Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. maí 1957 MOKCTnVTJT AÐlf) 9 Sömdu kommúnistar um gengis- lækkun meö bankafrumvarpinu? Dmræður um storeignaskatt stóðu fram á nótt JTMRÆÐURNAR um stóreigna. tJ skatt stóðu til kl. rúmlega þrjú í fyrrinótt. Voru þær ýtar. legar og allharðar á köflum. Um- rseðurnar voru að allmiklu leyti svör einstakra ræðumanna við atriðum, er fram höfðu komið í máli andstæðinga. Nýjar upp- lýsingar komu þó fram. Má þar tilnefna upplýsingar, er við- skiptamálaráðherrann, Lúðvík Jósepsson gaf um farmgj. Hamra- fellsins á olíu, en hann sagði það hafa lækkað með vinsam- legum samningum við Olíu- félagið. Áður hefur verið skýrt frá fyrri ræðum Bjarna Benedikts- eonar og ræðum Péturs Ottesen og Emils Jónssonar á kvöldfund- inum Eysteinn Jónsson sagði það ekkert nýtt fyrirbæri, að ráð- herrar væru lausir við á bing- fundum. Um spurninguna hvort stjórnin ætlaði að lækka gengið sagði hann að allar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar miðuðust við að komazt hja gengislækkun. Hins vegar færi allt erfiði stjórn- arandstöðunnar í það að grafa undan verðgildi peninganna, Hún reyndi að æsa til verkfalla og kauphækkana og beitti fyrir sig kauphækkun hjá SÍS, sem gerð hefði verið í vetur, en það hefði aðeins verið til samræmis fyrir kauphækkunum hjá ríki, verzlunum og Reykjavíkurbæ 6em gerðar hefðu verið löngu áður. Átaldi hann mjög fram- komu Bjarna Benediktssonar og sagði hann hafa verið með alls konéir sögur í ræðu sinni um 7 aura til bænda og fleira. >á kvað hann auðmenn landsins hafa leik- ið þann leik að skipta sér niður í smáfyrirtæki í þeim tilgangi að sleppa við skattaálögur og með því að leggja stóreignaskattinn á fyrirtæki en ekki einstaklinga, myndu margir af auðugustu mönnum landsins sleppa við skattinn, þeir ættu bara 900 þús. kr. í hverju fyrirtækinu fyrir sig. Ef ekki hefði sá háttur verið hafaður á, sem í frv. er, mundu þeir sem borga í flokkssjóð Sjálf stæðismanna hafa- sloppið við skattinn. Jón Pálmason ræddi hin vin- sælu mál, er fjármálaráðherrann hefði lag á að beita fyrir sig, er hann væri að leggja á nýja skatta ©g segði, að þeir ættu að renna til. f þessu tilfelli væri það bygg- ingar almennings og Veðdeild Búnaðarbankans. Hins vegar hefði ekki verið til eyrir í þessa sjóði af þeim 400 milljón króna nýju sköttum, sem stjórnin hefði lagt á um sl. áramót. Ekki kvaðst Jón hafa mikla trú á því, að bændur nytu mikils af þessum skatti, því allar líkur bentu til þess að verðgildi peninganna yrði orðið næsta lítið er greiðslu hans lyki, ef Eystéini Jónssyni hefði þá ekki tekizt að leggja allt fjár- málakerfi þjóðarinnar í rúst. Þá bar Jón saman ástandið 1950 þeg- ar fyrri stóreignaskatturinn var á lagður á sama tíma og verið var eð fella gengið um 74%, og um leið að hækka verð á fasteignum. Þá benti Jón á að aðgerðir rík- isstjórnarinnar miðuðu ekki að því að forðast gengisfeilingu, heldur stefndu þær allar að því að gengisfelling verði óhjákvæmi leg. Allar líkur bentu til að hér yrði