Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 16. mai 1957 MORGVNBLAÐIÐ 15 Hinn heimskunni rithöfundur Helen Keller sem dvalizt hefur hér á landi fór héðan með Sólfaxa Flugfélags fslands síðastliðinn laug- ardag. Margt fólk var komið á flugvöllinn til þess að kveðja hana, m a. sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, skólastjóri Blindra- skólans og margir nemendur skólans, er færðu Keller blóm að skilnaði. Myndin er tekin skömmu fyrir brottförina og er Helen Keller þriðja frá vinstri á myndinni —Ljósm. Sv. Sæm. Samþykktir bœjarstjórnar Siglufjarðar: Fiskiðjuver—Greiðsla til almanna trygginga — Flugvöllur — Badioviti — Skemmtanaskuttur EINS og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu var fjárhagsáætlun Siglufjarðar^ samþykkt fyrir nokkru. — Á þeim fundi bæjar- stjórnarinnar voru eftirfarandi tillögur fluttar af meirihluta bæjarstjórnar að frumkvæði full trúa Sjálfstæðisflokksins í bæj- arstjórn og samþykktar með öll- um atkvæðum: „Bæjarstjórn Siglufjarðar sam þykkir að fela bæjarstjóra ásamt alþingismönnunum Áka Jakobs- syni og Gunnari Jóhannssyni að vinna að útvegun lánsfjár allt að kr. 1.000.000 til byrjunar bygg ingar hins fyrirhugaða fiskiðju- vers á grundvelli kostnaðaráætl- unar þeirrar, er þegar hefur ver- ið lögð fyrir bæjarstjórn og að fenginni þeirri fjárveitingu verði hafizt handa um byggingu fisk- iðjuversins". lAUtVk Sagt frá miklum þjáningum FYRIR nokkru er út komin hjá dönsku Gyldendals-útgáfunni bók eftir norska blaðamanninn Erik Rostböll, sem nefnist „Ung- arske Vidnesbyrd" og segir höf- undurinn í bókinni frá ástand- iau í Ungverjalandi, eftir upp- reisnina í október sl. Höfundurinn segir, að er hann lagði af stað til Ungverjalands hafi landið verið frjálst. Svo hafi þá virzt, sem uppreisnin myndi heppnast. En þegar hann kom til Vínarborgar höfðu Rúss- ar bælt uppreisnina niður. Hann kveðst ekki hafa verið sjónar- vottur að bardögum. Þeir voru hjá liðnir er hann kom til Ung- verjalands. En með þátttöku í hjálparstarfi kynntist hann fólk- inu, þjáningum þess og harmi yfir ósigri. Eins og nafn bókarinnar ber með sér, felur hún í sér vitnis- burð ungversku þjóðarinnar. — Hún er samtal við fjölda fólks af alþýðusétt, segir frá draum- um þess og ótta. Engir aðiir eru færari að segja þessa skelfingar- sögu, en sjálf sú þjóð, er hefur gengið gegnum hörmungarnar. Bókin er 110 blaðsíður. „Bæjarstjórn Siglufjarðar skor ar á Alþingi og ríkisstjórn að létta að verulegu leyti af bæjar- sjóði greiðslum til almannatrygg inga og að bæjarsjóði verði feng- inn nýr eða nýir tekjustofnar, sem raunverulega auka tekjur bæjarsjóðs og felur bæjarstjórn ásamt alþingismönnunum Áka Jakobssyni og Gunnari Jóhanns- syni að vinna að framgangi þess- ara mála á Alþingi og hjá ríkis- stjórn." Bæjarstjórn Siglufjarðar skor ar á flugmálastjórnina að láta fara fram athugun á flugvallar- stæði og staðsetningu flugvallar í Siglufirði og minnir á fyrri samþykktir sínar í því efni. Jafn- framt felur bæjarstjórn bæjar- stjóra og alþingismönnunum Áka Jakobssyni og Gunnari Jóhanns- syni að vinna að því