Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 10
10 MonGTjiynLATti* Miðvikudagur 22. maí 1957 Ctg.: H.f. Axvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Út í ÖngþveitiS UNDANFARK) hafa blöð og leiðtogar vinstri stjórnarinn- ar ásakað stjórnarandstöðuna fyrir ósanngjarna og órökstudda gagnrýni á stefnu og störfum stjórnarinnar. En nú er svo kom- ið, að sjálfir þingmenn og stuðn- ingsmenn stjórnarinnar standa upp á fundum í flokkum sínum og á Alþingi og fara ófögrum orðum um afrek hennar. í þessu sambandi ber fyrst að benda á ummæli Braga Sigur- jónssonar varaþingmanns Alþýðu fiokksins á fundi í Alþýðuflokks- félagi Reykjavíkur þriðjudaginn 14. maí s.l. Hann komst þar að oi ði á þessa leið samkvæmt frá- sögn Alþýðublaðsins hinn 16. þ m.: „Að öllu samanlögðu er því ekki að neita, að hinn óbreytti kjósandi hefur orðið fyrir tals- verðum vonbrigðum með sam- stjórn vinstri flokkanna. Hún þykir verkasein, ekki úrræða- fljót og hliðra sér hjá að ganga afdráttarlaust til verks“. Þynsrsti áfellisdómurinn Þyngsti áfellisdómurinn, sem kveðinn hefur verið upp um vinstri stjórnina og verk hennar var þó kveðinn upp á Alþingi í fyrradag, ekki af leiðtogum Sjálf stæðisflokksins, heldur af einum mest metna núverandi leiðtoga Alþýðuflokksins, Áka Jakobs- syni. Hann lýsti því hiklaust yfir, aS vegna aðgerða þings og stjórnar í efnahagsmálunum í vetur sæi hver maður að geng islækkun væri að verða óhjá- kvæmileg. Áki Jakobsson spurði stjórn- ina hreinlega að því, hvort hún sæi ekkert úrræði í neinu máli nema nýja skatta og hvort hún hygðist leggja 2—300 millj. kr. nýja skatta á þjóðina um næstu áramót. Hann lýsti sig andvígan hinum nýja stóreignaskatti, sem hafa myndi í för með sér sam- drátt og kyrrstöðu í atvinnulífi landsmanna. Stöðusrt víðtækari styrkiastefna Þingmaðurinn kvað ríkisstjórn ina vel geta horfið frá þessari skattheimtu: ■ „Hún er þegar búin að slá öll met í þessu efni. Hinar síendurteknu skattaálögur væru meginástæða til þess að fieiri og fleiri atvinnurekenda- hbpar kæmu til ríkisstjórnarinn- ar til þess að biðja um styrki. Þessir styrkir væru svo greiddir með enn auknum almennum álögum. Þessu fylgdi svo, að fieiri og fleiri menn þyrfti til alls konar eftirlits. Fólk væri tekið frá jákvæðum framleiðslu- störfum til neikvæðra skrifstofu- starfa.“ Ofangreind ummæli þessa stuðningsmanns ríkisstjórnarinn- ar hafa við fyllstu rök að styðj- ast. Stjórnarstefnan er að lama allt atvinnulíf og uppbyggingu í landinu og skattæðið dregur úr framtaki einstaklinganna. Er ríkisstiórnin að undir- búa wen^islækkun? Það er vissulega alvarleg ákæra, sem Áki Jakobsson bar fram á hendur ríkisstjórninni í fyrradag. Hann komst þannig að orði, að hver maður sæi að geng- islækkun væri að verða óhjá- kvæmileg, „sérstaklega eftir að- gerðir Alþingis í efnahagsmálun- um í vetur.“ Um það getur engum blandazt hugur, að með þessum ráðstöfun- um stjórnarinnar var vaðið lengra út í fen styrkjastefnunn- ar en nokkur ríkistjórn hefur áð- ur gert. Engin tilraun var gerð til þess að fara nýjar leiðir eða grípa til nýrra úrræða. Hafði ríkisstjórnin þó lofað gagngerri „úttekt" á þjóðarbúinu. Svo rækilega sveik stjórnin þetta, að hinn mikli veiðimaður, sem veit að veiðimenn eiga að klæðast fötum eftir litum lands- lagsins, sem þeir veiða í, harð- r. eitaði stjórnarandstöðunni um að fá að sjá álitsgerð hinna er- lendur efnahagssérfræðinga, sem stjórnin fékk sér til aðstoðar á s. l. sumri!! Eftir hiff aigera fálm og úrræffaleysi stjórnarinnar í efnahagsmálunum á s.I. vetri eru vandamál þeirra auffvitaff hálfu verri vifffangs en áður, enda er nú svo komiff aff leifftogar Alþýðuflokksins lýsa því yfir á þingi aff geng- islækkun sé orffin óhjá- kvæmileg. Staðfestin« Emils Emil Jónsson, formaður Al- þýðuflokksins, lýsti því að vísu yfir að Áki Jakobsson hefði ekki