Morgunblaðið - 19.05.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1957, Blaðsíða 14
14 MORCTJTSBLÁÐir: Sunnudagur 19. maí 1957. I Gullbrúðkaup í dag HJÓNIN Helga Bjarnadóttir og Jóhann Árnason Lindargötu 43A, eiga 50 ára hjúskaparafmæli í dag. Þau hafa búið naer allan sinn búskap í húsinu við Lindar- götu, þar hafa þau alið upp börn sín og barnabörn, og eignazt sína mörgu vini, sem minnast þeirra með þakklæti í dag. FRÚ SIGRÍÐUR Halldórsdóttir, kona Jóhanns Ögmundar Odds- sonar, var um langt skeið ein af merkustu og starfsömustu félags systrum Goodtemplarareglunnar, félagi St. Yíkings nr. 104, og mjög vinsæl. Er hún lézt var stofnaður minningarsjóður um hana. Hlut- verk sjóðsins er að heiðra aldrað ar konur, er starfað hafa lengi í Þyngsta áfallið í sambúð þeirra er heilsuleysi Helgu, hún lam- aðist fyrir einum áratug. Þetta mótlæti hefur hún borið eins og hetja og er enn í dag mörgum til fyrirmyndar sem heilir eru um glaðværð og bjart sýni. Eiginmaður hennar og dótt- irin Fanney, sem ávallt heíir reglunni með því að bjóða þeim til dvalar að sumri til að Jaðri sér til hvíldar og hressingar. Sunnudaginn 19. maí verður kaffisala með miklum og góðum heimabökuðum kökum, smurðu brauði o. fl. í Goodtemplarahús- inu til ágóða fyrir þetta starf. — Templar. verið í foreldrahúsum, eiga og sinn þátt í því að gera henni lííið bjart, svo og öll börn hennar tengdabörn og barnabörn. Þau Helga og Jóhann hafa alla tíð verið samhent í dugnaði, glað lyndi og höfðingslund. Og þótt þau hjónin hafi ekki ávallt verið efnum búin á verald lega vísu hafa þau ætíð verið fremur veitandi en þiggjandi, og veitt af höfðinglegri rausn.Ræð- in eru að jafnaði við gesti sína og gamansöm. Þau hafa aldrei kunnað þá list að barma sér, en þau hafa kunnað að bjarga sér og sínum á heiðarlegan hátt svo að til fyrirmyndar er, og ekki heldur gleymt náunganum. Bæði eru þau hreinskilin og hrein- skiptin, og það er oft sérlega gaman að hreinskilni Jóhanns vinar míns. Sannarlega geta þessi heiðurs- hjón borið höfuðið hátt, þau hafa ekki látið sitt eftir liggja í lífinu. Jóhann hefir starfað hjá Eimskipafélagi íslands frá stofn- un þess og starfar enn. Hann er nú 76 ára að aldri og Helga varð áttræð 8. nóvember s.l. Ég sendi kæra kveðju mína og minna með þökk fyrir allt frá liðnum árum og óska þeim til hamingju með þennan hátíðisdag í lífi þeirra og allra heilla og blessunar. E. B. Skábbeppni KAUPMANNAHÖFN. — Lokið er landskeppni milli Dana og Austur-Þjóðverja í skák. Þjóð- verjar unnu með llVz: 8 \í: . — Bezti Daninn var Norman-Han- sen, sem vann báðar skákir sínar við Breutstedt. Aftur á móti þótti það tíðindum sæta, að hinn snjalli skákmaður, Bent Larsen, tapaði báðum skákum sínum við Uhlmann. IViinningarsjoður Sigríðar Halldorsdóttur Fimmtugur í dag: Siguiður Pétuisson, di. phil. DR. SIGURÐUR Pétursson, gerla fræðingur, er fimmtugur í dag, fæddur á Skammbeinsstöðum í Holtum, en ólst upp á Árgils- stöðum í Hvolhreppi. Mun hann dveljast þar eystra um þessar mundir. Eigi skal nota þetta tækifæri til að rekja æviatriði Sigurðar eða starfsferil, þess hefur nú fyrir skemmstu verið kostur á öðrum stað, í nýútkomnu Verkfræðinga tali, og verður það ekki endur- tekið. Frá því við báðir lukum námi fyrir nærfellt aldarfjórðungi og fram á þennan dag, höfum við Sigurður haft allnáin samskipti á ýmsum sviðum, bæði að því er starf