Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 12
12 MORCVWBLAÐ1Ð Miðvikudagur 22. maí 1957 Jflhobíni Jahobsdóttir 80 óra I DAG, 22. maí, er frú Jakobína Jakobsdóttir fyrrverandi kennslu kona á Eyrarbakka 80 ára. Hún er dóttir bændahöfðingjans og írumherja samvinnustefnunnar, Jakobs Hálfdánarsonar og konu hans Petrínu Pétursdóttur frá Reykjahlíð. Það er óþarft að rekja ætt hennar meira, hún er landskunn. Það bar snemma á óvenjuleg- um námsáhuga hjá Jakobínu, og hef ég heyrt að faðir hennar hafi lítt til þess sparað að veita henni sem fullkomnasta menntun. Hún varði því æskuárum sínum til þess að eignast sem víðtækasta j þekkingu, og gerðist síðan kennslukona á Húsavík. Uíig giftist hún Eiríki Þorbergs syni, ljósmyndara. Þau áttu einn son, Hálfdán, sem nú er kaupm. í Reykjavík. Slitu þau samvist- um og fluttist Eiríkur til Ame- ríku og kvæntist þar. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika lífs ins, ástvinamissi og fleira hefur frú Jakobína verið gæfumaður, sonurinn efnismaður og starfið sem hún kaus sér lánast vel. Sam búð hennar við systur sínar, sem hún í rauninni hefur alltaf verið með, hin ástúðlegasta. Og alltaf hefur hún átt óskifta vináttu nemenda sinna. Hún varð kennari á Eyrar- bakka ásamt Aðalsteini Sig- mundssyni, sem var skólastjórinn og Ingimar Jóhannessyni, eftir að maðurinn minn, Pétur Guð- mundsson, lét af störfum vegna vanheilsu árið 1919. Voru þau öll ágætis kennarar og samstarfið hið bezta sem á verður kosið. Hún var til heimilis hjá systur sinni frú Aðalbjörgu og manni hennar Gísla Péturssyni lækni. Þar var einnig Herdís systir þeirra. Heimilið var fyrirmynd og systurnar allar sem einn mað- ur til alls sem til góðs mátti vera. Heimili frú Aðalbjargar og Gísla var barnmargt og því nóg að starfa. Það og kennslustarfið með ágætum og samhentum kenn urum var henni svo hjartfólgið og ánægjulegt að ég hygg að þetta hafi verið blómatími ævi hennar. í skólanum kenndi hún söng meðal annars og má um þá kennslu segja að hún sló með töfrasprota tónanna á fínustu og beztu strengi barnssálarinnar svo að þau mundu bæði ljóð og lag þannig að aldrei gleymdist. Þetta eru alveg sérstæðir eða fágætir kennarahæfileikar sem fáum eru gefnir. Börnunum sem hún kenndi var hún meira en kennari, hún var þeim móðir. Það barnið eða börnin, sem helzt þurftu nærgætni stóðu henni næst. Þó hún væri öllum góð. Frú Jakobína hefur alltaf ver- ið með Ijósið í hendinni að lýsa öðrum, og ævinlega hefir hún vitað hvar ljóssins var þörf. Líf okkar mannanna er einskonar farmennska, hennar líf hefur einnig verið það, en alltaf hefur hún siglt bát sínum heilum þó oft hafi hún orðið að beita í vind- inn og alltaf í sólar átt. Að lokum vil ég þakka frú Jakobínu allar björtu og góðu minningarnar frá Eyrarbakka og tryggð og vináttu hinna mörgu ára sem síðan eru liðin. Ég bið henni svo allrar bless- unar á komandi tíma, megi ævi- kvöldið verða henni eins bjart og hún hefur reynt að lýsa öðr- um. Elísabet Jónsdóttir. Þýzki þjálfarinn Perray segir: ísl. handknattleiksmenn ættu að koma til heimsmeist. keppninnar Þor munn þeir komn á óvart fyrir styrkleiku sinn ISLENZKIR handknattleiksmen eru miklu betri og sterkari leik- menn en okkur hafði órað fyrir, segir í bréfi frá Perray fararstjóra þýzku handknattlciksmannanna frá Hassloch er hingað komu í boði ÍR í sl. mánuði. Við bjuggumst við auðveldum sigr- um á íslandi, en annað kom á daginn og ég vil hvetja þá mjög eindregið til þess að mæta á heimsmeistarakeppninni, sem haldin verður í Berlín 2.