Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 2
2 MOHGVNBLA91Ð Miðvikudagur 22. maí 1957 Simonov krafinn skýringa: hvers vegna birfi hann „Ekki af brauði einu saman'l Oamla Slalínsleínan í bckmennlum allsráðandi. M O S K V U: — Sovétrithöf- undarnir Konstantin Simonov og Olga Bergholz hafa sætt ámælum stjóranr rússneska rithöfundasambandsins fyrir „að efast um réttmæti þeirrar stefnu, sem kommúnistaflokk urinn hefir tekið í hókmennt- um“, eins og það er orðað. Simonov Einnig eru þau ákærð fyrir að hafa hvatt til þess, að endurskoðuð yrði stefnan í menningarmálum, en hún var mörkuð 1946 og 1948 og hefir ekki verið kvikað frá henni síðan. Þá hefir það vakið mikla at- hygli, að Simonov hefir verið kallaður á fund til að skýra frá því, hvers vegna hann lét skáld- sögu Vladimirs Dudintsevs „Ekki af brauði einu saman“, á þrykk út ganga. Skáldsagan hefir vakið heims- athygli, enda er hú- 'fuð í ádeilustíl og þykii esta listaverk, eitt af fáu uesk- um prósaverkum, sem birzt hafa undir ráðstjórn og einhver tögg- ur er í, Sagan birtist í tímarit- inu „Novyj Mir“, sem Simonov ritstýrir. „Ekki af brauði einu sam- an“ hefir einnig komið út í bókarformi í Rússlandi, en sú útgáfa er mjög frábrugðin hinni fyrri. Má auðveldlega sjá, að þar hefir hinn opin- beri ritskoðari farið höndum Snmmnln \ meglnalfiðnm Ovlst um lok Súez-umræðanna Washington, 21. maí: — PINEAU, utanríkisráðherra Frakka, og Dulles, utcinríkisráðherra Béindaríkjaruia, ræddust við í dag um Súez-málið. Pineau dvelst nú í Bandaríkjunum vegna þess, að Súez-málið er nú rætt í Örygg- Varnarlyf gegn kjornageislnm Oslo, 21. maí: TVEIR NORSKIR vísindamenn telja sig hafa fundið lyf, sem dragi úr áhrifum geislaverkana af völdum kjarn- orkusprenginga — á mannslíkamann. Hafa tilraunir með efni þessi farið fram og hafa þau reynzt vel. Nefnast þau Cysteamin og er hægt að framleiða þau í pilluformi. Áhrifa þessara mótvirku efna gætir samt ekki nema í tvær stundir og þess vegna veita þau Iitla vörn gegn geislavirku ryki. Mundu Cysteamin einungis verja mannslíkamann gegn á- hrifum frá sprengingunni sjálfri. Halda visindamennirnir áfram rannsóknum og tilraunum í því skyni að bæta þessi varnarlyf, og er öliu þar að lútandi haldið leyndu. í Fréftir í stutfu máli <• isráðinu að kröfu Frakka. Eftir viðræðurnar við Dulles í dag skýrði Pineau fréttamönn- um svo frá, að enginn ágreining- ur ríkti með Frökkum og Banda- ríkjamönnum í meginatriðum málsins. Hann kvaðst þó ekki hafa rætt afstöðuna til ísraels við Dulles. Barnaskólohás skemmist í eldi Vík í Mýrdal, 20. maí. BARNASKÓLA- og samkomu- húsið hér í Vík stórskemmdist af eldi aðfaranótt sunnudagsins. — Bókasafnið fyrir sýsluna varð fyrir miklu tjóni í eldsvoða þess- um. Skólinn er nú ófær til kennslu. Það var um kl. 1,30 um nótt- ina að eldsins varð vart. Þegar að var komið var húsið fuilt af reyk. Slökkviliðinu var gert við- vart. Rjúfa varð gat á þak húss- ins til þess að geta á auðveldari hátt sótt að eldinum, sem var mikill í veggeinangrun. Kl. að ganga 4 um nóttina var búið að ráða niðurlögum eldsins og höfðu þá orðið allmiklar brunaskemmd ir á húsinu. Eldurinn hefur kom- ið upp í millivegg, milli leik- sviðs og samkomusalar og er tal- ið að kviknað hafi út frá raf- magni. í húsinu var geymt bókasafn sýslunnar. Voru þar á meðal margar gamlar fágætar bækur. Skemmdist bókasafnið, eirikum þó af völdum vatns. Skólastarfi eldri deilda barna skólans var lokið, en vorskóli yngri barna átti að starfa til mán- Dagskrá Alþingis Dagskrá Sameinaðs Alþingis: 1. Strandferðaskipið Herðu- breið. 