bandaríkin hafa ekki þörf fyrir nýjar orku- lindir á næstu árum. Um Bret- land er öðru máli að gegna og má búast við, að eftir um 10 ár verði 25—40% af rafmagninu þar framleitt með kjarnorku. Bandariski flotinn hefur nú tvo kjarnorkuknúna kafbáta, og stefnan er sú, að öll skip fJotans verði knúin kjarnorku. Að lokum vék Dr. Dunning að aflvinnslu með samruna atóm- kjarna, en á þeim samruna bygg- ist vetnissprengjan. Gat hann þess, að orka sólarinnar væii fenginn á þennan hátt, en við mörg vandamál væri að stríða við að beizla þá orku hér á jörð- inni. Hita þyrfti efnin upp i 100 milljón gráður og vandkvæðin væru að halda þeim saman, þar sem enginn ílát þyldu slíkan hita. Tilraunir hafa verið gerðar með að nota segulsvið til að halda efnunum á afmörkuðu svæði, en enginn hefur enn hugmynd um, hvernig á að fara að því að beizla þessa gífurlegu orkulind. Olafur Kristinn Olason IVfinning HANN kvaddi þennan heim þ. 2. apríl sl. og var til grafar borinn 11. s. m. Þegar mér var «ögð and - látsfregn þessa vÍAar míns, fannst mér, sem strengur brysti i hjarta mínu. Hann, sem fyrir fá- um dögum fór frá heimili mínu, hress og glaður að vanda, og gerði ráð fyrir að koma brátt aftur til vinnu sinnar, en svo fór hér, sem oftar, að guð ræður, en mennirnir þenkja, og nú eftir rúman hálfan mánuð, hef ég fylgt þessum góðvini mínum til hinztu hvíldar. Þannig er líf vort mannanna, að enginn ræð- ur sínum næturstað. Æviferil Ólafs sáluga ætla ég mér ekki að rekja hér, það væri mér ofvaxið, en þar væri mannkostamanns að minnast. En þess í stað langar mig til þess að minnast góðs vinar eftir tutt- ugu og fimm ára kynningu, sem ég hafði af honum. Ólafur var sá hreinræktaðasti vinur, sem ég hefi kynnzt á langri ævi, að öllum öðrum ólöstuðum. Þar fór allt saman, trygglyndi, hjálpsemi og glaðværð, að ógleymdri trúmennsku í öllum störfum. Þessar dygðir átti Ól- afur sálugi í ríkum mæli. Hann var ávallt og alls staðar mann- bætandi, orðheldinn og áreiðan- legur í öllum viðskiptum hii.s dag lega lífs. Hann vildi hvers manns vanda leysa, enda var hann vel Blóma- og grænmetistorgib (Hringbraut og Birkimel) tilkynnir. — Plöntusalan byrjuð. Einnig daglega ný- afskorin blóm, pottablóm, giænrneti o. fL Opið frá kl. 9 f. h. Sigurður Guðmundsson, garðy rkj umaður, Sími 5284. séður af öllum, sem þekktu hann og ég, sem þessar línur rita, full yrði, að það var hans yndi að gera þeim greiða, sem til hans leituðu, sérstaklega, ef hann vissi að brýn þörf var fyrir hjálp hans. Þau eru ótalin handtökin, sem hann vann fyrir aðra, án þess av taka hátt gjald fyrir. Aðal- atriðið var að veita hjálpina. Fróður og skemmtilegur var Ólafur og ljóðelskur, og gat vel komið fyrir sig orði í bundnu máli, ef með þurfti. Ég á marg- ar slíkar minningar eftir þennan vin minn. Og nú sný ég máli mínu til þin, kæri vinur, þó þú sért horfinn sjónum mínum. Þú manst heit okkar, og ég þakka þér kæri vinur, að þú hefur efnt það og þar með gefið mér fullvissu um, að látinn lifir, já, þökk sé þér, kæri vinur, fyrir allt og allt. Minningu þína geymi ég, sem helgidóm í hjarta mínu. Ég þakka þér alla vináttuna, allar gleðistundir sem við áttum sam- an. Svo enda ég þessi orð mín til þín, með fáum Ijóðlínum, sem eru gamalt loforð. Gleði mannsins, góða, vitra, 1 geymi ég í huga minum. Minninganna geislar glitra, gengnum yfir sporum þínum. Mannkærleikans merkið hæsta, með þér barstu vinur góði. Trúarinnar gullið glæsta, geymir þú í hjartasjóði. Öllum varst þú góður gestur, greiðvikinn, en allra beztur, þar, sem sárast þrengdi neyðin, þangað var þér greiðust leiðin. Vertu sæll, við sjáumst bráðum, settum eftir drottins ráðum. Hann á öllu hefur gætur. Heill á meðan, góðar nætur. Jón Arason. Lífið einbýlishús kjallari og hæð, 3 herbergi m.m. við Elliðavatn til sölu. — Lítil útborgun. Aðalfasteignasahn Aðalstræti 8 Símar: 82722, 1043 og 80950. STRASSBORG, 7. maí. — Full- trúar sjö ríkja í Vestur-Evrópu samþykktu í dag ályktun til rík- isstjórna sinna, um að lönd þessi hæfu sameiginlegar rannsóknir á sviði fjarstýrðra flugskeyta. — Einnig samþykktu þeir ályktun um að framleiðsla flugskeyta yrði í framtíðinni sameiginleg fyrir alla Vestur-Evrópu. Álykt- anir þessar eru byggðar á þeirri skoðun, að hvert einstakt ríki í Vestur-Evrópu hafi hvorki fjár- hagslegt né tæknilegt bolmagn til að annast smíði slíkra hern- aðartækja. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.