Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. maí 1957 MORGVHBLAÐ1Ð 3 « Varhugaverl að lóta breytingar ó lögom um hlutaiélög nú til þeirra félaga, sem þegar haia verið stofnuð Bjamí Benediktsson flytur breyting- artill. um oð svo verbi ekki T GÆR urðu nokkrar umræður um breytingu á hlutaféíagalög- A unum sem fjallar um að breyta atkvæðisrétti hluthafa þegar um er að ræða ríkið eða ríkisstofnanir, sveitarfélög, stofnanir þeirra eða samvinnufélög. Bjarni Benediktsson flutti breytingartillögu við frv. þess efnis að breyting þessi næði ekki til þeirra hluta- félaga, sem þegar hefðu verið stofnuð. Fyrir nokkru var skýrt frá því í fréttum austan af Eskifirði, að vélbáturinn Víðir hefði landað óvenjugóðum afla þar laugardag- inn fyrir páska. Myndin sýnir bátinn koma hlaðinn inn á Eskifjörð. Hann hafði innanborðs 30 lestir af óslægðum fiski og 60 lestir af slægðum. Hafði hann fengið þennan afla í fjórum lögnum. Gerðar verða athyglisverðar tilraunir í Heiðmörk í sumar Sennilegt að vorverkum Ijúki þar næstu daga. Gunnar Jóhannsson fylgdi frv. úr hlaði og kvað meiri hluta alls- herjarnefndar mæla með að það yrði samþykkt eins og það kom frá Efri deild. Nefndi Gunnar í þessu sambandi Útgerðarfélag Akureyringa h.f. og kvað bæjar- stjórnina á Akureyri mæla með samþykkt frumvarpsins. Bjarni Benediktsson kvað á- stæðu til þess að athuga þetta mál mun betur. Kvaðst hann hafa borið fram tillögu í nefnd- inni um að leita álits sérfróðra manna, sem sérstaklega hefðu kynnt sér lög um hlutafélög, en sú tillaga hefði ekki fengizt bor- in upp í nefndinni. Hins vegar teldi hann mjög nauðsynlegt að fá umsögn þessara manna. — Aðalefni frv. væri umdeilanlegt og að sínu áliti mjög varhuga- vert, en einkanlega væri hættu- legt að láta þessa lög- gjöf ná til hlutafélaga, sem þeg- ar hefðu verið stofnuð. Menn hefðu lagt fram fé sitt í ýmis félög í þeirri góðu trú að þeir hefðu þann rétt, sem lög mæltu fyrir. Kvaðst Bjarni draga í efa að þetta myndi standast fyrir dómstólunum, ef aðilar hlutafé- laganna neituðu að þessi breyt- ing yrði gerð. Lögin gætu orsak- að langvarandi málaferli og væri þá ver farið en heima setið. Með þessari lagabreytingu væri verið að hagga fjárhags- skuldbindingum, sem menn hefðu byggt á. Kvaðst Bjarni mjög vilja vara við að gera þessa breytingu. Hún mundi rýra trú AKRANESI, 22. maí — Karla- kórinn Svanir hér á Akranesi, fer á föstudaginn í söngför til Vestmannaeyja, á því góða skipi Akraborg. Almenningi verður gefinn kostur á að taka þátt í ferðinni, eftir því sem skipsrúm leyfir. Á laugardagskvöld syng- ur kórinn í Eyjum og hingað verður komið aftur á sunnudags- kvöldið. —O. AFBOÐ OG VARAMENN Þegar bárust boð frá Ellert Schram að hann léki ekki með. Valdi Albert Guðmundsson, sem skipaður var fyrirliði liðsins, Bergþór Jónsson, ÍBH, í hans stað. Leikur hann með í kvöld. Ekki var vitað annað í gærkvöldi en að aðrir væru tilbúnir til leiks og umræðufundur var boð- aður með liðinu í gærkvöldi. manna á gildi samninga og kippa grundvellinum