Morgunblaðið - 21.05.1957, Page 12

Morgunblaðið - 21.05.1957, Page 12
12 MORCUNBI/AÐIÐ Þriðjudagur 21. maí 1957 íslundsmótið I knuttspyrnu hnlið HaínarfjörSíur og Abueyri skildu jöin 2:2 4FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ hófst íslandsmótið í knattspyrnu. — Varaform. KSI, Ragnar Lárusson, gekk fram á völlinn og setti iiíótið með stuttri ræðu, í hverri hann brýndi fyrir knattspyrnu- Hiönnum dugnað við æfingar svo að þeir lyftu merki íþróttarinnar. — 1 þessum fyrsta leik mættust tvö utanbæjarlið, nýliðarnir í 1. deild, Hafnfirðingar og lið Akureyrar. Með öðrum orðum suðrið og norðrið og veitti hvorugu betur. Jafntefli varð, 2 mörk gegn 2, eftir að Hafnarfjörður hafði „átt“ fyrri hálfleik en Akueyri þann síðari. Leikurinn hófst með miklum hraða og réðu Hafnfirðingar þar mestu um. Margir þeirra eru eld- snöggir og harðskeyttir á sprett- inum og í fyrri hálfleik sköpuðu þeir sér mörg góð tækifæri til marka. Komu þau tækifæri oft eftir laglega uppbyggingu leiks og sáust þá oft góðir kaflar í leiknum. Tæknin með knöttinn var þó oft ekki á eins háu stigi og hraðinn, og fyrir þær sakir fékkst ekki það úr tækifærunum, sem efni stóðu til. ★ ★ ★ Af 14 upphlaupum í fyrri hálf- leik er veittu möguleika til marka áttu Hafnfirðingar 10 en Akureyringar 4. Ýmis tækifæri Hafnfirðinganna í þessum hálf- leik voru góð. Ásgeir h. úth. var tvívegis einn fyrir innan allt, en spyrnti framhjá. Gott skot Berg- þórs var varið. Úr 2 af þessum 10 tækifærum skoruðu Hafnfirð- ingar. Fyrra markið á 14. mín. Kjartan Elíasson framv. gaf vel upp og Jón Pálmason miðherji skallaði laglega í mark. Síðara markið skoraði Albert af 35 m. færi með þrumuskoti og „snún- ingsknetti" Akureyringar skoruðu úr 1 af sínum 4 beztu tækifærum. Var það á 16 mín., að Haukur Jakobs- son, innh., skoraði með góðu skoti upp úr homspyrnu, fékk hann knöttinn frá Ragnari Jóns- syni bakv. Hfj. en hann bjargaði á línunni. í síðari hálfleik áttu Akureyr- ingar mun fleiri tækifæri en Hafnfirðingar. Úr einu skoruðu þeir. Var það á 34. mín. upp úr hornspyrnu og fyrir mistök Að- alsteins bakv. og Ólafs í Hfj. markinu, að Jakob Jakobsson komst í dauðafæri og skoraði. Síðasta hluta leiksins var all- mjög af báðum dregið, þreyta sagði til sín og setti sinn svip á knattspyrnuna, og fleiri urðu mörkin ekki. ★ ★★ Bæði liðin eiga ýmsa góða knattspymumenn. Sterkari hluti Akureyrarliðsins var í þessum leik vörnin, en öfugt með Hafn- firðingana. Hraði Hafnarfjarðar- liðsins kom á óvart, og það er ekki eins mikill nýliðabragur á knattspyrnu þeirra og búast mátti við. Þetta er 1. leikur þeirra í 1. deild. Albert Guð- mundsson er skipuleggjari liðsins og er liðinu ómetanleg stoð. — Leikni hans með knöttinn ótrú- leg og enginn ísl. knattspyrnu- maður kemst nálægt honum í því að skapa öðrum gull- væg tækifæri. Hann er alltaf