—15. marz 1958. Þeir hafa fuilkomið erindi tii slíkrar keppni, þó þeir ekki sæki þangað sigur, svo sterkir sem þeir eru. * HANDKNATTLEKS- SAMBAND Fararstjórinn segir í bréfi sínu, að áður en þetta geti orð ið verði að hafa verið stofnað handknattleikssamband á ís- landi. Það samband þurfti með miklum fyrirvara (þ.e. innan ekki langs tíma) að tilkynna alþjóðasambandinu þátttöku. Heimsmeistarakeppnin fer fram í Berlín og eru Þjóðverj ar svo rausnarlegir að þeir borga að fullu flugfargjald fyr ir 16 manna hóp frá hverri þjóð er þátt tekur í keppninni. Það er ekki illa hoðið ,og sýn- ir hve Þjóðverjar taka alvar- lega gestgjafahlutverk sitt í þessari heimsmeistarakeppni og ef annað fer eftir því, þá ætti mikið út úr ferð til keppn innar að fást. ★ GÓÐ HEIMSÓKN Perray segir að lokum í bréfi sínu, að menn hans muni seint fá gleymt íslandsferðinni og ágæt- um móttökum. Hann segir að mikið hafi verið skrifað um þessa ferð þeirra og um væntanlega heimsókn ÍR-liðsins, en samning- ar ÍR og Hassloch voru á hreinum skiptigrundvelli. ÍR bauð Hass- loch hingað og Hassloch býður ÍR út. ★ SKÝRNGAR Það skal svo að lokum tekið fram sem upplýsingar og skýr- ingar við bréf Perrays, að mikill undirbúningur hefur þegar farið fram undanfarna mánuði að stofn un handknattleikssambands. Málið kom fyrir 16. fund sam- bandsráðs ÍSÍ á dögunum og í fréttabréfi frá fundinum segir svo um þetta mál: „Mikill áhugi er fyrir stofnun sérsambands í handknattleik og hafa þessir aðilar óskað þess skrif lega að sambandið verði stofnað: HKRR, UMS Kjalarnesþings, íþr. bandalag ísfirðinga, íþr.bandalag Vestmannaeyja, íþróttabandalag Keflavíkur og fþróttabandalag Hafnarfjarðar. Sambandsráð sam þykkti eftirfarandi till.: Með til- liti til þess að áhugi er ríkjandi fyrir stofnun sambandsins og að uppfyllt eru grundvallarskilyrði um stofnun sérsambands fyrir handknattleiki, þá samþykkir fundur sambandsráðs ÍSÍ að stofn að skuli sérsamband". Beglngeið um innaniélagsmót 1. gr. INNANFÉLAGSMÓT og afrek þau, sem þar nást, eru því að- eins lögleg að eftirfarandi skil- yrðum sé fullnægt: a) að hlutaðeigandi sérráði hafi verið tilkynnt um mótið með a. m. k. 3ja daga fyrirvara — og síðan borizt skýrsla um það innan 7 daga. b) að mótið hafi verið auglýst opinberlega í síðasta lagi dag- inn á'ður — og þá tilkynntar keppnisgreinar. c) að eigi sé keppt í færri grein- um en þremur hverju sinni. d) að eigi hefji keppni færri en tveir í hverri einstaklings- grein. e) að mótsnefnd hafi, í samráði við hlutaðeigandi dómarafé- lag eða sérráð, tryggt sér að- stoð nægilega margra lög- giltra dómara, þar af a. m. k. 2ja landsdómara, séu þeir til innan umdæmisins. 2. grein. Að öðru leyti gilda sömu regl- ur og um opinber mót eftir því sem við á. Jón Mognós Jónsson 60 óra ÞAÐ er ótrúlegt, en samt er það satt, að sveinninn ungi, Magnús Jónsson frá Hvestu, sem lék sér, stækkaði og starfaði í Ketildöl- um vestra, á strönd Arnarfjarðar, skuli nú vera orðinn sextugur að aldri. Þetta leiðir hugann að hinni háu þekkingu, er heldur því hiklaust fram, að tíminn sé blekking, skinvilla hins takmark- aða, sem miðar allt við það, er það sér og greinir í nánasta um- hverfi. Vér höfum áður verið uppi, óháðir efni jarðar og henn- ar tíma, sem vér erum að mæla og binda okkur við í öllu. Vér erum aðeins kafarar í efnis hjúpi hér á hafsbotni heimsku og gleymsku, um hið eilífa, fagra og frjálsa. Erum að nema, af- plána, vitkast og vaxa í letigarði lítilmennskunnar, þar sem svo margir þykjast vera allra vitr- astir, stærstir og vilja ráða, jafn vel þótt þeir séu sjálfir allra sízt til þess fallnir. Sólhverfið allt er vor samastaður, við sitjum í dimmum hól, fangi hver einasta mey og maður í xnyrkri. Vér þráum sól. Magnús þroskaðist snemma, gæddur dug og drengskap. Hann gekk ungur að árum fram á orustuvöll lífsins — fram til starfa. verða maður með mönnum. Núp- skólamenn og meyjar geymdu, en gleymdu ekkifræðurumsínum og fyrirmyndar leiðsögumönnum á þeim árum. Sem aðrir sveitungar hans og leikbræður fór hann snemma að sækja sjóinn. Fyrst á árabátum, síðan á vélbátum og seglskútum. Hann var snemma hagur og nam járnsmíði og vélfræði eftir það, að leiðir lágu hingað til höf uðstaðarins. Eitt ár var hann vél stjóri við verksmiðjuna „Gefj- un“ á Akureyri. Hann fluttist til Reykjavíkur aftur. Eftir það réð- ist hann á mótorskipið „Skaft- felling" og