Morgunblaðið - 21.05.1957, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.05.1957, Qupperneq 3
Þriðjudagur 21. mai 1957 MORCVNBJ 4Ð1Ð 3 Kjarni bankafrumvarpsins: Sérhver ný rikisstjérn skipti um nSln stjérnendur peningastoinonn B,'INS OG skýrt var frá hér í J blaðinu á sunnudaginn fór fram 1. umræða um breytingu á bankalöggjöfinni s.l. laugardag. Hefur þegar verið getið fyrri- hluta umræðunnar hér í blaðinu, en þá töluðu þeir Hermann Jón- asson og Ingólfur Jónsson. Þá tók til máls Ólafur Björns- son. Gat hann í upphafi máls síns að hann gæti fúslega fallizt á að breyta þyrfti bankalöggjöfinni, en grundvöllur núgildandi lög- gjafar væri frá setningu Lands- bankalaganna frá 1927. Þá þegar hefði Benedikt Sveinsson þáver- andi Alþingisforseti lagt til að sérstakur seðlabanki væri stofn- aður. Ólafur kvað það lengi hafa verið skoðun sína að þessu bæri að breyta. Þá ræddi hann nokkuð hin mismunandi hlutverk seðla- banka og viðskiptabanka. Benti hann á ýmsar umbætur, sem gera þyrfti á bankalöggjöfinni og með hverjum hætti stjórnendur bank- anna skyldu valdir. Ólafur Björnsson taldi að með þessu frv. væri fyrirkomulags- breytingin gerð að algeru auka- atriði, en meginatriði þess væri mannaskipti og fjölgun manna í stjórnum bankanna. Bezta sönnun þessa væri frv. sjálft og hin einstöku ákvæði þess. T.d. stæði ekkert í frv. um hina fyrirhuguðu verkaskiptingu milli seðlabanka og viðskipta- banka Landsbankans. Kvað hann það mundu einsdæmi að svo væri kastað höndum til löggjafar, sem ætti að vera grundvöllur fram- tíðarskipunar peningamála lands ins. Ólafur Björnsson kom nú að því er hann taldi kjarna þessa frv., en það væru ákvæðin um breytingar á stjórn bankanna. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að eðlilegt væri að ríkisstjórnin markaði stefnuna í peningamál- unúm á hverjum tíma og bæri á henni ábyrgð og að líta bæri á stjórnendur bankanna sem em- bættismenn, er skylt væri að framfylgja þeirri stefnu, sem ákveðin væri eins og öðrum em- bættismönnum. Kvað hann það vera í nágrannalöndum okkar og öðrum löndum með svipaða stjórnarhætti og við búum við vera reglu að stjórnendur seðla- banka nytu persónulegs öryggis, sem sízt væri minna en það sem aðrir embættismenn í háum trún- aðarstöðum njóta. Hins vegar væri sjónarmiðið, sem lægi að baki þessu frv. alveg gagnstætt. Kjarninn væri sá að skapa fyrir því fordæmi og gera það jafnvel að reglu að ný ríkisstjórn láti það jafnan verða sitt fyrsta verk að skipta um alla stjórnendur peningastofnana landsins. Hann kvað það þó geta leitt til bankastjóraskipta að skipt er um ríkisstjórnir, en það bæri þá þannig að, að bankastjórarnir treystu sér ekki til að framfylgja þeirri stefnu, sem ríkisstjórnin ákvæði. Ólafur Björnsson sagði að síð- ustu, að ef frv. þau er hér um ræddi næðu fram að ganga, myndi það síður en svo leiða til heilbrigðrar skipunar peninga- málanna í landinu. Kvað hann þetta myndi leiða til pólitísks ófriðar um peningastofnanir landsins. Taldi hann það mikinn ábyrgð- arhluta að stofna til slíks, þar sem vöxtur verðbólgunnar virtist aldrei hafa verið örari en nú. Jón Pálmason tók næstur til máls. Kvaðst hann í upphafi vilja mótmæla því sem fram hefði komið í sambandi við umræður og blaðaskrif í sambandi við þessi mál að ekki hefði verið hægt að stjórna peningastofnun- um landsins vegna ágreinings við Sjálfstæðismenn. Haríh kvaðst sem bankaráðsmaður í Lands- landsins bankanum geta upplýst að þar | hefðu engin stórmál verið til lykta leidd