Morgunblaðið - 19.05.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1957, Blaðsíða 16
1« MORCVNBLÁÐ1Ð Sunnudagur 19. maf 1957. I I A ustan Edens eftir John Steinbeck 38 • = I — komst yfir landamæri Georgiu. Stal fötum úr verzlun og sendi þér skeytið“ „Ég trúi þér ekki!“, sagði Charles. — „Jú, annars. Ég trúi þér. Þú lýgur ekki, hefur aldrei gert það. Auðvitað trúi ég þér. Hvers vegna sagðirðu mér þetta ekki strax?“ JCannske skammaðist ég mín fyrir það. En ég skammast mín samt enn meira fyrir að hafa ekki borgað þér“ „O, hugsaðu ekki um það!“, sagði Charles. — lrÉg veit ekki hvers vegna ég var að nefna það“ „Ég skal borga þér strax á morgun. Það skal ekki bregðast!" „Til fjandans með allar borg- anir!“, sagði Charles æstur. — „Að hugsa sér það, að bróðir manns skuli vera tugthúslimur!" „Þú þarft ekki að láta sem það gleðji þig mjög!“ „Ég skil það ekki sjálfur“, sagði Charles. — „En það gerir mig einhvern veginn hreykinn. Bróðir minn tugthúsfangi. D- —□ Þýðing Sverrir Haraldsson □-------------------Q En segðu mér eitt, Adam. — Hvers vegna beiðstu með að strjúka þangað til ekki voru eftir nema þrír dagar?“ Adam brosti. — „Það gerði ég af tveimur, eða öllu heldur þrem- ur ástæðum“, sagði hann. — „Ég var hræddur um að þeir myndu ná mér strax aftur, ef ég yrði út allan tímann. Og svo fannst mér ekki líklegt, að þeir myndu gruna mig um strok, þegar svona væri langt liðið á hegn- ingartímann“ „Nei, það skil ég“, sagði Char- les. — „En hver var svo þriðja ástæðan?" „Ég held að hún sé sú mikil- vægasta", sagði Adam. — „En það er erfiðast að útskýra hana — Mér fannst ég skulda ríkinu Foreldrar! Látið bömin hafa bókina VINIR DÝRANIMA 6UÐLAUGUR GUÐMUNDSSQN með sér í sveitina. Hún opnar augu þeirra fyrir fegurð og fjölbreytni sveitalífsins. „Sögurnar eru allar hver ) annarri fallegri. Þær lýsa | veiðiferð inn í óbyggðir og úr- l| ræðagóðum strákum, sem aldrei drápust ráðalausir. — Þarna eru líka fallegar dýra- sögur. Skemmtileg frásögn um hina heimsfrægu hryssu Tulle, 1 sem fyrir skömmu var felld í Danmörku, elzt allra hrossa, eða 42—45 ára gömul". Mbl., 16. des. 1956. „Fáar bækur eru betur til þess fallnar en þessi að vekja ást og skilning barna á dýrum og það er góð bók sem er þess umkomin". Tíminn, 12. des. 1956. „Eins og nafnið bendir til eru þetta dýrasögur, 9 talsins, og þær eru í senn fullar hlýju og mannúðar og skemmtilegur og því hverju barni hollur lestur". Þjóðviljinn, 16. des. 195C. ÚTGEFANDI þessa sex mánuði. Það var dóm- urinn. Þess vegna vildi ég ekki hafa af þeim fleiri daga“ Charles rak upp skellihlátur: -— „Þú ert nú meiri karlinn!“, sagði hann vingjarnlega. — „En þú ságðist hafa stolið úr einhverri verzlun!“ „Ég sendi greiðsluna aftur ásamt 10% vöxturn", sagði Adam. Charles hallaði sér fram á borð- ið: — „Segðu mér eitthvað um hina fangana og lífið þarna úti á þjóðvegunum, Adam“ „Já, það skal ég gera, Charles", sagði Adam. — „Það skal ég áreiðanlega gera, einhvern tím- ann“. II. KAFLI 1. Charles bar meiri virðingu fyr- ir Adam, er hann fékk vitneskju um fangavist hans. Hann bar hlýjan huga til bróður síns, sem maður getur aðeins borið til þess einstaklings sem ekki er full- kominn og þess vegna ekki neinn skotspónn fyrir hatur manns og öfund. Adam notfærði sér þetta líka eins og frekast gat. Hann freistaði Charles: „Hefurðu nokkurn tíma g'ert þér fullkomna grein fyrir því, Charles, að við erum svo rikir, að við getum gert allt sem okkur lystir — allt sem okkur langar til að gera?" „Nú og hvað langar okkur sosum að gera?