Morgunblaðið - 21.05.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.1957, Blaðsíða 6
MORCUNBIAÐIÐ Þriðjudagur 21. maí 1957 Þannig lýsir skopteiknari „Tarantel" í Þýzkalandi hugmyndínni ura „Verdunnte Zone". „íhugun" Eisenhowers á „Verdiinnte Zone66 fellur sem sprengja í miðja þýzku kosningabaráttuna Vart er nú um annað meira talað í Þýzkalandi, en hug- myndina um svonefnt „Verdiinnte Zone", eins og það nefnist á þýzka tungu. Málið hefur komið á dag- skrá í sambandi við af- vopnunarráðstefnuna, sem nú er haldin í Lundúnum. Aðeins nokkrar vikur eru síðan Bretar ákváðu að fækka herliði sínu í Þýzkalandi um um 14 þúsund manns. Sakir þess eru Vestur-Þjóð- verjar nú mjög uggandi út af þeim orðrómi að Bandaríkin óski einnig að fækka herliði sínu í Þýzkalandi, sem myndi veikja varnir landsins veru- lega. Grunar marga Þjóðverja, að Bandarikin óski eftir að ná samkomulagi við Rússa um brottflutning herliðs frá Mið- Evrópu. Hefjist sá brottflutn- ingur með því að dregið verði úr herbúnaði á vissu belti (Verdiinnte Zone) bæði aust- an og vestan járntjalds og fylgi því hernaðareftirlií úr lofti. Viðhorf manna í Þýzkalandi til þessarar hugmyndar eru nokk uð misjöfn eftir þvi, hvar þeir standa í kosningabaráttunni. F.nr svo mikið er víst, að hún fer al-1 gerlega í bág við stefnu núver- andi ríkisstjórnar Adenauers í V.-Þýzkalandi, sem heldur fast við það, að ekkert verði slakað á hervörnum Vestur Þýzka lands fyrr en allt Þýzkaland hef- ur verið sameinað á grundvelli frjálsra kosninga. EISENHOWER Á BLAÐA- MANNAFUNDI Það sem kom orðrómnum af stað voru ummæli Eisenhowers Bandaríkjaforseta á blaðamanna- fundi í Hvíta husinu þann 8. maí. Einn fréttamannanna lagði fyrir hann spurningu um, hvernig viðhorf hans væru til tillagna Rússa um að hefja eftirlit úr lofti með hlutlausu svæði í Ev- rópu, sem tæki bæði yfir lönd austan og vestan járntjalds. ^ Forsetinn svaraði spurningunni á þá leið, að hann íhugaðí tíllög- urnar með vinsamlegum hætti. Þessi yfirlýsing forsetans vakti furðu í Vestur Evrópu og krafðist þýzka stjórnin nánari skýringar á þessu. Bandariska utanríkisráð^uneyt ið benti henni á það, að Eisen- hower hefði aðeins talað um að „íhuga tillögur". Auk þess hefðu honum orðið hér mis- tök á. Hann hefði ekki tekið eftir að fréttamaðurinn orð- aði í spurningu sinni hlut- laust svæði og hefði svar hans átt fyrst og fremst við að hann vildi íhuga vinsamlega tillög- ur um vígbúnaðareftirlit úr loftL SPRENGJAN Á FLOKKS- ÞINGINU Nokkru síðar, eða í byrjun sl. viku var haldið í Hamborg flokksþing Kristilega flokksins. Þar flutti von Brentano utan- ríkisráðherra þýðingarmikla ræðu um utanríkisstefnu Þýzka- lands. Hann lagði ríka áherzlu á þátttöku Þjóðverja í NATO og samheldni vestrænna þjóða. Kvað hann Þjóðverja verða að hætta öllum stórveldisdraumum, Þýzka land yrði hins vegar m'kilvæg stoð vestrænnar samvinu. Ekki kæmi til greina að taka upp hlutleysis eða varnarleysisstefnu og myndi Atlantshafsbandalagið viðhalda öflugum landvörnum i Þýzkalandi, að minnsta kosti þar til landið sameinaðist. En vart hafði ráðherrann lokið ræðu sinni, fyrr en þeirri fregn sló niður eins og sprengju á þinginu, að Banda iíska blaðið New York Herald Tribune hefði birt grein eftir Marguerite Higgins, þar sem hún staðhæfði að Eisenhower hefði með þessu fræga svari jínu verið að túlka nýja stefnu i öryggismálum Evrópu. For- setinn hefði í rauninni undan- farið verið að ihuga hugraynd ina um „Verdiinnte Zone". Birtu öll stærstu blöð Þýzka- lands þessar uppl. með áber- andi fyrirsögnum. