Morgunblaðið - 21.05.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1957, Blaðsíða 10
1C MORGVVlBLAnin Þriðjudagur 21. maf 1957 **03f$tMð&Í& Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Framsókn ainemur sínar eigin reglur ÞEGAR litið er á bankafrum- vcirp ríkisstjórnarinnar kemur svo skýrt í ljós sem verða má, að tilgangurinn með þessum frumvörpum er að losa um störf og stöður í tveim aðalbönkum landsins til þess að stjórnarliðið geti náð þar fullum yfirráðum. Fyrsta afleiðing af þessu hátta- lagi, sem fyrir augum verður, er að nú fá kommúnistar tækifæri, sem þeir ekki höfðu áður til þess að koma áhrifum sínum fram í bönkunum. Talið er t. d. að forstj. stærsta fyrirtækis kommúnista verði nú aðstoðarbankastjóri við þjóðbankann. Slíkt ofverð vilja Framsóknarmenn og Alþýðu- flokkurinn borga fyrir að fá „sína menn" inn í bankana. Hér er líka að því að gæta að það fyr irkomulag, sem verið er að koll varpa, með frumvörpunum nýju, var sett af Framsóknarmönnum sjálfum með lögum frá 1928. — Þegar Framsóknarflokkurinn komst í valdaaðstöðu, eftir kosn- ingarnar 1927, fannst honum að flokkurinn hefði ekki næg tök á bönkunum. Voru þá að tilhlut- un Framsóknarm. samþ. lög um Landsbanka íslands, þar sem gert er ráð fyrir að bankaráð yrði þannig skipað, að ráðherra skip- aði formann þess, en landsbanka nefndin, sem sett var á stofn með sömu lögum, tilnefndi hina 4. sem í bankaráðinu skyldu sitja. Áður hafði bankaráðið að meiri hluta til verið þingkosið. Með frumvörpum þeim, sem nú liggja fyrir, eru afnumdar þær reglur, sem Framsóknarmenn settu sjálf ir 1928, landsbankanefndin er af numin með öllu og horfið aftur til þess að láta Alþingi kjósa meirihluta bankaráðs, sem svo aftur ræður bankastjórana. Þannig eru Framsóknarmenn búnir að fara heilan hring. Þeg- ar þeir komast að 1927 og töldu ssg þá þurfa að ryðjast inn í Landsbankann, voru settar regl- ur, sem nú eru taldar óhæfar, af því að Framsóknarmenn telja sig enn þurfa á því að halda að koma sér og sínum til valda í bankakerfinu, en til þess þarf að breyta þeim reglum, sem þeir sjálfir settu. Þannig miðast sýnilega allt við þetta eitt, sem er að koma mönn- um stjórnarlíðsins til úrslita- áhrifa í bönkunum. Hitt skiptir svo engu máli, þó það fyrirkomu lag, sem rifið er niður sé sett af þeim sama flokki, sem hefur for ustuna um breytinguna nú. Ef reglurnar hindra valdatöku þeirra, sem völdin vilja fá, þá skiptir litlu hvaða aðferð er við- höfð. Sama aðferð og áður Það þarf raunar fæsta að undra þótt Framsóknarmenn grípi til slíkra ráða. Ferill þeirra frá fyrstu tíð geymir mörg dæmi þessu lík. Minna má á, þegar Hermann Jónasson taldi sig þurfa koma „sínum mönnum" í Hæstarétt og leysti meirihluta dómara frá störfum. Þetta var í fyrra skiptið, þegar ráðherrann myndaði „vinstri stjórn". Það er svo aftur önnur saga, að dómar- aranir töldu helgi stofnunarinnar meira virði og kom því engin misnotkun valds af þeirra hálfu til greina. En söm var gerð H.J. í fersku minni er svo dæmið frá kosningunum síðustu, þegar Hræðslubandalagið þurfti á því að halda að þverbrjóta kosninga reglur landsins til að tryggja liðs afla sinn í þinginu. Þá var kosn- ingalögunum varpað fyrir borð, en þær reglur settar, sem til þess dugðu að kosningasamsteypa Framsóknar og Alþýðuflokksins kæmi ár sinni nægilega vel fyrir borð. Þetta eru aðeins tvö dæmi frá fyrri tíð og seinasta tíma, en margt svipið hafði gerst þar á milli. Viðurkenning stjórnar- flokkanna Það kemur líka berlega fram að stjórnarflokkarnir reyna ekki til þess að bera það af sér að tilgangurinn með bankafrumvörp unum nýju sé einmitt sá að losa um stóður í bönkunum handa flokksmönnunum.