okkar snertir og við margt annað. Hefur mér því gefizt gott tækifæri til að kynnast mann- inum og finn af því tilefni hvöt hjá mér til að geta hans með nokkrum orðum. Dugnaður hans í hverju • starfi, sem hann tekur sér fyrir hendur, er alkunnur, og mun vart völ á ánægjulegra samstarfsmanni við hvað eina, sem hann hefur áhuga á. Aldrei skal það bregðast, sem Sigurður hefur heitið að gera, og er slíkt nú á tímum því miður óalgengt, en þeim mun lofsverðara, þar sem það er fyrir að hitta. Með slxkum mönnum er gott og gam- an að starfa að hugðarefnum sín- um . Sigurður hefur verið frábær starfsmaður, unnið að margvísleg um rannsóknum í vísindagrein sinni og ritað um þær rannsókn- ir margar ritgerðir í íslenzk og erlend vísindarit. Fræðibækur hefur hann ritað á ísl. í fræði- grein sinni, og eru sumar þeirra notaðar við kennslu í skólum. Mun Sigurður aldrei una hag sínum sæmilega, nema hann hafi yfrið verkefni með höndum. Er mér það minnisstætt ,er hann fyrir allmörgum árum hafði nokkurn stundarfrið í tómstund- um sínum frá öðrum störfum að hann tók til við rannsóknir á ís- lenzkum vatnaþörungum, sem fram til þess hafði lítill gaumur verið gefinn. Honum má víst aldrei verk úr hendi falla. Aðalviðfangsefni Sigurðar sem stendur er við fiskiðnaðarrann- sóknir, einkum í sambandi við niðursuðu. Er það iðngrein, sem allmjög hefur verið vanrækt, en ætti að geta þróazt hér og verða arðvænlegur atvinnuvegur. Það J er gleðilegt, að Sigurður skuli hafa tekið til við þetta verkefni, því að áreiðanlega er mikils af starfi hans á því sviði að vænta. Sigurður er kvæntur Selmu Jónsdóttir, listfræðingi, hinni ágætustu konu. Árna ég þeim hjónunum allra heilla á þessum afmælisdegi Sigurðar. Jón E. Vestdal. S LESBÖK BARNAN:TA LESBÓK BA RNA NNA 3 svaraði bóndinn, „og ég ætla þangað aftur undir eins og ég finn réttu leið- ina“. „Ekki vænti ég, að þú hafir hitt hann Pétur minn sáluga“, spurði frú- in_ „Tja, það skyldi þó •skki hafa verið náung- inn, sem sat í ofnkrókn- um öllum stundum?“, ívaraði maðurinn. „Ó, að hugsa sér, er honum svona kalt, aum- ingjanum. Ekki vildir þú nú vera svo góður að færa honum þessa skyrtu frá mér og gullpeningana þá arna, og segja honurn að kaupa sér, það sem hann þarfnast?“. „Skal gert“, svaraði bóndinn og hann var ekki seinn á sér að hafa sig á burt með skyrtuna og gullpeningana. Skömmu síðar kom maður frúarinnar heim. Hún sagði honum frá ó- kunna manninum, sem hún hafði beðið fyrir gjafir til fyrri mannsins síns uppi í hinmninum. „Hvílík heimska", sagðí maðurinn, „hver hefur nokkru sinni heyrt að nokkur hafi fallið af himnum ofan? Ég skal svei mér reyna að hafa hendur í hári þessa svik- ara, sem hefur blekkt þig, og láía hann fá verðskuld aða refsingu“, Hann söðlaði bezta hest inn sinn og þeysti á eftir bóndanum. Utan við þorp ið hafði bóndinn lagzt niður til að hvíla sig, rétt við veginn. Skyrtunni og peningunum hafði hann Taktu nú fram litblýantana þína og litaðu þessa mynd. Gættu þess vel að lita ekki út fyrir strikin í hverjum reit. Stafirnir í reitunum segja til um hvaða liti þú át að nota. Y er gult, BR er brúnt, G er grænt, B er blátt, R er rautt, P er ljósrautt. Reitir, sem ekki eru merktir, eru hvítir. stungið undir jakkann sinn. Þegar hann kom auga á reiðmanninn, sem veitti honum eftirför, tók hann í flýti nokkra steina og lagði hattinn sinn yfir þá. „Hefur þú séð mann með peningapoka og skyrtu undir hendinni fara hér fram hjá?