Morgunblaðið - 21.05.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.05.1957, Blaðsíða 17
Þrföjudagur 21. mai 1957 MORGVTÍBLAÐ1Ð 17 Anna Árnadóttir minning Þann 8. þ.m. var jarðsungin frá Fossvogskirkju Anna Á.rnadóttir, húsfreyja á Þórsgötu 7A. Anna var fædd 11. okt. 1884 að Ósi við Steingrímsfjörð. Korn- ung fluttist hún þaðan með for- eldrum sínum suður í Reykhóla- sveit, en þaðan voru þau bæði ættuð, fyrst að Kollabúðum svo að Hofstöðum. Anna var elzt af 9 systkinum. Mun jafnan hafa verið þröngt í búi hjá foreldr- um hennar. Komst Anna því snemma í kynni við fátækt og erfiðleika. Þegar Anna var um tvítugt, andaðist faðir hennar. Fer hún þá, ásamt tveim systkin- um sínum að Stað á Reykjanesi til hinna kunnu prestshjóna, sr. Jóns Þorvaldssonar og Ólínu Snæbjarnardóttur, og dvaldist þar næstu 7 árin, Hefur Önnu efalaust orðið ver- an þar heilladrjúg, því að hin unga og fjölhæfa prestsfrú hugs- aði ekki einvörðungu um að stúlkur sínar inntu af hendi hin venjulegu heimilisstörf, heldur kenndi hún þeim líka hvers kon- ar saumaskap og aðra kvenlega handavinnu, einnig ýmislegt bók legt, þeim er það vildu. Að fara að Stað til frú Ólínu, jafnaðist að mörgu leyti við að fara í góðan kvennaskóla — og svo mun Önnu hafa reynzt. Á Stað lærði Anna meðal annars sauma og dvaldist síðar í Reykjavík, til að fullnuma sig í þeim. Sjálfsagt hefur prests frúin kunnað vel að meta þessa ungu stúlku, því að með þeim tókst sú vinátta og tryggð sem entist þeim meðan þær báðar lifðu. Þann 26. okt. 1911 giftist Anna eftirlifandi manni sínum, bónda- syni þaðan úr sveitinni, Eyjólfi Guðmundssyni frá Berufirði, prýðilega vel gefnum manni ogjalltaf eitthvað ~að sækja góðum dreng, sem hann átti kyn til. Voru ungu hjónin fyrst í Berufirði, en fluttust þaðan til Reykjavíkur 1913 og bjuggu þar æ síðan. Gerðist Eyjólfur sjómað- ur upp frá því, og var alla tíð á Strandferðaskipum, lengst af á Esju. Var því hlutskipti Önnu, sem annarra sjómannaeigin- kvenna að sjá ein um börn og heimili á meðan bóndinn var á sjónum — oft óslitið svo vikum og mánuðum skipti. Þá voru laun sjómannsins sem annarra alþýðu- manna á þann veg, að eftir nútímakröfum myndu þau vart hafa hrokkið fyrir brýnustu nauðsynjum meðalfjölskyldu, hvað þá þar sem börnin voru 8, eins og hjá önnu og Eyólfi. Anna reyndi því oft að taka sauma til að drýgja með heimilistekjurnar. Það var henn- ar eftirvinna og næturvinna, þótt eftirvinnukaup hafi þá verið, henni óþekkt hugtak. Enn aðra dís maður á togaranum Ólafi. Þessi ungi maður var allt í senn: vel að atgjörvi búinn til sálar og lík- ama og hvers manns hugljúfi. Var hann því móður sinni sem öðrum ástvinum sínum mjög hjartfólg- inn. En atburðir lífsins virðast ekki spyrja um slíkt. Togarinn Ólafur fórst eins og kunnugt er 2. nóv. 1938, og með honum hvarf Kristján í hinn vota faðm hafs- ins. Guðmundur hét annar sonur þeirra Önnu og Eyjólfs. Hann fer einnig á sjóinn og er á millilanda skipum. Hann er á Dettifoss þegar skipið fer sína síðustu för og ér skotið niður við