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið gaf þegar út tilkynningu um að blaðgreinar um þetta væru eintómur tilbúningur. Og litlu síðar sendi Dulles utanríkisráð- herra þýzku stjórninni yfirlýs- ingu, þar sem hann segir það skýrt og skorinort, að Banda- ríkjastjórn hafi engar tillögur á prjónunum um hlutlaust svæði í Evrópu. Að vísu hafa Rússar borið fram slíka til- lögu og verði hún að sjálfsögðu „íhuguð" eins og aðrar afyppn- unartillögur á Lundúnaráðstefn- unni. Áður en nokkur ákvörðun yrði tekin í því máli myndu Bandaríkin þó að sjálfsögðu ráð- færa sig við ríkisstjórnir þeirra Vestur Evrópuríkja, sem þar eiga hlut að máli. Hins vegar skýrði Dulles frá því, að á afvopnunarráðstefnunni hafi fulltrúi Bandaríkjanna kom ið með uppástungu, er fjallaði eingöngu um vígbúnaðareftirlit úr lofti, sem nái yfir geira milli 5 og 30 lengdarbauga austlægrar lengdar, allt frá Norðurpólnum og suður á ítalíu. í þeirri tillögu felist engin uppástunga um hlut- laust belti. Þrátt fyrir hina skorinorðu yfirlýsingu Dulles, liggur sterkur igrunur á að ýmsir háttsettir stjórnarfulltrúar í Bandaríkjun- um séu farnir að „íhuga'", hvort ekki sé vænlegt að hefja tak- markaða afvopnun með slíku svæði. Er jafnv. um talað að þeir forsetinn og H. Stassen fulltrúi Bandaríkjana á afvopnunarráð- stefnunni hafi „íhugað" þetta í fullkomnu trássi við Dulles utanríkisráðherra og þá miðað við tillögur, sem Anthony Eden þáverandi forsætisráðherra Breta setti fram á fyrri Genfarráðstefn- unni í júlí 1955. Samkvæmt því ætti hið fyr- irhugaða „Verdiinnte Zone", að takmarkast að vestan af línu, sem Iiggur eftir Ermar- sundi, þaðan á ská yfir Frakk- land og til Sikileyjar, en að austan af línu sem liggur frá Eistlandi til Krímskaga. Og hvað hafa Þjóðverjar á móti þessari tiliögu? kynnu menn að spyrja. Því er fljótsvarað. — Þeir óttast að þetta myndi tefja fyrir sam- einingu Þýzkalands. Þeir benda á það að kommúnistar í Austur Þýzkalandi hafi nú í næstum 10 ár Kft fjölmennan her og ekki alls fyrir löngu voru haldnar her- æfingar í Austur Berlín með mjög óvenjulegu sniði. — Það voru beinlínis æfingar í borgara- styrjöld og götubardögum. Vestur Þjóðverjar segja: — Við myndum verða að hlýða út í yztu æsar samningum og fyrirmælum um varnarleysi, en hvernig getum við treyst austur-þýzkum kommúnistum, sera hafa tekið völdin á aust- ursvæðinu með hernaðarof- beldi og kúgun. Myndu þeir ekki óðar og vestrænu varnir- nar hafa verið veiktar ráðast vestur yfir takmarkalínuna og afleiðingin yrði kúgun eðá borgarastyrjöld í Þýzkalandi. Eins benda þeir á það að brott- flutningur bankarísks herliðs frá Evrópu og slakari varnir geti leitt til upplausnar Atlantshafs- bandalagsins. Þegar svo sé komið hafi Rússar náð takmarki sínu, að sundra Vestur Evrópu og hún verði þeim aðeins hæfileg bráð. Hvað sem um þessarar hug- myndir er segja, þá er nú óheppi- legur tími til að ræða hana í fullri einlægni, því að þýzka kosninga- baráttan er að komast í fullan gang. Eftir að flokksþingin hafa verið haldin og stefnan mörkuð, er af flokks-skipulegum ástæð- um mjög erfitt að breyta skyndi- lega um stefnu í slíku höfuðmáli. Hitt er líklegra, að hver sem sigrar í þýzku kosningunum Kristilegi flokkurinn eða Jafn- aðarmenn taki hugmyndina „til vinsamlegrar íhugunar" alveg eins og Eisenhower. En árangur myndi hugmyndin væntanlega því aðeins bera, að Rússar setji fulla tryg^ingu fyrir því að þeir geti ekki notað sér umrætt svæði til að læðast eins og þjófur á nóttu að smáríkjum í Vestur Evrópu og ræna þau frelsi sínu. Er lega þessara ríkja slík, að þau hljóta að kref