“ „Við gætum ferðazt til Evrópu. Við gætum skemmt okkur í París“ „Hvað var þetta?" „Hv..ð var hvað?" „Mér fannst ég heyra einhvem umgang úti á tröppunum". „Sennilega einhver flækingskött urinn". „Já, ég býst við því. Ég neyð- ist vist til að drepa eitthvað af þeim á næstunni". „Charles, við gætum farið til Egyptalands og skoðað Sfixinn". „Og við gætum líka verið kyrr- ir hér heima og notað peningana til einhvers gagns. Og við gætum unnið eitthvað nytsamlegt í stað þess að flækjast um. — Bölvaðir kettirnir þeir ama....! Charles hljóp til dyranna, opnaði þær með snöggum rykk og hrópaði: „Farið þið til .... !“ Svo þagnaði hann skyndilega og Adam sá að hann starði niður fyrir sig og undrunarsvipur kom á andlit hans Adam stóð á fætur og gekk út til bróður síns. Einhver mannvera, í ötuðum og rifnum fatagörmum, var að reyna að skríða upp tröppurnar. Önnur hendin, mögur og beinaber, fálm- aði máttleysislega eftir einhverju haldi á þrepbrúnunum. Hin dróst algerlega aflvana, að því er séð varð. Bræðurnir sáu blóðstokkið andlit með sprungnum, flakandi vörum og augum, sem rétt grillti í milli blárra og bólginna hvarma. Á enninu var stórt, gapandi sár og hárið var allt ein blóðstorka. Adam flýtti sér niður tröppurn ar og laut niður að hinni illa leiknu stúlku. „Hjálpaðu mér, Charles!" sagði hann. „Komdu! Við verðum að bera hana inn. Hérna, passaðu að handleggurinn rekist ekki í! Hann virðist vera brotinn". Hún missti meðvitundina á leið- inni inn í húsið. „Legðu hana í rúmið mitt“ sagði Adam. „Og svo er bezt að þú sækir lækni strax". „Heldurðu að við ættum ekki heldur að aka henni þangað?" „Aka henni? Nei! Ertu alveg genginn af vitinu?“ „Ekki samt eins og þú. Hugsaöu þig betur um eitt andartak, Adam!“ „Hvað áttu við? Hugsa mig bet- ur um hvað?“ Svartar gallabuxur I j j Nankinsbuxur I j f í ! j barna- og unglinga, margir liti | i I Verð frá kr. 40.00 Austurstræti 12 i h mm kb na ■ Bk rh /ST Aðeins 3 dagar eftir. Verzlunin flytur í Vesturver. — Allar 78 snún. plötur 10” á aðeins kr. 10,00 eða kr. 15,00. — R YMINGARS iAI. íslenzkar og erlendar. — Einstakt tækifæri! jHljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur s.f. Lækjargötu 2 ^♦♦l^^1^^^^^^'^~^~-"^^-^-“^*^^^“'***“***‘**%,*M,**,**,,*'*,**',",**’-',J*:**:**'“^'**:**'*>*”^*~w^^',^^^^**,**>*‘W‘*>*“*^‘^W*^W*W^^**^******>^*^*^***>**>>*,*‘*<***^>‘*>***‘<^H'*^^<a M A R K Ú S Eftir Ed Dodd 1) Jæja, hvernig smakkaðist | vingjarnleg, að hafa svona mikiS maturinn. Dásamlega. Mikið ertu annars fyrir mér, Peta. Við skulum ekki tala meira um það. Nú ætla ég að sækja Anda. Og varaðu þig á honum Hann verður svo kátur að hann kastar sér yfir þig . 3) Andi hrópar Peta. — Þetta er undarlegt, Andi er hvergi. Þeir eru báðir horfnir, Andi og pabbi. „Hvaða afleiðingar heldurðu að það geti haft fyrir tvo karlmenn, sem búa einir í húsi, að fá allt í einu svona gest á heimilið?" Adam varð sem þrumu lostinn: „Þér getur ekki verið alvara, Charles!