Morgunblaðið - 19.05.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1957, Blaðsíða 20
Veðrið NA-goIa. — Skýjað. JtStMftjtöbí Reykjavíkurbréf er á bls. 11. 111. tbl. — Sunnudagur 19. maí 1957. Innrás kommúnista í bankana Stórkostlegt glapræði Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrir í gær frá því, hvernig fyrirhuguð sé skipting valda og embætta innan bankanna eftir að hin nýja löggjöf um þá hefur verið samþykkt. Kemst það m. a. að orði á þessa leið: „Sennllegt er talið, að aðal- bankastjóri seðlabankans verði Framsóknarmaður, hinn bankastjórinn líklega Sjálf- stæðismaður, en meðstjórn- endur Alþýðuflokksmaður og Alþýðubandalagsmaður. Xalið er einnig liklegt, að Alþýðu flokksmaður verði bankastjóri Uandsbankans (viðskipta- bankann) og Alþýðubandalags maður við Útvegsbankann". bá skýrír Alþýðublaðið einnig frá því að „sennilegt sé talið, að belztu bankamenn þeirra (þ.e. Sjálfstæðismanna), Pétur Bene- diktsson og Jóhann Hafstein, verði áfram í stöðum sínum og Jón Maríasson einnig í annari hvorri deild Landsbankans". HVER FÆR HVAB? Þetta voru upplýsingar Alþýðu blaðsins um hina nýju ráðstöfun vinstri stjórnarinnar á yfirstjórn bankanna. En þar með er ekki öll sagan sögð. Hver á að fá hvað? Mbl. hefur nokkra vitneskju um það. Ákveðið mun vera að Vil- hjálmur Þór verði aðalbanka- E i n a r E m i I Vilhjálmur Þór valdastöðum í bönkunum er hin stórkostlega innrás komm únista þangað. Tveir lýðræð- isflokkar hafa fengið komm- únistaflokknum meiri völd og áhrif í lánastofnunum íslend- inga en þeir hafa meðal nokk- urrar lýðræðisþjóðar, enda er allstaðar annarsstaðar litið á þá, sem hreina skemmdar- verkamenn, sem þjóðhættu- legt sé að hafi nokkur áhrif á stjórn efnahagsmála. Hér er því um að ræða stór- kostlegra glapræði en menn hefðu jafnvel gert sér í hug- arlund að Framsókn og Al- þýðuflokkurinn myndu leyfa sér að fremja. Stjénorliðv nenna ekki nð gieiðn ntkvæði 3JÁLFSTÆÐISMENN létu bað koma fram við nokkrar atkvæðagreiðslur í Neðri deild á föstudag, að stjórnarliðar nenna margir ekki að sitja þingfundi og greiða atkvæði. Forseti lenti því strax í vand- ræðum með afgreiðslu mála, þegar Sjálfstæðismenn létu sins og stjórnarliðar undan fallast að greiða atkvæði. Hvort sem það var af þessum ástæðum eða öðrum hvarf for- seti eftir þetta frá því, sem ætlunin hafði verið að knýja fram síðustu umræðu deildar- innar um stóreignaskattinn á laugardag, þegar ýmsir Sjálf- stæðismenn höfðu boðað for- föll. Alþýðublaðið snýr þessu svo, að Sjálfstæðismenn hafi sýnt frv. um tunnuverksmiðju ríkisins f jandskap. Bjarni Benediktsson mælti einmitt í nefndaráliti með samþykkt frv. og greiddi ásamt öðrum Sjálfstæðismönnum atkvæði með því í deildinni. En ein- hverjum stjórnarliðum hefur auðsýnilega gramizt, að forseti skyldi þurfa að senda eftir þeim og lóta smala þeim inn [ deildina til að greiða þar atkvæði. Af því koma um- kvartanir Aljjýðublaðsins. Jón Finnbogi Tilgangurinn—fleirí bankastjórar Kristinn stjóri hins nýja seðlabanka, skipaður af forseta íslands, einn allra bankastjóra lands- ins. Einar Olgeirsson verður meðstjórnandi í hinni fimm manna yfirstjórn seðlabank- ans, Emil Jónsson bankastjóri í Landsbankanum, Jón Grims- son hjá Kron aðstoðarbanka- stjóri í Landsbankanum, Svan björn Frímannsson banka- stjóri í Landsbankanum. Finnbogi Rútur Valdemars- son bankastjóri í Útvegsbank- anum og Kristinn Gunnarsson aðstoðarbankastjóri í Útvegs- bankanum. INNRÁS KOMMÚNISTA Það sem mesta athygli vek- ur í sambandi við þessa skipt- ingu stjórnarflokkanna á í NEÐRI deild voru hin nýju frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingu á bankalöggjöfinni til umræðu í gær. Hermann Jónasson skýrði ein- staka liði þessara frumvarpa. í lok ræðu sinnar sagði Hermann að ástæðan til þess að þessar laga breytingar voru gerðar væri sú að Sjálfstæðisflokkurinn réði einn og óskorað yfir tveimur bönkum þjóðarinnar og það aðal viðskiptabönkunum. Með þessu væri hins vegar ætlunin að skipta valdaaðstöðunni. Ingólfur Jónsson benti á að Vilhjálmur Þór væri einn af bankastjórum Landsbankans og aðstoðarbankastjóri væri Svan- björn Frímannsson og í Útvegs- bankanum væri Valtýr Blöndal einn af bankastjórum. Allir væru þessir menn taldir Fram- sóknarmenn. Kvað Ingólfur þá ekki hafa unnið til þess að fá þær hnútur, sem þeir nú hefðu fengið frá forsætisráðherranum. Þá ræddi Ingólfur Jónsson nokkuð einstaka liði frv., m. a. það er varðar