túlkað skoðun flokksins í ræðu sinni. Engu að síður komst Emil ekki hjá því að staðfesta að veru- legu leyti ummæli Áka um yfir- vofandi gengisfellingu. Alþýðuflokksformaðurinn komst m. a. að orði á þessa leáð: „Alþýðuflokkurinn hefur aldr- ei farið dult með skoðun sína í þessu máli. Hann hefur viljað fara allar hugsanlegar leiðir áð- ur en til gengislækkunar kæmi. En hann hefur gert sér Ijóst, að ef vissum skilyrðum er ekki full- nægt, þá yrði að grípa til henn- ar“. Þessi „skilyrði", sem Emil Jónsson talaði um voru þau, að ríkisstjórninni tækist að stöðva kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags og halda verðbólgunni í skefjum. En allir vita að þaS hefur henni ekki tekizt. Fullkomin óvissa og ön^bveiti Núverandi ríkisstjórn, sem lof- aði nýjum úrræðum og lausn á öllum vanda í skjóli „vinstri stefnú* stendur nú uppi eins og þvara. Hún hefur svikið öll sín loforð. Gengislækkun vofir yfir og pólitískar hefndarráðstafanir gagnvart lánastofnunum þjóðar- innar auka enn öryggisleysið og vantrú almennings á grundvöll íslenzkrar krónu. Ofan á allt þetta bætist það, sem Bjarni Benediktsson vakti athygli á í þingræðu í fyrrakvöld, að sterk- ur grunur leikur á því, að ríkis- stjórnin hafi aðvarað gæðinga sína um að gengislækkun kunni að vera á næstu grosum!! UTAN UR HEIMI Undirbúningur undir móttöku Elísabetar og Filips hefur veriff langur og mikill. Um helgina fóru fram miklar æfingar í sambandi viff móttökuna — og er myndin tekin á „Nordre Toldbod", er líf- varffarsveitir og deildir úr danska hernum voru aff æfingu. Konungur og drottning komu þar affvíf- andi til þess aff fylgjast meff — og er myndin tekin viff þaff tækifæri. Konungur tekur myndir, en hjá drottningu standa tvær dætur hennar Benedikta og Anna-Maria. Tfhké um JC ir t ctupmunnct höj^n drottningu sinni eití sinn. Eru það alls 52 áhöld, öll úr skíru gulli, meira að segja er vatns- fatið úr gulli. I gær, kl. 11 fyrir há- degi, steig Elísabet Englands- drottning í fyrsta sinn á danska grund. Eins og kunnugt er, dvelst hún nú í Danmörku í þriggja daga opinberri heimsókn ásamt manni sínum, Filip prins. Liðin eru rúmlega 350 ár síðan enskur þjóðhöfðingi hefur farið í opin- bera heimsókn til Danmerkur — og er því mikið um dýrðir þar svo sem vænta má. Það er og markvert við hátíðahöld þessi, að Margret prinsessa, ríkiserfingi Danmerkur, tekur nú 1 fyrsta sinn þátt í hátíðahöldum sem þessum — og mun hún hvarvetna koma fram í fylgd með foreldr- um sínum í sambandi við heim- sóknina. Jr au Elísabet og Filip prins komu í gærmorgun til Kaupmannahafnar á drottningar- skipinu „Britannia“ í fylgd með þrem beitiskipum úr brezka flot- anum. Er „Britannia" kom á ytri höfnina, fór um borð margt stórmenni með ambassador Breta í Kaupmannahöfn í broddi fylk- ingar. Nokkru fyrir kl. 11 sigldu dönsku konungshjónin ásamt Margreti prinsessu út að „Britannia" til þess að taka á móti Elísabetu og Filip. Sigldu enska drottningin og maður hennar síðan mð dönsku konungs hjónunum til lands, en þar var samankominn mikill mannfjöldi til þess að bjóða hina tignu gesti velkomna. Var þar meðal annars danska stjórnin ásamt fjölda af konungsfólki auk fulltrúa er- lendra ríkja í Danmörku. Allan tímann, frá því að „Britannia" kom á ytri höfnina, sýndi danski herinn gestunum margvíslegan sóma. Skotið var nær látlaust af fallbyssum — og sveitir úr flughernum flugu margsinnis yfir drottningarskip- ið. tr egar Bretadrottning og föruneyti hennar höfðu heils- að mannfjöldanum var ekið til Amalienborg. 1 fyrsta vagninum óku þau Elisabet og Friðrik Danakonungur. 