frlands- strendur í febr. 1945, og ferst þar með því. Guðmundur var kvænt- ur Hrefnu Ingvarsdóttur, og áttu þau tvo unga drengi, er hann féll frá. Þannig riðu þung áföll yfir og lífið rétti hvern reynslu- og erf- iðleikabikarinn eftir annan að Önnu. En Anna vann úr þeim drykk ekki tóman sársauka og lífsbeiskju, ekki uppgjöf og von- leysi, heldur aukinn þroska: — aukna samúð, festu og jafnvægi, — aukinn skilning á hinum sönnu verðmætum lífsins og hin- um mikla og eilífa veruleika þess. Og vissulega hafði lífið líka trúað önnu fyrir miklu. Börnin voru enn 5 auk þeirra þriggja, sem dóu og áður er á minnzt, og virðist því hafa legið fyrir ærið verkefni fyrir fátæka sjómánns- konu að hugsa um og sinna. En Anna sýndi fleirum umhyggju en börnum sínum. Hún var hvort- tveggja, vinmörg og vinföst, og hús hennar stóð ávallt opið vin- um hennar og sveitungum, enda var oft gestkvæmt hjá Önnu. Fólkið fann, að til þessarar gætnu og góðgjörnu konu var eitt- hvað gott, jákvætt: holl ráð, móðurlega hlýju, öryggi. Hún vildl hvers manns vandræði leysa og tókst það oft ótrúlega með sínum fasta og góða vilja. Seinustu áratugina fór að létta undir fæti hjá þeim hjónum. Efnahagurinn rýmkaðist og þau eignuðust snoturt hús, Þórsgötu 7A, og áttu þar snyrtilegt og fall- egt heimili. Loks hætti líka Eyjólfur sjómennskunni og sett- ist um kyrrt eftir áratuga far- mennskulíf. Börnin voru nú öll komin upp og báru glögg ein- kenni foreldra sinna í gerð og mannkostum. Og svo hurfu þau út í heiminn — langt út í heim. Að síðustu öll nema eitt alla leið til Kaliforníu. Þar settust þau að, fyrst Kristín, sem er þar gift íslenzkum manni, Ingvari Thord- arson. Auk hennar fóru svo þang að Oddur, Ólöf og Steinunn Ás- öll ógift. Heima á gamla eftirvinnu stundaði hún einnig meðan hún bjó vestur í bæ — á Sólvöllum. Á kvöldin, þegar börnin voru komin í rúmið, lagði hún oft poka fullan af óhreinum smáflíkum á herðar sér og gekk inn í laugar til þvotta! Af Sólvöllum fluttu þau Anna og Eyjólfur austur í bæ og bjuggu þar mörg ár, lengst af á Barónsstígnum. Þar fæddust flest börnin. Árin liðu og hópurinn var að komast á legg og ætla mátti, að stærstu erfiðleikarnir væru yfirstígnir. En þá kvaddi nýr gestur dyra hjá þeim hjón- um. Hvíti dauðinn kom í heim- sókn, og tvö börnin máttu fara að Vífilsstöðum, Kristján, elzta barnið og Guðrún. Auðvitað heimsótti hún Anna börnin sín á Vífilsstöðum, þótt engar væru þá fastar bílferðir þangað. En það lét hún ekki aftra sér, hún fór þangað gangandi yfir hæðir og hálsa. 1 þá daga var það sem dauðadómur yfir flestum að úr- skurðast á Vífilsstaði. Guðrúnu litlu varð heldur ekki bjargað. Hún dó veturinn 1925, 8 ára göm- ul. Kristján hafði berkla í fæti. Náði hann aftur heilsu, þótt hann æ siðan bæri merki eftir sjúk- dóminn. Hann lagði stund á loft- fckeytafræði og var loftskeyta- landinu áttu þau Anna og Eyj ólfur að síðustu eftir aðeins eina dóttur, Ingunni, sem gift er Osk- ari Þórðarsyni, skrifstofumanni. Efalaust hefur móðurinni þótt hafið næsta breitt milli sín og