2. Menntaskólasetur í Skal holti. 3. Fjáraukalög 1954. 4. Dráttarbraut á. Seyðisfirði 5. Landsbókasafn og Háskóiabóka- safn o. fl. 6. Síldarverksmiðja á Seyðisfirði. Dagskrá Efri deildar: 1. Sjúkrahúsalög. 2. Skattur á stóreignir. 3. Skemmtanaskattur og Þjóðleikhús. 4. Heilsugæzla í skólum. 5. Skipakaup o. fl Dagskrá Neðri deildar: 1. Hlutafélög. 2. Lax- og sil- ungsveiði. 3. Útflutningsgjald af sjávarafurðum. 4. Búfjárrækt. 5. Menningarsjóður og menntamála ráð. 6. Eyðing refa og minka. aðamóta, en þar eð skólinn er svo skemmdur að hann er ónot- hæfur til kennslu verður að hætta vorskólahaldi. Skólahúsið er gamalt hús, en fyrir tveim árum fór fram á því gagnger viðgerð og endurnýjun. AKRANESI, 21. maí: — Menn fara öðru hverju héðan til eggja- töku í Akrafjall. Á dögunum fékk einn maður 44 egg, annar 60 og þrír menn saman 200 egg. — Oddur. Pineau sagði Frakka vilja fá Öryggisráðið til þess að ítreka þá samþykkt S.Þ., að siglingar um Súez-skurð væru heimilar öllum þjóðum og í því efni bæri að fylgja Miklagarðssamþykkt- inni frá 1880. Sagðist hann hafa undirbúið ályktunartillögu þess efnis, en ekki var vitað hvort hún yrði borin fram á fundi ráðsins í kvöld. Við umræðumar í öryggis- ráðinu voru fulltrúar Ástra- líu og kínverksra þjóðernis- sinna mjög fylgjandi Frökk- um. Bretar bafa og lýst sig sammála við umræðurnar þar. Fundi var frestað í kvöld um óákveðinn tíma — og hafði þá ekki borizt fréttin um fall stjómar Mollet. Sennilegt þykir, að fall stjórnarinnar raski mjög málsmeðferð Ör- yggisráðsins og er ekki annað sýnt, en að Pineau verði að hverfa heimleiðis hið skjótasta án þess að hafa lokið verkefni sínu. PARÍS: Super-Sabre þota lenti í dag í París og hafði hún flogið í einum áfanga frá New Jersey í Bandaríkjunum. Flugtíminn var 6 stundir, 40 mín., sem er nýtt met á flugleiðinni. Var flogin sama flugleið og Lindberg flaug forðum daga og markaði flug þetta 30 ára ártíð þess atburðar. RANGOON Mikill eldur kom upp í danska flutningaskipinu Birg- itta Toft nokkrum stundum áður en það átti að láta úr höfn með rísfarm frá Rangoon til ísrael. Skipið er nýkomið úr annarri ferð fyrir ísraelsmenn — og sigldi það þá um Akabaflóa, til hafnarborgarinnar Elath. KAUPMANNAHÖFN:Hinn frægi danski listmálari Jens Sönder- Gugna fyrir almennings- ólitinu LÚÐVÍK Jósefsson varð að játa það í umræðunum á Al- þingi í fyrradag að „með góð- fúslegu samkomulagi við SÍS“ hefði farmgjaldið fyrir síðustu ferð Hamrafeilsins verið lækk að úr 160 shillingum, sem samið hafði verið um, í 115 shillinga. Ógnarþungi almenningsálits ins hefir þannig neytt þá fé- laga til að slaka lítið eitt á okurklónni. En vissulega væri þeim sæmst að skila öllum okurgróðanum aftur. Um þetta má nánar lesa í þing- fréttum á öðrum stað í blað- inu. Eisenhower leggur mikla áherzlu nœga aðstoð við erlend ríki Washington, 21. maí: EISENHOWER FORSETI sendi þjóðþinginu í dag endurskoðað lagafrumvarp um efnahagslega og hernaðarlega aðstoð við er- lend ríki, en frumvarp þetta er liður á fjárlögum næsta árs. Legg- ur stjórnin til, að aðstoð við erlend ríki nemi samtals 3865 millj. dollara. Þegar frumvarp þetta var áður lagt fyrir þingið, sætti það mik- illi gagnrýni — og samþykktu báðar deildir þingsins allmikla lækkun ýmissa útgjaldaliða. Nú hefur stjórnin endurskoðað frum varpið með tilliti til þessa, og gengið til móts við vilja þingsins. Sagði Eisenhower í orð- sendingu til þingsins, að hann leggði ríka áherzlu á það, að frumvarpið yrði sam- LONDON 21. maí: — Að und- anförnu hafa staðið yfir samn ingar milli fulltrúa brezku