hinn hættulegi mótherji eins og bezt sést af því að markið er alls staðar í hættu fyrir honum þó hann sé langt undan. Stoð Hafnarfjarðarliðsins er ennfrem- ur í góðum framvörðum, Kjart- ani og Einari Sigurðssyni. Þeir byggðu vel upp, einkum Kjart- an og ekki sízt þeirra vegna fengu hinir hröðu framherjar sín mörgu tækifæri. Með meiri reynslu er þetta Hafnarfjarðarlið lofandi. Akureyrarliðið er heilsteyptara en í fyrra. Það er jafnt lið og hefur fengið samæfingu og náð jafnvægi í leik sinn. En á köflum réðu þeir ekki við hraða Hafn- firðinga. Beztir voru Arngrímur Kristjánsson miðframv., Haukur og Jakob Jakobssynir í framlínu. ii'í- Hafnarfjörour nær forystunni. Skot Alberts af 35 m færi hafnar i markinu enda er snúningurinn á knettinum erfiður viðfangs. Abrnnes — Abureyri 3:0 ANNAR LEIKUR fslands- mótsins var á sunnudaginn og mættust þá Akureyri og Akra- nes, m. ö. o. enn ein fcæja- keppnin og má þá segja að við lifum á tímum bæjakeppn- anna og er það vel, og tákn- rænt dæmi um vaxandi vin- sældir knattspyrnunnar. ★ Leikurinn á sunnudaginn var daufur frá upphafi. Akureyring- ar léku varnarleik og létu t. d. miðherja sinn leika sem fjórða mann í vörn. Það dugði lengi vel til að forða marki, jafnvel þó Akurnesingar væru mótherjarn- ir, en þeir voru að þessu sinni daufari og mistækari en áður. A fyrstu 25 mín. skeði ekkert utan það að 5 hornspyrnur voru teknar á Akureyri — án árang- urs og Akureyrarmarkið hafi einu sinni komizt í mikla hættu, er Ríkharður var með knöttinn jötJ - ■ ...J Akureyri jafnar. Jakob Jakobsson skorar eftir mistök Aðalsteins og Óliifs markvarðar á markteig, skaut fram hjá. Leik- úrinn gerðist að mestu á helming Akureyrar, milli miðlínu og víta- teigs. Akurnesingar notuðu illa kantana lengi vel, en þyrptust að markinu þar sem 6—8 Akur- eyringar voru til varnar og allt fór í handaskolum. En þegar kantaranir voru notaðir varð hættan alltaf meiri. Á 36. mín. gefur Þórður Jónsson fyrir og nafni hans Þórðarson á skot í stöng. Knötturinn rennur fyrir opnu marki og Ríkharður sendir hann í netið. 3 mín. síðar eiga Akurnesingar enn upphlaup á vinstri væng. Ríkharður sendir út á kant til bróður síns, sem skorar — 2:0. ★ Að þrem upphlaupum Akur- eyringa undanskildum sem mi^- tókust nálægt Akranesmarkinu, var síðari hálfleikur óslitin sókn Akurnesinga, en ávöxturinn varð aðeins 1 mark! Sáust þá mörg mistök, sum hörmuleg. Ríkharð- ur og Þórðarnir eiga skot sem ýmist fara fram hjá eða eru var- in. Skot frá Pétri Georgssyni er varið á línu. Akureyringar léku vamarleik og fengu oft varið, en afleit mistök sáust einng er Þórð ur hitti ekki knöttinn fyrir opnu marki, vel lagðar sendingar ým- ist skallaðar fram hjá eða á ann- an hátt misnotaðar illilega. Þeir voru sannarlega ekki í skotskón- um núna, Akurnesingar. Mark- ið sem fékkst skoraði Ríkharður með