undan fjárhags- skuldbindingum. Flutti hann síð- an breytingartillögu þess efnis að ákvæði þessi næðu ekki til þeirra hlutafélaga sem þegar hefðu ver- ið stofnuð. Bjarni Benediktsson lagði fram af hálfu minnihluta allsherjar- nefndar svofellt nefndarálit í málinu: NEFNDARÁLIT MINNIHLUTANS FRV. þessu var vísað til alls- herjarnefndar 18. maí og tekið til afgreiðslu að morgni 21. maí. Er sá viðbragðsflýtir ólíkur öðr- um starfsháttum nefndarinnar á þessu þingi, svo sem um um- ferðarlagafrv. Því frv. var vísað til nefndarinnar hinn 12. apríl, og hefur nefndin enn ekki tekið afstöðu til eins einasta atriðis þess, enda ekki gefið sér tíma til að ræða þennan þýðingar- mikla lagabálk að nokkru gagni. Þegar frv. um breytingu á hlutafélagalögunum var tekið til umræðu í nefndinni, lagði ég til, að fengin yrði um það um- sögn þeirra hæstaréttardórnar- anna Árna Tryggvasonar og dr. Þórðar Eyjólfssonar, sem undir- bjuggu hið ýtarlega frv. um hlutafélög, sem lagt var fyrir Alþingi 1952 og 1953, en ekki varð samkomulag um afgreiðslu á, vegna þess að ekki fékkst næg trygging fyrir því, að hin- um merku nýmælum frv. yrði fylgt eftir í framkvæmd. Enginn bar þó á móti því, að hæsta- réttardómararnir hefðu unnið merkilegt grundvallarverk með endurskoðun sinni. Eggert Þor- steinsson alþingismaður sagði t. d. þá í umræðum um málið: „Það verður að álíta, að ríkis- stjórnin hafi vandað vai manna til undirbúnings þessu máli, enda er það álit flestra þeirra, sem kunnugastir eru þessum málum, að frv. sem heild sé til mikilla bóta frá eldri lögum ....“ Þar sem landsliðsnefnd átti að velja varamenn sína fyrst, en ekki var vitað um val hennar í gærkvöldi, var nokkuð í óvissu með varamenn „pressuliðsins." En þrír af 5 voru valdir til þess að geta verið með frá byrjun í undirbúningi liðsins. Eru það þeir Jón Pálmason, ÍBH, Kjart- an Elíasson, ÍBH, og Ragnar Jónsson, ÍBH. Nú brá hins vegar svo við, að formaður allsherjarnefndar, Bragi Sigurjónsson, beitti for- mannsvaldi sínu til þess að hindra, að tillagan um að leita umsagnar þessara ágætu fræði- manna um þetta frv. væri borin undir atkvæði í nefndinni. Hvað sem málefnalegum ágrein ingi um afgreiðslu mála líður, verður að ætlast til þess, að réttum fundarsköpum sé hlítt. Ærið tortryggilegt er að greiða atkvæði gegn því, að umsögn óhlutdrægra sérfræðinga sé feng- in. Út yfir tekur, þegar vikið er frá viðurkenndum fundarsköp- um til að koma í veg fyrir, að tillaga um það komi undir at- kvæði. Um efni þessa frv., það, að sveitarfélög og samvinnufélög séu ekki bundin á sama veg og aðrir hluthafar um meðferð á at- kvæðisrétti, má auðvitað deila og færa rök með og á móti. Sök sér er að setja slík ákvæði til frambúðar og láta þau gilda um þau félög, sem héðan í frá verða stofnuð. Hitt er miklu meiri vandi, hvernig fara eigi að um þau félög, sem þegar eru stofnuð. Þar hafa aðilar lagt fram fé með ákveðnar forsendur í huga. Ef þeim forsendum er breytt af lög- gjafanum án samþykkis aðila, hljóta margvísleg vandamál að vakna. í umr. um