var þar 1. vélstjóri í tólf ár á þessu þekkta skipi. Síðar tók hann við stærri skip- um. Hann sigldi á þeim milli landa öll hin mörgu og erfiðu ófriðarár. Að því mikla starfi loknu réðst hann í vélsmiðjuna „Héðinn" hér í Reykjavík og hef- ur starfað þar síðan og starfar þar enn. Og ekki lítur drengur- inn út fyrir að hafa nú sextíu ár að baki. Magnús Jónsson er tvíkvæntur. Hina fyrri konu sína, Guðrúnu Skúladóttur, missti hann eftir stutta sambúð. Með hinni seinni konu sinni, Petrínu, á hann mörg og mann- vænleg börn, sem flest eru nú uppkomin og mörg þeirra gift. Heimili þeirra ágætishjóna er að Fálkagötu 20 á Grímsstaða- holti hér í Reykjavík. Mun hug- ur margra vina, sveitimga og kunningja að fornu og nýju, stefna þangað í dag á þessum hátíðisdegi í lífi hins mæta manns. Og í dag vill hugurinn leita heim á æskustöðvarnar við Arnarfjörð til hinna björtu daga. Heima strauk hinn blíði blær um blómin, tún og rinda. Hrundi lygn og svalur sær, sólin skín á tinda. Fram um allan æfisti á þig dísir störðu. Guðir bjartir blessi þig, bæði á himni og jörðu. S. E. Bridge -/> -h áttur Á hans æskuárum þekktist ekki annað þar í sveit. Það voru gerðar strangar kröfur til ungl- inganna, að hjálpa til — vinna að framleiðslu, sækja björg í bú. Annað dugði ekki. Eftir fermingaraldur fór Magnús í hinn ágæta ungmenna- skóla að Núpi í Dýrafirði. Hann lærði þar lífsspeki og það, að Síðustu keppnum bridgefélag- anna í Reykjavík á þessu keppn- ístímabili er nú lokið og hafa þær farið þannig: Hjá Tafl- og Bridgeklúbbnum var spiluð tvímenningskeppni og og voru spilaðar 5 umferðir. Þátt takendur voru 32 pör. Efstir urðu Hjalti Elíasson og Zakarías Daníelsson 1248 stig, fengu þeir mjög harða keppni af næsta pari, sem var í öðru sæti frá byrjun til loka, en það voru Marinó Erlendsson og Bjarni Jónsson, er fengu 1211 stig. Hjá kvennadeildinni var spiluð einmenningskeppni og vann hana Hanna Jónsdóttir. Hjá Bridgefélaginu var spiluð Frh. á bls. 19. „PRESSUIEÍKUR“ Á MUM „Landsliðið“ er valið ANNAÐ KVÖLD fer fram á íþróttavellinum leikur liðs lands- nefndar KSÍ gegn iiði er knattspyrnuskrifarar blaðanna hafa valið.Þegar þetta er ritað um miðjan dag í gær, var skammt um liðið síðan „samtökum iþróttafréttamanna" barst bréf um val lands- liðsnefndarinnar, svo ekki var kunnugt um hvernig pressuliðið væri skipað. Lið landsliðsneíndar, sem kalla má „reynslulandslið“ var þannig skipað: Helgi Daníelsson 1A (markv.) Gunnar Leósson Fram (h.bakv.) Sveinn Teitsson Halld. Halldórss. ÍA (h.framv.) Val (miðframv.) Ríkharður Jónsson ÍA (h.innh.) Dagbj. Grímsson Þórður Þórðarson Fram h.úth.) ÍA (miðherji) Tveir nýliðar koma nú í úr- valslið landsliðsnefndar þeir Dag bjartur Grímsson á h. kant, en hann hefur vakið sérstaka at- hygli á sér í sumar fyrir mikinn hraða og drífandi leiki. Hinn er Jakob Jakobsson frá Akureyri. Hann er leikinn knattspyrnumað ur og einn okkar efnilegasti yngri manna. Hann hefur sýnt góða leikni og auga fyrir góða knatt- spyrnu. Það er fyllilega rétt af landsliðsnefnd að reyna nýja menn og þessir voru verðugir þess að ganga undir prófið. Burtséð frá þessum mönnum og vörninni (markv. undanskil- inn) var liðið nokkuð sjálfskipað. Vörnin var dálítið vandræðamál. Ólafur Gíslason KR (v.bakv.) Guðjón Finnbogason ÍA (v.framv.) Jakob Jakobsson ÍBA (v.innh.) Þórður Jónsson ÍA (v.úth.) Landsliðsnefndin velur tvo af hinum yngstu er til greina koma. Hinir eldri leikmenn sem eru látnir blaðamönnum í té standa þeim þó ekki að baki, og liggur því við að ætla að pressuliðið ætti að hafa sterka vörn. Af líklegum mönnum má til nefna Einar Halldórsson, Arn- grím Kristjánsson Akure., Magn- ús Snæbjörnsson Val, Kristinn Gunnlaugsson ÍA og Jón Leósson ÍA o. fl. koma til álita. En um val pressuliðsins var ekkert hægt að segja er þetta var ritað, en hafi valið tekizt í gærkvöldi er tilkynningu um liðið að finna á fréttasíðum blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.