skalla, en það var góð send- ing frá Guðjóni Finriboga. Mjög nærri lá öðru sinni er Ríkharður átti fast og gott skot í þverslá. ★ LIÐIN Akureyrarliðið kom til leiks í 7 ' ‘ ? I Bridge -jjáttur i Einvígi nm Eviépnferð Á SUNNUDAGINN hófst í Rvík 120 spila keppni milli tveggja sveita um réttinn að spila fyrir Islands hönd á Evrópumóti í bridge, sem háð verður í Vínar- borg í sumar. Þetta eru sveitir Árna M. Jóns- sonar, sem varð önnur á nýloknu Islandsmóti, þar sem sveit Harðar Þórðarsonar, sem varð efst gaf eftir réttinn sem hún fékk við sigurinn. Með Árna í sveit eru Guðjón Tómasson, Gunnar Páls- son, Sigurhj. Pétursson, Vilhj. Sigurðsson og Þorst. Þorsteins- son. Hina sveitina valdi Bridgesam- band Islands og skipa hana þess- ir menn: Einar Þorfinnsson, Hall ur Símonarson, Gunnar Guð- mundsson, Lárus Karlsson, Stefán Guðjónsen og Stefán Stefánsson. Má segja að þetta sé sve til sveit Harðar, þar sem aðeins Hall ur og Stefán G. eru öðrum sveit- uim. 1 fyrri hálfleiknum á fyrsta borði: Lárus, N., Árni, A., St. St., Ármarni sigraði í sundbnattleib NÝLEGA er lokið keppni um íslandsmeistaratitilinn í sund- knattleik. í mótinu tóku þátt þrjú félög. Voru það Armann, sem hlaut 4 stig, Ægir, sem fékk 2 stig og KR, sem hlaut ekkert. Einstakir leikir fóru þannig, að Ármann vann Ægi í úrslita- leik 6 gegn 1, en KR gaf leik sinn við Ármann, Ægir vann KR 13:2. Þetta var í 17 sinn í röð, sem Ármann vinnur þennan titil. Islandsmeistarar Ármanns eru: Guðjón Ólafsson, Helgi Björg- vinsson, Ólafur Diðriksson, Sig- urjón Guðjónsson, Ólafur Guð- mundsson, Pétur Kristjánsson, Einar Hjartarson og Sólon Sig- urðsson. í B-lið kepptu sveitir frá Ægi og KR og vann Ægir með 5:1. í kvöld I.-DEILDAR-KEPPNINNI verð- ur haldið áfram í kvöld og leika þá Akurnesingar gegn Hafnfirð- ingum. Verður það 3. leikur móts ins og síðasti leikur utanbæjar- liðanna innbyrðis. *■ Utanbæjarliðin hafa þegar sett sinn svip á þetta mót og hefur verið fjölmenni mikið á báðum leikunum, sem þegar hafa farið fram, og má gera ráð fyrir mikilli aðsókn að leiknum í kvöld, sem verður síðasti leikurinn fyrir Pressuleikinn n.k. fimmtudag. varnarskyni og það hafði sín áhrif á leikinn. Mikinn hluta leiktímans voru 6—7 leikmenn þeirra bundnir upp við sitt eigið mark. Þegar þar við bættist að Akurnesingar voru einhvem veg- inn kærulausir og viljalausir til að reyna að brjótast gegnum þennan varnarmúr, þá varð leik- urinn daufur og heldur leiðin- legur. Úti á vellinum höfðu Guð- jón og Sveinn völdin og mötuðu framherjana. Þórður og Ríkharð- ur reyndu án árangurs miðupp- hlaupin, en þau mistókust öll vegna varnarleikaðferðar Akur- eyrar. En því þá ekki að nota kantana í stað þess að útherjar skuli koma inn í vítateig þar sem varnarveggurinn er? íslenzk lið eru alltof einhæf í leikaðferðum og þessi leikur Akurnesinga er táknrænt