að setja seðlabank- ann undir sérstaka stjórn. Um það hefðu til þessa verið all- mjög skiptar skoðanir. Banka- málanefnd hefði ekki orðið sam- ála og aldrei skilað áliti. Ingólf- ur kvað fjármagnið ekki vaxa þótt seðlabanki væri undir sér- stakri stjórn. Hins vegar mundi auðveldara fyrir stjórnendur hans að synja um fé til viðskipta- bankanna þar sem þeir þyrftu ekki að kynnast daglegum við- skiptum og beiðnum einstakra viðskiptamanna. Ingólfur kvað tilgang þessara frv. þann einan að tryggja stjórn arflokkunum fleiri bankastjóra. Kvað han það nýmæli í setningu laga að bankalöggjöfinni sé breytt til þess eins að stuðnings- menn ríkisstjórnar á hverjum tíma geti fengið bankastjóra- stöður. Þá benti Ingólfur á það að fjármagnið mundi ekki vaxa þótt bankastjórum væri fjölgað. Það væri engin allsherjarlausn á fjárskortinum að skipta um menn. Fleirri tóku til máls og stóðu umræður yfir er blaðið fór í pressuna. Bankamálin Rœdd á Varðarfundi n.k. miðvikudag LANDSMÁLAFÉLAGH) VÖRÐUR mun halda fund um banka- málin n. k. miðvikudag kl. 8.30 e. h. í Sjálfstæðishúsinu. Á fundinum verða rædd frumvörp ríkisstjórnarinnar til nýrrar banka- löggjafar sem lögð hafa verið fram á Alþingi. Frummælandi á fundinum verður Ingólfur Jónsson fyrrverandi viðskiptamálaráð- herra. Lið leikara á æfingu á föstudag, mjög vígalegt, Fjöldi leikara og blaðamanna rr fekur þálf í „Iþróttarevýunni ASUNNUDAGINN kemur mun verða mikið um dýrðir hér í bæn- um, er Félag ísl. leikara og Blaðamannafélag íslands efna til „íþróttarevýu" á íþróttavellinum, sem hefst með almennri skrúð- göngu við Þjóðleikhúsið út á völl og verður Lúðrasveitin Svanur í broddi fylkingar. Undanfarna daga hafa blöðin öðru hvoru verið að tæpa á því, að eitthvað óvenjulegt og jafnvel skemmtilegt væri á seyði hjá leikurum og blaðamönnum. Hef- ur nefnd manna haft með hönd- um að undirbúa þessa „íþrótta- revýu“ og er það von nefndar- manna að almenningur, eldri sem yngri, geti haft af þessu nokkra skemmtun. í skrúðgöngunni frá Þjóðleik- húsinu verða sveitarmenn leik- ara og blaðamanna í búningum úr Þjóðleikhúsinu, til þess að setja nokkurn lit á, og þá verður Örkin hans Nóa dregin með. Er öllum heimil þátttaka í göngunni sem hefst við Þjóðleikhúsið stundvíslega (ekki ísl. stundvísi) kl. 2,30. Þegar Brynjólfur Jóhannesson hefur lokið setningarræðu há- tíðarinnar suður á velli, hefst skemmtiprógrammið, sem á að standa yfir, án þess að hlé verði á, þar til klukkan tæplega 5,30. Það verður sungið, þá þreytt reiptog, hinir hraustustu í liðum beggja sýna lyftingar. Þá verður farið í boðhlaup, almennur söngur, vallargestir taka *undir. Sungnar gamanvísur, sýnd leikfimi, flutt- ur gamanþáttur, keppt í knatt- spyrnu og þreytt pokahlaup. Um 140 leikarar og blaðamenn koma fram á þessari stónkostlegu íþróttahátíð, sem lýkur með því að Brynjólfur Jóhannesson syng ur lokasöng. Til þess að gera áhorfendum auðveldara að fylgjast með „atinu“ verða þrír þulir hafð- ir til þess að lýsa því sem fram fer og er þá allt undir hátalara- kerfinu komið og þeim sjálfum að vel heppnist. — Dagsbrúnarmenn hjá Mjólkur- samsölunni segja upp samningum V Mjólkurfræbingar ]par og v/ð Flóa- mannahúid og Borgarneshúib einnig CTJÓRN Mjólkursamsölunn- ^ ar hefur fyrir nokkru bor- izt samningsuppsögn frá Verkamannafélaginu Dags- brún, vegna bílstjóra á mjólk- urflutningabílum og aðstoð- armanna bílstjóranna og verkamönnum þeim sem í mjólkurstöðinni vinna. Samn- ingstímabil fyrir þessa menn rennur út miðað við 1. júní næstk. Einnig hafa mjólkur- fræðingar sagt samningum sínum upp við Mjólkursam- sölur, Mjólkurbú Flóamanna og við mjólkurbúið í Borgar- Komi til verkfalls hjá framan- greindum starfsstéttum, stöðvast augsýnilega öll mjólkursala hér í Reykjavík og nágrenni, auk þess sem af verkfalli mjólkur- fræðinga myndi leiða til stöðvun Flóamannabúsins og mjólkurbús ins í Borgarnesi. Félag mjólkur. fræðinga er eitt þeirra stéttarfé. laga, sem lengzt hefur verið und- ir stjórn kommúnista. Þá vekur hitt ekki minni at- hygli, að stjórn Dagsbrúnar, sem fyrir mánaðamót hélt fund með verkamönnum og lét þá sam. þykkja óbreytta samninga áfram, skuli nú láta starfsmenn mjólk- ursamsölunnar sem eru í félag- inu, segja upp samningum og koma fram með nýjar kröfur. Sagt er að kröfur þær, sem félögin hafa borið fram myndu leiða af sér kringum 25% út- gjalda hækkun fyrir Mjólkursam söluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.