án þess að fullkomið samkomulag hefði verið um þau. Misbeiting valds þeirra í bönk- unum væri því fullkomin blekk- ing. Um þá breytingu, sem þetta frv. fæli í sér væri það að segja, að hún mundi kosta mörg hundr- uð þúsund krónur, þar sem svo mjög væri fjölgað í yfirstjórn bankanna. Hins vegar væri geta bankanna til útlána ekki svo mikil nú að hún mætti við stór- auknum rekstrarkostnaði. Jóhann Hafstein gerði fyrir- spurn til forsætisráðherra út af ummælum áðherrans þar sem hann hefði sagt í lok ræðu sinn- ar, að Sjálfstæðismenn hefðu haft óskorað vald í viðskipta- bönkunum. Sagði Jóhann ráð- herra líklega hafa verið minnug- an þess að nefna viðskiptabank- ana, þar sem hann væri sjálfur formaður bankaráðs Búnaðar- bankans og þar hefði Framsókn- arflokkurinn eina bankastjórann og meirihluta í bankaráði og væru því alráðir samkv. þessari kenningu. Sagði Jóhann ráðh. hafa sagt að enginn einn flokkur hefði áður ráðið óskorað í við skiptabönkunum og við það gæti stjórnin ekki unað. Til þessa lægju svo augljós rök að ekki þyrfti að rekja. Kvaðst hann nú vilja fara fram á það að ráð- herra segði hver þessi augljósu rök væru. Þá kvaðst hann vilja spyrj a Gísla Guðmundsson, sem væri með sér í bankaráði Útvegs- bankans, hvort hann vildi taka undir þessar staðhæfingar ráð- herrans og hvort og hvenær það hafi komið fyrir í stjórn þess banka, að hann hafi orðið að lúta í lægra haldi í stjórn þess banka fyrir ofríki Sjálfstæðismanna, eða hvort hann hefði nokkurn tíma lagt til að nokkurt mál næði þar fram að ganga, sem síðan hefði strandað á atkvæðamagni Sj álf stæðismanna. Óskaði Jóhann Hafstein eftir að stuðningsmenn þessa frv. lýstu því hreinskilnislega, hver væru hin augljósu rök, er til þess lægju að frumvörp þessi væru flutt. Bjarni Benediktsson kvað það hefði verið æskilegra að Her- mann Jónasson hefði svarað fyr- irspurn Jóhanns Hafstein áður en lengra væri haldið, en kvaðst þó vera reiðubúinn að ræða málið að nokkru. Bjarni kvað það ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarfl. breytti lögum um Landsbankann að af- lokinni valdatöku. Slíkt hefði skeð er hann ásamt Alþýðufl. tók völd 1927. Á þinginu 1928 hefðu þeir breytt ákvæði, sem sett hafði verið árið áður um kjör bankaráðs. Ríkisstjórnin átti skv. ákv. 1927 að skipa formann bankaráðs til 3ja ára í senn, en hina fjóra bankaráðsmennina átti Sameinað Alþingi að kjósa með hlutbundinni kosningu til 4ra ára í senn, 2 annaðhvort ár. Árið 1928 hefði bankanefndin verið sett á stofn til þess að áhrif Alþingis yrðu ekki jafnrík á skipun bankaráðsins. Þótt sagt hefði verið að þetta væri gert til þess að safna í kringum bankann áhrifamannahóp sem héldi hon- um utan við daglegar deilur, þá hefðu allir vitað að þetta var gert til þess eins að Framsóknarfl. og Alþýðufl. gætu haft meirihluta í bankaráðinu. Nú væri þessu alveg snúið við. Bankanefndin ætti að hverfa, þetta skilgetna afkvæmi Fram- sóknar og Alþýðufl. frá 1928. Nú ætti Sameinað Alþingi að kjósa fjóra menn 1 bankaráð með hlut- fallskosningum, alla í einu. Til- gangurinn væri hinn sami og 1928. Það mætti að vísu virða það Hermanni Jónassyni til lofs að hann hefði í lok ræðu sinnar lýst yfir því að það væri tilgang- urinn að ná pólitískum tökum á bönkunum þótt allar röksemdir skorti fyrir því, að ágreiningur hefði orðið milli núverandi for- ráðamanna bankanna og ríkis- stjórnar og stjórnarflokka, sem réttlætti að til slíkra ráða væri gripið. Hins vegar væri óhjá- kvæmilegt að krefja ríkisstjórn- ina