dæmi um það. S. og Vilhj. V. Á öðru borði: Guð jón, N., Hallur, A., Þorst. S., St. G. V. — Þennan hálfleik vann sveit Árna með 36 gegn 19 stig- um. — 4 spilið gefur Árna 7 stig, þar sem Lárus passar niður spurnar- sögn á 5 hj., þegar 6 sp. standa en á hinu borðinu voru spiluð 6 hj., sem hægt var að leggja ef spaði kom út, þar sem Austur var með eyðu. — Slæmt hjá Lárusi, 5. spil gaf Árna 6 stig, þar sem Þorst. fékk að spila 4 sp. dobl- aða og vann þá, en á hinu borð- inu fóru Vilhj. og Ámi í 5 hj. sem fóm og aðeins einn niður. 1 6. spili rak Vilhj. Lái-us í 4 sp. sem hann fékk 12 slagi í eftir kléna vörn. Á hinu náðist ekki game. 1 7. spili fékk Einar aftur stig, þar sem Þorst. vann ekki 4 sp. St. Stefánsson vann. 1 8. spili náðu Hallur og Stefán fóm á 5 laufum við 4 hj. sem gaf 3 stig. 1 11. spili spilar S. Stefánsson 3 gr. og er niður, þegar 4 hj. standa og voru spiluð á hinu borð inu. Hann var með þessi spil: Á-6 K-D-10-9-5 K-9-5 Á-G-9 Hann opnaði á 2 hj. og félagi sagði 3 lauf, þá sagði hann 3 gr. sem varð lokasögn. 4 lauf er á- byggilega betri sögn. 12. spilið sýndi frekar slæmar sagnir á báðurn borðum. 1 13. spili missa báðir slemmu og lofa andstæðingunum að spila 3 tígla doblaða. Það var ekki gott hjá Halli að dobla, eftir að Stefán hafði beðið hann að segja sinn bezta lit. 15. spil er ljótt spil hjá Halli og Stefáni G. Rangt sagt hjá Halli og illa spilað af Stefáni. Menn mega eklci missa móðinn, þegar þeir sjá að lokasögnin er röng. Það verður að spila af fullri hörku, Stefán. 16. spil gaf Árna 6 stig, þar sem Þorst. vann 3 gr. en Stefán St. ekki. 20. spil missa Þorst. og Guðjón game sem skrifast á Guðjón. 1 seinni hálfleik breyttu þeir liðinu örlítið, Sigurhjörtur kom inn á fyrir Guðjón og Einar og Gunnar fyrir Hall og Stefán Gj. 1 21. spili ná Sigurhj. og Þorst. 50% 6 lauf, sem standa, en Einar og Gunnar náðu þeim ekki. Sagn- ir Sigurhj. upplýsa meir um skiptingu spilanna en sagnir Ein- ars og með því næst slemman. í 23. spili vinnur Þorst. 3 gr., þeg- ar vörnin á 5 slagi í toppum. — Slæm vörn. í 27. spili gefur Lárus 4 spaða í vöm, en Einar var einn niður á hinu borðinu. 1 32. spili spila Gunnar og Ein- ar 3 hj. og eru 3 niður og áttu þeir 7 hjartaspil samtals, en 10 lauf og 4 lauf stóðu. Þetta var síðasta spilið í leikn- um og spiluðu Einar og Sigurhj. 3 gr. niður. 10-9-7-6 9-8-5 A-G-9-4-3 7 K-3 A-D-G-2 K-10-8 A-K-9-3 Útspil var laufa 4, sem var drepið á K heima. Ef annað hvort tígul D eða hjarta K liggur rétt, stendur spilið alltaf, en til þess þarf að skapa tvær innkomur á borðinu, en hvorugur spilamanna kom auga á þetta þar sem tígul D og hjarta K voru á eftir borðinu, stóð spilið. Þennan hálfleik vann Árni me8 22 gegn 10 og er því 29 stig yfir. — önnur umferð vérður spiluð I kvöld í Skátaheimilinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.