Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 22. maf 1957 I A ustan Edens eftir John Steinbeck 40 i □- —□ síðustu daganna upp í huga henn- ar. Hún sá andlit hr. Edwards fyr ir sér, s» hinn rólega sjálfbirgings svip þoka fyrir hörkulegu tilfinn- ingaleysi og morðfýsn. Aldrei á ævinni hafði hún orðið jafnhrædd og þá. En nú hafði hún kynnzt raunverulegum ótta. Og hugur hennar hvarflaði leitandi, eins og innikróað dýr, sem leitar opinnar útgönguleiðar. Hr. Edwards vissi um brunann! Vissi nokkur annar það? Og hvemig fékk hann að vita það? Lamandi, ógnþrungin skelf- ing greip hana við þessi heilabrot. Af orðum, sem hún hleraði, dró hún þá ályktun, að hávaxni mað- urinn væri héraðsfógetinn og vildi yfirheyra hana og að ungi maður inn, sem hét Adam, vildi hins veg- ar hlífa henni við öllu slíku ónæði. Kannske vissi héraðsfógetinn um brunann, — orsakir hans og af- leiðingar. Eitt sinn, er- hún heyrði menn- ina tala saman, frammi 1 eldhús- inu, fékk hún lolcs vísbendingu um það, hvað brögðum hún skyldi helzt beita. Héraðsfógetinn sagði: „Eitthvað hlýtur stúlkan að heita! Og einhverjir hljóta að þekkja hana!“ „En hvemig ætti hún að geta svarað spurningum yðar?“ sagði rödd Adams. „Hún, sem er kjálka- brotin“. „Sé hún ekki örvhent, ætti hún Þýðing Sverrir Haraldsson □----------------------□ að geta skrifað svörin. Sjáðu nú til, Adam. Hafi einhver gert til- raun til að drepa hana, þá er það skylda mín sem yfirvalds að reyna að klófesta sökudólginn sem allra fyrst! Gefðu mér nú blað og blý- ant og svo skal ég tala við stúlk- una!“ „Læknirinn sagði að hún hefði höfuðkúpubrotnað. Hver veit nema hún hafi líka misst minnið?" „Það kemur þá í ljós á sínum tíma. Nú læturðu mig bara fá blað og blýant og svo gerum við a. m. k. tilraun". „Ég vil ekki að hún sé ónáðuð fyrst um sinn“. „Adam, mér kemur það and- skotann ekkert við, hvort þú vilt þetta eða hitt! Ég er einungis að biðja um blað og blýant". Nú heyrðist rödd hins unga mannsins: „Hvað gengur eigin- lega að þér? Maður gæti næstum haldið, að þú hefðir gert þétta! Láttu hann fá blað og blýant, ann ars geri ég það!“ Hún lá með lokuð augun, þegar mennirnir þrír komu hljóðlega inn í herbergið. „Hún er sofandi", hvíslaði Adam. Hún opnaði augun og horfði á þá. Hái maðurinn kom að rúminu hennar. „Mér þykir leiðinlegt að þurfa að gera yður ónæði, ungfrú. Ég er héraðsfógetinn. Ég veit að þér getið ekki talað, en viljið þér vera svo góð að skrifa örfá orð á þetta blað?“ Hún kinkaði kolli og kveink- aði sér um leið. Svo deplaði hún augunum í ákafa, til þess að gefa til kynna samþykki sitt. „Dugleg stúlka!“ sagði héraðs- fógetinn. „Þarna sjáið þið það sjálfir! Hún er fús til þess“. Hann lagði spjaldið á sængina, við hlið hennar og stakk blýantinum á milli fingra sjúklingsins. „Jæja, nú getum við byrjað. Hvað heitið þér, stúlka mín?“ Mennimir þrír störðu á andlit hennar. Svipurinn varð vandræða- legur og augnaráðið hvarflandi. Svo lokaði hún augunum og blý- anturinn byrjaði að hreyfast: „Ég veit það ekki“. Stafirnir voru stór ir og ójaf;»ir. „Jæja, h'érna er annað blað. Hvað er það, sem þér munið?“ „Allt í móðu. .. Get ekki hugs- ■ að“, krotaði blýanturinn og skrapp út af spjaldbrúninni. „Munið þér ekki hver þér eruð og hvaðan þér komuð? Hugsið yð- ur vel um!“ Stúlkan virtist heyja harða baráttu og beita hugann hörðu, en svo varð svipur hennar vonleysis- legur og örvæntingarfullur: „Nei, get það ekki! Man það ekki! Hjálpið mér!