1 næsta sátu Filip prins, Ingirid drottn- ing og Margret prinsessa. Þá komu danskir ráðherrar ásamt fylgdarliði Elísabetar, þar á meðal Selwn Lloyd utanríkisráð- herra Bretlands. T ■1 ugþusundir Dana voru saman komnar til þsss að fagna Bretadrottningu, er hún steig á land — og meðfram leiðinni, sem ekin var til Amalienborg var múgur manns. Kaupmannahöfn var fánum prýdd og í hinum mesta hátíðaskrúða. Og það voru ekki einungis þúsundir á götum Kaupmannahafnar, sem fylgdust með móttökuathöfninni, því að um alla Danmörk sátu menn við sjónvarpstæki sín og fylgdust með. Og ekki nóg með það. Talið er, að um 50 milljónir manna í Evrópu hafi fylgzt með athöfn- inni, því að danska sjónvarpið endurvarpaði til annarra evrópskra sjónvarpsstöðva — þ. á. m. í Englandi. fjórða hundrað erlendir blaðamenn voru viðstaddir og munu fylgjast með öllum hátíðahöldum í sam- bandi við heimsóknina. Dönsk stjórnarvöld hafa gert margs konar ráðstafanir til þess að búa sem bezt í haginn fyrir blaða- mennina — og m. a. hefur verið fengin sérstök flugvél til þess að fljúga á hverju kvöldi frá Kaup- mannahöfn tíl London með mynd ir og handrit blaðamannanna til ensku dagblaðanna. I gærkvöldi sátu ensku gestirnir mikla veizlu í Christians borg — og var sjónvarpað þaðan. Fluttu Friðrik konungur og Elísabet drottning ræður — og mun það vera í fyrsta sinn, sem slíkri athöfn er sjónvarpað. Þó voru sjónvarpinu sett takmörk, því að Friðrik konungur fór fram á það, að gestir hans fengju að matast í friði og njóta þess. sem á borðum yrði, án þess að 50 milljónir manna fylgdust með því hvað hver og einn tæki dug- lega til matar síns. Þess vegna var aðeins sjónvarpað á meðan ræðurnar voru fluttar. E lísabet drottning og Filip prins munu dveljast í Amalienborg á meðan á heim- sókninni stendur. Þessi 200 ára gamla höll hefur verið skreytt eftir því sem föng hafa verið á, og hefur Ingirid drottning haft hönd í bagga með skreytingunni. Mikið er um dýra og fagra gripi í Amalienborg — og m. a. er það í frásögu færandi, að í búnings- herbergi drottningar eru snyrti- áhöld þau, er Kristján VI. gaf D anmerkurheimsókn Elísabetar og Filips er í raun réttri engin skemmtiför. Þetta er erfið ferð, mjög erfið, en þjón- ustur drottningar reyna að gera henni lífið eins létt og kostur er. Ein af fylgdarmeyjum hennar hefur t. d. alltaf reiðubúnar styrkjandi pillur fyrir drottn- ingu, sem hún tekur t. d. þegar hún þarf að halda ræður. Önnur hefur varanælonsokka í því til- felli, að sokkar drottningar yrðu fyrir einhverju óláni, eins og oft á sér stað. Þegar drottning ber hvíta hanzka — og þarf að taka í hönd margra, óhreinkast hanzk- arnir ef til vill eitthvað — og þess vegna hefur ein þjónustu- mey hennar jafnan meðferðis hanzka til skiptanna. Þannig er séð fyrir öllu — og of langt mál yrði að telja öll slík smáatriði upp. En ferðalagið er erfitt, það dylst enguml Myrkranna á milli verða drottning og maður henn- ar stöðugt að sitja veizlur, taka á móti gestum eða heimsækja merkisfólk og merkisstaði. Við öll hugsanleg tækifæri eru gest- unum færðar dýrar gjafir — og gjöf dönsku þjóðarinnar til Elísabetar er fagurt og vandað skrifborð, slegið gulli. Hafa hin- ir frægustu völundar Dana lagt hönd á verkið. Á im. eitt höfum við ekki minnzt. Það er klæðaburður drottningar. Búast má við því, að þær milljónir kvenna, sem fylgjast með hátíðahöldunum í sjónvarpstækjunum, veiti kjólum drottningarinnar og smarögðum meiri athygli en nokkru öðru. Við tækifæri sem þetta kemur drottning aldrei fram tvisvar í sama kjólnum. Þegar hún fór til Parísar á dögunum, olli hún mikilli byltingu í tízkuheimin- um, því að kjólar hennar voru með sérstæðu sniði — svo að jafnvel Dior brá. í sambandi við heimsóknina er fáu haldið leyndu. En eitt af því fáa eru klæði drottn ingar. Enginn veit hvers konar kjólum hún mun klæðast fyrr en hún kemur fram í þeim. Þær eru margar, tízkudömurnar, sem bíða með öndina í hálsinum eftir að sjá einn drottningarkjólinn af öðrum — og siðan keppast tízku- húsinu um að vera sem fyrst með Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.