ekki aðeins gengisfali, held ur blátt áfram gengishrun. Nú væri svo komið að búið væri að sleppa vísitölunni lausri. Hún hefði hækkað um 4 stig nýverið Annað hvort yrði að hækka kaup ið eða að greiða hana niður, en hvert vísitölustig mundj kosta að minnsta kosti 6 milljónir kr. Alger uppgjof Þá ræddi Jón vanefndir rikis- stjórnarinnar á loforðum sínum fyrir kosningarnar svo og árásir fjármálaráðherra á Bjarna Bene diktsson fyrir það eitt, að Bjarni segði frá því satt og rétt í blaði sínu sem raunverulega væri að gerast í þjóðfélaginu. Að síðustu sagði Jón Pálmason að með allri fjármálastjórn Eysteins Jónsson- ar væri hann að leiða fjarmála- lífið til fullkomins hruns. Skúli Guðmundsson svaraði i nokkrum atriðum ræðu Áka Jakobssonar, ræddi síðan verð- bólgugróða af fasteignum og fasteignamat, sem staðið hefði ó- breytt frá því 1940. Hefði verð- bólgan gert það eðlilegt að þessi skattur væri nú á lagður. Skatt- urinn miðaði fremur að því að vernda sparifé landsmanna en að örva til eyðslu þess. Ingólfur Jónsson sagði, að að- gerðir ríkisstjórnarinnar hefðu SÍður en svo miðað að því að vernda sparifé landsmanna. Síð- an hún hefði tekið við völdum hefði sparifjársöfnun hætt af því menn bæru ekki traust til stjórn arinnar. Þá benti hann á að það væru fleiri Alþýðuflokksmenn en Áki Jakobsson, sem ekki bæru fullt traust til ríkisstjórnarinnar. Bragi Sigurjónsson, varaþingm. Alþýðuflokksins hefði sagt í ræðu sem birt væri í Alþýðublaðmu 16. þ.m.: „Að öllu samanlögðu er því ekki að neita, að hinn óbreytti kjósandi hefir orðið fyrir tals- verðum vonbrigðum með sam- stjórn vinstri flokkanna enn. Hún þykir verkasein, ekki úrræða- fljót og hliðra sér hjá að ganga afdráttarlaust til verks“. Af öðrum ummælum Braga mætti sjá að sumir fylgjendur stjórnarinnar sæu, að það væri ekki tryggt að vinnufriður skap- aðist með stjórn vinstri flokk- anna. Það fólk, sem hefði kosið hana í trausti kosningaloforð- anna hefði nú séð að hún hefði keppzt við að svíkja loforð sín á þeim 9 mánuðum ,sem hún hetði setið að völdum. Benti hann á að þessi stjórn yrði kostnaðarsöm um það er lyki og það myndi erf- itt að byggja á þeim rústum, sem hún myndi skilja við sig. Benti Ingólfur á að 400 millj. króna skattar hlytu að leiða til hækk- aðrar dýrtíðar og versnandi líf- kjara hjá almenningi. Ef til vill mætti enn bjarga frá hruni ef dýrtíðin væri nú þegar stöðvuð. Hins vegar hefði þetta verið auð- veldara ef tekið hefði verið í framrétta hönd Sjálfstæðismanna í marz 1956 og dýrtíðin þá stöðv- uð með niðurgreiðslum á meðan leitað væri annarra varanlegri. úrræða. Hins vegar hefðu Fram- sóknarmenn þá hlaupið úr ríkis- stjórninni og afleiðingarnar væru mönnum ljósar. Þá kvað Ingólfur Jónsson það 'athyglisvert að enginn þeirra ræðumanna stjórnarinnar, sem enn hefðu tekið til máls hefði treyst sér til þess að mótmæla því að gengislækkun ætti að fram- kvæma. Kvaðst hann nú vilja spyrja hvort rétt væri, sem hann hefði heyrt fullyrt að gert hefði verið samkomulag við Alþýðu- bandalagið um