Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 17
S*mintudagur 1<5. maí 1957 MORGVNBL4Ð1Ð 17 Aðalsfeinn Dýrmundsson Minningarorð HANN var fæddur í Litladalskoti í Skagafirði 7. okt. 1886. Foreldrar hans voru hjónin, Dýrmundur Ólafsson, Skagfirð- ingur og Signý Hallgrímsdóttir, ættuð úr Þingeyjarsýslu. Faðir hans var greindur mað- ur og góður þegn, hæglátur og dagfarsprúður, svo orð var á gert. Móðir hans var sköruleg kona og vörpuleg í sjón og raun. Hana sá eg er hún var rosk- in orðin, og er hún mér minnis- stæð. Heyrði eg oft um hana talað, og aldrei nema að góðu, en rík- ust er minning hennar í huga mínum í sambandi við fornkon- urnar sem sögurnar okkar segja frá, — konurnar sem draga fram í dagsljósið drengskapinn (Þor- björg digra), tryggðina (Auður) og skörungsskapinn (Berg- þóra). Föður sinn missti Aðalsteinn er hann var sjö ára. Níu ára fór hann frá móður sinni til Páls föðurbróður síns, en við lát hans fluttist hann að Hvammi í Vatnsdal, til Benedikts Blöndals umboðsmanns, og dvaldist hjá honum til vorsins 1903, er Benedikt lét af bú- skap. í Vatnsdalnum var hann til haustsins 1905 er hann fór á Hólaskóla. Þaðan útskrifaðist hann vorið 1907. Næstu tvö sumrin er hann 1 Gróðrarstöð Ræktunarfélagsins á Akureyri, en á vetrum barna- kennari í Óslandshlíð. Vorið 1909 flyzt hann í V- Húnavatnssýslu, og átti þá heima hjá hálfbróður sínum Ásgeiri í Gottorp Jónssyni, Ásgeirssonar á Þingeyrum. Næstu árin vann hann á ýms- um stöðum í sýslunni, að sumr- inu við heyvinnu en að vetrinum var hann barnakennari í Þver- árhreppi. Þessi ár eru ekkert viðburða- rík, að því er séð verður, en leiðin liggur þó rakleitt, ef svo má segja, að Stóru-Borg. Árið 1914 flutti eg með for- eldrum mínum að Breiðabólsstað, og það sumar hófust kynni okk- ar Aðalsteins, sem urðu að vin- áttu, sem entist til hans æviloka. Hann andaðist 26. marz og var jarðsettur laugardaginn 13. apríl síðastliðinn. 3. nóv. 1914 gaf pappi saman brúðhjónin á Stóru-Borg, Aðal- stein og Margréti Pétursdóttur, Kristóferssonar, sem þar bjó rausnarbúi 1 mörg ár, og var með réttu talinn í höfðingjahópi Húnaþings, og þurfti þó talsvert til. Þeir voru á þeim árum marg- ir og stórir, í sjón og í raun. Vorið eftir, 1915, tóku þau við búinu af móður Margrétar, Elísa- betu Guðmundsdóttur prests frá Melstað. Og þarna var þá Aðalsteinn kominn heim. Mér er enn í fersku minni er ég tók í höndina á ungu bónda- konunni á Borg. Eg hefi aldrei tekið í slíka hönd. Hún var svo lítil, mjúk og barnsleg. Mér datt í hug hvort þessi hönd gæti snert á öðru en ein- hverskonar „fitli“. Eg vissi ekki þá að hún var hög á hannyrðir og hljóðfæri, en hendurnar voru eins og skapaðar til slíkra starfa. En reynslan varð, hér sem ann- ars staðar, bezta sönnunin. Hún reyndist fyllilega fær um að standa fyrir búinu á Borg, í blíðu og stríðu, við hliðina á bónda sínum. Þau eignuðust dreng er nefnd- ur var eftir afa sínum, Pétur. Hann varð mjög skammlífur. Þau eignuðust annan dreng, sem einnig var nefndur Pétur. Hann óx tH þroska og býr nú á föðurleifð sinni, Sóru-Borg, og þar dvelst Margrét hjá honum og sýslar um barnabörnin sín. I afmælisgrein um Aðalstein er hann varð sjötugur, var sagt frá störfum hans við búskap og fé- lagsmálefni, og tel eg mig ekki færan um að bæta þar við, sök- um þess, að eg hefi ekki dvalizt samtýnis honum, þó vinskapur okkar riðgaði ekki frá samveru- tíma okkar í sveitinni. En eg þekkti drengskap hans og vináttu vel, og eg sá með eigin augum hvernig sambúð Stóru-Borgar hjónanna hefur ver ið, er eg hitti þau hér í Reykja- vík, þar sem hann dvaldist sem sjúklingur. Eg sá hvernig Aðalsteinn hafði ávaxtað sitt pund. Fjölskyldunni hans óska eg allrar blessunar, í bráð og lengd. Þetta er aðeins fátækleg kveðja til góðs vinar, sem geng- inn er, gerð af góðum huga, og verður því að duga. Árni B. Knudsen. Mvjar vörur írá V-Þýzkaíandi Pelikan kalkipappír Pelikan lím Gúmmíteygjur, 5 stærðir. ★ Úrvals vörur Birgðir takmarkaðar. Austurstræti 8 — Súni 4527. Lækningasfofa Lækningastofa okkar flytur úr Bröttugötu 3 A í Hverfisgötu 50, árdegis föstudaginn 17. maL Árni Björnsson, Árni Guðmundsson, Jón Hjaltaiin Gunnlaugssen. Verzlumustjóri óskast í matvöruverzlun í Hafnarfirði. Umsókn merkt: Verzlunarstjóri —2985“, sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ. m. Herbergi óskast til leigu strax (ásamt húsgögnum) Sími 82636 og 7895. Leikhúskj allarinn. Oóð þriggja herbergja íbúð í Norðurmýri er til söhi. Upplýsingar hjá Gísla Einarssyni, hdl. Laugavegi 20 B — Sími 82631. Húseigendur Byggingarféiög — Húsbyggjendur Látið okkur annast smíði- og uppsetningu á eftirfarandi: Allskonar svala- og stigahandriðum, einnig hliðgrind- um í stíl við girðinguna í kringum húsið yðar. Fjölbreytt sýnishorn fyrirliggjandi. Hringið aðeins í síma 82778 og við komum að vörmu spori með sýnishorn og gerum tilboð í verkið. Öll vinna framkvæmd á ótrúlega stuttum tíma. „Snör handtök og örugg“. Vélsm. „KYNDILL“ HF., Suðurlandsbraut 110. (Herskólakamp). TILKYNIMIINIG tH bátaútvegsmanna og vinnsiustöðva. Þeim, sem framleiða til útflutnings ómatsskyldar bátaafurðir, er hér með skorað að senda Fiskifélagi fslands ekki síðar en næstkomandi laugardag, 18. maí, nákvæma skýrslu um framleiðslumagn sitt af þeim vara þessara, sem verðbætur eru á greiddar. Vanræksla jafngildir missi réttar til hækkaðra verð- bóta á bátaafurðir, framleiddar eftir 15. maí. Útf lutningssjóðiur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.