sagna um það í hverju þessi égreiningur lægi. Fór Bjarni Benediktsson síðan fram á, að nefnd væru dæmi þess, hvenær hinum svokölluðu yfirráðum Sjálfstæðismanna hefði verið beitt flokknum til framdráttar. Hvenær hefðu bankastjórar Framsóknar- og Alþýðuflokksins gert fyrirvara eða áskilið athuga semdir við gerðir bankastjórnar- innar einhverjum einum flokki til framdráttar? Engin slík dæmi hefðu verið nefnd. Bjarni Benediktsson sagði að í því eina tilfelli, sem sér væri kunnugt um að komið hefði til ágreinings milli eins af ráðherr- um núv.ríkisstjórnar við bankana hefði ríkisstj. játað eftir á að þessi ráðherra hefði haft rangt mál að flytja, en það var þegar félagsmálaráðherra hefði farið fram á að bankarnir lánuðu allir í heild til húsnæðisframkvæmda. Bankastjórar Framsóknarflokks- ins hefðu ekki síður verið hvetj- andi synjunar þessa. Ríkissjtórn- in hefði sjálf síðar fallizt á þessa skoðun bankastjóranna með því að leggja fram nýtt frv. um hús- næðismálin, þar sem afla átti fjár með allt öðrum ráðum en að lögskylda bankana til þess að leggja það fram. Bjarni Benediktsson kvað óhjá- kvæmilegt að það yrði upplýst í hverjum öðrum tilfellum ágrein- ingur hefði komið fram og ef slík gögn yrðu ekki lögð fram á Al- þingi við fyrstu umræðu málsins gengi þingnefnd rösklega í það að kynna sér starfsemi og starfs- hætti bankanna, í hverjum til- fellum ágreiningur hefði orðið og Gunnar Thoroddsen borgarstjóri fór utan fyrir síðusju helgi með Gullfaxa til Kaupmannahafnar ásamt konu sinni, en þar í borg sat borgarstjórinn ráðsfund hins Norræna þingmannasambands, en Gunnar er formaður fslandsdeildarinnar. Boðaði hann ráðið til fundar til þess að undirbúa dagskrá fundar þingmannasambands- ins, en ákveðið er að sá fundur verði haldinn hér í Reykjavík dag- ana 29.—31. ágúst. Á fundi ráðsins var ákveðið að taka m. a. á dagskrá fundarins skattamál, fiskveiðitakmörk, lögreglusveitir fyrir S.Þ. til gæzlustarfa. Myndin er tekin á Kastrupflugvelli við komu Gullfaxa þangað af borgarstjórahjónunum og forstjóra Flugfélags fslands í Kaupmannahöfn, Birgi Þórhallssyni. flokkslegu valdi beitt annaðhvort af Sjálfstæðismönnum í þeim bönkum, sem hér um ræddi eða í Búnaðarbankanum af Hilmari Stefánssyni, Hermanni Jónassyni og öðrum þeim sem þar hafa völdin. Þá benti Bj. Ben. á að núv. stjórn hefði meirihluta á Alþingi og gæti knúð þessa löggjöf fram. Það væri vafalaust búið að semja um hana í einstökum atriðum. Þeir 220 dagar, sem þegar hefðu farið í þinghaldið hefðu að veru- legu leyti farið í togstreytu milli stjórnarliðsins um hverjir skyldu hljóta vegtyllurnar. Benti Bj. Ben. á að með þessu væri verið að efna loforðin við kommún- ista. Það væri eðlilegt að þeir vildu hafa eitthvað fyrir sinn snúð. Það væri verið að greiða þeim fyrir að kyngja fyrri um- mælum um herstöðvar í landinu. Þá gerði Bj. Ben. það að um- talsefni að þegar Framsóknar- flokkurinn getur ekki unað þeim Ieikreglum, sem hann hefur sjálf- ur sett, breytir hann þeim á ný til þess með því að bolast til valda. Minnti hann í þessu efni á það, er tveimur æruverðugustu lögfræðingum landsins var vikið úr embættum hæstaréttardómara árið 1934, til þess að flokkurinn ætti meiri hluta í Hæstarétti. Svipað hefði skeð 1946 er Finnur Æskulýðsráðið efnir til myndatökuferðalags TTi SKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur er um þessar mundir að hefja ljósmyndagerð fyrir æskufólk í tómstundaheimilinu að Lind- argötu 50. Hafa þegar fjölmargir unglingar skráð