Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 12
12 MORGVNBlAÐtÐ Flmmtudagur 23. mal 1957 MÆ FRA S.U.S. RITSTJÖRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON Skyldugjöld ÞAÐ ER einkennilega hljott um nýju skyldugjöldin, sem ríkis- stjórnin er í þann veginn að leggja á ungt fólk. Stjórnarblöð- in hælast svo til ekkert um og hafa þau þó jafnan kallað aukna ríkisihlutun um einkamál manna merkilega krás. Alþýðublaðið tæpir þó rétt aðeins á málinu í leiðara og Tíminn endurprentaði ögn af honum. Alþýðublaðið segir, að einmitt svona eigi að kenna ungu fólki að meta fjármuni sína. Þetta er alveg rétt hjá Helga, því að „enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir.“ Hafi maðurinn hins vegar mismælt sig og eigi við, að skyldusparnaðurinn kenni ungu fólki að spara, þá virðist formaður menntamálaráðs telja þvingun heppilega kcnnsluaðferð. tJt af þessu má náttúrlega leggja á alla vegu og spyrja: Mætti kenna formanninum að meta gildi sjóbaða með því að Heygja honum í höfnina? 1 greininni stendur að í 5 ár spari unglingar með 30 kr. árs- tekjur 9 þús. kr. Þegar vöxtum hefir verið bætt við þá geri það 12 þús. kr.í Hversu háa vexti þarf þá að greiða? Nú er þetta erfið gáta, en til að gera hana einfaldari skal það gefið að 10% vextir eru ekki nógu háir. Enn er eitt atriði í þessu sam- bandi sem vert er að minnast á. Fram á það hefir áður verið sýnt, að forgangsréttur þeirra, sem spara, til lána er hrein blekk ing. En setjum nú svo að svo væri ekki og tiltölulega auðvelt væri að öðlast téðan forgangsrétt. Nú segir í frumvarpinu að lán til þeirra sem spara megi vera allmiklu hærri en ella og allt að % af matsverði viðkomandi í- búðar. Nú kemur hér stórflókin gáta, þar sem gefið er að allur fjöldinn af þeim sem sparar á kost á forgangsréttarláni: Hversu miklu fé hefði þá sjóð- urinn alla jafna yfir að ráða? Eða: Hversu löng ýrði biðröð hinna hamingjusömu forgangs- réttar unglinga ? íslenzkir æskumenn munn ekki gleðjust með böðlum Ungverju- lunds í Moskvu í sumur Kveðja til ronða hersins Hatrið um heiminn flæðir og hrynur til fóta mér, andar í kvæðið klökkva, kvölin í hjartað sker, og þó skal ég blanda blóði og berjast með þér. Svo æddu þá vinur yfir álfuna vestanhallt og ástvinur okkar hinna ætíð þú vera skalt, þrátt fyrir þessa daga og þrátt fyrir allt. Kvæði þetta orti stúdent, sem er við nám erlendis, í byrjun nóv- embermánaðar síðastliðins. Vormót SUS á Akranesi SUS efnir til vormóts á Akranesi n. k. laugardag kl. 8,30 að Hótel Akranesi. Æshulýðsmót kommúnista eru holdin í pólitískn óróðursskyni jT'INS og frá hefir verið skýrt fyrr hér á síðunni efna ung- kommúnistar til mikils móts í Moskvu nú í júlí í sumar. Er þ-etta eitt af alþjóðamótum þeim, sem þeir hafa á undan- förnum árum gengizt fyrir og nefnt þau ópólitísk. Áður hafa þau verið m. a. haldin í Varsjá og Búkarest. Sannleikurinn er hins vegar sá, eins og allir skyni bornir ungir menn vita og þekkja, að fjarri lagi er að mót þessi séu ópólitísk. Á þeim öllum hefir farið fram sterkur áróður fyrir stefnu kommúnista og sér í lagi fyrir þeirri utanríkisstefnu sem Sovétríkin reka. Á mótunum hafa leiðtogar ungkommúnista frá járntjaldslöndunum efnt til funda og gert samþykktir sem í öllu og einu hljóta að teljast hápólitískar og í raun- inni ekki frábrugðnar samþykktum kommúnista um heim allan. — En vegna þess að þessar sam- þykktir koma frá „ópólitísku" æskulýðsmóti ætlast kommúnist- ar til þess að meira mark sé á þeim tekið en ella. A Búkarestmótinu 