hlutafélagafrv. á Alþingi 1953 viðurkenndi Einar Olgeirsson, sem þá flutti sams konar brtt. og þetta frv. fjallar um, þessi sjónarmið og sagði: „Nú má vel vera, að í sumum af þeim útgerðarfélögum, sem ég sérstaklega hef hugsað um í þessu sambandi og þegar eru til, séu ákvæði í stofnsamningi, sem séu samkomulag á milli stofnenda um einhvern annan hátt á, og að svo miklu leyti sem slíkur háttur brýtur ekki í bága við lög, getur slíkt máske haldizt. Hins vegar, að svo miklu ieyti sem ný félög yrðu mynduð með þessu fyrir- komulagi sem hlutafélög, þá mundi þetta ákvæði gilda, ef þetta væri samþykkt. Og ef til vill yrði á ýmsan hátt hægt að laga þetta með góðu samkomu- lagi, ef lögunum yrði breytt eins og ég legg til, í þeim félögum, sem nú þegar eru starfandi." Fram hjá því verður ekki kom- ít£., að athugun þessara atriða fari fram, áður en frv. verði sam- þykkt, ef ekki á að efna til vand- ræða. Þar sem ekki hefur verið gefið færi á að gera þessa óhjá- kvæmilegu athugun, legg ég til, að frv. verði fellt. HÖFN í Hornafirði, 22. maí: — Heildarafli heimabátanna sex á Hornafirði varð 3195 lestir af slægðum fiski með haus. í sam- tals 410 sjóferðum. Aflinn skipt- ist þannig á bátana: Helgi 687,4 lestir í 75 róðrum, Gissur hvíti 661,8 lestir í 80 róðrum, Axurey 525 lestir í 66 róðrum, Hvanney 478,6 lestir í 65 róðrum, Sigur- fari 473 lestir í 62 róðrum, og Ingólfur 369,3 lestir í 62 róðrum. Hásetahlutur á tveim hæstu bátunum, Helga og Gissuri hvíta varð um 35 þús. kr. Formaður á aflahæsta bátnum er Tryggvi Sigurjónsson, Höfn. — Gunnar. HAFNARFIRÐI — Togararnir hafa komið inn með stuttu milli- bili undanfarið og var afli frem- ur góður hjá þeim um tíma, en dró aftur úr nú síðustu daga. Þeir veiða nú flestir í salt og sumir farnir á Grænlands- mið, svo sem Ágúst og Júní. — Surprise kom af veiðum í gær- morgun (miðvikudag) með ágætisafla eða um 170 tonn af saltfiski eftir 11 daga útivist. Á A3ÐALFUNDI Skógræktarfé- lags Reykjavíkur, er haldinn var í fyrrakvöld, sagði Einar Sæ- mundsen skógarvörður m. a. frá því í sambandi við skóggræðsl- una í Heiðmörk, að í vor hefði starfið þar gengið mjög vel Virt- ist sér sem áhugi landnemanna hefði vart verið meiri þau sex sumur sem liðin eru frá því Reykvíkingar gerðu Heiðmörk að friðlandi sínu og hófu þar skóg rækt í stórum stíl. Einar skógarvörður kvað þá, sem fyrstir ruddu brautina þar efra á sviði skógræktar, nú vera farna að sjá ávöxt vinnu sinnar, því að barrtrén litlu ná þar orð- ið um mikið svæði, kjarrivaxn- ar brekkur og fallega hraunbolla. Skógræktin í Heiðmörk er merkileg meðal annars fyrir það, sagði Einar, að það er í fyrsta skipti sem hér á landi er farið út í skógrækt í stórum stíl með almennri þátttöku. Og árangur inn er góður, því að vanhöld hafa ekki farið fram úr því, sem gert var ráð fyrir, og með hverju ár- inu sem líður hefur gróðursetn- ingin farið betur úr höndum land Nú eru allir bátarnir hættir veiðum fyrir nokkru og öfluðu þeir 6824 lestir á vertíðinni. — Fagriklettur var hæstur með 563 