Þegar Hræðslu bandalagið boðaði í kosninga- stefnuskrá sinni, að breytingar yrðu gerðar á bankalöggjöfinni, var ekki farið í launkofa með hver væri tilgangurinn. Þetta var heldur ekki látið liggja í lág- inni, þegar stjórnarflokkarnir og blöð þeirra hafa verið að tala eða skrifa um þetta mál síðan. Það sem valdið hefur þeim mikla drætti, sem orðið hefur, er svo einungis það, að flokkarnir þrír hafa átt bágt með að koma sér saman um hvaða flokksmenn ættu að hreppa einstakar stöður í bankastjórnunum eða fá í sín- ar hendur önnur þýðingarmikil störf. Það hefur tekið allan þing- tímann frá því snemma í október að raða á garðann. Ekki hirt um afleiðing- arnar Stjórnarflokkarflfc- munu aftur ekki hafa velt því mjög fyrir sér hverjar yrðu afleiðingarnar af slíku tiltæki, bæði inn á við og út á við. Það er naumast við því að búast að ný valdaaðstaða kom múnista í bankakerfi landsins verði til þess að auka traust landsins út á við, á þeim sama tíma, sem ríkisstjórnin er í leit að fjármagni meðal vestrænna lýðræðisþjóða, til framkvæmda hér á landi. Stjórnarflokkarnir munu held- ur ekki hafa gert sér far um að athuga hvaða fordæmi hér er ver ið að skapa, því segja má að rök- rétt afleiðing af því, sem nú ger- ist væri, að hver ríkisstjórn, sem að völdum settist, bylti til banka kerfinu, leysti bankastjóra frá störfum og gerði aðrar slíkar ráð stafanir eins og nú eru gerðar til að tryggja sín stjórnmálalegu áhrif innan bankanna, hverju sinni. En slíkt er sízt af öllu til þess fallið að skapa eðlilegan starfsfrið innan bankakerfisins í landinu. UTAN UR HEIMI Alltof mikið at því góða " að er nú orðin mikil tízka í Bandaríkjunum, að of- drykkjumenn eða aðrir þeir, sem „slegnir hafa verið út" í lífinu, skrifi sjálfsævisögur, sem verða metsölubækur í einu vetfangi. Til að tryggja bókum sínum fyrsta flokks sölu fá þessir „ját- endur" venjulega í lið með sér æfðan skriffinn, sem gefur verk- inu gljáa og stíl. Frægastur þess- ara hjálparmanna er efalítið Gerold Frank, sem þegar hefur skrifað tvær bækur, sem orðið hafa efstar á lista metsölubóka í Bandaríkjunum. Hin fyrri var „I'll Cry Tomorrow", ævisaga Lilian Roth sem var kvikmynduð. Hin síðari er nú seld í milljónum eintaka. Hún heitir „Too Much, Too Soon" og er sjálfsævisaga Díönu Barrymore, dóttur hins fræga leikara John Barrymore, er var bróðir Ethel og Lionel Barrymore, sem fræg eru úr kvikmyndum. í ilfinningasemi og æsi- legar lýsingar eru helztu ein- kenni þessara bóka. Þær eru skrif aðar af sjúklegri þörf til að af- klæða sig á almannafæri og af jafnsjúklegri þörf til að græða peninga á niðurlæging sinni. Slíkar bækur geta verið spenn- andi og jafnvel lærdómsríkar, en þær eru sjaldan sannar. Hlutirn- ir eru venjulega ýktir, þeir eru ekki séðir í samhengi; þeir eru látnir falla í ákveðin kerfi: saga þessa fólks verður eins konar þjóðsaga eða ævintýri þar sem öllum hinum venjulegu for- merkjum er breytt: prinsessan verður öskubuska, en ekki öfugt eins og í gömlu ævintýrunum. Sögurnar verða líka eins konar dæmisögur; „hetjan" og örlög hennar verða hin hræðilega við- vörun, sem þjóðfélagið hefur jafnan orðið að hafa til að reka hina óstýrlátu á bás viðtekinna og sálardrepandi siða, sem eru nauðsynlegir en upplognir. Saga Díönu Barrymore er átakanlegt „dæmi", kannski viðvörun ein- hverri veikri sál, en hún hefur að öðru leyti ósköp svipaðan til- gang og kjaftasögurnar í sauma- klúbbunum, sem smjattað er á af því þær kitla ævintýralöngun þeirra, sem ekki þorðu að kasta sér út í ævintýrin. Svona bók- menntir verða í eðli sínu fyrst og fremst uppbót — súrrógat — þeim sem áttu ekki áræði til að lifa sjálfstæðu lífi, óháðu boðum og bönnum þjóðfélagsins. O aga Díðnu, sem nú er 36 ára, er í sem stytztu máli þessi: Hún var dóttir John Barry- more, leikarans sem frægastur var fyrir vangasvip sinn. Barrymore-f|ölskyldan hefur verið nefnd „konungs-fjöl- skylda" bandarískrar