sig til þátttöku. Æskulýðsráðið hefur í þessum efnum samvinnu við Félag áhuga- ljósmyndara og munu menn úr því félagi verða til leiðbeiningar við ljósmyndagerðina. í sambandi við þessa tóm- stundaiðju er ákveðið að efna til sérstaks ferðalags, þar sem unglingar geta tekið ljósmynda- vélar sínar með sér og fengið tilsögn og leiðbeiningar um með- ferð vélanna og töku mynda við ýmsar aðstæður. Ferðalag þetta er skipulagt í samvinnu við Far- fugla og Félag áhugaljósmynd- ara og munu ljósmyndarar verða með í ferðinni og veita tilsögn. Ferðalag þetta er ákveðið sunnudaginn 26. maí kl. 10,30 árdegis og verður farið frá Lindargötu 50 og íþróttahús- inu við Hálogaland. Þátttak- endur eru beðnir að kaupa farmiða að Lindargötu 50 á miðvikudagskvöld frá kl. 8,30 —10 eða föistudagskvöld á sama tíma. Verð farmiðanna verður kr. 15,00. Farið verður í Kaldársel. Fólk er beðið að hafa með sér matarbita, mjólk og drykkjarílát, en Farfugiar munu hafa heitt kakó í skála sínum. Þá er fólk áminnt um að hafa góð hlífðarföt með- ferðis. Fari svo, að veður verði óhagstætt með öllu, stöðug rigning eða hvassviðri, mun ferðalaginu verða frestað um eina viku. Það skal tekið fram, að allt áhugafólk er velkomið að taka þátt í för þessari. Jónsson beitti dómsmálastjórn sinni til þess að skipa meirihluta Hæstaréttar og víkja fremsta lög- fræðingi frá landnámstíð, Einari Arnórssyni frá. Hins vegar yrði það að játast að þeir menn sem skipaðir voru í embættin reynd- ust meiri þeim er skipuðu þá, því enginn þeirra hefur látið nota sig til hlutdrægni. Þá ræddi Bjarni Benediktsson mannaskipti þau, sem orðið hefðu í Landsbankanum eftir að lögunum var breytt 1928, er Sig- urður Briem var settur frá og Jón Árnason tekinn í staðinn. Sama máli hefði gengt með Jón og hæstaréttardómarana, hann hefði ekki látið nota sig sem pólitískt verkfæri í bankanum. Eins væri með núverandi banka- stjóra. Þeir reyndu allir hvar í flokki sem þeir stæðu, að leysa sín störf eftir beztu vitund og sannfæringu, og þess vegna er sá ágreiningur, sem verið er að tala um, ekki til. Bjarni Benediktsson sagði að lokum að hann byggist ekki við að þessir nýju menn, sem nú ættu að taka við í bönkunum myndu hafa nein ógnarleg áhrif á fjár- málalíf þjóðarinnar, þeir myndu ekki skapa ne#t nýtt fjármagn. Hins vegar myndu þessi lög standa sem óbrotgjarn minnis- varði um hlutdrægni Framsókn- arflokksins og viðleitni hans til þess að ná í sem flest bein og bitlinga. Allmiklar frekari umræður urðu um málið og stóðu þær þar til kl. 7 á laugardagskvöld. Tóku til máls: Hermann Jónasson tvisvar, Ólafur Björnsson tvisvar, Jóhann Hafstein tvisvar, Bjarni Benediktsson og Jón Pálmason. Voru enn ítrekaðar fyrirspurnir til Hermanns Jónassonar um, hver dæmi væru til þess að Sjálf- stæðismenn hefðu misnotað völd sín í bönkunum, en hann kvaðst ekki myndi svara þeim. Jóhann Hafstein rakti ráðningu einstakra bankastjóra og Hermann Jónas- son lýsti því yfir að það hefði kostað stjórnarslit, ef Vilhjálm- ur Þór hefði ekki verið ráðinn bankastjóri á sínum tíma. Kvað Jóhann það sýna vel valdastreytu Framsóknarmanna að ef tiltek- inn gæðingur fengi ekki tiltekna stöðu, þá kostaði það stjórnar- slit. Jón Pálmason mótmælti harðlega að Sjálfstæðismenn hefðu misnotað aðstöðu sína í bönkunum. Bjarni Benediktsson benti á að forsætisráðherra hefði hlotið völd sín nú með því að beita rangsleitni og hann væri ekki eðli sínu samkvæmur, ef hann héldi því ekki áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.