Morgunblaðið - 22.05.1957, Side 1

Morgunblaðið - 22.05.1957, Side 1
20 síður 44. árgangur 113. tbl. — Miðvikudagur 22. maí 1957. Prentsmiðja MorgunblaSsins Einar Olgeirsson í Ungverjnlands-hom Hindrar umræður um húsnæðismálin UMRÆÐUR um húsnæð- ismálafrumvarp ríkisstjórn arinnar hófust í Neðri deild í gær og kl. 7 e. h. var fundi frestað til kl. 8.30 í gærkvöldi. Gerðu menn ráð fyrir áframhaldandi umræðum. Á mínútunni kl. 8.30 setti Einar Olgeirsson fund, en með því að sá þingmaður Sjálfstæðis- Forseti Neðri deildar. flokksins, sem á mælenda- skrá var, var ekki kominn inn í þingsalinn, sleit for- seti umræðunni samstund- is og tilkynnti að gengið yrði til atkvæðagreiðslu. Gengu þá þingmenn Sjálf- stæðisflokksins úr þingsaln um í mótmælaskyni við þetta ofbeldi, enda voru ekki liðnar nema 3 mínút- ur af fundartíma, en í þann mund kom sá þingmaður er um orðið hafði beðið. Þetta athæfi forseta er þeim mun vítaverðara sem auðsætt var að fundurinn var ekki ályktunarfær, enda þurfti að bíða með at- kvæðagreiðsluna meðan verið var að smala stjórn- arliðinu utan úr bæ. Er hér um fáheyrð vinnu brögð forseta að ræða og minnir óneitanlega á bola- brögðin I sambandi við Ungverjalandsmálin á þing inu í vetur og skyldu menn þó ætla að Einar Olgeirs- son vildi ekki láta minna sig á þann atburð. Er auðsætt að stjórnar- liðar vilja koma sér und- an að ræða þetta mikla hagsmunamál almennings. Stjórn Mollet féll í gærkvöldi Þingið hafnaði nýjum sköttum til f?ess að bæta upp tapið i Alsir og Súez París, 21. maí. Einkaskeyti frá Reuter: STJÓRN MOLLET FÉLL í kvöld við atkvæðagreiðslu um bjarg- ráð stjórnarinnar til þess að standa straum af kostnaðinum vegna hins fjölmenna hers í Alsír og tjóns þess, er Frakkar biðu af völdum lokunar Súez-skurðarins. Atkvæði féllu þannig, að stjórnin hlaut 213 gegn 250. Um miðnætti gekk Mollet á fund Coty forseta og afhenti honum lausnarbeiðni sína og ráðuneytis sins. Stjórnin hefur nú setið í um það bil 15 mánuði, eða frá 1. febrúar í fyrra. ÞRÖNGUR EFNAHAGUR — NÝIR SKATTAR Bjargráð þau, sem Mollet féll á, voru nýir skattar, auk þess sem gert var ráð fyrir auknum sparnaði á ýmsum sviðum, því að mikið mátti ef duga skyldi til þess að bjarga Frökkum úr fjárþröng þeirri, sem þeir eru nú í eftir mikáin herkostnað í Alsír og Egypta- landi, auk þess sem lokun Sú- ez hefur orðið þeim dýr. Ljóst var áður en atkvæða- greiðslan fór fram, að stjórninni var mjög hætt við falli, en flest- ir voru þó þeirrar skoðunar, að enginn vildi hafa það á sam- vizkunni að hafa fellt stjórnina einmitt á þeim tíma, sem hún var að gera tilraun til þess að koma Súez-málinu í sæmilegt horf með því að leggja málið fyrir Ör- yggisráðið. Var Mollet borið það að brýn, að hann hefði beðið Öryggisráðið að koma saman til þess að það bjargaði á þann hátt óbeint stjórn hans, en í ræðu, sem hann hélt skömmu áður en atkvæða- greiðslan fór fram, vísaði hann þessu algerlega á bug. Beindi hann máli sínu til þingmanna kommúnista og spurði þá, hvort þeir væru því mótfallnir, að ísraelsmenn fengju að sigla skip- um sínum um Súez-skurðinn. Enginn af þingmönnum kommún- ista svaraði, enda þótt áskoranir kæmu hvaðanæva úr þingsaln- um og Mollet gerði hlé á máli sínu, til þess að gefa þeim tæki- færi til þess að segja „já“ eða „nei“. Þingmenn jafnaðarmanna klöppuðu honum þá mjög lof í lófa ,en þingmenn hægriflokk- anna voru þögulir. Mollet Mollet bað þingið veita sér traust. Stjórnin mundi halda áfram á sömu braut. Nú eygðu menn nýjar vonir um frum- kvæði Frakka í Súez-málinu. Að svo mæltu lauk Mollet máli sínu. Skömmu síðar voru úrslit atkvæðagreiðslunnar ljós og hélt Mollet á fund Coty eftir að hafa rætt stuttlega við flokksmenn sína. Poujade á koldum klaka PARlS. — Ekki horfir nú vel fyrir Poujade hinum víðfæga, sem berst gegn hvers konar skött um í Frakklandi. Svo sém kunn- ugt er hlaut flokkur hans 50 menn kjörna við þingkosning- arnar á fyrra ári. Poujade hef- ur reynt að halda járnaga innan Elísc&befia og Filip vel fagnað í Danmörkn Kaupmannahöfn 21. maí. — Einkaskeyti til Mbl. ELISABET Englandsdrottning og Filip prins hlutu glæsilegustu móttökur, sem nokkur þjóðhöfðingi hefur hlotið í Danmörku. Drottningarskipið „Britania" varpaði ankerum á höfninni í morgun og héldu dönsku konungshjónin út í skipið til þess að bjóða gestina velkomna. Veður var ekki sem bezt, kalsi og