“, spurði reiðmaðurinn. „Sá ég víst“, svaraði bóndinn, „og náunginn hljóp eins og fætur tog- uðu inn í skóginn þarna fyrir handan. Hafði hann gert eitthvað af sér?“. Hann fékk nú að heyra alla söguna af þessum ókunna svikara. „Þetta er ljótt að heyra“, sagði bóndinn. „En sjáðu nú til. Nú skal ég sjálfur fara og elta svikarann uppi, en í stað- inn verður þú að sitja hérna hjá hattinum mín- um. Inni í honum er sjald- séður fugl, sem ég vildi ógjarnan missa“. „Ég skal sitja hérna", svaraði maðurinn. „Þar sem þú hefur séð svikar- sgxn átt þú hægara með að finna hann en ég. Taktu hestinn minn og farðu á eftir honum“. „Mundu mig bara um að lyfta ekki hattinum", sagði bóndinn um leið og hann þeysti af stað. „Þá gæti fuglinn flogið og fyndist aldrei meir“. Síð- an reið bóndinn hinn á- nægðasti heim til sín. Varla hafði hann fyr stigið af baki, en hann kallaði til konu sinnar: „Vertu óhrædd, góða mín, ég skal ekki refsa þér. Margir eru heimskari en þú. Og þar sem við er- um ekki þau verstu, ætt- um við að geta séð fyrir okkur ekki síður en aðr- ir. Við skulum taka til starfa og vinna okkur upp úr fátæktinni". Hvað varð svo um manninn, sem sat við veg- inn? Lengi, lengi beið hann og gætti hattsins, en loks fór honum að leiðast. Hann lyfti hattin- um þá ofurlítið og sá —, að hann var alveg eins heimskur og konan hans hafði verið. Þegar hann kom heim komst hann að raun um, að bóndinn hafði látið skila öllu sam- an: hestinum, peningun- um og skyrtunni. Hann sagði þá við konu sína: „Aldrei framar skal • ég álasa þér fyrir heimsk una. En við skulum láta þetta okkur að kenningu verða og aldrei láta leika svona á okkur framar". ISI Ingibjörg, 8 ára, sendir Lesbókinni þessa kross- gátu, um leið og hún þakk ar margt skemmtilegt efni í blaðinu. Lárétt: 1. Karlmanns- nafn. - 3. Á fíL - 5. Tveir eins. Lóðrétt: 1. Hestxxr. - 2. Kvenmansnafn. - 7. Tveir eins. Kæra Lesbók! Mig hefur lengi langað til að senda þér eina skrítlu. Hún er svona: Siggi: Pabbi minn hef- ur enga skemmda tönn! Palli: Af hverju? Siggi: Af því, að hann er tannlaus. ★ Svo ætla ég að senda þér þessa gátu: Hvað er það, sem músin getur dregið engu síður en fíllinn? ★ Að síðustu er svo ein þraut, sem gaman er að reyna að gera: Þú tekur litla flösku þér í hönd og setur hana á höfuðið. Síðan reynir þú að komast niður með flöskuna og leggjast flat- ur á gólfið. Hakan á að nema við gólf. Að því búnu áttu að reyna að standa upp aftur. Þetta áttu allt að gera án þess að flaskan detti. Með kærri kveðju Eiríkur Jóhannsson Keflavík Kæra Lesbók! Ég þakka þér fyrir allar sögurnar, sem þú hefur fært mér. Nú langar mig til að senda þér hér dálitla gam ansögu og er hún svona: Nonni sagði við Sigga: „Nú áttu að leggja saman nokkrar tölur, en þú mátt aldrei nefna töluna 15, —- eða segjum heldur 14. Getur þú stillt þig um að segja 14?“. Siggi (brosir, viss í sinni sök): Já, auðvitað. Nonni: „Þá byrjum við. Hvað eru 8 og 10?“, Siggi: „18“. Nonni: „En 4 og 8?“. Siggi: „Það eru 12“. Nonni: „En hvað eru þá 7 og 8?“. Siggi: „Það eru 15". Nonni: „Nú sagðirðu 15“. Siggi: „Já, *n það voru 14, sem ég mátti ekki nefna“. Nonni: „Já, það var ná einmitt það, og þarn* sagðirðu samt 14!“ Vertu blessuð og sæl Ágúst Ingl Ágústsson 9 ára, ísafirði ISl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.