“ „Aumingja barnið“, sagði hér- aðsfógetinn. „Þér gerðuð það, sem þér gátuð til að hjálpa okkur. Við reynum bara aftur, þegar þér er- uð orðin hressari. Nei, nei, þér þurfið ekki að skrifa neitt meira“. Blýanturinn krotaði: „Þökk fyr- ir“ og féll úr hönd hennar. Hún hafði sigrað héraðsfóget- ann og hlotið samúð hans. Char- les einn var á móti henni. Þegar báðir bræðurnir voru inni í her- berginu hjá henni, aðgætti hún vandlega hinn þungbúna ólundar- svip yngri mannsins. Það var eitt- hvað í andlitsdráttum hans, sem hún kannaðist við, eitthvað sem olli henni óróa. Hún sá að hann kom oft við örið á enninu, nudd- aði það og strauk með fingrunum. Einu sinni varð hann var við at- hygli hennar. Hann leit sektar- lega á fingur sér og sagði þjösna- lega: „Bíddu bara róleg. Þú færð líka svona ör, kannske stærra og ljótara!" Hún brosti til hans og hann leit undan. Þegar svo Adam kom inn með heita súpu handa henni, sagði Charles: „Ég ætla að skreppa niður í þorpið og fá mér bjór“. 3. Adam minntist þess ekki að hafa nokkru sinni verið jafnham- ingjusamur og nú. Hið raunveru- lega nafn stúlkunnar var honum algert aukaatriði. Hún hafði sagt honum að kalla sig Cathy og það nægði honum. Hann bjó til matinn handa Cathy og studdist þar við ’uppskriftir, sem móðir hans og stjúpmóðir höfðu notað. Lífsorka Cathy var ótrúlega mikil. Hún hresstist undra-fljótt og batinn var skjótur og stöðugur. Bólgan hjaðnaði og yndisþokki æsk unnar birtist aftur á andliti henn ar. Brátt gat hún sezt upp í rúm- inu og jafnvel farið að stíga í fæturná. Hún opnaði munninn og lokaði honum mjög varlega og hún þá að borða lina fæðu, sem lítið þurfti að tyggja. Hún var ennþá með reifað enni, en annars staðar voru áverkarnir horfnir að mestu, nema hvað hún virtist ör- lítið kinnfiskasogin þeim megin sem tennurnar vantaði. Cathy var í vanda stödd og í huganum leitaði hún að einhverri leið út úr þeim vanda. Hún talaði lítið, jafnvel eftir að henni var orðið létt um mál. Kvöld eitt heyrði hún umgang frammi í eldhúsinu og kallaði: „Adam! Ert það þú?“ Rödd Charles svaraði: „Nei, það er ég!“ „Viltu vera svo góður að koma hingað inn til min, sem snöggv- ast?“ Hann staðnæmdist í dyrunum, önugur á svipinn. „Þú kemur ekki oft hingað inn!“ sagði hún. „Nei!“ „Þér geðjast illa að mér!“ „Ég býst við því“. „Viltu segja mér ástæðuna?" Hann hikaði með svarið: „Ég treysti þér ekki!“ „Og hvers vegna ekki?“ „Ég veit það ekki. Ég trúi því ekki, að þú hafir misst minnið“. „En hvers vegna hefði ég átt að ljúga því?“ „Ég veit það ekki. Þess vegna treysti ég þér ekki. Það er eitt- hvað, sem mér finnst ég kannast við“. „En við höfum þó aldrei sézt áður?“ „Kannske ekki. En það er eitt- hvað sem gerir mig órólegan. Og hvernig veiztu að við höfum aldrei sézt?“ Hún þagði og hann gerði sig lík legan til að fara. „Farðu ekki“, sagði hún. „Hvað ætlarðu að gera?“ „Gera við hvað?“ „Við mig?“ Hann leit á hana með nýjum á- huga: „Viltu heyra sannleikann?“ „Hvers vegna skyldi ég annars hafa spurt?“ „Ég veit ekki. En sannleikann skaltu fá að heyra. Ég ætla mér að koma þér út úr þessu húsi, svo fljótt sem ég mögulega get. Bróð- ir minn hefur gert sig að fífli, en ég ætla að koma vitinu fyrir hann aftur, ohvað sem það kann að kosta. Jafnvel þótt ég þyrfti að berja hann“. „Heldurðu að þú gætir það? Hann er sterkur maður". „Ég gæti það“. Hún virti hann rólega fyrir sér. „Hvar er Adam?