leiklistar. Díana fékk ung samning við kvikmyndafélag í Hollywood og naut þar að sjálfsögðu hins fræga föður, sem tilbað hana, en var farinn að drekka og slarka. Hann var löngu skilinn við móður Dí- önu og lifði nú eins og kalíf í kvennabúri. Díana var fram- gjörn, en þjáðist af vanmeta- kennd. H, ún lýsir því þegar hún drekkur of mikið í fyrsta sinn. Það er í boði hjá hinum fræga kvikmyndamanni Alfred Hitchcock. Áfengið svífur á hana og lotningin fyrir hinum mikla manni snýst í gremju, því henni fannst hann hefja sig upp á kostn að hennar. Hún gekk fyrir hann og sagði í viðurvist gestanna: Díana með foour siuuui, Jouu teariyuiore árið 1942 Hvað hefur komið fyrir yður, hr. Hitchcock? Síðasta kvikmyndin yðar var smánarleg. Hvað er að manninum sem gert hefur svo margar góðar kvikmyndir? Hitchcock sneri sér að einum gestanna: Komið þessari drukknu konu burt úr húsi mínu, sagði hann. ir að var byrjunin á niðurlæging hennar. íbúðin, sem Universal-kvikmyndafélagið lét henni í té (það var fyrrverandi íbúð Marlene Dietrich), var tek- in af henní, og í stað þess fékk hún eitt herbergi. Og leiðin niður var fljótfarin: Hún varð fræg fyrir drykkjuskap, slagsmál á almannafæri, skækjulifnað, eit- urlyfjanautn, samneyti við glæpa mannaforingja í New York, o. s. frv. Öllu er lýst af hlífðarlausri hreinskilni: þremur hjónabönd- um sem fóru út um þúfur, fram- hjátökum, glæpum, hrottaskap, vesaldómi. I aðir hennar deyr, bróð ir hennar deyr, móðir hennar deyr, en hún getur ekki snúið aftur. Snaran herpist æ þéttar um háls henni. Vikum saman situr hún í íbúð sinni með glugga- tjöldin niðri og drekkur og lifir á karlmönnunum sem koma dag- lega að heimsækja hana og njóta hennar: hún sér þá aldrei fram- ar, veit ekkert um þá. Hún þving aði sjálfa sig til að sofna með pillum, til að vakna með pillum, til að selja upp með pillum, svo hún gæti haldið áfram að drekka. Svo drakk hún allan daginn, en á kvöldin hófst gestagangurinn. E, ndrum og eins reif hún sig upp úr volæðinu og fékk sér eitthvað að gera, en hún féll aftur og aftur. Hún fór í afvötn- un á eins konar „Bláa band" í Ameríku og komst að raun um, að hún mundi aldrei geta hætt aS drekka, en hún hét að minnka drykkjuna, taka upp skynsam- legri lifnaðarhætti. Bókinni lýk- ttr á þessum ortJum: „1!. t. T. er ég aftur að komast á rétta leið". etta er óþægileg bók, sýnir okkur lífið í ódubbaðri mynd eins og það raunverulega er víða. Að því leyti er hún holl. En hins vegar geta menn velt sér svo í aumingjaskap og óför- um sjálfra sín, að áhorfandann langi mest að líta undan. Það er munur á listrænu skáldverki, sem lýsir lífinu hlutlægt og hlífðarlaust, og verki eins og þessu þar sem niðurlægingin og skepnuskapurinn er einasta hafð- ur að féþúfu. Suma hluti gera menn ekki á almannafæri; það hefur Díönu og samverkamanni hennar gleymzt. En skáldverk getur lýst öllum hlutum, einnig þeim sem ekki eru gerðir á al- mannafæri, því það lýtur öðrum lögmálum en sjálfsævisaga. Fjölmennur stjórnmólaíiind- uz d Akureyri SÍBASTLIDINN sunnudag héldu Sjálfstæðisfélögin á Akureyri al- mennan stjórnmálafund í Nýja bíói. Ræðumenn á f undinum voru alþingismennirnir Bjarni Bene- diktsson og Magnús Jónsson. Árni Jónsson tilraunastjórl, form. Sjálfstæðisfél. Akureyrar, stjórn- aði fundinum. Bjarni Benedikts- son og Magnús Jónsson fluttu ýtarlegar ræður um stjórnmála- viðhorfið. Viku þeir sérstaklega að loforðum núverandi stjórnar- flokka fyrir kosningarnar, röktu efndirnar og brugðu upp mynd af ástandinu í atvinnu- og efna- hagsmálum þjóðarinnar. — Þá gerðu þeir utanríkismálunum sérstök skil. Fengu ræður þeirra prýðilegar undirtektir hjá fundarmönnum. Fundurinn var f jölsóttur og kom þar glöggt fram baráttuvilji Sjálí stæðismanna á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.