leið og samið var um bankafrumvörpin um, að það gengi inn á gengislækkun á kom andi hausti. Kvaðst hann spyrja stjornarliðsins vegna þess að sá orðrómur, sem um þetta gengi gæti verið stór- hættulegur. Vegna ummæla Eysteins um, að Sjálfstæðismenn væru að grafa undan verðgildi pening- anna og æsa til verkfalla og kauphækkana spurði Ingólfur: Var það Sjálfstæðismönnum að kenna að kjör sjámanna voru bætt um það sem svaraði 15— 18% með aðgerðum ríkisstjórnar innar í vetur?. Var það Sjálfstæð ismönnum að kenna að sjómenn á Akranesi og i Grindavík fengu verulegar kjarabætur? Var það Sjálfstæðismönnum að kenna að flugmenn fengu sem svaraði 50 —60 þús. kr. kauphækkun á ári? Var það Sjálfstæðismönnum að kenna að farmenn fengu 8% hækkun? Frá þessu hefðu sum stjórnar- blaðanna skýrt með feitu letri, en Timinn hefði vandlega þagað um málið. Á sama tíma skamm- aðist svo fjármálaráðherra yfir því að þetta stæði í Morgunblað- inu! IngóJfur kvað ríkisstjórnina hafa staðið að því að verkföll voru gerð og hinir hæstlaunuðu hlutu bætur á laun sín. Hins veg ar hefðu bændur og verkamenn engar bætur hlotið. Þeir ættu að sætta sig við þetta óbætt. Þá benti hann á loforð þau, sem bændum hefðu verið gefin um 8,2% hækkun á afurðum, sem að langmestu leyti hefði svo verið svikið. En um leið og bændur væru sviknir væru verkamenn einnig sviknir, því að laun þess- ara stétta ættu að haldast í hend- ur. Þá benti Ingólfur á, að útlit væri fyrir minnkandi atvinnu í sumar, er skólafólk kæmi á vinnumarkaðinn. Þegar væri farið að draga úr vinnu hér í Reykjavík. Nefndi hann dæmi um iðnaðarfyrirtæki, sem þegar hefði verið lokað vegna misbeit- ingar verðlagsákvæða. Hefði hrá- efni verið hækkað til fyrirtæk- isins um 30%, en því verið piein að að hækka afurðir sínar. Varðandi hlut veðdeildarinnar af þessum skatti, sem hér um ræddi mundi hann verða sá að um 1% bænda mundu geta notið lána fyrir þetta fjármagn. Það svaraði til þriggja bænda, t. d. í Rangárvallasýslu. Spurði hann síðan þingmenn Framsóknar- manna, sem eru fulltrúar bænda, hvort ekki væri ástæða til þess að stefna örlítið hærra fyrir bændur. Byggingarsjóðurinn ætti að fá lán, sem svaraði til þess að fullnægja 150 lánbeiðnum, en um sóknir um lánin væru um 2000. Þetta væri nú allur afraksturinn af þessum nýja skatti. Af þessu mætti sjá að skatturinn leysti engan vanda. Lúðvík Jósefsson gaf þær at- hyglisverðu upplýsingar að Hamrafellið hefði farið 3 ferðir fyrir 160 shillinga tonnið, eina ferð fyrir 100 shillinga og nú síðast fyrir 115 shillinga, og sagði hann þá lækkun hafa fengizt með góðfúslegu samkomulagi við SÍS. Komu þessar upplýsingar vegna fyrirspurnar, sem Bjarni Benediktsson gerði úr sæti sínu. Þá gerði hann að umtalsefni andstöðu Sjálfstæðismanna við allt, sem héti álögur. Vitað væri og óumdeilt að leggja hefði orð- ið þungar álögur á þjóðina, en Sjálfstæðismenn vildu enga láta greiða þær. Þá taldi Lúðvík ósennilegt, að þessi nýi skattur myndi bitna á sjávarútveginum. Þar hefði verið að undanförnu þröngt í búi