Morgunblaðið - 21.05.1957, Side 20

Morgunblaðið - 21.05.1957, Side 20
Veðrið Austan stinningskaldi .Skýjað en úrkomulítið. OTttttttMftfrifr 112. tbl. — Þriðjudagnr 21. maí 1957. Þýzka kosningabaráffan Sjá grein á bls. 6. Skattaœði ríkisstjórnarinnar: Nýr tveggja millj, kr, skatt- urá kvikmyndasýningar SKATTÆÐI RÍKISSTJÓRNARINNAR heidur enn áfram. Nú hef- ur Gylfi Þ. Gíslason lagt fram frumvarp, ]>ar sem m. a. er lagður nýr skattur á kvikmyndasýningar og dansleiki. Nemur skattur þessi 1. kr. á hvern seldan aðgöngumiða að kvikmyndasýn- ingum og 2 kr. á hvern seldan aðgöngumiða að dansleik. Gert er ráð fyrir 2ja millj. kr. tekjum á ári af þessum nýja skatti. Á hann að renna í Menningarsjóð. í frv. þessu er einnig gert ráð fyrir nýrri skiptingu á skemmtanaskatti. Á 50% hans að renna til Félagsheim- iiasjóðs og 50% til rekstrarsjóðs Þjóðleikhússins. ÓDÝRASTA SKEMMTUN ALMENNINGS Frv. var til 2. umr. í Ed. í gser. Var Sigurvin Einarsson framsögu maður meirihl. menntamálanefnd ar, sem lagði til að frv. yrði sam- þykkt óbreytt. Sigurður Bjarna- son kvað sig fylgjandi tillögu frumvarpsins um skiptingu skemmtanaskattsins milli Félags- heimilasjóð og rekstrarsjóðs Þjóðleikhússins. En hann taldi hinn nýja skatt á aðgöngumiða að kvikmyndasýningum og dans leikum varhugaverðan. Kvik- myndasýningar væru ódýrustu skemmtanir almennings. Svo langt hefði nú verið gengið í skattlagningu hvers konar lífs- gæða fólksins, að lengra yrði varla gengið. Vitanlega hefði Menningarsjóður þörf fyrir aukn ar tekjur. Margar fleiri menning arstofnanir skorti fé. En einhver takmörk yrði að setja skattheimt unni. Lengra hefði verið gengið í þessum efnum en nokkurt vit væri f OF RÚM UNDANÞÁGU- HEIMILD Þá gagnrýndi Sigurður Bjarna- son einnig það ákvæði 1. gr. frv. að ráðherra væri heimilt að und anþiggja skemmtanaskatti eitt kvikmyndahús, sem rekið kynni að vera af opinberum aðila í hverjum einasta kaupstað lands- ins. Af slíkri undanþágu gæti leitt stórminnkaðar tekjur af skemmtanaskatti og margs konar handahóf og misrétti. Fluttu Sigurður og Jón Kjart- ansson breytingartillögu um að fella þessa undanþágu niður. Hvers virði er eignar- rétturinn á Islandi! i 31 GR. frv. ríkisstjórnarinnar um Útvegsbanka íslands sem lagt var fyrir Alþingi í lok síðustu viku segir á þessa leið: „Ríkisstjórnin tekur eignarnámi hlutabréf þau í Útvegsbanka Islands h.f., sem eru í einkaeign. Kem- ur eignarnámið til framkvæmda þegar við gildistöku laga þessara“. Hvers virði er eigharrétturinn á íslandi í dag? Það er engin furða þótt sú spurning rísi meðal almenn- ings. I dag eru það hlutabréf einstaklinga í Útvegs- bankanum, sem ríkisvaldið tekur eignarnámi. En hvað verður það á morgun? Hvenær kemur röðin að venju- legum hlutafélögum og öðrum samtökum einstakling- anna. Þannig er það stjórnarfar, sem Hermann Jónasson hefur skapað með aðstoð kommúnista og meðreiðar- manna þeirra. Valur vann Bærinn ákveður að reisa 8 fjölbýlishús til viðbótar Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn var, var sam- ■í*- þykkt að hefja nú þegar byggingu íbúðarhúsa með alls 108 íbúðum, en sem kunnugt er, er Reykjavíkurbær nú að láta byggja mikinn fjölda húsa, fjölbýlishúsa og raðhúsa. I vetur og voru uppdrættirnir hafð ir til sýnis í Þjóðminjasafninu út byggingu þessara húsa og var um úrslit samkeppninnar. Bæjarráð ákvað að bjóða nú út byggingu þessara húsa og borgarstjóra falið að ákveða nán- ar um framkvæmdir allar. f GÆRKVÖLDI fór fram áttundi leikur Reykjavíkurmeistaramóts- ins. Var