“ „Jú, fyllsta alvara. Ég held að við ættum að koma henni héðan sem allra fyrst. Að tveimur klukku stundum liðnum verður fréttin um þetta komin um allt héraðið. Hvemig veizt þú hver hún raun- verulega er? Hvernig komst hún hingað? Hvað kom fyrir hana? Adam, þú ert að voga miklu!" Adam sagði kuldalega: „Ef þú ferð ekki strax, þá fer ég og skil þig hér eftir". „Ég held að þú sért að gera mikið glappaskot! Ég skal fara, en sannaðu til — við eigum eftir að líða fyrir þetta!“ „Það bitnar þá fyrst og fremst á mér einum", sagði Adam. — „Reyndu þá að koma þér af stað!" Er Charles var farinn, gekk Adam fram í eldhúsið og hellti heitu vatni úr katlinum í þvotta- skál. Inni í svefnherbergi sínu bleytti hann handklæði í heita vatninu og þvoði blóðklessurnar og óhreinindin af andliti stúlkunn ar. Innan stundar komst hún aft- ur til meðvitundar og blá augu hennar störðu með ótta og spurn á hann. Löngu liðið atvik kom fram í huga hans. — Þetta var hans herbergi, rúmið hans. Stjúp- móðir hans stóð yfir honum með votan klút í hendinni og hann gat enn fundið sársaukann, þegar hún þvoði áverkana. Og hún hafði sagt eitthvað, aftur og aftur. Hann heyrði það, en hann gat ekki mun- að hvað það var. „Þetta batnar fljótt aftur", sagði hann við stúlkuna. „Það er verið að sælcja lækni. Hann kemur innan skamms". Varir hennar bærðust örlítið. „Ekki að reyna að tala", sagði SUUtvarpiö Sunnudagtir 19. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Dómkirkjunni — (Prestur: Séra Árelíus Níelsson. Organleikari: Helgi Þorláksson). 15,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16.30 Veðurfregnir. — Færeysk guðsþjónusta (Hljóðritað í Þórs- höfn). 17,30 Hljómplötuklúbbur- inn. — Gunnar Guðmundsson við grammófóninn. 18,30 Bamatím- inn (Skeggi Ásbjarnarson kenn- ari). 19,30 Tónleikar (plötur). —■ 20,20 Erindi: Á eldflaug til ann- arra hnatta; III. (Gísli Halldórs- son verkfræðingur). 20,50 Einsöng ur: Ezio Pinzá" syngur (plötur). 21,10 Upplestur: Þorsteinn 0. Stephensen les kvæði eftir Sigurð B. Gröndal. 21,20 Islenzku dægur- lögin: Maíþáttur S.K.T. — Hljóm sveit Carls Billich leikur. Söngv- arar: Sigurður Ólafsson og Skafti Ólafsson. Kynnir þáttarins Gunn- ar Pálsson. 22,05 Danslög: Ólafur Stephensen kynnir lögin. — 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 20. maí t Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Fjórðungs- mót hestamanna í Egilsstaðaskógi í sumar (Gunnar Bjarnason ráðu- nautur). 19,00 Þingfréttir. 19,30 Lög úr kvikmyndum (plötur). —■ 20.30 Útvarpshljómsveitin; Þórar inn Guðmundsson stjórnar. 20.50 Um daginn og veginn (Sigurður Magnússon fulltrúi). 21,10 Ein- söngur: Nanna Egilsdóttir syng- ur; Fritz Weisshappel leikur und- ir á píanó. 21,30 Útvarpssagan: „Synir trúboðanna" eftir Pearl S, Buck; XX. (Séra Sveinn Víking- ur). 22,10 íþróttir (Sigurður Sig- urðsson). 22,30 Kammertónleikar: a) Barnalagaflokkur eftir Leif Þórarinsson (Rögnvaldur Sigur- jónsson leikur á píanó). b) Tríó fyrir flautu, Klarínettu og horn eftir Leif Þðrarinsson (Ernst Normann, Egill Jónsson og Her- bert Hriberschek leika). c) Sónata fyrir fagott og píanð eftir Hei-bert Hriberschek (Hans Ploder og dr. Victor Urbancic leika). — 23,00 Dagskráriok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.