og miklar skuldir, svo hann gerði ráð fyrir að útvegsmenn ættu litlar hreinar eignir. Yfirleitt taldi hann ekki líklegt að fram- leiðslan þyrfti að greiða mikið í skatt. Þá lýsti Lúðvík því yfir, að engir samningar hefðu verið gerð ir innan ríkisstjórnarinnar um gengisfellingu í sambandi við samningana um bankafrumvörp- in. Sagði hann að ef tækist að halda verðlaginu niðri stæðu von ir til að ekki þurfi að grípa til neinna sérstakra ráðstafana um næstu áramót. Um kauphækkun til sjómanna í vetur sagði Lúð- vík að það hefði þurft að fá sjó- menn á skipin og það hefði ekki verið hægt nema að veita þeim kjarabætur. En úr því að Sjálfstæðismenn væru alltaf að finna að aðgerð- um ríkisstjórnarinnar þá væri tími til kominn að þeir gæfu upp þær tekjuöflunarleiðir, sem fara þyrfti til þess að greiða þær á- lögur, er leggja yrði á þjóðina. Bjarni Benediktsson kvað það furðulegt að Lúðvík Jósefsson segði að þessi skattur lenti ekki á sjávarútveginum. Hann vildi þá kannske beita sér fyrir því að hlutlaus nefnd yrði fengin til þess að kanna á hverjum þessi skattur lenti. Hann kvað Lúðvík hafa verið loðinn í svörum varð- andi það, hvort ætti að fella gengið, en reynt að vera skelegg- ari en aðrir stjórnarsinnar, sem um þetta hefðu talað. Kvaðst hann ekki trúa því að Lúðvík hefði ekki hugleitt hvað taka myndi við er þetta hrófatildur ríkisstjórnarinnar, sem hún hefði verið að koma upp, hryndi. Vart væri hann svo fyrirhyggjulaus. Um leið þá er fara þyrfti til þess að afla skattanna kvað hann Sjálfstæðismenn aldrei hafa við- urkennt að þessa fjár hefði þurft að afla með sköttum. Því hefði vhndlega verið haldið leyndu hverjar þarfir atvinnuveganna hefðu verið og hverjar uppbætur þeir þyrftu að fá. Hann kvaðst leyfa sér að álíta að meira að segja sjávarútvegsmálaráðherra sjálfur hefði ekki vitað hvað hann var að semja um í vetur. Bjarni kvað nauðsynlegt að gera almenningi grein fyrir hvað væri að og hverjar væru þarfirnar, en þessu hefði þrátt fyrir ítrek- aðar eftirgrennslanir verið haldið algerlega leyndu. Að sönnu hefðu erlendir hagfræðingar átt að hafa sagt ríkisstjórninni að mikla til- færslu þyrfti í þjdðfélaginu, en álit þeirra hefði aldrei fengizt birt. Um lausn Sjálfstæðismanna á vandanum svaraði Bjarni því til að áður en hægt væri að leysa vandann yrðu menn að þora að horfast í augu við ástandið eins og það væri og m.a. að gera sér ljósa þá staðreynd að það er ekki hægt að krefjast meira af fram- leiðsluatvinnuvegunum en þeir afla. Hins vegar yrði sú lausn ekki fundin á meðan fulltrúar kommúnista, sem hefðu verið tals menn fyrir svikamyllu dýrtíðar- innar sætu í valdastólum. Þegar hins vegar menn hefðu gert sér þá staðreynd ljósa að þessi svika- mylla gæti ekki lengur gengið þá væri lausnin tiltölulega einföld. Þá benti Bj. Ben. á að Bragi Sigurjónsson hefði að vísu í ræðu, sem vitnað hefði verið til fyrr hér í umræðunum, sagt, að „lækk un álagningar í heildsölu hefði mælzt vel fyrir“. Spurði Bjarni síðan hvernig á því gæti staðið að hann hefði ekki