það leikur Vals og KR. Sigraði Valur með 2 mörkum gegn engu. Var þessi leikur al- mennt talinn tilþrifalítill. Hlýnandi veður f GÆRMORGUN laust fyrir há- degi gerði hér í Reykjavík feikn- mikla úrkomu, svo vatnsílaum- urinn beljaði um göturnar og víða stífluðust ræsi og mynduð- ust stærðar tjarnir á götum. Á svo sem IV2 klst. rigndi um 5 millimetra. í gærkvöldi var aðeins 2 stiga hiti norður á Raufarhöfn, en á Akueryri og Sauðárkróki 6 st. Búizt var við lítils háttar næt- urfrosti í innsveitum norðan- lands. Undanfarna daga hefur sem kunnugt er verið kalt í veðri. í fyrrinótt var t. d. snjókoma á Hellisheiði og heiðin alhvít. Síðd. á sunnudaginn gránaði Esjan niður í miðjar hlíðar í hríðarbyl sem gerði þar síðd. í gær var talin nokkur von um það í veðurstofunni -að veð- ur myndi fara hlýnandi, þar eð vindur myndi verða meira austan stæður. þessari síðustu byggingar- áætlun bæjarins, er um að ræða byggingu átta fjölbýlishúsa. Enn verður eitt stórhýsi reist við Gnoðarvog með 24 íbúðum. Var ákveðið að semja við Guðmund Magnússon um smíði þess húss. Við Elliðavog verða reist 7 fjölbýlishús með alls 84 íbúðum. Verða þessi hús byggð eftir upp- dráttum þeirra Gunnlaugs Hall- dórssonar og Guðmundar Krist- Et vissum skilyrðum er ekki fullnœgt verð- ur að grípa til geng- islœkkunar — Ummœli Emils Jónssonar í gœrkvöldi EMIL JÓNSSON formaður Alþýðuflokksins svaraði í gærkvöldi ræðu þeirri, er Áki Jakobsson flutti í Neðri deild í gærdag. Emil kvað Áka ekki hafa túlkað skoðanir Alþýðuflokksins í ræðu sinni. Á sl. vetri hefði verið um tvær leiðir að ræða í efnahagsmálum landsmanna. f fyrsta lagi styrkjaleiðina, í öðru lagi gengisfellingu. Menn greindi á um, hvor leiðin skyldi farin, sagði Emil. Sumir vildu fara gengislækkunarleiðina, aðrir styrkjaleiðina. Sú leið var valin. ALLAR HUGSANLEGAR LEIÐIR Alþýðuflokkurinn hefur aldrei farið dult með skoðun sína í þessu máli. Hann hefur viljað fara allar hugsanlegar leiðir áður en til gcngislækkunar kæmi. En hann hefur gert sér Ijóst, að ef vissum skilyrðum er ekki fullnægt, þá yrði að grípa til hennar. Spurningin er, hvort ríkisstjórninni muni takast að halda kapphlaupinu milli kaupgjalds og verðlags svo í skefjum, að gengislækkun verði hindruð. Ef það tekst ekki, þá er um ekkert annað en gengis- lækkun að ræða. Leiðirnar í efnahagsmálunum eru ekki nema tvær, sagði formaður Alþýðuflokksins. Það verða menn að gera sér ljóst. Með þessari ræðu hefur formaður Alþýðuflokksins að verulegu leyti staðfest ummæli Áka Jakobssonar, sem birt eru á öðrum stað hér í blaðinu. inssonar, og einnig eftir uppdrátt um Sigurjóns Sveinssonar. — í sambandi við byggingu þessara húsa var efnt til samkeppni í AðalfunJur Skógrætkarfélags Reykjavíkur í KVÖLD verður aðalfundur Skógræktarfélags Reylcjavíkur og hefst hann kl. 8,30 í Tjarnarcafé uppi. — Rætt verður um Heiðmörk, en gróðursetning þar er nú hafin og er í fullum gangi. Um helgina var margt Heiðmerkur-landnema að störfum, enda gott veður til skóggræðslu. Á aðalfundinum mun Einar Sæmundsen gera grein fyrir hvernig hinu mikla verkefni þar miðar áfram. Þá verður gerð grein fyrir starf semi skógræktarstöðvarinnar í Fossvogi, sem nú er með allra stærstu stöðvum á landinu, þar sem hundruð þúsunda trjá- plantna vaxa nú árlega upp. Þá fer á fundinum fram kjör fulltrúa á aðalfund Skógræktar- félags Islands. Þess er vænzt að félagar í Skóg ræktarfélagi Reykjavikur fjöl- menni á fundinn. Gildi markaðsleitarinnar œ mikilvœgara Norskur hagfrœðingur flyfur fyrirlesfra