dumbungsveður. Er Elísabet drottning gekk á land með Friðriki konungi, var henni fagnað mjög og þjóð söngvar landanna voru leikn- ir. Allir’ skörtiuðu sínu feg- ursta og voru klæði mjög lit- auðug. Elísabet klæddist ljós- SAS STOKKHÓLMUR: Á morgun hafði verið boðað verkfall áhafna á flugvélum SAS, ef verkfallinu verður skotið á frest um óákveð- inn tíma eða þar til niðurstöður samningaumræðna eru kunnar. Samninganefndir sátu fund x dag og munu enn ræðast við á morg- un. bláum kjól, en vegna hráslag- ans fór hún strax í pels, þegar hún steig á land. SaSgt er, að kjólar þeir, sem hún lét sauma sér til Danmerkurfararinnar, hafi kostað 20 þúsund krónur (danskar), en hún klæðist hverjum kjól aðeins eimu sinni meðan á heimsókninni stendur. staðið meðfram akbrautinni til þess að fagna gestunum. Kaup- mannahöfn er fánum skreytt og einnig ber mikið á myndum af Elísabetu drottningu og Filip prins. (Á 10. síðu er nánar sagt frá heimsókninni). Áiongurinn ómeiunlegur London, 21. maí: MACMILLAN forsætisráðherra skýrði svo frá í brezka þinginu í dag, að kjarnorkutilraun Breta, sem gerð var á Kyrrahafi í fyrri viku, hefði heppnazt mjög vel og gefið góðan árangur, sem hefði mikl^ þýðingu hvað viðvíkur eflingu brezkra hervarna. Kvað hann síðustu fregnir frá vísindaleiðangrinum á Jóleyjum vera þess efnis, að tilraunin hefði hepppazt vel í alla staði, en af öryggisástæðum væri ekki hægt að skýra frá því hvers konar vopn hefði verið reynt. Kvað hann ýtrustu varúðar hafa verið gætt og ráðstafanir gerðar til þess að koma í veg fyrir að spjöll hlytust af sprengingunni. Spreng- ingin hefði orðið í mikilli hæð fjarri öllum skipaleiðum og sam- kvæmt nákvæmum athugunum hefði hverfandi lítið geislavirkt ryk fallið til jarðar undir spreng- ingarstaðnum. Aðspurður sagði forsætisráðherrann, að sprenging in hefði aukið mjög lítið á geislavirkni lofthjúps jarðar. þingflokksins, en óðum hafa rað- ir þingmanna hans riðlazt. — Snemma á órinu bauð Poujade sig fram við aukakosningar í París, en féll. Höfðu hrakfarir þessar hin verstu áhrif, því að þingmenn hans gerast nú æði óstýrilátir við foringjann. Á dög- unum birti Paul Antier, leiðtogi þingflokks hins svonefnda „Bændaflokks“, tilkynningu þess efnis, að þingmenn Poujade hefðu gert bandalag við „Bænda- flokkinn" — og á þingi mundu þeir lúta forystu Antier. Þykir nú illa horfa fyrir stjórnmála- manninum Poujade, því að hann ex- nú talinn algerlega valdalaus — og sennilegt er talið, að hann leggi stjórnmálin algerlega á hilluna, þar eð menn hans hafa svikizt undan merki hans. ÁLASUND: Selveiðin við vestur ísinn brást í vor, en vel hefur veiðzt við Nýfundnaland. Nokkur skip hafa fengið um 20 þúsxmd seli. Hollandsdrottningu vel fagnað Frá höfninni var ekið til Ama- lienborgar og sátu Elísabet og Friðrik konungur í fremsta vagninum, sem var opinn og dreg inn af fjórum hestum. Fjölmennt herlið fylgdi hinu tigna fólki um fjögurra kílómetra leið, sem ekin var, og gizkað er á, að hátt á þriðja hundrað þús. manns hafi Stokkhólmi, 21. maí: T MORGUN komu Júlíana Hollandsdrottning og Bernhard prins í opinb'era heimsókn til Stokkhólms. Mikill hátíðabragur var á sænsku höfuðborginni, veðrið ljómandi fagurt, sólskin og blíða. Geysimikill mannfjöldi fagnaði hinum tignu gestum — og á smá- eyjum úti í skerjagarðinum hafði mikill mannfjöldi safnazt saman til þess að sjá skip drottningar sigla inn skerjagarðinn í fylgd með sænskum herskipum. Bertil prins fór út í skip drottn ingar stundu áður en það sigldi til hafnar til þess að bjóða hana velkomna í nafni konungs. Sveitir orrustuþota flugu yfir skipið og einnig var skotið frá strandvirkjum Júljönu drottn- ingu til heiðurs. Gústaf Aolf kon ungur, drottning, annað konungs fólk og sænska ríkisstjórnin tóku á móti Júlíönu og fylgdar- liði hennar, er hún steig á land. Síðan var ekið til konungs- hallarinnar og stóðu hermenn og lögreglumenn meðfram allri ak- brautinni. Það vakti sérstaka athygli við móttöku drottningar, að kona eins ráðherrans, Ulla Lindström, hneigði sig fyrir drottningu, er hún heilsaði henni með handa- bandi. Svo gerðu og aðrar ráð- herrafrúr. Ulla Lindström vakti á sér athygli í fyrra, er hún neit- aði að hneigja sig fyrir Elísabetu Englandsdrottningu. Var ráð- herrafrúin gagnrýnd mjög í blöðum fyrir framkomu sína í það sinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.