lestir. Hafnfirðingur hefir farið nokkrum sinnum út nú undan- farið með reknet og fiskað frem- f GÆR talaði Magnús Jónsson fyrir þingsályktunartillögu sem hann flytur ásamt Sigurði Bjarna syni í Sameinuðu þingi, um sam- einingu Áfengisverzlunar ríkis- ins og Tóbakseinkasölu ríkisins. Benti Magnús á að nú stæði svo á að forstjóri annars þessara fyr- irtækja væri að láta af störfum og væri því tækifæri til þessar- ar sameiningar án þess að annar forstjóranna þyrfti að víkja. Magnús benti ennfremur á að nemanna, en láta mun nærri að 1000 manns komi þangað á vori hverju til starfa. Sem dæmi um hve Heiðmerkur landnemar eru nú áhugasamir gat Einar þess að nú sé búið að gróðursetja 20.000 trjáplöntur í mörkina á þessu vori. Kvaðst hann vona að um næstu mán- aðamót yrði vorgróðursetningu landnemanna lokið, ef ekkert óvænt kemur fyrir. Einar sagði nokkuð frá skóg- græðslustarfi Vinnuskólanema þar í mörkinni og bar lof á þá fyrir góð vinnubrögð og um- gengni. f þessu sambandi gat hann þess, að í sumar myndi verða gerð tilraun með nýtt fyr- irkomulag á trjágróðursetningu °g myndu Vinnuskólanemar vera látnir vinna það starf. Suður í skógræktarstöð Skógræktarfél. Reykjavíkur í Fossvogi, eru nú undir gleri þúsundir potta- og trjáplantna, sem hugmyundin er að taka úr pottunum í sumar og gróðursetja í Heiðmörk með hnausnum sem fylgir rótinni, er plönturnar eru teknar úr pott- unum. Einar kvaðst vilja leggja áherzlu á það, að hér væri um tilraun að ræða. Eigi að síður kvaðst hann binda nokkrar vonir við þessa nýju aðferð.Rætur barr plantna eru sérlega vandmeð- farnar við gróðursetningu, en með þessu fyrirkomulagi ættu þær ekki að verða fyrir alvar- legu hnjaski. Ýmislegt annað varðandi gróð ursetningarstarfið í Heiðmörk, kvað Einar nú vera á athugunar- stigi hjá stjórn félagsins. rekstrarkostnaður þessara fyrir- tækja væri sameiginlega um 18 milljónir króna og mætti ætla að eitthvað mætti úr þessum kostnaði draga ef þau væru sam- einuð. Hins vegar kvaðst hann ekki vera með neinar getsakir um að þessum fyrirtækjum væri ekki stjórnað eins vel og efni stæðu til. ★ Umræðu var frestað og till. vísað til fjárveitinganefndar. „Pressuliðið“ i kvöld IKVÖLD kl. 8.30 er „pressuleikurinn" svonefndi á íþróttavellin- inum. Leikur þá úrvalslið landsliðsnefndar, og er ekki vitað um nein forföll eða breytingar á því frá því sem birt var í blaðinu i gær. Stuttur tími gafst til að velja „pressuliðið" og ofan á það bættist að forföll voru þegar boðuð. Allt var í óvissu með vara- menn, en mæti liðið eins og það var endanlega valið, samstillt og með vilja til að gera sitt bezta þá má telja líklegt að það standi sig vel. Blaðamenn völdu það þannig: © Skúli Nielsen Fram Högni Gunnlaugss. IBK Ellert Schram KR Pétur Georgsson ÍA Albert Guðmundsson ÍBH Einar Sig. ÍBH Einar Halldórsson Val Reynir Karlss. Fram Magnús Snæbjörnsson Val Kristinn Gunnlaugsson IA Björgvin Hermannsson Val. ur vel. —G. B. Someining Tóbaks- og ófengis- verzlunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.