“ „Hann fór til borgarinnar til þess að sækja meira af þessu and- skotans meðalagutli þínu". „Þú ert vondur maður!“ „Á ég að segja þér mitt álit? Ég held að ég sé ekki nálægt því eins vondur og þú ert, þrátt fyrir snoppufrítt útlit. Ég held að þú sért hreinasti djöfull í manns- mynd“. Hún hló mjúklega. „Við erum þá tveir“, sagði hún. „Og hvenær ætlarðu svo að gera það, Charles?" „Gera hvað?“ „Fleygja mér út? Segðu mér al- veg eins og er“. „Gott og vel, ég skal þá segja þér það. Þú ferð héðan eftir svona viku eða tíu daga. Strax og þú verður fótafær". „En ef ég neita nú alveg að fara?“ Hann horfði á hana með hæðnia legum svip: „Þá gríp ég bara til ráða, sem þú þekkir ekki. Á meðan þú lást í mókinu talaðirðu heil mikið upp úr svefninum og þá heyrði ég nefnilega eitt og annað, sem gott er fyrir mig að vita“. „Ég trúi því ekki!“ Hann hló, því að hann hafði séð snöggum óttasvip bregða fyrir á andliti hennar: „Gott og vel. — Trúðu því þá ekki. Og ef þú hverf ur héðan jafn-skjótt og þér er mögulegt, þá skal ég ekki kjafta frá neinu. En ef þú ferð að sýna einhverja þrjðzku, ja, þá skaltu líka fá að heyra sannleikann um- búðalausan af vörum mínum. Hér- aðsfógetinn líka!“ „Ég trúi því ekki, að ég hafl sagt nokkuð ljótt. Hvað hefði ég svo sem getað sagt?" „Ég má ekki vera að því að tala við þig lengur. Yerkin vinna sig ekki sjálf. Það varst þú sem gjíltvarpiö Miðvikudagur 22. niaí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—-14,00 Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. 18,45 Fiskimál: Páll Sigurðsson forstjóri talar um samábyrgð Islands á fiskiskipum og vélbátatryggingarnar. — 19,00 Þingfréttir. 19,30 Óperulög (pl.), 20,30 Erindi: Egyptaland; III. Kairó (Rannveig Tómasdóttir). 21,00 Einsöngur: ítalski tenór- söngvarinn Vincenzo Demetz syng ur við undirleik hljómsveitar. —- 21,15 Upplestur: „Fyrst ég ann- ars hjarta hræri“, smásaga eftir Þórleif Bjarnason (Höskuldur Skagfjörð leikari). 21,35 Tónleik- ar (plötur). 22,10 Þýtt og endur- sagt: „Á fremstu nöf“ eftir Marie Hackett; III. (Ævar Kvaran leik- ari). 22,30 Létt lög (plötur). — 23,00 Dagskrárlok. Húsgagnasmiðir Verkstjóri, ásamt vönum vélamanni, óskast á tré- smíðavinnustofu. — Listhafendur leggi nöfn sín inn á afgreiðslu Mbl. fyrir hádegi á laugardag merkt: „Prósentur af ágóða — 5325“. p/yt* aq - hún cA (Mtifh,. RÝMINGARSALA SÍÐASTI DAGUR! — Verzlunin flytur í Vesturver —. Allar 78 snún. plötur 10” á aðeins kr. 10,00 eða kr. 15,00. — íslenzkar og erlendar. — Einstakt tækifæri Hljóðfæraverzl. Sigríðar Helgadóttur sf. Lækjargötu 2 MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) Peta hraðar sér á eftir pabba I 2) Pabbi, hvert ætlarðu að fara eínum og Anda og nær þeim brátt.' með Anda? 3) — Ég ætla að fela hann i góða mín, vertu nú ekki að skipta þangað til Markús er farinn. Og þér af þessu. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni“, sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt ir). 19,00 Þingfréttir. 19,30 Har- monikulög (plötur). 20,20 Náttúra Islands; VI. erindi: Getið í eyður (Jóhannes Áskelsson jarðfræðing- ur). 20,45 íslenzk tónlistarkynn- mg: Verk eftir Hallgrím Helga- son. 21,30 Útvarpssagan: „Synir trúboðanna“ eftir Pearl S. Buck; XXI. (Séra Sveinn Víkingur). — 22.10 Þýtt og endursagt: „Á fremstu nöf“, eftir Marie Hackett; IV. (Ævar Kvaran leikari). 22,30 Sinfónískir tónleikar (plötur). — 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.