minnzt á á- lagningu í smásölu líka. Hvort það gæti hafa staðið eitthvað í sambandi við endurteknar kaup- félagsstjóra ráðstefnur hér í Reykjavík. Um gengislækkunina »g vonzku Eysteins út af umræð- um um hana sagði Bjarni að hún hefði verið boðuð í Tímanum sl. sunnudag og vitnaði hann í um- mæli sem þar stóðu svohljóðandi: „Ef til vill geta þeir (þ.e. Sjálf- stæðismenn) áorkað því, að við- reisnarráðstafanirnar, sem gerð- ar voru um áramótin, missi að einhverju leyti marks og frekari aðgerða verði því þörf. En þær verða þá því auðveldari og skilj- anlegri sem íhaldið lætur verr“. Hér væri raunar reynt að kenna Sjálfstæðismönnum um hvernig komið væri. En strax 20. marz hefði Tíminn viðurkennt, að af- stöðnum miðstjórnarfimdi Fram- sóknarflokksins: „Þær skoðanir komu fram, að heppilegra myndi hafa verið að gera róttækari og óflóknari ráðstáfanir í efnahags- málunum um seinustu áramót“. Ásakanir Eysteins Jónssonar um söguburð hefðu einungis stað- fest, að Bjarni hefði í einu og öllu sagt rétt frá. Þá ræddi hann nokkuð kauphækkanirnar, sem borið hefði á góma og að Ey- steinn hefði sagt að SÍS-hækkun- in hefði verið aðeins til sam- ræmis. Spurði Bjarni síðan hve- nær kauphækkun hefði verið svo gerð hér á landi að hún hefði ekki verið talin til samræmis. Bjarni Benediktsson sagði að reiði Eysteins hefði fyrst og fremst stafað af því að sagðar hefðu verið staðreyndirnar um störf og hegðun ríkisstjórnarinn- ar og ekkert annað. Tíminn hefði hins vegar þagað um kauphækk- anirnar, en það nægði ekki þótt hann þegði um staðreyndirnar til þess að eyða þeim eða koma 1 veg fyrir að þær yrðu lýðum ljósar. Þá minnti Bjarni Eystein á, að það væri bein skylda ráð- herranna að vera á þingfundum og til þess væru þeir m. a. launaðir. Um það hversu góð- fúslegt samkomulagið við SÍS um eftirgjöf af Hamrafells-okr- inu hefði verið, mætti marka af svip Eysteins Jónssonar undan- farna daga. Hingað til hefðu menn haldið að drunginn kæmi af óværri samvizku, nú sæu menn að skýringin væri önnur. Jóhann Hafsteín kvað það nú vera komið fram hjá Emil Jóns- syni að ef þessar aðgerðir mis- tækjust væri gengisfelling óhjá- kvæmileg. Hann kvað þetta furðu legt þegar athugað væri hvað þessir sömu menn hefðu sagt fyr- ir kosningarnar á sl. vori. Þá hefðu þei rekki fengizt til þess að segja eitt einasta orð um hvaða leiðir ætti að fara, nema hvað nefnt var að fundin mundu verða varanleg úrræði. Nú hafa úrræðin komið, fallvölt bráða- birgðaúrræði, sem gætu oltið hvenær sem er og þá er ekkert fram undan nema gengisfelling, sagði Jóhann. Þá benti Jóhann á að það væri misskilningúr að eignir hefðu raunverulega orðið verðmeiri með verðbólgunni, því þær yrðu mönnum ekki notadrýgri þótt almennt verðlag hækkaði. Hann kvað það grundvallarmisskilning hjá Lúðvík að stóreignaskattur- inn kæmi ekki niður á sjávar- útveginum. í langflestum tilfell- um kæmi hann ekki verst niður á þeim, sem hann ættu að greiða, heldur á öllum almermingi við Frh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.