1953 var efni tillagnanna í fyrsta lagi „sameining æskunnar fyrir friði“. Þessu takmarki átti að ná með því, að í tillögunum voru allar vestrænar lýðræðisþjóðir nefnd- ar „heimsvaldasinnaðar stríðs- æsingaþjóðir" og það var það nafn, sem kommúnistar völdu þar með íslandi.. í öðru lagi var sérstök áherzla lögð á það í til- lögunum, sem samþykktar voru á þessu „ópólitíska" æskulýðs- móti, að æska vestrænna landa, og sér í lagi þeirra þjóða, sem enn hafa ekki hlotið fullt sjálf- stæði (svo sem Færeyja), lifði við hin bágustu kjör, kúguð og undirokuð. Æska Sovétríkjanna og járn- tjaldslandanna væri hins vegar frjáls, glaðsinna og velmegandi. Auðséð er að þessi tónn er ná- kvæmlega hinn sami og sífellt heyrist í áróðursútvarpinu frá Moskvu og kommúnistar um heim allan eta eftir. Þessi áróður kommúnista er fyrst og fremst ætlaður til þess að hafa áhrif á unga menn og konur, sem enn hafa lítt kynnt sér stjórnmál og eru því líklegri en margir aðrir til þess að taka hann trúanlegan. En kommúnist- um þýðir ekki að neita staðreynd unum og það er orðið öllum ljós- ara en um það þurfi að efast, að almenningur í Rússlandi og Sovétríkjunum býr við langt um lélegri kjör en almenningur í vestrænum löndum, svo við myndum nefna þau sultarkjör. Þeim Islendingum, sem á fyrri æskulýðsmót hafa farið, ber sam- an um, að hvergi hafi þeir séð jafn bágborin lifskjör og innan járntjaldsins, og sú staðreynd hefir átt sinn þátt í því að eftir síðasta æskulýðsmótið í Yarsjá 1955 snerust allmargir sem í ferð- inni voru frá kommúnisma, er þeir sáu með eigin augum hvern- ig ástandið var. En hitt er þó aðalatriðið, að kommúnistar hér á landi beita ósannindum þegar þeir kalla þessi mót ópólitísk, og segja að öllum sé frjálst þangað að koma án allra pólitískra skuld- bindinga. Það er fjarstæða, því á þessum mótum eru jafnan gerð- ar hápólitískar samþykktir í anda Sovétríkjanna, svo allir sem í þeim taka þátt, hljóta um leið að vera samábyrgir þeim yfirlýs- ingum. Hér er ekki um saklaust sum- arferðalag að ræða, ódýrt sum- arfrí, eins og sumir virðast halda, únista um heim allan. Hver sá sem lætur ánetjast og trúir því að hér sé aðeins um saklausa skemmtun að ræða, fer villur vegar. Hann er með förinni að leggja sitt lóð á vogarskálirnar kommúnistum í vil, og hann þarf ekki að undrast það þótt hann verði stimplaður kommúnisti upp frá því. Þetta er atriði, sem á miklu ríður að þeir ungu menn og konur, sem á ferð til Moskvu hafa litið sem saklaust ævintýri geri sér ljóst, áður en það er orðið um seinan. E' n það eru líka fleiri sjónar- mið í málinu. Hver einasti Islendingur með óbrjálaða rétt- lætiskennd og samúðartilfinn- ingu ætti að sjá sóma sinn í því að njóta ekki gistivináttu þeirra sömu manna og siguðu óðum hermannaskríl, gráum fyrir járn- um, í brynvörðum skriðdrekum á ungverska alþýðu skömmu fyrir jólin í vetur. Sú alþýða átti ekkert nema bera hnefana til þess að berjast með við rúss- neska árásarliðið, en hún barðist samt af fádæma hetjuhug, svo lengi verður í minnum haft. Eng- ir menn núlifandi hafa sýnt ann- an eins níðingsskap og þeir, sem gestgjafar þeirra Islendinga, sem þangað sækja í sumar. Þeir munu rétta fram blóðugar hend- ur sínar til þess að fagna ungu fólki sem hug hefir í sér til þess að sækja þá heim og óska þeim til hamingju með böðuls sigurinn yfir Ungverjum. En þúsundir ungverskra æskumanna liggja í gröfum sínum víðsvegar um Búdapest sem þögult vitni þess hugarfars sem kommúnistafor- ingjarnir bera í brjósti til