nýlendunnar Malaya og brezku stjórnarinnar um framtíðar- stöðu nýlendunnar. í dag hafa borizt fregnir þess efnis, að samningar hafi tekizt, að Mal- aya hljóti algert sjálfstæði innan brezka samveldisins 31. ágúst nk. þykkt óbreytt. Það væri mesti misskilningur að álíta, að ver- ið væri að kasta fé á glæ með þessu. Ef þingið sætti sig enn ekki við frumvarpið mundi það verða til þess að styrkja árásaröflin í heiminum og jafn framt valda vinum Bandaríkj- anna vonbrigðum. Hann kvað viss öfl innan þingsins stefna að því að skera aðstoðina verulega niður. Slíkt mundi hins vegar stefna í hættu mörgum vinveittum ríkjum, sem ættfli í efnahagsörðug- leikum, jafnvel gæti svo far- ið, að þau mundu kommúnism anum ofurseld, ef aðstoðar Bandaríkjanna nyti ekki leng- ur við. Jón B. Jnnsson opnar málverkasýningu f GÆR opnaði málverkasýningu í sal Regnbogans í Bankastræti, Jón B. Jónsson. Þetta er í fyrsta skipti sem Jón heldur sjálfstæða sýningu, en hann hefur tvisvar tekið þátt í samsýningum, annari hér heima og umferðasýningu á Norðurlöndum. Málverkin eru alls fimm, öll olíumálverk, „abstrakt" og eru öll til sölu. Sýningin stendur yf- ir í 10 daga. Jón hefur notið tilsagna þeirra Þorvaldar Skúla- sonar og Harðar Ágústssonar við málaralist, en einnig kynnt sér hana erlendis. gaard lézt í dag 61 árs að aldri. WASHINGTON: Efnahagsmála- nefnd fulltrúadeildar Bandaríkja þings lagði í dag tll, að útgjöld til landvarna yrðu skorin niður um 2,5 milljarða dollara miðað við það, sem gert hafði verið ráð fyrir á fjárlagafrumvarpinu. Dr. Adams enn iyrir rétti EASTBOURNE —- Dr. Adams var ekki laus allra mála, enda þótt Old Bailey-rétturinn sýknaði hann af ákærimni um að hafa ráðið einn af sjúkiingum sínum, ríka ekkju, af dögum til þess að komast yfir fé hennar. Nú hefur Dr. Adams verið stefnt fyrir hér- aðsrétt í Eastbourne þar sem hann er sakaður um að hafa brotið líkbrennslulögin, falsað sjúkradagbækur nokkurra sjúk- linga sinna, notað hættuleg deyfi lyf á ólöglegan hátt og gerzt sek- ur um þjófnað. Réttarhöldin hóf- ust á mánudaginn og búizt var við því að þau stæðu eitthvað fram eftir vikunni.. „Sekir uin glæpibi BCDAPEST 21. maí: — í dag voru dregnir fyrir herrétt í bæ einum fyrir sunnan Budapest ailmargir menn, sem sakaðir eru um að hafa verið foringj. ar í frelsissveit í því héraði í uppreisninni í haust. Meðal þeirra er kennari einn, sem stóð fyrir útvarpsstöð frelsis. sveita — að sögn fréttastof. unnar MTI. Segir fréttastofan ennfremur, að allir séu menn- irnir „sekir um glæpi“ —og hafi þegar játað að hafa hvatt fólk til þess að veita Rauða hernum andspyrnu. Dauskur sjóliði hverfur hér ÞEGAR danska freigátan Niels Ebbesen lét úr höfn síðdegis á þriðjudaginn, kom í ljós að ekki var full taía sjóliða. Einn vantaði úr þeirra hópi, 112 manna. Hér var um að ræða 19 ára sjóliða Jören Kanstrup Bönvad. Hafði hann fengið landgönguleyfi ár- degis á þriðjudaginn, en átti að koma um borð aftur klukkan 2 síðdegis þá um daginn. Hann kom ekki til skips á tilsettum tíma, en þrem tímum síðar, kl. 5 létti skipið akkerum og hélt til Græn- lands, og ekki var sjóliðinn þá kominn um borð. Rannsóknarlögreglan hefur ver ið beðin að reyna að hafa uppi á sjóliðanum. AKRANESI, 21. maí: — Níu rek- netjabátar voru úti í nótt og fengu suð-austan hvassviðri á miðunum. Alls fengu bátarnir um 400 tunnur af síld. Hæsti bát- urinn var með tæpar 100 tunn- ur. Bátarnir fara ekki út í dag vegna storms. Sennilegt er að 16 bátar héðan frá Akranesi fari norður til síldveiða í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.