Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 16
MORCZJNBT/AÐIÐ T’imvntudagur 1C. maí 195? 1« !A ustan i Edens eftir John Steinbeck I I 35 i = I um. Svo teygði hann hendina yfir að borðinu, sem stóð við rúmhliðina og fingur hans lukt- ust nákvæmlega um eldspýtu- kassa, sem lá þar. Hann greip eina eldspýtu og strauk henni við hliðarflöt kassans. Brenni- steinninn brann með litlum, blá- um loga, áður en eldurinn læsti sig í spýtuna sjálfa. Því næst kveikti Charles á kertinu við rúmstokkinn. Svo svipti hann af sér ullarteppinu og settist fram á rúmstokkinn. Hann var í síðum, gráum nærbuxum, sem hengu í pokum neðan við hnén og lögðust í margföldum fellingum um öklana. Hann gekk geispandi fram að dyrunum, opn- aði þær og kallaði: — „Klukkan er hálf-fimm, Adam! Það er kom- inn fótaferðatími! Ertu vakn- aður?“ Og Adam tautaði syfjulega: — ~a Þýðing Sverrir Haraldsson □-------------------□ „Kemur það aldrei fyrir þig að þú sofir yfir þig?“ „Það er kominn tími til að klæða sig!“ Charles smeygði fót- unum í skálmarnar og kippti buxunum upp fyrir mjaðmirnar. — „Þú þarft ekki að klæða þig!“, sagði hann. — „Þú ert ríkur mað- ur. Þú getur legið í bælinu allan daginn" „Það ert þú líka. En samt verð- um við að fara á fætur löngu fyrir dögun“ „Þú þarft ekki að klæða þig“, endurtók Charles. — En ætli maður að yrkja jörðina, verður maður að taka daginn snemma" Adam sagði dapurlega: — „Og Van Heusen skyrtan fer best Van Heusen vörumerkib tryggir gaebin nú ætlum við að kaupa meira land, svo að við getum þrælað enn meira!“ „Það er nógur tími til að hafa áhyggjur af því, þegar þar að kemur“, sagði Charles. — „Sofðu bara áfram, ef þig langar til þess“ Adam sagði: — „Ég er sann- færður um það, að þú gætir ekki sofið, þótt þú lægir í' rúminu. Veiztu hvað ég held? Ég held að þú farir á fætur, af því að þig langi til þess, en jafnframt ertu líka mjög svo hreykinn af því — eins og maður er hreykinn af því að hafa sex fingur“ Charles gekk fram í eldhúsið, og kveikti á lampanum: — „Þú getur ekki legið 1 rúminu og stundað jarðyrkju", sagði hann og rótaði öskunni niður í gegn- um ristina á eldavélinni, tróð blaðarusli inn undir viðarkolin og blés í glóðina, þangað tíl hún fór að skíðloga. Adam horfði á hann gegnum opnar dyrnar: — „Þú tímir ekki að eyða einni einustu eldspýtu“, sagði hann. Charles sneri sér við, hinn reiðasti: — „Hugsaðu bara um það, sem þér kemur eitthvað við og láttu mig í friði“ „Gott og vel“, sagði Adam. — „Ég skal gera það. Og kannske kemur ekkert hér á heimilinu mér við“ „Það er undir þér sjálfum komið. Þú getur farið héðan hvenær sem þú vilt“ Þetta var heimskulegt rifrildi, en Adam gat ekki hætt. Rödd hans hélt áfram, gegn vilja hans og orðin komu gremjufull og bitur: — „Já, ég bið þig áreiðan- lega ekki leyfis Ég verð hér svo lengi sem ég sjálfur vil“, sagði hann. — „Þetta er ekki síður mitt heimili, en þitt!“ „Og hvers vegna reynirðu þá ekki að gera eitthvað til gagns á þessu heimili þínu?“ „Herra minn trúr!“, sagði Adam. — Hvers vegna erum við eiginlega alltaf að rífast? Við skulum hætta því!“ „Ekki langar mig í rifrildi“ sagði Charles. Hann jós moðvolg- tun graut í tvær skálar og setti þær á borðið. Bræðumir settust. Charles smurði brauðsneið, makaði svo sultu ofan á smjörið, með sama hnífnum, smurði svo aðra sneið og skildi eftir breiða sulturák á sm j ör kökunni. „Geturðu ekki - þurrkað hníf- inn, maður? Líttu á smjörið!“ Charles lagði frá sér hnífinn og brauðsneiðina og barði hnefan- um í borðið: — „Það væri bezt að þú færir héðan!“, sagði hann. — „Og það sem allra fyrst!" Adam reis á fætur: — „Já, það ætla ég líka að gera“, sagði hann stillilega. — „Ég vildi heldur hírast í svínastíu alla mína ævi, en hérna með þér einum" Svo gekk hann út, án þess að kasta kveðju á bróður sinn. 2. Charles sá hann ekki aftur fyrr en að átta mánuðum liðnum. Þá var það eitt kvöld, þegar hann kom inn frá vinnu sinni, að Adam stóð I eldhúsinu og var að þvo sér í framan, upp úr fötu. „Halló!