barnanna. Ef til vill ekki athug- að í fyrstu, að nú á þessum furðu tímum er fjarlægð milli heims- álfa litlu meiri en milli Reykja- víkur og Vífilsstaða fyrir 30—40 árum. En svo skeði hið undraverða ævintýri í lífi alþýðukonunnar, sem áður fyrr gekk vestan úr bæ inn í laugar með þvottinn af börnunum sínum. Nú buðu þessi sömu börn foreldrum sínum yfir hafið breiða, buðu þeim í heim- sókn til sólarlandsins, til strand- ar hins eilífa sumars. Þessa för fóru þau Anna og Eyjólfur fyrir 3 árum og dvöldust hjá börnum sínum vestra um 4 mánaða skeið. Ég heimsótti Önnu skömmu eftir að hún kom heim aftur að vestan. Er mér minnisstætt, hve bjart var þá yfir henni, og ég skildi, að förin hafði verið henni eitt hugljúft og sólbjart ævin- týr. Og þó, ef til vill átti hún þá eftir að lifa annað, sem jafnaðist á við þetta. Þegar sjúkdómur sá, sem hún féll fyrir, tók að áger- ast, svo séð var að hverju stefndi, fékk hi'in heimsókn handan yfir hafið. Fyrst kom Kristín dóttir hennar að vestan með tvær litlu dæturnar sínar og dvaldist hjá foreldrum sínum 3 mánuði sl. sumar. Skömmu eftir að Kristín fór aftur vestur, kom Ásdís, yngsta dóttirin, og seinna um vet- urinn Ólöf. Þrjár dætur sínar hafði því Anna í nálægð sinni og naut umhyggju þeirra og ástúðar síðasta áfangann. Og nú að leiðarlokum sendum við þér, Anna, — allir þínir gömlu vinir — hugheilar kveðj- ur og þakkir fyrir hið liðna. Við erum þess fullviss, að í hinni nýju framtíð, sem bíður þín, mun líf þitt halda áfram að færa öðr- um blessun, svo sem það gerði meðan þú dvaldist hér meðal okkar. Ingibjörg Þorgeirsdóttir. 2 mafreiðslukonur Þekkt gistihús á Norðurlandi vill ráða 2 vanar matreiðslukonur í sumar. Góð kjör, há laun. — Upplýsingar hjá Ásbirni Magnússyni í Ferða- skrifstofunni Orlof hf. milli kl. 1,30 og 3 næstu daga. — Bezt að ouglýsa 1 Morgunblaðinu Frá barnaskólunum Þau börn, sem fædd eru á árinu 1950 og verða því skólaskyld frá 1. september n.k., skulu koma til innritunar og prófa í barnaskóla bæjarins mið- vikudaginn 22. maí kl. 2 e.h. Fræðslustjórínn í Reykjavík. Ford 1953 sendibifreið með útvarpi og miðstöð, hliðarglugg- um og aftursæti í 1. fl. lagi, til sölu. Bílnum hefir verið ekið 40.000 mílur. Til sýnis í Mjóstræti 3. STAÐA aðstoðarlæknis víð borgarlæknisembættið í Reykjavík er laus til umsóknar. Laun skv. V. flokki launasamþykktar Reykja- víkurbæjar. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 20. júní n.k. BORGARLÆKNIR. Aðalfundur Vinnumálasambands samvinnufélag- anna verður haldinn að Bifröst í Borgar- firði þriðjudaginn 25. júní kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin. Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga verður haldinn að Bifröst í Borgarfirði dagana 26. og 27. júní nk. og hefst mið- vikudaginn 26. júní kl. 9 árdegis. Dagskrá samkvæmt samþykktum Sambandsins. Stjórnin. Aðalfundur Fasteignalánafélags samvinnumanna verður haldinn að Bifröst í Borgarfirði föstudaginn 28. júní kl. 14.00. Dagskrá sanikvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.