jast þess að svæðið teygist langt austur eftir hinum víð- áttumiklu Sovétríkjum. Eimitt þar rennur hugmyndin út í mjög lausar bollaleggingar, því að hver getur vænzt þess t.d. eftir atburðina í Ungverja- landi, að Rússar séu reiðubúnir til að flytja herlið sitt brott frá leppríkjunum? Auk þess væri auðveldara- að ræða þessa hugmynd ef áður væri búið að sameina Þýzkaland og þannig hindra að varuarleysið ylli borgarastyrjöld. Þ. Th. Uppdrátturinn sýnir hugmynd þá sem hreyft hefur verið um „Verdúnnte Zone". Hætturnar samfara því eru borgarastyrj- öld í Þýzkalandi og að hernaðaraðstaða Rússa með nógu bakrými á víðáttum Rússlands yrði sterkari en Vestur Evrópu, sem hefði að- eins mjóar reimar til öruggra hervarna. skrifar ur daglega lífinu ^ J FERÐAMAÐUR skrifar: Um helgina var ég austur í Biskupstungum og kom mér þá í hug að skrifa þér Velvakandi góður, því oft hefur þú tekið skelegglega á mörgu merkismáli- inu. Línur og landslagið ÞEGAR ég var austur þar sá ég þá sjón, sem ég sárreidd- ist yfir. Ástæðan var sú hvernig Rafmagnsveitur ríkisins hafa lagt raflínurnar sums staðar á þessum slóðum. Það hafa vafa- laust ekki margir hugleitt það, að það er list að leggja raf- og símalínur svo vel fari. Þar geta smekkmenn unnið gott verk en smekkleysingjar geta hæglega skemmt hið fagra íslenzka lands- lag með því hvernig þeir leggja línurnar um byggðir landsins. Tækni og fegurð AUÐVITAÐ er mér ljóst að ekki er alltaf hægt að taka tillit til landslagsins eða hafa fegurð- arsjónarmið í huga þegar mann- virki, svo sem síma og rafmagns* línur eru lagðar um landið. En þá kröfu verður þó að gera, að þeir sem við það fást hafi sæmi- legt auga fyrir því hvernig minnst má láta bera á þessum mannvirkjum og hvernig þau get fallið sem bezt inn í lands- lagið á hverjum stað. í Banda- ríkjunum er reynslan sums staðar sú, að þegar rafmagnið kom á bæina voru allir fegnir og höfðu ekki nema gott eitt um það að segja að fá þetta hnoss upp í hendurnar. En eftir nokkur ár, þegar það var orðinn sjálfsagður hlutur, tóku menn að líta upp í loftið og virða línurnar fyrir sér. Þá kom í ljós að margar þeirra lágu þannig að hörmung var að sjá og miklu betur hefðu farið annars staðar. Og síðan hefir lín- um verið víða breytt, því Banda- ríkjamenn eru framtakssamir menn og horfa ekki í að breyta þegar það er til batnaðar. Því vil ég segja þetta. Eiga ekki þeir verkfræðingar sem byggja mannvirki sem eiga að standa í tugi eða hundruð ára, að hafa það ávallt hugfast að samræma þau sem bezt lands- laginu á hverjum stað? Hljóta þeir ekki að leggja sig í líma við að gæta þess að þar geti skapazt hið bezta samræmi á milli? Það hygg ég og þessar línur rita ég til þess að benda á þetta, því mér finnst það allt of víða hafa verið vanrækt. Sums staðar verður sökum tæknilegra að* stæðna að víkja þessu sjónarmiði til hliðar en það hlýtur ávallt að vera leiðarstjarnan við allar slíkar framkvæmdir sem hér hef- ir verið minnzt á. Sundlaug í Vesturbænum VESTURBÆINGUR skrifar: Nú er sólin komin en ennþá höfum við enga sundlaugina. Teikningar eru tilbúnar fjár- magn að miklu leyti en ennþá er ekki sundlaugin byggð. Það strandar víst á opínberum að- ilum. Okkur er mikil nauðsyn að fá sundlaugina vegna þess að það er löng leið fyrir börnin úr Vest- urbænum að þramma upp í Sund höll eða inn í laugar. Og nú er norræna sundkeppnin í aigleym- ingi, og hægra hefði verið um vik ef laugin væri þegar byggð. Getum við Vesturbaeingar ekki sameinazt um að koma þessu mannvirki upp sem allra fyrst?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.