þeirra ungu manna, sem ekki hlýða skipunum þeirra í einu og öllu. Þeim munu vafalaust verða þung sporin íslenzku æskumönnunum, sem nokkra sómatilfinningu eiga í hjarta sínu, að ganga undir sama þak og böðlar Ungverja- lands, minnast við þá og gleðjast með þeim, meðan leiðin í Búda- pest eru enn óorpin moldu. Það þarf kommúnista til þess að gleyma öllu á fáum mánuð- um ....... I heldur þátt í áróðursstríði komm nú stjórna í Moskvu og verða öllum nágrannalöndum okk- ar hafa dagblöðin og æsku- lýðssamtökin fordæmt áróðurs- herferð kommúnista til að fá unga menn til að halda til Moskvu undir fölsku yfirskini friðar og vináttu. Nýlega fer Berlingske Tidende hinum hörð- ustu orðum um förina, einkum eftir hótunarbréfið, sem Rússar sendu Dönum og Norðurlanda- þjóðunum nú fyrir skömmu. For- dæmir blaðið ferðalagið og ræð- ur dönskum æskulýð til þess að hafa það að engu. Norska æskulýðssambandið Framh. á bls. 19 Stjórn FUS á Siglufirði talið frá vinstri: — Sigurður Árnason, Hafliði Guðmundsson ritarl, Stefán Friðbjarnarson, formaður, Haukur Magnússon, gjaldkeri og Viktor Þorkelsson. Frá Sambandsfélögunum IV IJngir Sjálfstæðismenn Siglufirði FÉLAG ungra Sjálfstæðismanna á Siglufirði var stofnað 2. maí 1930. Að félagsstofnuninni stóðu 20 vmgir menn og konur, og hófst þá þegar í upphafi öflug félags- starfsemi. A þessum tíma gætti áhrifa kommúnismans mjög á Siglu- firði, og hafði það að sjálfsögðu sín óheillavænlegu áhrif á þró- un mála þar. Gegn þeim áhrifum hafa ungir Sjálfstæðismenn á Siglufirði beitt sér og beita sér enn. — Starfssaga félagsins, sem nær yfir 27 ár, hefur verið stöðug og jákvæð, borin uppi af sjálfboðnu starfi þeirrar æsku, er trúir því, að frelsi í hugsun, orði og at- höfnum sé hornsteinn vaxandi velmegunar og menningar í ís- lenzku þjóðfélagi. Margir eru þeir, sem starfað hafa í félaginu á þessum tíma. A engan mun þó hallað, þótt sagt sé, að Einar Kristjánsson, nú for- stjóri á Akureyri, sé sá maður- inn, sem fórnað hefur því flest- um stundunum og mesta starf- inu. Formenn félagsins frá stofnun þess hafa verið: Gísli Sigurðsson (nú bókav. Siglufirði), Jón Gíslason (nú Reykjavík), Einar Kristjánsson (nú Akur- eyri), Þráinn Sigurðsson (nú framkv.- stj. Siglufirði), Jón Þórðarson (nú Reykjavík, form. SÚN), Kjartan Friðbjarnarson (nú kaupm. Vestmannaeyjum), Jónas Björnsson (nú vigtarm. Siglufirði), Vilhjálmur Sigurðsson (nú hjá SÍF, Reykjavík), Óli Blöndal (verzl.m. Siglufirði), Stefán Friðbjarnarson, núverandi form. félagsins. Frá árinu 1941 hefur verið um sífellda fólksfækkun að ræða á Siglufirði, sem rætur á í minnk- andi síldveiði og mun meira framboði á vinnuafli en eftir- spurn. Er það einkum ungt fólk, sem flutzt hefur þaðan og leitað þangað, sem þörf var starfs- krafta þeirra og afkoma betri. Þannig vantar nær heila áranga ungs fólks á Siglufirði og hvergi mun roskið fólk og börn skipa hærri hlutfallstölu íbúa en þar. Þetta hefur að sjálfsögðu komið niður á félagsstarfsemi allri. Félag ungra Sjálfstæðismanna á Siglufirði hefur átt því láni að fagna, að forysta þess hefur jafn- an verið skipuð áhugamönnum, sem lagt hafa kapp á það, að skerfur félagsins til framgangs Sjálfstæðisflokksins á Siglufirði sé sem stærstur. Þannig hefur hlutur félagsins í sigrum þeim, er unnizt hafa, verið verulegur. Núverandi stjórn félagsins er staðráðin í því, að liggja ekki á liði sínu í því uppbyggjandi starfi, sem framundan er í fé- lagsmálum Sjálfstæðismanna á Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.