að fram- kvæmdir í þessu efni hefjist eigi síðar en á sumri komanda." „Bæjarstjórn Siglufjarðar skor ar á ríkisstjórn og Alþingi að breyta lögunum um löggæzlu á þann hátt að ríkissjóður greiði framvegis allan kostnað af lög. gæzlu í kaupstöðum landsins eSa að öðrum kosti hækki til muna hlutdeild sína í þeim kostnaðj. Jafnframt felur bæjarstjórn bæj- arstjóra og alþingismönnunum Áka Jakobssyni og Gunnari Jó- hanssyni að vinna að framgangi málsins á Alþingi". „Bæjarstjórn samþykkir að fela alþingismönnunum Á. J. og G. J. að afla fjárveitingar frá Alþingi til byggingar stefnu-radiovita á Selvikurnefi eða öðrum heppileg um stað að dómi þar um bærra manna og felur bæjarstjóra að semja greinargerð fyrir nauðsyn slíks stefnuvita í samráði við Skipstjóra- og stýrimannafélagið Ægi". Þá fluttu fulltrúar einir eftir- farandi tillögu: „Bæjarstjórn Siglufjarðar sam þykkir að fela bæjarstjóra og alþingism. Á. J. og G. J. að fá því framgengt að skemmtanaskattur af kvikmyndasýningum í Siglu- firði verði látinn renna í sérstak- an sjóð er varið verði til rekstrar og byggingar elliheimilis í Siglu- firði". Þessi tillaga var einnig sam þykkt með öllum atkvæðum. Þakpappi - Veggflísar Eigum ennþá þýzkan þakpappa og hvítar veggílísar á gamla verðinu. Ludvig Storr & Co. Afmælisbók próf. RICHARDS BECK kemur út á sextugsafmæli þessa merka Vestur-íslendings 9. júní nk. Bókin tr um 3000 bls. í stóru broti, prýdd mörg um myndum og prentuð á myndapappír. Hún er gefin út í að eins 500 eintökum, töusettum og árituðum af höfundi. Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, og heiðra með því höf- undinn á 60 ára afmælinu, þurfa að hafa sent pantanir fyrir 25. þ. m. þar sem nöfn allra áskrifenda verða prentuð fremst í bókinni. Áskriftum veita viðtöku Árni Bjarnarson, Akur- eyri og Bókav. Kr. Kristjánssonar, Hverfisgötu 26, Reykja- vík, sími 4179. AMERÍSKIK ¦VOR- OG SUMARKJðlAR NY SENDING MARKAÐURINN Hafnarstræti 5. Sumarskór TÉKKNESKIR STRIGASKOR AUSTURSTRÆTI 12 Stúlka með verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun, óskast til skrifstofustarfa. Fyrirspurnum ekki svarað í síma, H. Benediktsson hf. HAFNARHVOLI hóleu LAUGAVEGI 33 Þýzkar kventöskur NY S E N DIN G Samkomusalur fæst leigður á komandi vetri fyrir íélagsfundi í Garðastræti 8. Salurinn rúmar nálægt 100 manns í sæti. Möguleikar eru fyrir kaffiveitingum. Þau félög, sem óska að fá ákveðin kvöld á vetrinum, geta fengið nánari upplýsingar í sima 3224. sölu snurpinót og snurpibátar Snurpinót 178y2 faðmur á lengd og 38 faðmar á dýpt, ásamt snurpilínu. Ennfremur 2 nótabátar, stórir og góðir með vélum, spilum og davidum. — Allt í bezta standi. Er til sölu nú þegar. Hagkvæmt verð og skilmálar. KEILIR HF. — SÍMI 6550— ÞVOTTAVÉLAR Þriðja hver amerísk þvottavél með þvæli, sem kom til landsins á síðasta ári, var EASY-þvottavél. Því miður höfum við ekki vegna gjaldeyriserfið- leika getað annað eftirspurn undaniarið, en pant- anir verða afgreiddar í þeirri röð, sem þær berast. LMisniiisiiiJiiinir GRJÓTAGÖTU 7 — SÍMAR 3573—5296.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.