“, sagði Charles. — „Hvernig líður þér?“ „Ágætlega", svaraði Adam. „Hvert fórstu?“ „Til Boston“ „Ekkert annað?“ „Nei, ég var bara að skoða borgina" BEZT-úlpa er bezta skjólflíkin, að taka með í sveilina. Vesturgötu 3 —? M ARKÚS Eftir Ed Dodd - - 1) Ég fór aftur með Anda inn að rúmi veika mannsins, og af hegðun hundsins er ég ekki í nokkrum vafa, að þetta er hús- bóndi hans. 2) Ég get ekki trúað því Peta. Andi er okkar hundur. Við björg- uðum honum og hjúkruðum honum. Hann tilheyrjr okkur nú. 3)Elsku pábbi minn. Vertu ekki svona æstur. Þú ert ekki sanngjarn. Sanngjarn eða ekki sanngjarn. Það kemur ekki í mál við mig. Það skal enginn ókunnugur maður taka Anda af mér. Hann fær hann aldrei. Bræðurnir tóku aftur upp hin- ar gömlu lífsvenjur, en sneiddu hjá öllu, sem vakið gat reiði og missætti. Að vissu leyti vörðu þeir hvor annan og- hlífðu þannig sjálfum sér um leið. Charles sem alltaf var jafnár- risull, tilreiddi morgunverðinn, áður en hann vakti Adam. Og Adam hélt eldhúsinu hreinu. Þannig bjuggu þeir saman í tvö ár, áður en samlyndið fór út um þúfur. Eitt vetrarkvöld leit Adam upp frá bókinni, sem hann var að lesa: — „Það er fallegt í Cali- forníu“, sagði hann. — „Það er fallegt þar á veturna. Og þar er hægt að rækta allt“ „Það getur vel verið, að rækt- unarskilyrðin séu góð. En þegar uppskeran kemur, hvað á mað- ur þá gera við hana?“ „En hveitið, maður? Þeir rækta alveg ósköpin öll af hveiti í Cali- forniu“ „O, ætli það sé nú ekki minna en sögur fara af!“ „Hvers vegna heldurðu það? Nei, Charles! í Californíu er frjósamasta jörð í heimi“ Charles sagði: — „Hvers vegna í fjandanum ferðu þá ekki þangað?“ Adam lét talið falla niður, en næsta morgun, þegar hann stóð fyrir framan litla spegilinn og var að greiða sér, byrjaði hann aftur á sama umræðuefninu: — „Það er aldrei neinn vetur í Cali- forníu“, sagði hann. — „Alltaf vor og sumar“ „Mér þykir gaman að vetrun- um“, sagði Charles. Adam gekk yfir að vélinni til hans: — „Vertu nú ekki svona afundinn!“, sagði hann. „Jæja vertu þá ekki alltaf að istofna til illinda! Hvað viltu mörg egg?“ „Fjögur", sagði Adam. Charles lét sjö egg á heita vél- ina. Svo skaraði hann í eldinn og setti steikarpönnuna yfir hann. Ólundin hvarf að mestu á meðan hann steikti fleskið: — „Adam!, sagði hann. — „Ég veit ekki hvort þú hefur sjálfur veitt því athygli, en þú virðist ekki geta talað um neitt annað en Cali- forníu. Langar þig raunverulega til að fara þangað?“ Adam hló við: — „Það er nú einmitt það, sem ég er að reyha að gera upp við mig. Ég veit það ekki. Það er eins að fara á fætur á morgnanna. Ég vil ekki klæða mig og ég vil heldur ekki liggja í rúminu" 'aflútvarpið Fimmludagur 16. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni‘% sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 19,00 Þingfréttir. — 19,30 Harmonikulög (plötur). — 20,30 Náttúra Islands; V. erindi: Úr sögu íslenzkra grasarannsókna (Ingimar Óskarsson grasafræðing ur). 20,55 Tónlist úr óperum eft- ir Puccini (plötur). 21,30 Útvarp3 sagan: „Synir trúboðanna" eftir Pearl S. Buck; XIX (Séra Sveinn Víkingur). 22,10 Þýtt og endur- sagt: „Á fremstu nöf“ eftir Marie Háckett; II. (Ævar Kvar- an leikari). 22,30 Tónleikar (plöt- ur). 23,05 Dagskrárlok. Fösludagui- 17. maí: * Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,00 Þingfréttir. 19,30 Létt lög (plötur). 20,30 Erindi: Þjóð í or- lofi (Magni Guðmundsson hag- fræðingur). 20,50 íslenzk tónlist (plötur). 21,15 Hestamannakvöld: a) Erindi: Frá síðasta alþjóða- þingi smáhestaræktenda (Kristinn Jónsson ráðunautur). b) Einsöng- ur: Sigurður Ólafsson syngur. c) Ferðaþáttur eftir skozkan mann, Stuart Mclntosh. 22,10 Garðyrkju þáttur: Æskan og gróðurinn (Ingi mundur Ólafsson kennari við skóla garða Reykjavíkur). 22,25 „Har- monikan". Umsjónarmaður þáttar ins: Karl Jónatansson. — 23,10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.