HINGAÐ ER KOMINN norskur hagfræðingur til fyrirlestra- halds á vegum félagsins „Sölutækni". Er það Leif Holbæk- Hanssen, og mun hann flytja hér fyrirlestra um markaðsöflun, sölu og auglýsingar, fyrir sölustjóra fjölmargra stórfyrirtækja hér í Reykjavík. Er hann einn kunnasti sérfræðingur á Norðurlöndum x þeirri grein, eftir því sem Gylfi Þ. Gíslason iðnaðarmálaráðherra komst að orði í ræðu í gær, er hann bauð Holbæk-Hanssen vel- kominn hingað til lands. Hann mun flytja erindi fyrir almenning á föstudagskvöldið kl. 8,30 í V.R. og nefnist fyrirlesturinn „Hug- myndaflug og fræðimennska í sölutækni og auglýsingum“. Hér á landi mun þessi sérfræð- ingur dveljast í fimm daga og halda dag hvern erindi fyrir sölu stjóra og aðra þá, sem námskeið- ið sækja. Alls eru það um 40 manns. Er þetta þriðja námskeið- ið sem Sölutækni gengst fyrir á þessu fyrsta starfsári sínu. í gær flutti Holbæk-Hanssen fyrsta fyr irlestur sinn í Háskólanum. Sig- urður Magnússon fulltrúi, form. félagsins skýrði frá komu hans og iðnaðarmálaráðherra bauð hann velkominn, svo sem áður segir. Sigurður gat þess, að sérfræð- ingurinn væri hingað kominn fyr- ir aðstoð og milligöngu Efnahags samvinnustofnunarinnar í París og Iðnaðarmálastofnunar íslands. Leif Holbæk-Hansen er ráðu- nautur Efnahagssamvinnustofn- Fréttir í stuttu máli « Súezmálið kom í gær til um- ræðu í Öryggisráðinu að beiðni Frakka. Pineau, utanríkisráð- herra sagði í ræðu sinni, að Frakkar krefðust ekki annars af ráðinu en þess, að það stæði við fyrri samþykktir sínar í Súez- málinu. — Sagði hann, að Frakk- ar vildu láta Notendasambandið hefja viðræður við Egypta um framtíðarrekstur skurðarins. í gær barst Mollet, forsætis- ráðherra Frakka, bréf frá Bul- ganin, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna. Er það mjög svipað bréfum þeim, sem hann hefur sent H. C. Hansen og Gerhard- sen. í bréfi þessu segir Bulganin, að Rússar muni líta það illu auga, ef Frakkar leyfa erlendum ríkj- um að koma upp kjarnorkuvopna stöðvum í landi sínu. Fréttarit- arar benda á, að bréf þetta sé sent í þeim eina tilgangi að ala á sundrung meðal Atlantshafs- ríkjanna. 40—50 norsk fiskiskip taka þátt í þorskveiðinni á Grænlandsmið- um og miðunum við Nýfundna- land. unarinnar í markaðsleitarmálum, formaður í evrópska markaðs- rannsóknarráðinu, og varafor- maður í sölutæknisambandi Norð urlanda, auk þess sem hann rek- ur sitt eigið fyrirtæki í Osló, ,,Fakta“ að nafni. Hann er hag- fræðingur frá Óslóarháskóla og stundaði framhaldsnám í fræð- um sínum í Bandaríkjunum. NAUÐSYN ÖFLUGRAR MARK AÐSLEITAR í fyrirlestri sínum rakti Hol. bæk-Hanssen það, hve mikilvægi markaðsleitarinnar og sölutækn. innar hefir aukizt gífurlega á síðustu áratugum. Kvað hann þess allt of mjög gæta, að fyrir. tæki hirtu ekki um að eyða fé og fyrirhöfn í skynsamlegar aug lýsingar og markaðsleit, en Ijóst væri að það yrði æ nauðsynlegra eftir því sem vöruframboðið eykst á markaðnum og sam- keppnin harðnar. Kvað hann því mega spá, að í framtíðinni verðu fyrirtæki meira en helmingi af fjármagni sínu til markaðsleitar og dreif- ingar, en afganginum til sjálfrar framleiðslunnar. Höfuðatriðið væri að skipu- leggja og gera áætlanir um sölu allmörg ár fram í tímann, og vinna markvisst að því mark. miði, sem sett hefði verið. Nú. tíma iðn og verzlunarrekstur byggðist æ meira á skilningi á því að nauðsyn bæri til að veita fjár. magn til sölu og auglýsinga ekki síður en til sjálfrJr framleiðsl- unnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.